Morgunblaðið - 11.03.2011, Qupperneq 11
Ljósmynd/Nordjobb
Í blíðunni „Flestir vilja bara fá tækifæri til að komast út og upplifa sumarið annars staðar.“
Áhugi á Noregi að aukast
Inntur eftir því, hverju ungt fólk
sækist helst eftir með því að óska eft-
ir sumarstarfi á Norðurlöndum, segir
Stefán nýja upplifun efsta á blaði.
„Flestir vilja bara fá tækifæri til að
komast út og upplifa sumarið annars
staðar og finnst kannski ekki skipta
svo miklu máli hvað þeir gera. Dan-
mörk hefur alltaf verið vinsælust hjá
Íslendingum – það er eins og hún sé
hliðið að heiminum fyrir okkur, en
þetta hefur þó mikið verið að breytast
og ég hef séð aðrar áherslur eftir
hrunið. Núorðið er mikil ásókn í að
komast til Noregs og sömuleiðis
sækjast æ fleiri eftir því að komast í
vinnu í Svíþjóð, Finnlandi og víðar.“
Aðspurður segir Stefán oftast
um almenn þjónustu- og verka-
mannastörf að ræða, s.s. við ræst-
ingar, umönnun, afgreiðslu, lag-
ervinnu o.s.frv. „Flestir sem sækja
um eru í menntaskóla eða hafa ekki
sérslega mikla menntun. Hins vegar
erum við líka með störf sem krefjast
ákveðinnar menntunar og reynslu.
Til dæmis erum við núna að leita að
meiraprófsbílstjórum en ráðningar-
fundur vegna þeirra starfa verður
föstudaginn 18. mars. Eins erum við
að leita að fólki sem hefur einhverja
kokka- og framreiðslumenntun,
þannig að það eru alltaf af og til sér-
hæfðari störf í boði.“
Þeir sem fá svo vinnu ytra fá
ákveðinn aukaávinning í því að ná
tökum á norrænu tungumáli í leið-
inni. „Oftast kemur það sjálfkrafa,“
segir Stefán. „Menn hafa þennan
dönskugrunn og þá er svo auðvelt að
koma sér inn í öll Norðurlandamálin.
Það skiptir líka miklu máli.“
Heppnin spilar inn í
Sem fyrr segir fara um 100
manns héðan til starfa á hinum
Norðurlöndunum í gegnum verkefnið
en þegar hafa um 140 manns skilað
inn fullbúnum umsóknum um starf.
„Talsvert fleiri hafa skráð sig inn á
síðuna án þess að vera tilbúnir með
umsókn. Á hinn bóginn eru alltaf ein-
hverjir sem hætta við; þeir fá kannski
vinnu hér heima eða eitthvað slíkt,
svo ég myndi segja að líkurnar séu
ágætar.“
Ýmislegt getur ráðið því hvort
umsækjanda er boðin vinna eða ekki.
„Það getur farið eftir því hvenær
hann getur unnið, hvað hann er tilbú-
inn að vinna við, það getur farið eftir
áhugamáli og reynslu og tungumála-
kunnáttan getur líka spilað inn í. Svo
fer þetta líka töluvert eftir heppni.“
Og sé heppnin ekki með um-
sækjendunum í eitt sinn má alltaf
sækja um á ný að ári. „Maður sér iðu-
lega sama fólkið sækja um aftur og
aftur, bæði þá sem hafa fengið Nor-
djobb áður og líka þá sem komust
ekki að í fyrra og vilja reyna aftur.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011
Það er um að gera að vera dálítið
djarfur þegar kemur að því að farða
sig fyrir næturlífið. Áberandi augn-
förðun er góð hugmynd og um að
gera að leita að flottum hugmyndum
á netinu eða í tímaritum. Síðan er
bara að æfa sig með dálitlum fyrir-
vara enda er ekki skemmtilegt ef allt
fer á versta veg klukkutíma áður en
gestirnir mæta í partíið. Prófaðu þig
áfram, t.d. með gylltum augnblýanti
eða blýanti í æpandi neonlit.
Svo er líka um að gera að prófa sig
áfram með gerviaugnhár af ýmsum
gerðum. Löng augnhár og skygging í
augnförðun eru klassík sem passar
vel í kvöldförðun. Hafðu þessi aðal-
atriði í huga en prófaðu þig síðan
áfram með liti og leyfðu sköp-
unargleðinni að ráða ferðinni. Fyrst
og fremst skaltu þó farða þig eftir því
sem þér fer best.
Förðun
Litagleði Prófaðu þig smátt og smátt áfram með djarfa augnförðun.
Fallegri og meira áberandi augu
Selleríbúnt er gott að eiga í ísskápn-
um. Það er fullt af kalíum og trefjum
og brakandi ferskt og hollt. Sellerí er
til ýmissa hluta nytsamlegt en það er
t.d. mjög gott að nota í safapressuna
með tómötum og spínati eða gulrót-
um eða epli. Slíkur safi er góður í
magann fyrst á morgnana og gefur
líkamanum fullt af vítamínum og
orku. Sumum finnst gott að narta í
sellerí á milli mála og það má líka
nota í salat eða annan mat.
Ef þú átt bæði safavél og blandara
er gott að nota þetta tvennt saman.
Búðu til safa úr gulrótum, selleríi og
epli og settu hann í blandarann með
frosnum ávöxtum, banana og AB-
mjólk eða skyri. Blandaðu líka saman
við haframjöli undir lokin og þá er
tilbúinn orkuríkur og fyllandi drykkur
sem þú getur fengið þér í morgunmat
eða tekið með þér út í daginn. Það er
auðvitað líka gott að borða bara
ávexti og grænmeti en á þennan hátt
nær maður að innbyrða mikið magn
af nauðsynlegum og góðum efnum í
bara einu glasi.
Hollusta
Stórt glas af hollustu
Kokteill Með hollum hristingi má
líkja eftir frægum drykk.
Stefán leggur áherslu á hversu mikilvæg umsóknin sjálf er. „Þegar
margir umsækjendur eru um störf þurfa þeir að leggja dálitla vinnu í að
koma sér rétt á framfæri. Þar sem vinnuveitandinn getur ekki hitt um-
sækjandann augliti til auglitis þarf hann að hugsa fyrir því að umsókn-
arbréfið sé heildstæð kynning á því hvernig hann sér sjálfan sig. Hann
kynnir sig til leiks, segir hver hann er, hvað hann hefur verið að gera,
fjallar aðeins um áhugamál, hvernig hann er sem starfsmaður og reynir
almennt að koma vel fyrir.“
Umsóknarbréfinu er skilað inn rafrænt í gegnum heimasíðuna
www.nordjobb.net, ásamt umsóknareyðublaði sem þar er að finna. Fylla
þarf út ferilskrá með helstu upplýsingum, s.s. nafni, hvað viðkomandi
hefur lært og unnið við áður, hvert hann vill fara, hversu lengi hann vill
vinna o.þ.h.
„Oft vill brenna við að fólk skrifar ekki nógu mikið þannig að maður
hefur lítið sem ekkert í höndunum,“ segir Stefán og bendir á að á netinu
sé hægt að finna leiðbeiningar og sýnishorn af góðum umsóknum.
„Næsta miðvikudag verð ég svo með stutt námskeið fyrir þá sem hafa
skráð sig á síðuna okkar þar sem ég fer í gegnum umsóknina, útskýri
eyðublaðið og bendi fólki á hvernig er best að koma sér á framfæri.“
Mikilvægt að vanda umsóknina
UMSÆKJENDUR
Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Landanum ríð-ur ógurleg ófreskja sem vinnur að því aðgrafa undan sjálfstæðri hugsun ungdómsins.Já, þú giskaðir rétt. Þetta er afþreyingarvef-
urinn litursemégvilekkinefna.is, þar sem ég tek ekki
þátt í breiða út slíkan heilaþvott og mannskemmandi
boðskap. Ég tel þennan vef svartan blett á samfélagi
okkar. Á tímum þar sem hitamálin eru Icesave og nið-
urskurður í skólamálum, sem er svo gífurlegur að kom-
andi kynslóðir eiga sér enga von, þykir mér gráu bætt
ofan á svart í þessum svokölluðu afþreyingarmálum.
