Morgunblaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 31
AF STAÐALÍMYNDUM
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Það er alltaf verið að segjaokkur hvernig við eigum aðvera, fyrst eru það foreldrar
okkar, síðan menntastofnanir og
samfélagið. Vissulega þurfa allir að
lúta ákveðnum samskipta- og siða-
reglum en fyrir utan þær ættu allir
að fá að vera eins og þeir eru,
óheftir af áliti annarra. Í hinum vin-
sæla kvennablaðakúltúr hefur það
löngum tíðkast að segja okkur kon-
um hvernig við eigum að vera og þá
sérstaklega hvernig við eigum að
haga okkur og hugsa um okkur svo
karlmenn laðist að okkur en að
ganga í augun á karlmönnum er
auðvitað eina markmið kvenna.
Á nýju íslensku drottninga-
vefsíðunni Bleikt.is er mjög vinsælt
að birta greinar og blogg um
hvernig konur eiga að vera til að
ganga í augun á karlmönnum, jafn-
framt eru líka birtar greinar um
það hvernig karlmenn eiga að vera
til að ganga í augun á kvenfólki.
Allt virðist þetta byggt á vísinda-
legum rannsóknum.
Flestar konur eru með þaðsterka sjálfsmynd að svona
greinar eru aðeins lesnar til gam-
ans, ef þær eru þá lesnar, og hafa
ekki áhrif á hegðun þeirra en fyrir
óöruggar konur og sérstaklega
unglingsstúlkur sem eru leitandi og
að vinna í eigin sjálfsmynd getur
þessu verið tekið sem heilögum
sannleika. Að lesa það að strákar
vilji ekki innskeifar stelpur með lít-
il brjóst getur sett líf þeirra margra
úr skorðum, sérstaklega ef brjóstin
eru lítil eða fæturnir innskeifir. Því
er það mér alltaf áhyggjuefni þegar
ég sé að frænkur mína á unglings-
aldri „like-a“ við greinar þar sem
fjallað er um hvernig konur eiga að
vera. Þó að yfirlýstur tilgangur
greinanna sé að hjálpa konum, leið-
beina þeim í lífsins frumskógi,
stuðla þær að engu öðru en nið-
urrifi, flokkadráttum og fábreytni.
Í þeim eru líka sett fram fáránleg
og oft á tíðum gamaldags kynja-
viðhorf sem stangast algjörlega á
við það sem kynin alast upp við í
dag, jafnrétti.
Ég hef oft velt fyrir mérhversu mikil áhrif slíkar
greinar hafa, t.d. ef það er sagt að
karlmönnum finnist flottara að
konur hafi ljóst naglalakk en skær-
litað, eins og ég las eitt sinn, hversu
margar konur taka af sér skæra
naglalakkið og setja á sig ljóst,
meðvitað eða ómeðvitað?
Hversu margar konur fá karl-
mann til að bora í vegg eða skipta
um dekk fyrir sig út af því að þær
lesa að karlmönnum finnist aðlað-
andi þegar þeir fái að sinna „karl-
mennskuhlutverki“ sínu … geisp!
Ég á bágt með að trúa því aðkynsystur mínar gleypi þenn-
an tilbúna „sannleika“ . Ég trúi því
eiginlega alls ekki upp á þær, allir
vita jú að manneskja sem er hún
sjálf og ánægð með sjálfa sig eins
og hún er, er mest aðlaðandi í aug-
um annarra. Hverjum dettur líka í
hug að það séu til algild fræði um
það hvernig maður þarf að vera til
að hitt kynið laðist að manni? Það
er ekki hægt að setja saman lista
yfir það eins og innkaupalista, flest-
ir vita bara hvað þeir vilja þegar
þeir sjá það eða kynnast því.
Ég held að það sé kominn tími
til að við hættum að segja hvert
öðru hvernig við eigum að vera og
séum bara eins og við erum.
Tíu leiðir að fábreytni
Reuters
Konan Kim Kardashian þykir vera ímynd kvenleikans nú um stundir.
REUTERS
Karlinn Jon Hamm leikur í Mad Men, hann þykir mikið karlmenni.
