Morgunblaðið - 11.03.2011, Blaðsíða 16
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Gengisvísitala krónunnar hefur
sveiflast talsvert síðastliðin tvö ár,
þrátt fyrir að gjaldeyrishöft hafi
verið við lýði allan þann tíma. Í
byrjun árs 2009 var gengisvísital-
an 216,1 stig, skráð gengisvísitala
Seðlabanka Íslands var 217,2.
Breytingin á þessu 26 mánaða
tímabili er aðeins 0,5%. Sveiflan á
genginu á tímabilinu hefur hins
vegar verið nokkur, eins og sjá má
á meðfylgjandi línuriti.
Krónan hefur veikst um tæplega
4,1% frá áramótum, mest gagnvart
evru, sem er veigamesta myntin í
utanríkisviðskiptum Íslands. En
veikingin gagnvart evru frá ára-
mótum nemur ríflega 5%, ein evra
kostaði í gær um 161,3 íslenskar
krónur. Veiking krónunnar sam-
kvæmt gengisvísitölunni miðað við
eignayfirlit skilanefndar Lands-
bankans frá 30. september 2010
nemur síðan um 4,8%. Í forsendum
Icesave-frumvarpsins, sem sam-
þykkt var sem lög frá Alþingi í síð-
asta mánuði og er nú á leið í þjóð-
aratkvæðagreiðslu, var í versta
falli gert ráð fyrir 3% árlegri veik-
ingu krónunnar, umfram spá
Seðlabankans. Veiking krónunnar
á ársgrundvelli í ár nemur þó yfir
13%.
Krónan sveiflast
mikið á tveimur árum
Gengisvísitalan nú á svipuðum stað og í byrjun árs 2009
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011
Tilkynning frá Samtökum
eigenda sjávarjarða
Samtök eigenda sjávarjarða tilkynna hér með að allar veiðar og
önnur atvinnustarfsemi innan netlaga sjávarjarða þar með taldar
hrognkelsaveiðar eru bannaðar án leyfis eigenda viðkomandi jarða.
Miða skal við fjarlægðarregluna 60 faðma (115 metrar) og dýptar-
viðmiðið 12 álnir eða 4 faðma (6,88 metrar) dýpi á stórstraumsfjöru
varðandi fiskveiðar. Innan þessara marka er um svæði í einkaeign að
ræða og geta þeir sem virða það ekki átt von á því að verða kærðir.
Samtök eigenda sjávarjarða - www.ses.is
STUTTAR FRÉTTIR
● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði
um 0,34 prósent í viðskiptum gær-
dagsins í dag og var lokagildi hennar
202,57 stig. Hinn verðtryggði hluti vísi-
tölunnar lækkaði um 0,42 prósent og
sá óverðtryggði um 0,15 prósent. Velta
á skuldabréfamarkaði í gær nam um 7,2
milljörðum króna.
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands
lækkaði um 1,24 prósent í gær og end-
aði í 1004,4 stigum. Bréf Atlantic Petro-
leum lækkuðu um ein 6,55 prósent í
gær og bréf Össurar lækkuðu um 1,5
prósent. Icelandair hækkaði hins vegar
um 0,90 prósent. bjarni@mbl.is
Lækkanir á mörkuðum
● Bandaríski
bankarisinn Bank
of America ætlar
að skipta húsnæð-
islánum sínum í
tvo flokka og setja
þau lán, sem bank-
inn telur „slæm“, í
sérstakan banka.
Athygli vekur að
af þeim 13,9 millj-
ónum húsnæðis-
lána, sem bankinn er með á bókum sín-
um, telst helmingur slæmur, þ.e. lán
sem illa gengur að fá greidd eða mikil
áhætta telst vera falin í, og er það ekki
merki um að bandarískur húsnæðis-
lánamarkaður sé að ná heilsu á ný.
bjarni@mbl.is
Helmingur húsnæðis-
lána telst slæmur
Banki Við útibú
BoA í New York.
