Morgunblaðið - 25.02.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.02.2011, Qupperneq 1
Starfsmenn Sorphirðu Reykjavíkur eru teknir til við að mæla fjarlægð sorptunna frá götu, en frá og með 1. apríl verður sorp ekki sótt lengra en 15 metra frá þeim stað sem sorphirðubíllinn kemst næst, nema greitt sé fyrir það aukalega. Þeir sem engar ráðstafanir gera mega eiga von á því að sorpið standi óhreyft. »4 Mælingar hafnar vegna sorphirðugjalds Morgunblaðið/Sigurgeir S F Ö S T U D A G U R 2 5. F E B R Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  47. tölublað  99. árgangur  SKIPTINEMAR NJÓTA LÍFSINS Á ÍSLANDI BARÁTTA MEÐ WOLFSBURG Í ÞÝSKALANDI RÁÐHERRA Í KLÍPU Í FARSANUM NEI RÁÐHERRA EYJÓLFUR ÍÞRÓTTIR MAGNÚS GEIR LEIKSTÝRIR 30MÖRGÆSIR 10 Morgunblaðið/Kristinn Nýfædd Foreldrar af sama kyni þurfa að breyta umsóknum Fæðingarorlofssjóðs.  Vinnumálastofnun telur sér ekki unnt að verða við tilmælum velferð- arráðuneytis um að stofnunin hlut- ist til um að sérstök eyðublöð verði aðgengileg á vefsvæði Fæðing- arorlofssjóðs fyrir foreldra af sama kyni. Stjórn Samtakanna 78 segir að um óásættanlegt mannréttinda- brot sé að ræða. Stjórnsýslukæra var send ráðu- neytinu á síðasta ári vegna þess að Fæðingarorlofssjóður býður ekki upp á umsóknareyðublöð fyrir sam- kynhneigða foreldra. Lögmaður samkynhneigðs pars segir að sú framkvæmd að láta lesbíur fylla út umsóknir sem karlmenn eða homma fylla út umsóknir sem kon- ur sé jafnt niðurlægjandi og sær- andi. »4 Lesbíum gert að fylla út umsóknir sem karlmenn Baldur Arnarson Einar Örn Gíslason Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður mælti eindregið með því í minnisblaði til samráðs- nefndar um stjórnlagaþing að kosið yrði að nýju með sömu frambjóðendum. Morgunblað- ið hefur þetta eftir traustum heimildum en Gestur vildi ekki tjá sig um málið þegar það var borið undir hann. Lagaprófessorarnir Ragnhildur Helgadóttir og Róbert Spanó gagnrýna þá hugmynd að þeim 25 sem mest fylgi hlutu í stjórnlagaþingskosningunum verði boðið að taka sæti í stjórnlagaráði, en meirihluti samráðsnefndarinnar mun leggja það til við Alþingi. Ætlunin er að stjórnlaga- ráðið skili þinginu tillögum að stjórnarskrár- breytingum að starfi sínu loknu. Þrír stjórn- lagaþingsframbjóðenda sögðust í samtali við Morgunblaðið vilja að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um tillögurnar. Óeining á þingi og í ríkisstjórn Ljóst er að ekki ríkir eining um málið á þingi, en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefnd- inni skilaði séráliti. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðu nefndarinnar ekki lýsa af- stöðu flokksins, þó fulltrúi hans hafi stutt hana. Þá herma heimildir að ríkisstjórnin sé ekki á einu máli, og að lendingu sé langt í frá náð. Fram kemur í tilkynningu forsætisráðu- neytisins að taki stjórnlagaráðið til starfa muni úrskurður Hæstaréttar hafa óveruleg áhrif á tímarammann. Stjórnlagaþingið hafði heimild til að starfa í 2 til 4 mánuði og ætti stjórnlaga- ráðið því að skila tillögum í sumar. Sá árstími þykir óheppilegur til slíkrar kosningar og má því reikna með að haustbyrjun sé nær lagi. MFarið á svig við dóm Hæstaréttar »2 Uppkosning var talin eina leiðin  Kom fram í minnisblaði til samráðsnefndar um stjórnlagaþing  Tillaga um stjórnlagaráð gagnrýnd Morgunblaðið/Ómar Ræðst í dag? Ríkisstjórnin ræðir umdeildar tillögur samráðsnefndar um stjórnlagaráð.  Yfirlýsing Pálma Haraldssonar, þess efnis að hægt verði að ganga að eignum hans í Bandaríkjunum, falli dómur á Íslandi slitastjórn Glitnis í hag í skaðabótamáli á hendur honum og sex öðrum ein- staklingum áður tengdum Glitni, barst dómstóli í New York í gær. Dómarinn í málinu ákvað hins veg- ar í fyrradag að taka málið aftur upp, þar sem yfirlýsingar ofan- greinds efnis höfðu ekki borist dómstólnum innan tímamarka. Nýj- asta yfirlýsing Hannesar Smára- sonar í málinu er dagsett 23. febr- úar, sama dag og ákveðið var að taka málið upp að nýju. »14 Síðbúin yfirlýsing barst dómstóli í gær Búist er við áframhaldandi hækk- unum á hrávöru á heimsmarkaði. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að óttast sé að hækkanirnar verði viðvarandi en ekki tímabundið skot eins og stundum hafi gerst. Hrávöruverðshækkanir skila sér fyrr eða síðar í vöruverði hér á landi. Þeirra gætti lítið í vísitölu neyslu- verðs sem Hagstofan birti í gær. Bjarni Már telur að framleiðendur haldi aftur af verðhækkunum þar sem eftirspurn sé lítil vegna erf- iðleika í efnahagslífinu. „Eftirspurn- arhliðin er veik í öllu hagkerfinu og menn treysta sér ekki til að velta hækkunum út í verðlagið,“ segir Bjarni en tekur fram að það gangi ekki endalaust. Hann segir þörf á að leysa úr hnútum efnahagslífsins til að auka almenna eftirspurn. Bjarni Már segir að ákveðinn ótti sé við að hátt matarverð verði við- varandi en ekki tímabundið skot eins og stundum hefur gerst. Það er með- al annars rökstutt með aukinni eft- irspurn eftir matvælum í heiminum, umframframleiðslu, ekki síst vegna fólksfjölgunar og lífskjarabreytinga. MVerðbólguskot í upphafi árs »6 Óttast að matarverð haldist hátt  Framleiðendur draga við sig að hækka verð Morgunblaðið/Kristinn Brauð Hveitiverð hefur hækkað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.