Morgunblaðið - 11.03.2011, Page 20

Morgunblaðið - 11.03.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um HönnunarMars 23.mars. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að skoða úrval af þeim fjölbreytilegu verkefnum sem íslenskir hönnuðir og arkitektar starfa við. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, FIMMTUDAGINN 17. MARS Meðal efnis : Hönnuðir,arkitektar og aðrir þátt- takendur. Ný íslensk hönnunn. Húsgögn og innanhúshönnun. Skipuleggjendur og saga hönnun- arMars. Dagskráin í ár. Afrakstur fyrir hátíðinna. Erlendir gestir á hátíðinni. Ásamt fullt af öðru spennandi efni um hönnun. HönnunarMars SÉRBLAÐ Eitt furðulegasta málið í Íslandssögunni er Magma-málið. Fáir vilja vita af því og sumir e.t.v. gleyma því sem fyrst. Rannsóknarnefnd Alþingis benti á, að lagaumhverfið á Íslandi væri mjög ófullkomið og misvísandi enda lög um fjárfestingar er- lendra aðila frá mismunandi tímum. Í nefndinni sat heimspekingur sem setti fram mögulegar niðurstöður að vissum forsendum fullnægðum. Í a.m.k. einu tilfellinu voru kaupin full- komlega löglaus. Þessar staðreyndir komu fram á opinberum kynningarfundi á Há- skólatorgi í haust sem leið. Þar voru viðstaddir allir meðlimir rannsókn- arnefndarinnar auk Bjarkar Guð- mundsdóttur tónlistarmanns og fjölda annarra. Rannsóknarnefndin taldi sig ekki geta komist að einni við- hlítandi niðurstöðu. Einhver, hugs- anlega hagsmunaaðili málsins, kom „fréttatilkynningu“ um það í fjölmiðla að salan væri lögleg! Þetta er m.a. eitt þeirra atriða sem þarf að skoða enda einkennilegt að „einhver“ hafi komið kolrangri frétt í fjölmiðla nema hafa hagsmuni. Magma-málið er ekki einfalt þó margir vilja stytta sér leiðina í því. Magma Energy hefur gert samning um 98,5% í HS Orku sem hefur það í för með sér að erlendur aðili verður eigandi og hefur ráðstöfunarrétt á ís- lenskri orku á Suðurnesjum. Ljóst er að aflandskrónur komu þar við sögu. Þar nýtir erlendur aðili sér forrétt- indi fram yfir íslenska aðila til að höndla með þessar aflandskrónur. Núgildandi gjaldeyrisreglur Seðla- bankans með heimild í „neyð- arlögum“ kveða skýrt á, að Íslend- ingar megi ekki kaupa aflandskrónur. Innlendir aðilar njóta því ekki jafn- ræðis gagnvart eiganda Magma Energy en hann er tal- inn hafa komist yfir ís- lenskar krónur fyrir lít- ið fé hjá erlendum bönkum sem sátu ella uppi með þær. Aðaleigandi Magma, kanadíski fjárfestirinn, vill nú selja íslenskum lífeyrissjóðum hluta af hlutabréfaeign sinni og innleysa þar með umtalsverðan hagnað af braski sínu. Það verður þá í annað sinn sem líf- eyrissjóðirnir kaupa í HS Orku. Fjandsamleg yfirtaka Fyrir nokkrum áratugum var stofnað fyrirtæki fyrir fjárfesta, Ís- lenski hlutabréfasjóðurinn. Hann fjárfesti í ýmsum arðvænlegum for- réttingum en verður síðan stofninn í fyrirtækinu Atorka sem um tíma var allumsvifamikið í íslenskri fyrir- tækjaflóru. Það yfirtekur í ársbyrjun 2007 Jarðboranir sem voru að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fjölda smárra hluthafa. Var öllum hlut- höfum gert tilboð að kaupa hvern hlut á genginu 25 gegn afhendingu hluta- bréfa í Atorku á genginu 6. Í árslok 