Morgunblaðið - 11.03.2011, Page 18

Morgunblaðið - 11.03.2011, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Uppreisn-armenn íLíbíu virð- ast eiga í vök að verjast. Gaddafí of- ursti, sem stjórnað hefur landinu með harðri hendi í fjóra áratugi, virðist vera að sækja í sig veðr- ið. Í raun fór hann mjög hægt af stað, og her hans veitti litla mótspyrnu í austurhluta lands- ins fyrstu vikurnar. Einræðis- herranum og sonum hans virtist brugðið og ekki vera vissir um hvernig Bandaríkin og sam- herjar þeirra í Nató myndu bregðast við. Þeir skoruðu á einræðisherrann að fara. Hans tími væri loks liðinn. Gaddafí reyndi að setja sjálfan sig á stall sem veltenntan varðhund á veg- um vestursins gegn Alkaída – samtökum Bin Ladens, sem hann hélt fram að væru í raun á bak við uppreisnarmennina og eins að án sín yrði flóttamanna- straumur frá og um Líbíu frá Afríku stjórnlaus. Fyrri rök- semdin þótti ekki halda vatni, en viðurkennt er að eitthvað kunni að vera til í hinni síðari. En svo rann upp fyrir Gaddafí að Vesturlönd voru öll í orði en ekki á borði. Það fylgdi ekkert bit bofsi þeirra. Breski for- sætisráðherrann fór langt fram úr sjálfum sér þegar hann boð- aði að Vesturlönd myndu án taf- ar framfylgja flugbanni yfir Líbíu. Bandaríski varnarmála- ráðherrann sló hugmyndina kalda þegar hann sagði að slíkt yrði ekki gert án heimildar Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekkert bendir til að slík heimild fengist. Rússar hafa þegar lagst gegn hugmyndinni og líklegt er talið að það muni Kínverjar einnig gera. Bretar eiga fullt í fangi með að gegna hlutverki litla bróður Bandaríkjanna í bardögum í Afganistan, enda hafa þeir þegar boðað mikinn niðurskurð til varnarmála. Uppreisnarmönnum í Líbíu voru gefnar falskar vonir. Og Gaddafí er ákveð- inn að nota þann tíma sem gefst til að brjóta þá á bak aftur. Hann heyrir Vesturveldin ræða um möguleika á flugbanni án sjáanlegs árang- urs og taka um leið fram að ekki komi til greina að fara með landher gegn honum. Birt hafa verið viðtöl og myndir af upp- reisnarmönnum í vígaham hrópandi níð og óhróður um einræðisherra landsins. Þessar myndir eru ekki eingöngu af leiðtogum og talsmönnum held- ur venjulegu fólki sem flykktist undir merki þeirra í upphafi uppreisnar sem virtist á sig- urbraut. Nái Gaddafí fullum yf- irráðum á ný munu Vesturlönd láta viðskiptaþvinganir duga sem viðbrögð við því. Slík óþægindi óttast einræðisherr- ann ekki. Og hann veit það sem hinn „siðaði“ heimur hefur lengi vitað: Það borgarvirki hefur aldrei verið reist sem er nógu hátt til þess að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir það. Asna- og úlfaldalest Gaddafís er ekki klyfjuð gulli í bókstaflegri merkingu. Hún ber tunnur af olíu og þær eru gulls ígildi í olíuþyrstum heimi. Og upp- reisnarmennirnir, sem birtar hafa verið þúsundir mynda af í fjölmiðlum, glaðbeittum og hugdjörfum, munu ekki kemba hærurnar. Hin dug- og döng- unarlausu vestrænu ríki munu að nokkru verða ábyrg fyrir þeim illu örlögum sem upp- reisnarmanna bíða ef allt fer á versta veg. Það er enginn Reag- an eða Bush í Hvíta húsinu núna og það er engin járnfrú í Downingstræti 10. Margur er vísast þakklátur fyrir það. En ekki endilega þeir sem veifa gamla konungsfána Líbíu með annarri hendi með riffil í hinni, óvarðir aftan á venjulegum pall- bíl, þegar þotur einræðisherr- ans fljúga yfir og vísa skrið- drekunum leið. Vestrænir leiðtogar hefðu betur þagað en vekja óraunhæfar væntingar} Uppreisnarmenn einir Þeir eiga ekki ónýta minn-ingu sem sáu Thor Vil- hjálmsson í síðasta sinn ber- höfðaðan í gaddinum við bálköstinn á lokadegi liðins ár. Tók hann vinum sínum fagn- andi, líka þeim sem ekki voru vopnabræður hvunndags á Ís- landi. Rithöfundurinn hafði farið víða, sjálfur auðvitað, en ekki síst í bókum sínum og þótt þær væru ekki allar allra, sem stóð ekki