Morgunblaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 ✝ Bára FreyjaRagna Vern- harðsdóttir fædd- ist á Atlastöðum í Fljótavík 2. sept- ember 1934. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 14. febrúar 2011. Foreldrar henn- ar voru Hermann Vernharð Jósep Jósepsson og Þór- unn María Þorbergsdóttir, bæði látin. Bára átti átta systkin og komust fimm þeirra til fullorðinsára. Þau eru Helga Hansdóttir, Þór- unn Friðrika Vernharðs- dóttir, Herborg Vernharðs- dóttir, Sigrún Vernharðsdóttir og Jósef Hermann Vernharðsson. 24. maí 1958 giftist Bára Hjörvari Óla Björgvinssyni, f. 10. desember 1936, d. 3. sept- Auði Lilju. 3) Selma, maki Tómas Árdal. Börn þeirra eru Ragnar Páll, Kristinn Björgvin, Hannes Geir og Marta Laufey. Áður átti Tómas soninn Rúnar Inga. 4) Marín, sambýlismaður Þor- steinn Thorarensen. Sonur þeirra er Alexander Óli. 5) Dagný Steinunn, maki Carina Borge. Dætur þeirra eru Freyja Sól og Andrea Eik. 6) Hjörvar Freyr, maki Birgitta Vigfúsdóttir. Synir þeirra eru Ísar, Enok og Daníel Freyr. Uppeldisdóttir Hjörv- ars er Katla Reehaug. 7) Atli Þór. Fyrir utan að hugsa um barnaskarann vann Bára ým- is störf um ævina en sótti mjög í áhugasvið sín sem voru eldamennska og hann- yrðir þar sem hæfileikar hennar nýttust vel. Bára söng í nokkrum kórum, sinnti félagsmálum og var mjög mikið í listsköpun enda liggja eftir hana óteljandi listmunir af ýmsum toga. Útför Báru fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 25. febrúar 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. ember 2000. For- eldrar hans voru Andrea Laufey Jónsdóttir og Björgvin Jónsson, bæði látin. Systk- ini Hjörvars voru Björn, Reynir, Jens, Þórey, Jón- ína og Svanhvít. Bára og Hjörvar áttu miklu barna- láni að fagna og eignuðust sjö börn. 1) Björgvin, maki Ólöf Jóna Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Einar Örn, Mar- grét Katrín og Hanna Bára. 2) Sævar Óli, maki Halldóra Þórðardóttir. Synir Sævars eru Úlfar Óli, Davíð Sævar og Arnar Bjarki. Dóttir Úlf- ars Óla er Viktoría Anna. Áð- ur átti Halldóra börnin Ás- geir og Sunnevu. Ásgeir á dótturina Kristínu Petreu og Sunneva börnin Stefán og Elsku mamma. Þú hefur gefið okkur óend- anlegan kærleik þinn alla tíð, svo við höfum fundið að við vor- um elskuð. Þú hefur gefið okkur sjö systkinunum góðan grunn til að byggja okkar líf á, kennt okkur með dansi og söngvum og góðum húmor að njóta lífsins í þeirri mynd sem það er hverju sinni. Þú gafst aldrei upp í þeim verkefnum sem þú tókst þér fyrir hendur, einnig varstu sú manneskja sem réttir hjálpar- hönd til þeirra er þurftu þess með og léttir mörgum lundina í þínu lífi. Sú fegurð sem þú bjóst til í höndum þínum heldur áfram að gefa í formi málverka, útskurð- ar og saumaskapar, þar sem þú varst meistarinn. Öll ferðalögin, fjallaferðirnar (með dökku súkkulaði, að sjálf- sögðu), og ævintýralandið Fljótavík þar sem þú fæddist, þetta er okkur ótæmandi sjóður minninga um góðan tíma sem haldið er í. En ævintýrin voru alls staðar með þér. Til dæmis úti í garði í garðvinnu eða að elda saman eitthvað nýtt. Því þú varst til í að prófa allt – meira að segja mótorhjólið mitt. Já, mamma, með þér var allt mögulegt. Manstu þegar við misstum chilipiparinn í kjötsósuna en ákváðum að sjá til og sjá svipinn á pabba og restinni af heim- ilisfólkinu … ooh, það var óborganlegt þegar þau skyrptu út matnum og við sprungum af hlátri. Jamm, eitt af fáum skipt- um sem mat var fleygt og pönt- uð pitsa. Að hugsa sér lífið án þín er ómögulegt, og Alexander, sæti strákurinn okkar, missir af þeim góða, skemmtilega og kærleiks- ríka leiðbeinanda sem þú varst, elsku fallega mamma mín og amma. Góða ferð í þeirri ferð sem þú ert lögð af stað í. Pabbi verður feginn að sjá þig, en við sem eftir erum munum sakna þín og minnast þín ætíð, því kærleiksfræið sem þú sáðir í hjarta okkar heldur áfram að vaxa. Marín Hjörvarsdóttir, Þorsteinn Thorarensen og Alexander Óli Marínarson. Elsku mamma mín. Þú ert farin. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa. Engin orð geta lýst því hvernig manni líður þegar klett- urinn í lífi manns er horfinn á braut. En ég ætla samt að reyna að skrifa nokkur orð. Líf mitt og minna verður ekki það sama án mömmu. Hún var alltaf til staðar ef ég þurfti á húsaskjóli, hlýju, trausti eða góðu ráði að halda. Hún gaf mér svo margt í gegnum lífið og ég trúi því að ég sé sú manneskja sem ég er í dag vegna þess að hún kenndi mér að vera góð manneskja. Mamma var alltaf góð við alla og átti því góða fjöl- skyldu og vini í kringum sig. Ég veit að mamma elskaði það að eiga sjö börn sem voru í góðu sambandi við hvert annað. Jú, jú, við erum öll mjög mismun- andi en við elskum alla vega hvert annað. Mamma kenndi okkur það. Mér verður oft hugsað til ljóðs sem ég hef heyrt. Þar seg- ir að sá sem að syrgir skilji ekk- ert hvernig veröldin getur bara haldið áfram án manneskjunnar sem dó. Ég skil núna hvað þetta þýðir. Mér finnst svo skrýtið hvernig allt er eins og það var daginn áður en mamma dó. Við vöknum, vinnum, borðum, lifum en mamma mín er ekki hérna lengur. Ég skil þetta bara ekki. Ég á kannski eftir að skilja þetta seinna en akkúrat núna er ekkert sem sefar sorg mína. Sorgina yfir því að svona falleg manneskja eins og mamma sé farin. Ég reyni að hugsa að mamma lifir áfram í okkur og minningum okkar og ég verð bara að halda minningu hennar uppi með því að muna allt sem mamma hefur gert og verið allt sitt líf. En ég býst við því að eft- ir smátíma eigi ég eftir að sætt- ast við gang lífsins og dauðans. Mamma mín, ég elska þig og mun alltaf elska þig. Við munum halda minningunni um þig á lífi svo að nafna þín hún Freyja og litla Andrea munu þekkja þig og hvernig þú varst. Mér finnst svo erfitt og sárt að hugsa til þess að stelpurnar eigi ekki eftir að kynnast þér betur í eigin per- sónu. Hún Freyja segir alltaf þegar hún sér mynd af þér „amma, syk (veik)“ og við reyn- um að útskýra fyrir henni að þú sért farin til stjarnanna þar sem Freyju finnst þær svo fallegar. Hún og Andrea skilja þetta kannski ekki alveg núna en við munum halda áfram að segja sögur um þig og fara með þær til Fljótavíkur þar sem þú munt alltaf lifa áfram bæði í nátt- úrunni og í minningum okkar. Þín dóttir, Dagný og Carina, Freyja Sól og Andrea Eik. Það er erfitt verk að setjast niður og ætla að tjá tilfinningar sínar þegar móðir manns hefur kvatt í hinsta sinn. Vegna erf- iðra veikinda undanfarin þrjú ár hefur mamma ekki verið alveg jafn orkumikil og alla jafna. Ég vil muna hana eins og ég mundi hana fyrir nokkrum árum þegar mér var falið að skrifa pistil um hvatningu. Pistillinn varð svona: Ein er sú kona sem ég elska meir og dái en alla aðra. Hún hefur verið mér hvatning og leiðarljós alla mína lífstíð og það á örugglega ekki eftir að breyt- ast. Móðir mín er sú kona sem ég vil líkjast þegar ég verð komin á hennar aldur. Mamma er 70 ára en er meira lifandi en margar konur helmingi yngri en hún. Hennar galdur er sá að hún hef- ur aldrei týnt barninu í sjálfri sér. Það þekkist heldur ekki í hennar orðaforða að nenna ekki einhverju. Hún er líka alltaf boðin og búin að hjálpa öllum ef þörf er á. Ég man þegar ég var stelpa, þá sögðu aðrir krakkar við mig að mamma mín væri frábærasta mamma sem þau þekktu. Það var vegna þess að hún var alltaf til í að framkvæma hlutina og taka þátt í öllu með krökkunum. Fáa þekki ég