Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 11.03.2011, Síða 12
Sala áfengis í lítrum talið 400.000 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 Lí tr ar Ró sav ín Fre yði vín Sty rkt vín Áv axt aví n Bra nd í Áv axt abr and í Vis kí Ro mm Teq uila og Me zca l Ók r. b ren niv ín og vod ka Gin & s éní ver Sn afs Lík jör Bitt era r,kr ydd v., ape rití far Bla nd aði r dry kki r Ö l Að rar bjó r- teg un dir 2008 2009 2010 16.000.000 14.000.000 12.000.000 10.000.000 8.000.000 6.000.000 4.000.000 2.000.000 0 Ra uð vín Hv ítv ín Lag erb jór 82 .3 59 76 .3 28 69 .1 18 11 6. 19 7 94 .2 44 98 .1 29 51 .7 58 46 .2 55 39 .9 55 58 .9 30 45 .3 52 70 .9 12 59 .8 43 49 .1 83 44 .0 61 99 .1 70 90 .3 33 78 .1 88 71 .1 81 63 .8 54 54 .5 10 4. 64 0 3. 86 0 3. 45 5 37 6. 19 9 33 0. 66 4 26 5. 22 1 69 .0 32 67 .8 96 61 .5 61 45 .7 82 43 .6 02 38 .8 20 89 .7 35 73 .4 17 60 .0 20 61 .4 09 59 .4 59 49 .7 10 32 0. 97 9 20 2. 58 7 14 6. 55 3 11 1.4 02 10 7.4 62 10 3. 95 9 24 .5 45 22 .5 02 37 .4 21 1. 90 4. 85 8 1. 83 1. 97 9 1. 76 8. 50 7 1. 08 5. 87 4 1. 12 5. 87 6 1. 12 4. 48 8 15 .7 52 .7 23 15 .6 21 .4 91 14 .8 26 .8 03 72 9 78 7 71 9 Heildarsala 2008: 20.381.345 lítrar (Breyting frá 2007: 4,22%) Heildarsala 2009: 19.957.130 lítrar (Breyting frá 2008: -2,08%) Heildarsala 2010; 18.942.110 lítar (Breyting frá 2009: - 5,09%) FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sala á áfengi hjá ÁTVR heldur áfram að dragast saman á fyrstu mánuðum ársins, einkum sterkar áfengistegundir. Allt frá því kreppan hóf innreið sína á árinu 2008 hefur sala áfengis hjá ÁTVR dregist mikið saman eða um rúm 7% milli áranna 2008 og 2010, skv. yfirliti yfir söluna á seinustu þremur árum, sem Morg- unblaðið fékk hjá ÁTVR. Þannig hefur heildarsalan minnk- að úr 20.387 þúsund lítrum á árinu 2008 í 18.942.þúsund lítra í fyrra. Samdrátturinn er tæplega ein og hálf milljón lítra. Ef litið er á þróunina á hverju ári um sig kemur í ljós að 2008 jókst sala á áfengi um 4,22% frá árinu á undan en síðan hófst samdráttarskeiðið. 2009 minnkaði áfengissalan um 2,08% miðað við árið á undan og í fyrra dróst hún saman um 5,09%. Samdrátturinn er mjög mismun- andi eftir styrkleika og tegundum. Þannig minnkaði sala á léttvínum og áfengi undir 22% að styrkleika um 4,29% í fyrra. Sala á sterku áfengi minnkaði um 16,3% á árinu 2009 og um 9,9% í fyrra. Sala á bjór minnkaði um tæp 5% á seinasta ári. Á þessu tímabili hefur verð á áfengi hækkað verulega og álögur ríkisins aukist. Áfengisgjaldið hefur verið hækkað fjórum sinnum á þessu tímabili, nú síðast um 4% um áramót á léttvíni og bjór og um 10% í fyrra. Í fyrsta skrefinu hækkaði áfengis- gjaldið um 12,5% og þvínæst um 15%. Auk þessa hefur svo virðis- aukaskatturinn hækkað um eitt pró- sentustig (í 25,5% í janúar 2010). Enginn velkist í vafa um samheng- ið á milli minnkandi áfengiskaupa og verðhækkana og aukinnar skatt- lagningar á áfengið á umliðnum misserum. Það vekur þá spurningu hvort áfengisneysla Íslendinga hefur minnkað að sama skapi eða þeir brugðist við með meiri áfengiskaup- um í ferðum til útlanda og hvort heimabruggun hefur færst í aukana. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinn- ar, hefur reiknað raunveltu í áfengissölu frá janúar 2008 og til janúar á þessu ári á föstu verðlagi. Hefur hún minnkað á þessu tímabili um 16,7%. Frá því haustið 2008 hefur veltan minnkað stöðugt. Emil bendir á að á þessu sama tímabili hefur velta áfengis að nafnvirði (þ.e. í krónum talið) auk- ist um 29,5%. „Þannig að þó við höfum varið 29,5% fleiri krón- um til áfengis- kaupa í janúar 2011 en í janúar 2008 höfum við fengið 16,7% minna magn fyrir peninginn.