2006 var talið að þetta verð væri langt undir matsverði enda Jarðboranir með best reknu fyrirtækjum landsins (Viðskiptabl. Mbl). Stærsti hluthaf- inn, Margeir Pétursson, seldi Þor- steini Vilhelmssyni athafnamanni og fleirum hlut sinn um þetta leyti. Atorka greiddi háar arðgreiðslur bæði í peningum og hlutabréfum án þess að ný hlutabréf væru gefin út. Síðar vakti þessi ráðstöfun tor- tryggni: einhver var greinilega að leysa til sín skyndiarð af hlutabréfa- eign sinni. Í millitíðinni var komið á fót einkennilegu fyrirtæki, Geysir Green Energy, og var stjórnar- formaður í því Hannes Smárason sem átti skrautlegan feril með Icelandair í tengslum við aðra fjárfesta. GGE kaupir Jarðboranir 1.8. 2007 gegn af- hendingu hlutabréfa í GGE sem stærsti hluthafinn í HS Orku. REI- málið kemur upp þá um haustið, ein- kennilegt útspil. Voru hluthafar hlunnfarnir? Atorka var tekið af hlutabréfa- markaði í október 2008 en gengi hlutabréfa hafði fallið gríðarlega eða úr 11,4 niður í 0,6 á einu ári! Einn stjórnarmanna, Örn Andrésson, seldi rétt fyrir bankahrunið allt sitt hlutafé. Nokkru síðar er fyrirtækið lýst nánast gjaldþrota, m.a. var full- yrt að Promens væri einskis virði. Var þá allt hlutafé fært niður í 0. Nú líður ár og er þá Promens talið a.m.k. 11 milljarða virði (Viðsk.bl. 25.10.2009). Á síðasta hluthafafundi Atorku voru hundruð íslenskra spari- fjáreigenda svipt áratuga sparnaði sínum. Lífeyrissjóðir töpuðu hundr- uðum milljóna. Atorka var afhent kröfuhöfum af stjórn félagsins. Kom því ekki til gjaldþrots fyrirtækisins og því ekki forsenda til rannsóknar á grundvelli gjaldþrotalaga. Hér hefur verið stiklað á stóru um þau „afreksverk“ hvernig stórfé var haft af hlutafjáreigendum. Ljóst er að viðskipti hafa ekki verið eðlileg þar sem hagsmunum margra hefur verið fórnað á altari græðginnar. Gríðarleg ábyrgð er lögð á fjölmiðla að skýra rétt frá staðreyndum þar sem hið sanna komi fram í málinu. Sanngirni og siðferði á alltaf að hafa að leið- arljósi. Við Íslendingar eigum Björk Guð- mundsdóttur mikið að þakka fyrir að taka þetta baráttumál upp. Magma-málið Eftir Guðjón Jensson » Á síðasta hluthafa- fundi Atorku voru hundruð íslenskra sparifjáreigenda svipt áratuga sparnaði sínum. Lífeyrissjóðir töpuðu hundruðum milljóna. Guðjón Jensson Er leiðsögumaður og atvinnulaus bókasafnsfræðingur. Það er skrýtið hvað sumir Reykvíkingar eru neikvæðir út í það að færa ruslatunnurnar sínar eitthvað aðeins nær götubrún þá daga sem þær eru tæmdar. Fjölmargir hafa amast út í nýjar sorphirðu- reglur Reykjavík- urborgar í blaðagrein- um, nú síðast blaðamaður Morgunblaðsins Helgi Snær Sigurðsson í grein sinni „Allt í rugli í ruslinu“ 8. mars. Ég þekki til í Þýskalandi og Noregi og í báðum þessum löndum rúllar maður tunnunni sinni út á gangstétt einu sinni í viku. Ekki að 15 metra markinu heldur alveg út á gangstétt og það finnst öllum sjálfsagt mál. Ég geri ráð fyrir að sá háttur sé hafður á í flestum löndum sem við berum okk- ur saman við. Er það eitthvert náttúrulögmál að sorphirðufólk skuli þurfa að þræða garða borgaranna, í mörgum til- fellum í lélegri lýsingu, drösla svo hverri tunnu út á