Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 1. M A R S 2 0 1 1
Stofnað 1913 59. tölublað 99. árgangur
BARNASTARFIÐ
Á ÍSLANDI TIL
FYRIRMYNDAR
UMSÓKNUM UM
SUMARSTÖRF
STÓRFJÖLGAÐI
TVEIR LEIKARAR
Í ALLS TÍU
HLUTVERKUM
NORDJOBB 10 FARSÆLL FARSI 38STYRKTARÞJÁLFARI ÍÞRÓTTIR
Velta í áfengissölu ÁTVR minnk-
aði um 16,7%, reiknað á föstu verð-
lagi, frá janúar 2008 til sama mán-
aðar á þessu ári, samkvæmt
útreikningum Rannsóknaseturs
verslunarinnar.
Sala áfengis hjá ÁTVR var 1,5
milljónum lítra minni í fyrra en á
árinu 2008 samkvæmt yfirliti sem
fékkst hjá ÁTVR. Á þessu tímabili
hefur verð á áfengi hækkað veru-
lega og áfengisgjaldið hækkað fjór-
um sinnum, auk þess sem virðis-
aukaskattur hækkaði um eitt
prósentustig í fyrra.
Minna magn fyrir peninginn
Emil B. Karlsson, forstöðumaður
Rannsóknaseturs verslunarinnar,
bendir á að á seinustu þremur árum
hefur velta áfengisverslunar aukist
að nafnvirði, þ.e.a.s. í krónum, um
29,5%. „Þannig að þó við höfum
varið 29,5% fleiri krónum til áfeng-
iskaupa í janúar 2011 en í janúar
2008 höfum við fengið 16,7% minna
magn fyrir peninginn.“ »12
Velta í áfengissölu
minnkaði um 16,7%
á þremur árum
Velta áfengis
Fast verðlag, árstíðaleiðrétt
115
110
105
100
95
90
85
80
75
100
85,69
Jan.
2008
Jan.
2011
Gengisvísitala krónunnar, sem
Seðlabanki Íslands skráir, var í gær
á svipuðum slóðum og í upphafi árs
2009. Gengissveiflurnar á tímabilinu
hafa þó verið nokkrar, þrátt fyrir að
fjármagnsflutningum og gjaldeyris-
viðskiptum á Íslandi sé nánast alfar-
ið stjórnað af Seðlabankanum.
Í upphafi árs 2009 stóð gengis-
vísitala krónunnar í rúmlega 216
stigum en í gær var hún skráð ríf-
lega 217 stig. Á því 26 mánaða tíma-
bili sem um ræðir hafa sveiflurnar
þó verið talsverðar. Sínu veikasta
gildi á tímabilinu náði krónan um
miðbik janúar 2010, þegar gengis-
vísitalan nálgaðist 235 stig. Var þar
um að ræða tæplega 9% veikingu á
einu ári. Styrking varð síðan það
sem eftir lifði árs. Krónan hefur nú í
upphafi árs 2011 gefið eftir á ný. Frá
áramótum svarar veiking krónunnar
til fjögurra prósentustiga, sé miðað
við gengisskráningu gærdagsins. Á
ársgrundvelli er sú veiking yfir 13%.
Í greinargerð frumvarps með Ice-
save-III-lögunum er í mesta lagi
gert ráð fyrir 3% árlegri veikingu,
umfram gengisspá Seðlabanka Ís-
lands. »16
Talsverðar sveiflur
Krónugengi svipað og í byrjun 2009
Bílarnir streyma eftir umferðaræðunum sem
teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið.
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur hef-
ur samþykkt tillögu um að lækka hámarkshraða
á hluta Miklubrautar, milli Stakkahlíðar og
Snorrabrautar, úr 60 km á klst í 50 km á klst. »4
Bílarnir streyma um umferðaræðarnar
Morgunblaðið/Ómar
„Mér sýnist að
það sé allavega
hálf öld síðan
menn byrjuðu að
hafa afskipti af
staðsetningu
sorpíláta hér í
höfuðborginni,“
segir Magnús
Sædal Svav-
arsson, bygg-
ingafulltrúi
Reykjavíkurborgar, sem hefur nú
15 metra regluna um sorptunnur til
umsagnar. Hann mun næstu daga
yfirfara reglur sem snerta sorp-
tunnur allt aftur til 1960. »6
Kann að stangast á
við eldri reglugerðir
Sorphirða Flóknari
en við fyrstu sýn.
Meirihluti Samfylkingar og Besta
flokksins virðist ætla að afgreiða
sameiningar skóla og breytingar á
skólastarfi fyrir mánaðamót svo
hægt verði að segja skólastjórn-
endum upp fyrir 1. apríl.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins furða sig á þessum mikla
hraða og Júlíus Vífill Ingvarsson,
borgarfulltrúi flokksins, bendir á
að borgarstjóri verði ekki á landinu
þegar fundir með foreldrum eiga
að fara fram. »6
Hraðferð meirihluta
vegna uppsagna
Guðni Einarsson
Ágúst Ingi Jónsson
Alls verður 34.825 tonnum af makríl-
kvóta ársins ráðstafað sérstaklega til
frystitogara sem vinna afla um borð.
Aflanum verður skipt í hlutfalli við
heildarafkastavísitölu skipa og munu
skip sem afkasta meira en 85 tonnum
á sólarhring fá tvöfalt meira en þau
sem afkasta minna. Þetta er gert til
að nýta afkastagetu þessara skipa við
vinnslu makríls, að sögn Jóhanns
Guðmundssonar, skrifstofustjóra í
sjávarútvegsráðuneytinu.
Nú verður 112.000 tonnum ráðstaf-
að til hefðbundinna uppsjávarskipa
sem veitt hafa makríl í flottroll og nót
síðustu ár og er hlutur þessara skipa
óbreyttur á milli ára. Aflinn skiptist
hlutfallslega miðað við aflareynslu
skipanna á árunum 2007-2009. Þessi
flokkur skipa fær því ekki aukningu á
aflahlutdeild í samræmi við aukinn
heildarafla um nærri 20%. Átta þús-
und tonnum er ráðstafað til annarra
skipa. Skylt verður að ráðstafa mán-
aðarlega 70% af makrílafla einstakra
skipa til vinnslu, þ.e. til manneldis,
samkvæmt reglugerð um stjórn mak-
rílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2011
sem birt var í Stjórnartíðindum í gær.
Makrílkvótinn verður alls 154.825
lestir á þessu ári, en þar af eru 8.007
tonn sem voru óveidd frá í fyrra.
Ýmsar breytingar eru gerðar á fyr-
irkomulagi veiðanna frá fyrra ári auk
fyrrgreindrar nýjungar.
Leyft verður að flytja allt að 10% af
ónýttum makrílkvóta skipa á þessu
ári til næsta árs. Hverju skipi verður
leyft að veiða allt að 10% umfram afla-
heimildir í makríl á þessu ári og mun
umframaflinn dragast frá aflaheim-
ildum skipsins á næsta ári.
Aukning fer á frystitogara
Skylt verður að ráðstafa 70% af makrílaflanum til vinnslu
Heimildum frystitogara skipt í hlutfalli við afkastavísitölu
Skylt verður að hirða og koma
með að landi hausa og allan af-
skurð sem fellur til við vinnslu á
makríl á vinnsluskipum, sam-
kvæmt breytingu á reglugerð.
Sama gildir um allan afskurð
sem fellur til við vinnslu á ís-
lenskri sumargotssíld. Eins er
skylt að koma með öll þorsk- og
ufsahrogn í land og allan af-
skurð af þorsk-, ýsu- og ufsa-
flökum frá vinnsluskipum.
Allt hirt
BETRI NÝTING SJÁVARAFLA