● Pimco, stærsti skuldabréfasjóður
heims, hefur losað sig við allar stöður í
bandarískum ríkisskuldabréfum. Þetta
er í fyrsta sinn síðan í ársbyrjun 2008
sem sjóðurinn situr ekki á neinum eign-
um í bandarískum ríkisskuldabréfum.
Ástæðan er sú að sérfræðingar búast
við lækkun á verði bandarískra rík-
isskuldabréfa þegar bandaríski seðla-
bankinn hættir beinum kaupum á þeim
í sumar.
Losar sig við bandarísk
ríkisskuldabréf
Moody’s lækkaði lánshæfiseinkunn
spænska ríkisins í gær. Einkunnin
var lækkuð í Aa2 og eru horfurnar
metnar neikvæðar. Er þetta í annað
skipti á þremur mánuðum sem
Moody’s lækkar lánshæfiseinkunn
Spánar. Ástæðan fyrir lækkuninni
er sögð vanmat stjórnvalda í Madríd
á kostnaðinum við endurfjármögnun
bankakerfis landsins og skuldasöfn-
un lægri stjórnsýslustiga.
Spænsk stjórnvöld telja að kostn-
aðurinn við endurfjármögnunina
muni nema um 20 milljörðum evra
en Moody’s metur endanlegan
kostnað á bilinu 40 til 50 milljarðar
evra og mun sá kostnaður því vega
þungt í skuldabyrði spænskra
stjórnvalda og endurfjármögnunar-
þörf.
Titrings gætti á evrópskum fjár-
málamörkuðum í kjölfar lækkunar-
innar. Gengi evrunnar veiktist og
áhættuálag á ríkisskuldabréf verst
stöddu evruríkjanna hækkaði enn
frekar. Áhættuálagið á spænsk ríkis-
skuldabréf fór í 5,5% í gær.
ornarnar@mbl.is
Moody’s lækkar
matið í annað sinn
á stuttum tíma
Lánshæfismat Spánar lækkar
Lánshæfismat Spánar
» Lánshæfiseinkunn Spánar
var fyrir ekki alls löngu í hæsta
flokki. Mat Moody’s er nú Aa2.
» Áframhaldandi hækkun olíu-
verðs auk annarra þátta gæti
grafið frekar undan lánshæfinu.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Íslendingar eru auðug smáþjóð,
sem hefur alla burði til að geta lif-
að góðu og frjóu lífi án atvinnuleys-
is og örbirgðar, en nýtir ekki tæki-
færin, að sögn Helga Magnússonar,
formanns Samtaka iðnaðarins. Í
ávarpi sínu á Iðnþingi samtakanna
sagði hann að röng efnahagsstefna
og heft hugarfar hömluðu gegn
þessu, en við svo búið mætti ekki
standa lengur.
„Týnum ekki fleiri árum úr end-
urreisn Íslands eftir hrun. Við leys-
um engan vanda með því að horfa
sífellt í baksýnisspegilinn og kenna
hvert öðru um. Réttarkerfið sér um
það sem þarf. Við eigum ekki öll að
taka að okkur dómarastörfin. Horf-
um fram á veginn og nýtum ríki-
dæmi þjóðarinnar rétt. Notum
náttúruauðlindirnar með yfirveg-
uðum og öflugum hætti.“
Þá sagði Helgi að Íslendingar
þyrftu að hætta að verða sér til
minnkunar á alþjóðavettvangi með
því að hóta þjóðnýtingu lögmætra
erlendra fjárfestinga. „Látum af
skattastefnu dauðans sem núver-
andi ríkisstjórn hefur innleitt á síð-
ustu 2 árum. Afnemum gjaldeyris-
höftin eins fljótt og frekast er unnt.
Og kveðum niður Icesavedraug-
inn.“
Helgi sagði þversagnir einkenna
veruleika Íslendinga um þessar
mundir. „Það vantar djarfa efna-
hagsstefnu sem gengur út á að
nýta tækifæri okkar í stað þess að
hækka skattprósentur á minnkandi
skattstofna sem gerir ekki annað
en að dýpka kreppuna að óþörfu.