»Hverjum detturlíka í hug að það séu
til algild fræði um það
hvernig maður þarf að
vera til að hitt kynið lað-
ist að manni?
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011
Bandaríska
raunveru-
leikaþátta-
stjarnan Kim
Kardashian mun
hugsanlega leika
á móti John Tra-
volta í vænt-
anlegri kvik-
mynd um
mafíuforingjann
John Gotti. Kardashian mun fara
með hlutverk tengdadóttur Gotti,
ef hún verður fyrir valinu, að því er
fram kemur á vefnum TMZ. Tra-
volta verður í hlutverki Gotti.
John Gotti var einn helsti og al-
ræmdasti mafíuforingi New York-
borgar á níunda áratug síðustu ald-
ar en var dæmdur til lífstíðarfang-
elsis árið 1992 fyrir margar sakir,
m.a. 13 morð, ólöglega veðmála-
starfsemi og skattsvik. Hann lést
árið 2002.
Auk Travolta og Kardashian hef-
ur leikarinn James Franco verið
orðaður við kvikmyndina, hlutverk
sonar Gotti, Junior, sem talið er að
tekið hafi við keflinu af föður sínum
sem foringi Gambino-fjölskyld-
unnar alræmdu.
Travolta og Kar-
dashian í kvik-
mynd um Gotti
John Travolta
Söngkonan
Jennifer Lopez
brynnti músum í
hæfileikaþætt-
inum American
Idol sl. mið-
vikudagskvöld
en Lopez gegnir
dómarastöðu í
þeim þætti.
Lopez og hin-
ir dómararnir, Steven Tyler og
Randy Jackson, komust að þeirri
niðurstöðu að einn keppenda,
Chris Medina, hefði ekki staðið
sig nógu vel til að halda áfram
keppni en Medina hafði í söng-
prufum tileinkað fatlaðri unnustu
sinni flutninginn og uppskorið
mikla aðdáun dómaranna þriggja
sem og áhorfenda. En popp-
stjörnudraumar Medina urðu að
engu, Medina þurfti að taka pok-
ann sinn miðvikudaginn sl. og
fékk það mjög á Lopez. Tyler og
Jackson þurftu að hugga söng-
konuna og þerra tárin.
Lopez brast í grát
þegar senda þurfti
keppanda heim
Jennifer Lopez
MÖGNUÐ HASARSPENNUMYND
SEM ENGINN MÁ MISSA AF!
THE MECHANIC KL. 5.50 - 8 - 10.10 16
THE MECHANIC LÚXUS KL. 8 - 10.10 16
HOW DO YOU KNOW KL. 5.20 - 8 - 10.35 L
BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.30 - 5.40 - 8 L
THE EAGLE KL. 10.30 16
JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
BLACK SWAN LÚXUS KL. 5.30 16
GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 3.30 L
ALFA OG OMEGA 3D KL. 3.30 L
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
-H.S.S.,MBL
HOW DO YOU KNOW KL. 8 - 10.10 L
BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.50 - 8 L
JUST GO WITH IT KL. 10.10 L
SÚÐBYRÐINGUR, SAGA BÁTS KL. 6 L
T.V. - KVIKMYNDIR.IS-H.H., MBL -H.V.A., FBL
HOW DO YOU KNOW KL. 5.25 - 8 - 10.35 L
BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.30 - 8 L
127 HOURS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12
BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
THE FIGHTER KL. 10.30 14
TRUE GRIT Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:25
BIG MOMMA’S HOUSE 3 Sýnd kl. 3:40 og 5:50
THE MECHANIC Sýnd kl. 6, 8 og 10:10
JUST GO WITH IT Sýnd kl. 8 og 10:25
ALFA OG ÓMEGA Sýnd kl. 4 ísl. tal
MÚMÍNÁLFARNIR - 3D Sýnd kl. 4 ísl. tal
Stundum þarf maður stelpu,
til að ná stelpunni
SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND
SEM ENGIN MÁ MISSA AF
HHH
„Myndin hin besta skemmtun
sem hentar öllum aldurshópum“
-H.H. - MBL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum