Morgunblaðið - 25.02.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.02.2011, Qupperneq 12
Andri Karl andri@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 24 ára karlmann, Andra Vilhelm Guðmundsson, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á nýársmorgun. Jafnframt var honum gert að greiða fórnarlambi sínu eina milljón króna í miskabætur og 750 þúsund krónur í sakarkostnað. Árás- ina framdi Andri stuttu eftir að hann hlaut þungan dóm en í nóvember var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi, einnig fyrir stórfellda lík- amsárás – og fleiri brot. Árásin á nýársmorgun var framin utandyra við Hótel 1919 í Hafnar- stræti í Reykjavík. Þar veittist Andri Vilhelm að 34 ára karlmanni og sparkaði í hann með þeim afleiðing- um að fórnarlambið féll aftur fyrir sig, niður tvær tröppur og í gang- stéttina. Andri lét ekki staðar numið en sparkaði í höfuð hans og líkama þar sem hann lá. Sjálfur neitaði Andri Vilhelm sök og fékk neitun hans stuðning í vætti þriggja vitna á vettvangi. Framburð- ur vitnanna var hins vegar þeim ann- marka háður að um var að ræða tvo vini Andra og bróður sem voru með honum á nýársmorgun. Einnig var töluvert misræmi á milli framburðar þeirra hjá lögreglu og fyrir dóminum og skýringar á því ekki trúverðugar að mati dómsins. Við mat á því hvað gerðist á nýárs- morgun leit dómurinn til framburðar þriggja annarra vitna sem tengjast hvorki Andra Vilhelm né fórnar- lambi hans. Þau gáfu sig öll fram við lögreglu á vettvangi. Segir í dómn- um að framburður þeirra sé afdrátt- arlaus um atvik öll og trúverðugur. Öll lýstu þau því að Andri Vilhelm hafi sparkað í manninn sem við það hafi fallið aftur fyrir sig. Eftir það hafi fórnarlambið ekki hreyft sig, en Andri Vilhelm gengið rakleiðis að honum og sparkað í höfuð hans eða trampað á því. Í dómnum segir einnig að árás Andra Vilhelms hafi verið lífshættu- leg og líklegt sé að fórnarlambið verði fyrir varanlegum skaða vegna árásarinnar. Hann hafi hlotið blæð- ingu, brot í höfuðkúpu og heilamar sem var nálægt talstöðvum og gæti því haft áhrif á tal auk þess sem það gæti leitt til persónuleikabreytinga og slakara minnis. Þá sé möguleiki á að heilafrumur deyi og yrði heila- starfsemin við það slakari til fram- tíðar litið. Dæmt fyrir lífshættulega atlögu á nýársmorgun  Líklegt er að fórnarlambið verði fyrir varanlegum skaða Morgunblaðið/Sigurgeir S Á leið inn Andri fyrir aftan verj- anda sinn, Vilhjálm H. Vilhjálmsson. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 óvenjulegt. Þannig hafi verið allt upp undir 20 stiga hiti í Nuuk í október sl. Breytingar verði á lifnaðarháttum fólks og aukinn hiti sé ekki fagnaðar- efni allra. „Veiðimenn með hunda- sleða hafa átt erfitt með að veiða á ísnum sem hefur bráðnað fyrr á fjörð- unum norður með ströndinni,“ segir Guðmundur. Jákvæðar breytingar eigi sér hins vegar stað í landbúnaði á Suður- Grænlandi, þar sem ræktað er meira af kartöflum og kúabúskapur er að hefjast á ný eftir áratugahlé. Hitinn með ólíkindum  Hitatölur frá Nuuk og Narsarsuaq á Grænlandi dæmalausar, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur  Hærri hiti ekki öllum Grænlendingum fagnaðarefni Morgunblaðið/RAX Grænland Hitastigið hefur ekki aðeins farið hækkandi hér á landi heldur einnig hjá grönnum vorum á Grænlandi. Ársmeðalhiti í Nuuk á Grænlandi Heimild: Danska veðurstofan (DMI) / Trausti Jónsson °C 3 2 1 0 -1 -2 -3 -4 -5 -6 1880 1900 1920 1940 1960 1980 2000 0,5°C 2,6°C -4,4°C 2010 Misvegið meðaltal margra ára Reiknuð leitni hitaraðar yfir allt tímabilið BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Hið óvenjulega við þetta er hvað stökkið er mikið,“ segir Trausti Jóns- son veðurfræðingur við Morgunblað- ið um hitatölur frá Grænlandi fyrir síðasta ár. Vakti Trausti athygli á þessu nýverið á bloggsíðu sinni, trj.blog.is, þar sem fram kom að hit- inn á Grænlandi árið 2010 hefði verið með miklum ólíkindum. Byggir Trausti þar á hitatölum frá dönsku veðurstofunni, DMI. Hitamet voru slegin á Vestur- Grænlandi á síðasta ári. Þannig var meðalhitinn í Nuuk 2,6 stig, sem er 4,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990 og 3,7 stigum ofan með- allagsins 1931-1960. Meðalhitinn í Narsarsuaq var 5,4 stig á síðasta ári, eða 4,4 stigum yfir meðallagi tíma- bilsins 1961-1990. „Þetta eru auðvitað dæmalausar tölur á þessum slóðum,“ ritaði Trausti á vef sínum. Þá var síð- asta ár hið næsthlýjasta í sögu mæl- inga í Ammassalik á austurströnd Grænlands. Trausti segir hitastigið á austurströndinni almennt hafa verið svipað og hér á landi. Hann segir hitastökkið á Græn- landi vera langt umfram það sem bú- ist sé við af hnattrænni hlýnun næstu áratugi. Svipaða sögu megi segja um hlýindin hér á landi undanfarin ár og spennandi verði að fylgjast áfram með þróuninni. Segist Trausti í sam- tali við Morgunblaðið telja ólíklegt að svipaðar hitatölur sjáist á þessu ári. Spurður um hitafar á öðrum slóð- um á norðurhveli jarðar segir Trausti að hlýindin á Grænlandi og Íslandi skeri sig heldur úr. Þannig hafi verið kaldara en í meðalári í Noregi í fyrra og svipaða sögu megi segja um Jan Mayen. Hitinn í austurhluta Kanada hafi síðan verið óvenjumikill en það kólni er vestar dregur. Um sé að ræða kryppu hlýinda sem skjóti sér upp norðurhvelið frá Íslandi yfir til Kanada. Breytingar á lifnaðarháttum Guðmundur Thorsteinsson hefur búið lengi í Nuuk á vesturströnd Grænlands. Hann segir tíðarfarið á síðasta ári vissulega hafa verið Samkvæmt nýrri reglugerð um hrognkelsaveiðar verður hvert leyfi nú gefið út til 50 daga í stað 62 áður og óheimilt er að hefja veiðar með yfirtöku hrognkels- aneta í sjó. Fram kemur í frétt frá sjávarút- vegsráðuneytinu að þetta hefur m.a. áhrif þar sem sami aðili er með fleiri en einn bát við hrogn- kelsaveiðar. Samkvæmt breyting- unni verður skylt að taka net úr sjó þegar leyfi rennur út og ganga frá merkingu neta í landi. Nú verður grásleppuútgerðum gert auðveldara að nota svokölluð lambamerki til merkinga á grá- sleppunetum, veiðisvæði hafa verið hnitasett og veiðisvæði F sem er fyrir Austurlandi verður opnað 15. mars í stað 10. mars áður, segir í frétt ráðuneytisins. Hvert grásleppuleyfi gefið út til 50 daga í stað 62 daga áður „Svarið er nei,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar Sigurður Kári Kristjáns- son alþingis- maður spurði á Alþingi í gær hvort hún hefði hótað forseta Ís- lands afsögn ef hann staðfesti ekki Icesave-lögin. Sigurður Kári rifjaði upp orð Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, í sjónvarpsþættinum Silfri Egils, en þar gaf hann til kynna að ráðherrar hefðu hótað afsögn ef lögin yrðu ekki staðfest. Þar sagði forsetinn: „Þetta er ekki létt byrði að bera, að láta öll spjót standa á sér, láta ráðherra hóta að segja af sér eða að ríkisstjórnin fari frá o.s.frv.“ Jóhanna sagði að þingmaðurinn yrði að fara til Bessastaða ef hann vildi grennslast fyrir um þetta. „Ég á af og til samtöl við forsetann á Bessastöðum, en þetta atriðið sem háttvirtur þingmaður nefnir, hót- anir við forseta, það er af og frá að það sé rétt,“ sagði Jóhanna. Ólafur Ragnar Grímsson vildi ekki tjá sig um svör Jóhönnu þegar mbl.is leitaði til hans í gær. Jóhanna neitar því að hafa haft í hót- unum við forsetann Jóhanna Sigurðardóttir Hitinn hér á landi það sem af er febrúar er vel yfir með- allagi en Trausti Jónsson segir að engin met muni falla. Í Reykjavík er meðalhitinn 1,7 stigum yfir meðallagi og á Akureyri 1,2 stigum yfir. Þetta er heldur heitara en fyrir ári og hlýjasti febrúar síðan árið 2006, eða í fimm ár. Að sögn Trausta á það sama við ef jan- úar sl. er tekinn með í reikning- inn. Hann býst ekki við miklum breytingum á meðalhita til mánudags. Febrúar sá hlýjasti í 5 ár HITINN HÉR Á LANDI Trausti Jónsson Milljónaveltan 20 milljóna króna vinningur: Dregið er úr öllum miðum, bæði númer og bókstaf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 1 milljónar króna vinningar: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók- staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 2. flokkur, 24. febrúar 2011 Kr. 20.000.000,- 30133 B 39262 B 44322 E 44559 B 56908 B 42884 F Kr. 1.000.000,- TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.