Konur eiga að raka andlitshár sín til að fá
mjúka húð. Það er víst nýjasta trendið í
Hollívúdd og allar anó-fyrirsæturnar hafa
víst tileinkað sér þennan ósið (enda veldur
anórexía verulegum hárvexti). Konur
mega ekki hafa neina útlitslega, fé-
lagslega né persónulega galla til að vera
samboðnar einhverjum rapparapatta úr
,,efra Breiðholtinu“. Þvílíka kvenfyrirlitn-
ingu hef ég sjaldan rekist á, hvað þá í dul-
argervi jafnréttisbaráttu. Þó ég rekist á
svona alhæfingarpistla er ekki þar með
sagt að ég rjúki inn á bað með rak-
vélina á lofti og fjarlægi hvert
hálmstrá af andliti mínu. Mér er
sama hvort þeir eru skrifaðir í
gríni eða alvöru, ungdómurinn
er mismóttækilegur fyrir kald-
hæðni … Ég er viss um að
einhver fjórtán ára stúlku-
kind hefur rokið inn á bað-
herbergi með rakvélina á
lofti.
Þarna rakst ég líka á
undarlega uppskrift að
andlitsmaska, en hún var
eitthvað á þessa leið: gúrk-
ur, tómatar, egg og hafra-
grautur. Þegar við erum
farnar að maka matnum framan í okkur er ég bara ald-
eilis hissa á að við séum ekki farnar að borða hrukku-
kremin okkar! Farganið af upplýsingum um það hvernig
konur eigi að líta út, borða, hreyfa sig, haga sér, klæða
sig o.s.frv. er orðið svo svakalegt að það myndi eflaust
fylla upp í Atlantshaf, Kyrrahaf og Indlandshaf.
Ég verð þó að viðurkenna að krassandi fyrirsagnirnar
gera mig oft forvitna, en ég berst við hvötina til að kíkja.
Þá minni ég sjálfa mig á það að af biturri reynslu veit ég
að lesturinn gerir mig vonsvikna, hneykslaða og kemur
mér í vont skap. Þess vegna bíð ég iðulega eftir því að
það sem bitastætt er birtist í alvöru fjölmiðlum.
Vinur minn deildi með mér þeirri speki sinni um
daginn, að karlar og konur hugsi nákvæmlega eins.
Ég er kannski ekki alveg sammála, en inntakið er
gott. Það er alls ekki hægt að segja að konur
hugsi á einn hátt og karlmenn á annan.
Við erum öll sjálfstæðir einstaklingar
með einstaka hugsun. Ef kynin hugsa á
einhvern hátt ólíkt er það vegna þess
að samfélagið og umhverfið hefur
reynt að temja okkur hugsun sem
við gleypum við án þess að horfa á
samhengið með gagnrýnum aug-
um. Ég bið þig, lesandi góður, að
hafa í huga næst þegar þú rekst
á pistil um það hvernig sam-
skipti kynjanna eiga að ganga
fyrir sig að lesa með gagnrýnum
augum og ekki gleypa allt sem
troðið er ofan í þig.
| Rebekka Líf Albertsdóttir
rebekka@mbl.is
»Þegar við erum farnar að makamatnum framan í okkur er ég
bara aldeilis hissa á að við séum ekki
farnar að borða hrukkukremin okkar
Heimur Rebekku Lífar
DÖMU & HERRA SMÁRALIND s:555 2900 / HERRA KRINGLAN s:581 1944
buxur
síð ullarpeysa
9.900kr.
8.500kr.