“ Minni áfengissala ár frá ári  1,5 milljónum lítra minni sala í fyrra en 2008  29,5% fleiri krónum varið til áfengiskaupa í janúar sl. en í janúar 2008 en 16,7% minna magn fékkst fyrir peninginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Í vínbúð 21 þúsund færri lítrar af viskíi voru seldir í fyrra en á árinu 2008. Sala freyðivíns var 18 þús. lítrum minni. Litlu hærri fjárhæð » ÁTVR seldi áfengi í fyrra fyr- ir 21.363 milljónir kr. með virðisaukaskatti. Er þetta litlu hærri upphæð en árið 2009, þegar áfengi var selt fyrir 21.133 milljónir. » Salan í fyrra án virðis- aukaskatts nam rúmum 17 milljörðum, samanborið við 16,9 á árinu 2009 og 14,3 millj- arða á árinu 2008 reiknað á verðlagi hvers árs. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Áfram dregur úr sölu á áfengi í verslunum ÁTVR það sem af er þessu ári. Sala áfengis í febrúar var 0,3% minni en í febr- úar í fyrra, sam- kvæmt tölum frá ÁTVR. Í frétt ÁTVR kemur fram að sala á léttu víni hafi þó aukist á milli ára, um 6% í rauðvíni og 12% í hvítvíni. Sala á rauðvíni jókst einnig lítillega í jan- úar miðað við sama mánuð 2010 og eru þetta nokkur umskipti því á umliðnum þremur árum hefur sala á rauðvíni í lítrum talið farið minnkandi. Sala á brennivíni og vodka hélt áfram að dragast saman í seinasta mánuði og hefur minnkað um 10,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Sala á lagerbjór minnkaði um um 1,6%. Í janúar var sala áfengis 5,6% minni en í janúar í fyrra eins og fram hefur komið. Sölubreyt- ingin var þó mjög mismunandi eftir flokkum og vakti athygli að hvít- vín seldist mun betur nú í árs- byrjun en í jan- úar í fyrra en lag- erbjórssalan dróst mikið saman eða um 6,4% og brenni- vín og vodka snarféll í sölu eða um 16%. Sama þróun hélt svo áfram í febrúar samkvæmt nýjustu tölum ÁTVR. Minni sala í febrúar  Er rauðvínið að rétta úr kútnum? „Hátíðin hefur mikið gildi. Fólkið fær tækifæri til að fara á veitingastað og njótar matar hjá erlendum kokkum sem vinna með íslenskt hrá- efni,“ segir Páll Hjálmarsson, veitingastjóri á Vox Hilton Reykjavík Nordica. Hátíðarmat- seðillinn verður í boði á Vox í viku til viðbótar. Hin árlega menningar- og matarhátíð Food and Fun hófst í gær. Hún er nú haldin í tíunda sinn. Hátíðin stendur fram á sunnudag. Fjölmargir erlendir matreiðslumeistarar koma til landsins af þessu tilefni og elda á veit- ingastöðunum við hlið íslensku kokkanna. Þeir erlendu keppa á laugardag um titilinn Food and Fun-kokkur ársins. Í boði eru fjögurra rétta máltíðir á mörgum af helstu veitingastöðum borgarinnar. Vox hefur tekið þátt í Food and Fun-hátíð- inni frá því staðurinn var opnaður. Páll segir að hátíðin gefi fólki sérstakt tækifæri til að fara út að borða. Hann segir að fólk notfæri sér það því fullbókað er á Vox meðan á hátíðinni stend- ur. „Til þess að fleiri geti nýtt sér þetta erum við með sama matseðil og á sama verði alla næstu viku,“ segir Páll en tekur fram að er- lendi gestakokkurinn fari á sunnudag. Sá sem vinnur með starfsfólki Vox heitir Matti Jämsen og er ungur finnskur meistarakokkur. helgi@mbl.is  Fjöldi erlendra matreiðslu- meistara á Food and Fun Morgunblaðið/Eggert Matur Páll Hjaltason og samstarfsfólk hefur nóg að gera á Food and fun. Aukavika á matarhátíðinni hjá Vox á Hiltonhótelinu Þú greiðir f.símanr. og að ra n otk un skv . v er ðs kr á á si m in n. is Dagurinn kostar aðeins 25 kr. (5 MB innifalin), engin skuldbinding. Prófaðu og fáðu nýjustu fréttir beint í símann. Netið í símanum er ódýrara en þú heldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.