sem eru jafn uppteknir og mamma. Maður þarf eiginlega að panta tíma hjá henni ef maður vill vera viss um að hitta hana. Hún er í tveim kórum að staðaldri. Fer í leik- fimi og sund. Er í gönguhóp sem jafnframt fer á leiksýning- ar, bíó, út að borða, á kaffi- húsarölt, listsýningar og fleira. Hún er í hópi sem hittist og málar og heldur oft sýningar. Hún fór í fyrra í útskurð og í ár er hún í glerlist og hún er ekk- ert að gera einn eða tvo hluti heldur ryður upp stykkjunum því hún er sko ekkert að drolla við þetta. Alltaf í fimmta gír. Í fyrra fór hún líka í postulíns- málun og æfði línudans. Til þess að fylla upp í eyð- urnar prjónar hún svo lopapeys- ur og saumar rennilása á lopa- peysur fyrir aðra. Ekki er heldur óalgengt að hún sé að sauma dress á sjálfa sig eða aðra og helst sama dag og nota á flíkina. Hún er eina mann- eskjan sem ég þekki sem hefur brætt úr saumavél, hún saumaði svo hratt. Mamma er svo hvetjandi að hún hrífur aðra í kringum sig með sér og hvetur alla til dáða. Hjá henni er ekkert ómögulegt. Bara spurning um hve lengi þú ert að ná takmarkinu. Þess vegna vona ég að ég verði eins og mamma þegar ég er orðin stór. Mamma er mín hvatning. Með þessum orðum vil ég hvetja ykkur til að hugsa vel um og elska mæður ykkar jafnframt því að reyna eftir fremsta megni að verða mæður sem börn ykk- ar elska og dá. Svo mörg voru þau orð. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég þó fékk með mömmu. Að sjálfsögðu hefði ég viljað að árin yrðu miklu fleiri en henni lá bara svo mikið á að fara til pabba. Það var því viðeigandi að hún fór til hans á degi elskend- anna. Við elskum þig öll, elsku mamma, og munum sakna þín um ókomna tíð. Skilaðu kveðju til pabba. Þín dóttir, Selma. Í dag kveð ég tengdamóður mína Báru Venna. Við tengd- umst nánum böndum þegar ég og Sævar Óli, sonur hennar, rugluðum saman reytum fyrir rúmum áratug. Hún tók mér tveim höndum enda erum við báðar ættaðar úr Fljótavík á Hornströndum og vorum reynd- ar fjórmenningar. Hún var fædd í Fljótavík og minningar hennar þaðan voru góðar. Bára elskaði þessa vík á hjara veraldar, hún og Hjörvar fóru oft þangað á sumrin með allan krakkaskar- ann sinn þótt það hafi ekki verið auðvelt í þá daga. Bára var ein- staklega kát og fjörug mann- eskja, alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd ef ein- hvern vantaði aðstoð, hvort sem var að leggja manni til húsa- skjól, hjúkra, skutla, baka, prjóna, eða hvað annað sem vantaði. Henni þótti þetta allt svo sjálfsagður hlutur að ekki tæki því að tala um það. Þau hjónin, Bára og Hjörvar, áttu heimili þar sem allir voru æv- inlega velkomnir, hvort heldur var til að gista eða borða með fjölskyldunni. Hjörvar tengda- faðir minn lést fyrir aldur fram aldamótaárið og átti ég því mið- ur ekki langan tíma í hans fé- lagsskap. Við Bára áttum saman ýmsar góðar stundir og sérstak- lega eru minnisstæðar ferðir í Fljótavík í gegnum tíðina. Þar bakaði Bára ævinlega pönnu- kökur með rjóma sem hún bauð öllum að smakka á sem í víkinni voru í hvert skipti. Veiðiferð- irnar í Fljótavatnið standa líka uppúr, því hún var þvílík veiðikló að þótt við stæðum hlið við hlið þá dró hún hvern silung- inn á fætur öðrum meðan ég krækti einungis í þara og þöng- ulhausa. Við Bára og Marín, dóttir hennar, gengum úr Fljóti yfir í Aðalvík fyrir nokkrum ár- um og þeirri ferð gleymi ég seint. Hún stökk stein af steini eins og fjallageit meðan tengda- dóttirin mátti hafa sig alla við að klöngrast upp fjallið. Síðan renndi Bára sér á rassinum nið- ur skaflana Aðalvíkurmegin með ópum og hvíum meðan ég blés mæðinni. Hún hefði getað verið áratugum yngri en ég. Bára fékk mikla ferðabakteríu á átt- unda áratugnum