Við getum ekki unað við að þjóðin
sé hneppt í skattfangelsi og festist
í fátæktargildrum. Við verðum að
rífa okkur út úr þessu ástandi með
nýrri stefnumörkun.“
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar-
ráðherra, sagði í sínu erindi að
stöðugleiki í íslensku efnahagslífi
eða trúverðugleiki þess yrði ekki
tryggður nema með nýrri mynt.
Katrín sagði að þótt Ísland gæti
ekki tekið upp evru samstundis
þegar og ef aðild að ESB yrði sam-
þykkt, myndi samþykktin hins veg-
ar skjóta fótum undir íslenska pen-
ingamálastefnu og auka
trúverðugleika hennar.
Ráðherrann sagðist hafa fundið
fyrir áhyggjum íslenskra fyrir-
tækja af gjaldeyrishöftunum, en
þeim yrði ekki aflétt með einu
pennastriki. Hins vegar yrði að
fara sem fyrst í að sníða af hafta-
kerfinu þá agnúa sem mestum
skaða yllu. Höftunum hefði verið
ætlað að bregðast við þeim vanda
sem af mikilli krónueign erlendra
aðila stafaði, en höftin mættu hins
vegar ekki kyrkja íslenskan iðnað.
Þjóðin nýtir ekki tækifærin
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Iðnþing Meðal ræðumanna á Iðnþingi voru þau Orri Hauksson, fram-
kvæmdastjóri samtakanna, og Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Formaður SI vill
að Íslendingar horfi
til framtíðar
Úlfurinn byggingavöruverslun,
sem var meðal þeirra fyrirtækja
sem Samkeppniseftirlitið fram-
kvæmdi húsleit hjá í vikunni, er svo
gott sem hætt starfsemi. Þetta seg-
ir Guðmundur Þór Jóhannesson,
stjórnarformaður Úlfsins, sem hef-
ur nú breytt um nafn og heitir í dag
Byggingavörur Dúdda. Hann segir
að fyrirtækið hafi verið stofnað í
upphafi árs 2007. „Þetta var stofn-
að í kringum innflutning á móta-
borðum, sem eru notuð við steypu-
uppslátt. Síðan bættist við kross-
viður, gifsplötur og kambstál,“
segir hann, og bætir því við að Úlf-
urinn hafi rétt náð í lokin á upp-
sveiflunni á fasteignamarkaði. Í
dag sé starfsemin lítil sem engin.
Guðmundur segist ekki átta sig á
hvers vegna Úlfurinn sé hluti af
rannsókn Samkeppniseftirlitsins.
thg@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Nýbygging Starfsemi Úlfsins, nú
Dúdda, er meira og minna hætt.
Úlfurinn
er hættur
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.,
+//-01
++2-33
.+-4,
.0-30+
+/-.5/
+.5-4.
+-50+
+/.-4.
+,0-/1
++,-45
+//-52
+.0-+.
.+-,.1
.0-3,.
+/-10+
+.5-/3
+-504+
+/1-0,
+,+-./
.+3-.1/3
++,-/.
+//-24
+.0-53
.+-,/,
.0-/.1
+/-145
+.4-..
+-502.
+/1-,
+,+-31
● Norski fjárfestingabankinn ABG Sundal Collier mælir nú með að fjárfestar selji
sín bréf í Össuri. Í greiningunni segir að Össur hafi öfluga viðskiptaáætlun til langs
tíma og góða markaðsstöðu, sem gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Hins vegar sé
samkeppni á mörkuðum Össurar að aukast mikið, einkum og sér í lagi í Evrópu.
Mælir með sölu bréfa í Össuri
Skannaðu kóðann
til að lesa ítarlega
fréttaskýringu um
áhættuþætti vegna
Icesave.
Skannaðu kóðann
og fáðu gengið eins
og það er núna á
mbl.is.
Skannaðu kóðann
til að lesa frekari
fréttir af Iðnþingi
Samtaka iðnaðar-
ins í gær á mbl.is.
Gengi krónunnar
Frá ársbyrjun 2009 fram til dagsins í dag
250
240
230
220
210
200
190
180
*Því hærri sem gengisvísitalan er, því veikari er krónan.2. janúar 2009 10.mars 2011