Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 10

Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 10
Nóg er um að vera í tískuheiminum um þessar mundir víða um heim. Nýverið fór fram tískusýning í Mexíkó á vegum Mercedez Benz sem kallast Mercedez Benz DFashion. Þar sýndu ýmsir hönnuðir nýjasta nýtt úr smiðju sinni. Meðal þeirra voru kólumbíski hönnuðurinn Jorge Duque Velez. Hann notar óhefð- bundin efni til að hanna fallegan fatnað sem er klassískur en sker sig um leið úr. Einnig gaf þar að líta haust- og vetrarlínu hönnuðana Jesus Ibarra og Bertholdo Espinoza sem hanna meðal annars rómantíska kjóla í ljúfum litum. Tíska Nýjasta nýtt sýnt í Mexíkó R eu te rs Litrík flóra Ýmsir hönnuðir tóku þátt í tískusýningu í Mexíkó. Smart Klæðnaður úr smiðju Jorge Duque Velez. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Á huginn á því að komast í vinnu úti hefur aukist mikið frá haustinu 2008 og vorið 2009 varð ákveðin sprenging í umsóknum,“ segir Stefán Vilbergs- son, verkefnisstjóri Nordjobb á Ís- landi. „Þótt fólk sé kannski búið að jafna sig á mesta sjokkinu eftir hrunið er enn talsvert mikil aðsókn í vinnu í gegnum okkur.“ Nordjobb-verkefnið, sem er styrkt af Norrænu ráðherranefnd- inni, var sett á fót 1985 til að gefa ungu fólki á aldrinum 18-28 ára tækifæri til að vinna og búa í nor- rænu landi yfir sumarmánuðina. At- vinnumiðlunin er ókeypis og um- sóknartímabilið fyrir næsta sumar stendur nú sem hæst. „Umsóknar- fresturinn rennur út 31. maí, en við ráðum jafnt og þétt í störfin sem bjóðast á öllu tímabilinu. Svo því fyrr sem umsóknin er komin inn í kerfið hjá okkur, því meiri eru lík- urnar,“ segir Stefán. Hann bætir því við að mesta að- sóknin í sumarstörf á Norð- urlöndum sé meðal ungmenna á aldrinum 18-24 ára. „Við höfum sent um hundrað manns út á hverju sumri. Þeir starfa þar frá fjórum vikum og allt upp í fimm mánuði en Nordjobb-tímabilið er frá 1. maí til 30. september. Fólk getur sótt um að vinna hvenær sem er innan þess tíma, t.d. ef viðkomandi losnar 10. júní og getur unnið til 10. ágúst, þá getur hann tilgreint það. Vinnuveit- endur eru líka að leita að fólki á mis- munandi tíma svo þessu öllu þarf svo að púsla saman.“ Ævintýrin bíða á Norðurlöndum Þegar fátt er um fína drætti í atvinnuleit hér heima er ekki dónalegt fyrir unga fólkið að geta sótt um vinnu hjá frændum okkar á Norðurlöndum. Mikil aukning hefur verið í umsóknum um Nordjobb-sumarvinnu eftir að skórinn tók að kreppa hér heima. Ljósmynd/Nordjobb Upplifun Ýmis ævintýri bíða þeirra sem fara til Norðurlanda að vinna. Morgunblaðið/Ómar Sumarvinna „Við höfum sent um hundrað manns út á hverju sumri. Þeir starfa þar frá fjórum vikum og allt upp í fimm mánuði,“ segir Stefán Vil- bergsson, verkefnisstjóri Nordjobb á Íslandi. Það þarf ekki endilega að vera neitt sérstakt tilefni til þess að kaupa sér blóm. Né heldur að bíða þurfi eftir því að einhver kaupi þau handa manni. Ef þú vilt gera dálítið vel við þig fyrir helgina, því ekki að kaupa sér fal- legan blómvönd? Blóm setja fallegan svip á heimilið og ilma líka svo vel. Eftir helgartiltektina er því t.d. til- valið að kaupa sér vönd og gera heimilið enn fallegra. Líka um að gera að nota þessa fallegu blómavasa sem híma oftast inni í skáp eða á hillunni. Annaðhvort má nota minni vasa og dreifa einu og einu blómi hér og þar um íbúðina. Stofuna, eldhúsið og ekki gleyma svefnherberginu, þar er frískandi og fallegt að hafa blóm. Nú eða bara kaupa einn góðan blómvönd til að hafa á stofuborðinu. Um helgar eru oft góð tilboð í verslunum og blómabúðum og hægt að kaupa t.d. rósir og túlipana á ágætis verði. Njóttu þess endilega að hafa litrík og falleg blóm í kringum þig eins oft og hægt er. Endilega… Ilmandi Túlipanar eru fallegir og minna mann á sumarið. …kaupið ykkur blóm Fyrir þá sem vilja fylgjast vel með öllu því heitasta, ferskasta og nýjasta í breskri tísku er vefsíðan thecoolfas- hion.com rétti staðurinn. Þar má fylgj- ast með breskri tísku bæði í heima- landinu svo og víðar um heiminn. Öllum hliðum tískunnar er gefið rúm á síðunni, hversdagsklæðnaði, hátísk- unni og notuðum klæðnaði. Þar má lesa nýjustu fréttir um það sem er að gerast í breska tískuheim- inum, bæði viðburði og þegar eitthvað nýtt og flott kemur í verslanir. Nú má meðal annars lesa á síðunni greinar um G-Star-tískusýninguna á tískuviku í New York, nýjasta nýtt í skó- og buxnatísku karlmanna og FashionMist-tískusýninguna sem haldin verður í London í lok mánaðar- ins. Á tískusýningunni verða afrískir fatahönnuðir kynntir til sögunnar og miðar sýningin að því koma Afríku á kortið. En hönnuðir frá Gana verða í aðalhlutverki að þessu sinni. Það var Christina Daniels sem stofnaði vefsíð- una síðastliðið vor en einnig er hægt að fylgjast með nýjustu fréttum bæði á Twitter og Facebook. Skemmtileg lesning fyrir alla tískuaðdáendur sem vilja vera með puttann á púlsinum. Vefsíðan www.thecoolfashion.com Heitast og ferskast Tískusýning Fatnaður frá Diva Delicious verður sýndur í London. Sími 555 2992 og 698 7999 VERIÐ VIÐBÚIN VETRINUM Hóstastillandi og mýkjandi hóstasaft frá Ölpunum NÁTTÚRUAFURÐ úr selgraslaufum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.