endilega til af hans hálfu, fór orðkynngi, stundum orðkrókar og kúnst höfundarins ekki framhjá neinum. Hlaut hann iðulega verðskuldaða viðurkenningu, lof og prís. En þess utan var Thor víkingur í gömlu merk- ingunni og víkingseðli hans fékk sem betur fer iðulega út- rás. Gerði rithöfundurinn því strandhögg í öðrum list- greinum, myndlist eða kvik- myndum, þegar þess var síst von og stóð fátt fyrir. Og svo steytti hann sig í þágu þess málstaðar sem átti hann að vini þegar hann taldi að þess þyrfti með. En Thor var einnig notalegur þegar hann fór með friði, lét vaða á súðum og deildi lífsgleði sinni í fámenni. Hann verður þeim sem þá voru þar ætíð minnisstæður. Thor Vilhjálmsson É g tel mig vera rökhyggjumann og ég reyni hvað ég get að nálgast öll málefni með rökrænum og yfir- veguðum hætti. Ég er náttúrlega mannlegur og því breyskur og það er langt frá því að ég nái alltaf að lifa og hegða mér eftir þessum formerkjum, en þetta er fyrirmyndin sem ég reyni að tileinka mér. Af þessum orsökum eru ákveðnir hlutir sem ég læt fara í taugarnar á mér í meira mæli en ef til vill kann að vera heilbrigt. Þar má telja svo- kallaða miðla, sem telja fólki trú um að þeir geti haft samband við látna vini og ættingja – gegn gjaldi náttúrlega. Sumir miðlar eru eflaust sjálfir sannfærðir um eigin náðargáfu og gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru einfaldlega næmir á fólkið sem hjá þeim situr, en aðrir misnota með kaldlyndum hætti trúgirni fólks sem á um sárt að binda. Þá læt ég skottulækningar af hvaða tagi sem er fara í taugarnar á mér, bæði vegna þess að í þeim felst afneitun á hinni vísindalegu aðferð og þar með rökhugsun almennt, en ekki síður vegna þess að þar er verið að misnota veikt fólk. Það er kannski ekki skrýtið að maður láti svona hluti fara í taugarnar á sér, en ég á það til að ganga lengra og pirra mig á hlutum, sem í raun eru meinlausir eins og feng shui, stjörnuspeki og galdrakukl. Það verður enginn fyrir skaða með því að krota hringi á stofugólfið, kveikja á kertum og fara með illskiljanlega galdraþulu. Enginn hefur meitt sig á því að færa sófann þvert yfir stofuna til að koma í veg fyrir að einhver ímyndaður dreki geti haft óæskileg áhrif á líðan heimilisfólks. Þetta pirrar mig nú samt af sömu ástæðum og miðlar og skottulæknar pirra mig. Þetta er ekki rökrænt. Ég var að hugsa um þetta um daginn þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég, trúlaus mað- urinn, læt ekki hefðbundin trúarbrögð trufla mig að sama skapi. Þegar maður horfir hlutlaust á þetta þá eru trúarbrögð jafn órökræn og feng shui eða galdrar, því í þeim felst ákveðin höfnun á veraldlegri rökhyggju og trú á hið yfirnátt- úrulega. Ástæðurnar fyrir því að trúarbrögð trufla mig síður eru eflaust nokkrar. Ég var skírður, fermdur og gekk í sunnudagaskólann, þannig að ég er vanur kristni að minnsta kosti. Aðal- ástæðan er hins vegar, að því er ég held sjálfur, sú að trúarbrögð ganga flest út á að hjálpa fólki að bæta sig sjálft – að verða að betri manneskjum. Í þeim er að finna sið- ferðilegan boðskap sem í flestum tilvikum stuðlar að mann- vænna samfélagi. Galdrakuklið og hinir hlutirnir sem ég leyfi mér að pirrast á eru hins vegar snauðir að þessum hlutum sem gera trúar- brögð almennt að jákvæðum þáttum í mannlegu samfélagi. Þeir ganga út á að svala fýsnum og löngunum án þess endi- lega að hafa unnið fyrir því. Þeir hafa engan siðferðilegan grunn til að styðjast við þegar erfiðlega gengur. Þess vegna pirrar þetta mig meira en trúarbrögðin gera. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Trúarbrögð, miðlar og feng shui STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S taða hrygningarstofns þorsks og ýsu í Barents- hafi er mjög góð um þess- ar mundir. Samkvæmt mati ráðgjafarnefndar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins er þorsk- stofninn nálægt sögulegu hámarki og ýsustofninn í hámarki. Leyfilegur loðnuafli í Barentshafi í ár er 380.000 tonn, leyfilegur ýsuafli 303.000 tonn og leyfilegur þorskafli 703.000 tonn. Íslenskum skipum er heimilt að veiða 6.388 tonn af óslægð- um þorski innan efnahagslögsögu Noregs og allt að 30% meðafla af öðr- um tegundum, en 6.390 tonn innan efnahagslögsögu Rússlands, 799 tonn af ýsu og allt að 10% meðafla í öðrum tegundum. Hins vegar er aðeins búið að úthluta 3.994 tonnum af þorski innan rússnesku lögsögunnar þar sem 2.396 tonn eru sölukvóti og ekki hefur enn verið gengið frá kaupum á honum. Milli fimm og tíu íslensk skip hafa stundað þessar veiðar undanfarin ár og í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Vilhjálmi Sigurðssyni, skip- stjóra á Sigurbjörgu ÓF, að ævin- týralega mikill fiskur væri á svæðinu. Fallegur og fínn fiskur. Oft hefur verið talað um Barents- hafið sem gullkistu og í því sambandi má nefna að á árunum 1993-1998 veiddu íslensk skip samtals tæp 113.000 tonn af þorski í Barentshafi. Mikill kostnaður, ekki síst vegna eldsneytis, fylgir samt því að sækja fiskinn frá Íslandi enda leiðin löng. Góð nýliðun og hófleg veiði Nýliðun í þorskstofninum í Bar- entshafi var minni 1999 en hún hafði verið frá því á árunum 1987 og 1988 þegar stofninn hrundi. Í nýjustu skýrslu ráðgjafarnefndar Alþjóða- hafrannsóknaráðsins kemur hins vegar fram að hrygningarstofn þorsks hafi stækkað á undanförnum árum og sé nú nálægt sögulegu há- marki. Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, segir að sóknin í þorskinn í Barentshafi hafi minnkað mikið á undanförnum árum og nýliðun verið mjög góð á sama tíma. Hann áréttar að eftir nokkur mjög mögur ár hafi vaxið upp sterkir árgangar og hlutfallslega hafi minna verið veitt úr þeim undanfar- inn áratug en á árum áður. Erfitt er að skýra þessa góðu ný- liðun í Barentshafi. Einar segir að al- mennt sé mikill breytileiki í nýliðun og kippur af góðum og slæmum árum geti komið. Þetta hafi þess vegna ekkert að gera með sjálfan hrygning- arstofninn sem geti verið tiltölulega stöðugur, heldur afkomu seiðanna á fyrstu þremur árunum. Þegar horft sé til lengri tíma virð- ist nýliðun minnka þegar hrygn- ingarstofnar fara niður fyrir einhver ákveðin mörk en þegar þeir séu komnir upp fyrir ákveðin mörk virð- ist hrygningarstofnsstærðin ekki skipta miklu máli varðandi fram- leiðnina að meðaltali. Þrír yngstu ýsuárgangarnir hafa verið mjög góðir í Barentshafi og hrygingarstofninn er í sögulegu há- marki. 2009 veiddust 200.000 tonn og er það mesti ýsuafli í Barentshafi síð- an 1974. Þorskstofninn er háður loðnustofn- inum. Loðnustofninn í Barentshafi hefur gengið upp og niður og vegna lélegs ástands stofnsins voru loðnu- veiðar til dæmis bannaðar 1994-1998 og 2004-2008. Heimilað var að veiða 390.000 tonn 2009 og veiddust 307.000 tonn en 2010 veiddust 315.000 tonn af 360.000 tonna kvóta. Einar segir að flestar merkingar bendi til þess að lítill samgangur sé milli þorsks í Barentshafi og þorsks á Íslandsmiðum og aðeins í örfáum til- fellum hafi þorskur úr Barentshafi veiðst á Íslandsmiðum. Barentshafið áfram mikil gullkista Morgunblaðið/Ómar Löndun Frystitogarinn Venus landar heima eftir veiði í Barentshafi. Íslenskir togarar byrjuðu að veiða þorsk í Barentshafi 1993 eftir langt hlé og hófst þá deila við Norðmenn og Rússa um þessar veiðar í Smugunni, eins og alþjóðlega hafsvæðið hefur verið kallað. Fyrsta árið veiddu Íslendingar níu þúsund tonn af þorski og veiðarnar náðu há- marki árið eftir þegar veidd voru 37 þúsund tonn. Síðan dró úr veiðunum og náðu þær lág- marki skömmu fyrir aldamót. 1999 var undirritaður samn- ingur um veiðar í Barentshafi og í kjölfarið gerðu Íslendingar tví- hliða samning við Norðmenn og Rússa um veiðar þar. Íslendingar með reynslu SMUGAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.