þegar hún og Hjörvar fóru í fyrsta skipti út fyrir landsteinana til Spánar, og hélt henni fram í andlátið. Hún ferðaðist út um hvippinn og hvappinn, með okkur hjónum fór hún í bílferð um Noreg, Sví- þjóð og Danmörku, og síðar til Kúbu og Dóminíska lýðveldis- ins. Til Egyptalands fór hún með Selmu og fjölskyldu, hún ferðaðist einnig með kórnum sínum, m.a. til Rússlands og Kanada. Síðastliðin ár kom Bára alltaf vestur í febrúar til að fara með okkur á þorrablót Sléttu- hreppinga og dansaði þar fram á nótt eins og enginn væri morgundagurinn. Bára flutti síðan vestur á Ísafjörð í október í fyrra, þar átti hún son sinn Sævar Óla og fjögur systkini ásamt fjölda vina. Við vissum þá að heilsan var farin að gefa sig og hún var ekki eins hress og hún hafði alltaf verið. Heilsunni hrakaði svo æ meir þar til hún þurfti að fara suður til Reykja- víkur með sjúkraflugi. Bára lést á líknardeild Landakotsspítala hinn 14. febrúar síðastliðinn og er öllum harmdauði. Ég þakka þér samfylgdina, Bára mín, hvíldu í friði hjá Hjörvari þín- um. Þín tengdadóttir, Halldóra Þórðardóttir, Ísafirði. Kallið er komið og hún Bára tengdamóðir mín er dáin. Bára var sterkur einstaklingur sem hugsaði vel um sína nánustu og sinn vinahóp. Ég kynntist Báru og Hjörvari árið 1982 þá ungur að árum. Fljótlega var ég orðinn eins og eitt af börnunum þeirra og hefur svo verið síðan. Fljót- lega kom í ljós að ég hafði áhuga bæði á að borða góðan mat og elda. Þar náðum við tengdamóðir mín virkilega vel saman og höfum við ófáum stundunum eytt við eldavélina og velt fyrir okkur hvernig best væri að gera hlutina. Óhætt er að segja að hún hef- ur kennt mér mikið. Ég hef not- ið þess að borða steikurnar hennar og þá hef ég oft fengið það á tilfinninguna að hún væri eingöngu að elda handa mér. Það var líka sérstaklega gaman að elda handa henni góðan mat og gaman að sjá hvernig hún naut hvers bita ef vel tókst til en hún lét mig líka vita ef betur mátti fara og þá fékk ég góða tilsögn frá henni í því. Ekki er lengra síðan en síðastliðinn október að hún var hjá okkur í um 3 vikur hér á Sauðárkróki og kom þá stundum ummm hljóð frá henni þannig að ég skildi að vel hafði tekist til. Ómælda ánægju hefur það gefir mér að fá hana Báru til að hjálpa mér við að útbúa fatnað, hlífðarföt og felubyrgi ýmis til veiða. Minnisstæðar eru tíðar ferðir þeirra Báru og Hjörvars til okk- ar og Bára var dugleg að koma eftir að Hjörvar dó. Þá var oft glatt á hjalla. Ég hef einnig not- ið þess að sjá hvað þau voru góð við börnin okkar Selmu. Nú er komið að leiðarlokum hjá Báru, mér hefur alltaf þótt vænt um hana og hún hefur reynst mér ákaflega vel. Hún var ákveðin og fylgin sér í öllum sínum mál- um. Ég vil þakka henni fyrir samfylgdina öll þessi ár. Ég kveð með söknuði. Þinn tengdasonur, Tómas Árdal (Tommi). Elsku amma Bára. Þó svo að ég viti að þú sért í góðum höndum hjá afa Hjörvari núna er erfitt að sætta sig við að þú sért farin, enda stór part- ur af lífi mínu. Þú hefur verið fyrirmynd mín í gegnum tíðina, hefur gert svo margt og upp- lifað mikið. Þegar ég var lítil var fátt skemmtilegra en að fara í heim- sókn til þín og afa í sæta gula húsið með jarðarberjunum í garðinum. Þar gat ég leikið endalaust við þig og afa. Svo þegar ég varð eldri vildi ég gera allt eins og þú, vildi vera góð í að mála, góð í að prjóna og svo byrjaði ég líka að leggja kapal, bara til að vera líkari þér. Ég var alltaf að monta mig við vini mína hvað ég ætti æðislega ömmu. Þú hefur alltaf verið æð- isleg og hjálpsöm kona, varst alltaf til í að hjálpa öllum, hvað sem sú manneskja var að gera. Þú hefur alltaf haft góða sögu á takteinum, enda mikil ævin- týramanneskja. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín þótti mér fátt skemmtilegra en að heyra sögu af því þegar þú varst ung og bjóst í Fljótavík. Ég hef aldrei á ævi minni dáð manneskju jafn mikið og þig, margar bestu stundir ævi minn- ar eru með þér, hvort sem það var bara að kúra saman uppi í rúmi, flakka á milli landa, hafa það gott í Fljótavík, prjóna sam- an, mála eða jafnvel spila. Svo ertu með svo stórt hjarta, mér finnst svo fallegt hvað þú elsk- aðir afa enn eftir þau 11 ár sem hann hefur verið látinn. Ég mun aldrei gleyma þér, þú ert og verður alltaf stór part- ur í lífi mínu, sú sem ég lít upp til og elska af öllu mínu hjarta. Hvíldu í friði, amma mín. Þín dótturdóttir, Marta L.T. Árdal. Elsku Bára systir, nú er stórt skarð höggvið í systkinahópinn, er þú fellur frá, fyrst okkar systkinanna. Í systkinahópnum vorum við alls níu, þrjú okkar náðu ekki fullorðinsaldri. Það er undarleg tilfinning að sjá á bak þér, eftir að hafa gengið með þér mestalla lífsgönguna og setjast síðan niður og skrifa fá- tækleg kveðjuorð til þín. Þegar rifjaðar eru upp nokkrar æsku- minningar kemur fyrst upp í hugann Fljótavíkin. Ekki varstu nema níu mánaða þegar þú fluttir með okkur frá Atlastöð- um yfir í Tungu. Þar varstu litla systir í sex ár, uns Sigrún fædd- ist og síðan kom Jósef, eini bróðirinn sem lifði. Þar bjugg- um við í tíu ár og undum hag okkar vel. Þá var flutt aftur yfir Atlastaðaósinn, á nýbýli í landi Atlastaða. Ári seinna, 1945, höfðu orðið miklar breytingar á högum fólks á Íslandi. Sömuleiðis hjá okkur. Allir sem einn fluttu burt úr Fljóti. Fórum við til Hnífsdals. Eftir fermingu fluttir þú til Akureyrar og bjóst þar í skjóli Aðalheiðar Friðriksdóttur, móð- ursystur þinnar. Þaðan lá leiðin til Reykjavík- ur, Þar sem þú hittir lífsföru- naut þinn, Hjörvar Björgvins- son, en hann lést langt um aldur fram. Á heimili Báru og Hjöbba var alltaf nægt pláss bæði í hjarta og rúmi, fyrir Reykjavík- urflakkandi systkini og ættingja að vestan. Nutum við þeirrar gestrisni sem hún Bára systir var þekkt fyrir. Það leið ekki á löngu uns þú vildir kynna æskustöðvarnar fyrir Hjörvari og þá sælu sem staðurinn hafði upp á að bjóða. Að þínum hætti var því ekki frestað til morguns sem hægt væri að gera í dag. Þú varst aldrei fyrir að sitja lengi kyrr. Margar voru ferðirnar sem stór- fjölskyldan fór þangað og höfð- um við af því mikla ánægju, enda er Fljótavíkin sameining- artákn okkar allra. Að leiðarlokum viljum við minnast Báru fyrir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm sem að lokum hafði sigur. En, svona er lífið. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Við sem eftir lif- um verðum að lifa með því að þú ert farin. Minningarnar um góðar samverustundir eru okkur efst í huga á kveðjustund. Með þakklæti fyrir allt það góða sem að okkur snéri, kveðjum við þig elskulega systir. Börnum þínum og fjölskyld- um þeirra sendum við samúðar- kveðjur. Far þú í friði. Mín fagra Fljótavík. Af friði ertu rík. Þögnin er eðal þitt. Þakklætið er mitt. Tiplar þar tófa létt um sand. Tilheyrir henni það land. Í ánni svo silungur syndir. Sál mín þann unaðinn fyndir, fylgja þar landvætta hirð. (Ásthildur C. Þórðardóttir.) Helga Þórunn, Her- borg, Sigrún, Jósef og makar. Okkur langar að minnast elskulegrar frænku og vinkonu okkar, Báru Freyju Rögnu Vernharðsdóttur (Báru Venna). Bára fæddist í Fljótavík í Sléttuhreppi. Hún var dóttir hjónanna Maríu Friðriksdóttur og Vernharðs Jósepssonar, en þau bjuggu í Tungu í Fljótavík. Þau fluttu þaðan til Hnífsdals 1946 í Gulu skemmuna, þar bjuggu þau í nokkur ár og fluttu síðan í Stóra Brekkuhúsið. Þangað fórum við systkinin á Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.