götu eftir mis- greiðfærum slóðum og skila þeim svo sömu leið til baka? Er það eitthvað óeðlilegt að hver og einn sjái um að færa sína tunnu út á stétt þegar sá háttur er hafður á með góðum ár- angri hjá flestum öðrum siðuðum þjóðum? Með nýjum sorphirðureglum borg- arinnar er verið að bjóða upp á mun betri þjónustu en gengur og gerist þar sem ég þekki til erlendis. Í stað þess að þurfa að færa tunnuna einu sinni í viku út á stétt er boðið upp á að fólk staðsetji tunnuna varanlega inn- an 15 metra fjarlægðar frá götubrún og þurfi svo ekkert að hreyfa hana eftir það. Þetta er ekki í boði í þeim borgum erlendis sem ég þekki til í. Það er heldur ekki í boði að hægt sé að kaupa þá þjónustu að tunnan sé sótt inn á lóð. Ef á að gagnrýna nýju reglurnar finnst mér frekar að það mætti velta fyrir sér hvort rétt sé að tæma tunn- urnar á 10 daga fresti frekar en viku- lega. Fyrir þá sem kjósa að færa tunnuna sína inn fyrir 15 m línuna í hvert sinn sem hún er tæmd er það kostur ef það er gert vikulega því fólk á mun auðveldara með að muna eftir því en ef það er gert á 10 daga fresti. Sumir tala um að það sé verið að mismuna borgurunum. Aðeins hluti borgaranna þurfi að gera breytingar á meðan hinn hlutinn þarf engu að breyta og að með því sé verið að skattleggja suma en aðra ekki. Þetta fer nú bara eftir því hvernig litið er á málið. Það er jú alveg hægt að halda því fram að sá hluti borgaranna sem ekki þarf að breyta neinu hjá sér með til- komu nýju reglnanna hafi í gegnum tíðina niðurgreitt vinnuna, sem hefur farið í að sækja tunnurnar hjá þeim sem hafa kosið að staðsetja þær langt frá götu og að nú sé komið að því að þeir sem kjósa að gera sorphirðufólki erfitt fyrir greiði hærra sorphirðu- gjald en hinir sem létti undir með sorphirðufólkinu. Það vita allir að það þarf að spara með öllum tiltækum ráðum, hvort sem það er með því að draga úr þjón- ustu eða hækka skatta til að vinna sig út úr því grafalvarlega ástandi sem nú ríkir á Íslandi, en það er sama hverju stungið er upp á, það er vælt yfir öllu. Meira að segja eins sjálf- sögðum hlut og þessum. Látum vera þótt fólk láti óánægju sína í ljós þegar dregið er úr þjónustu í skólum lands- ins og á heilbrigðissviði, en þegar stungið er upp á sparnaðarleiðum þar sem fólki er gefinn kostur á að gera, í mörgum tilfellum, aðeins lítilsháttar breytingar á staðsetningu sorptunnu sinnar eiga menn a.m.k. að reyna að koma auga á jákvæðar hliðar málsins. Sorpblaðamennska Eftir Þorgeir Gunnarsson »Er það náttúru- lögmál að sorphirðu- fólk þurfi að þræða garða Reykvíkinga í misgóðri lýsingu og drösla tunnum þeirra út á götu eftir mis- greiðfærum stígum? Þorgeir Gunnarsson Höfundur er verslunarmaður. Umhverfisráðherra staðfesti nú fyrir skömmu, án breytinga, verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Ýmsir hagsmunahópar höfðu í aðdragand- anum bæði mótmælt mörgum efnisatriðum áætlunarinnar og gert athugasemdir við framkvæmd áætl- unargerðarinnar. Má þar nefna samtök fólks um ferða- frelsi, fjallabílaklúbbinn 4x4, samtök hestamanna, Skotveiðifélag Íslands og samtök aðila í ferðaþjónustu auk annarra. Mótmælin beindust helst gegn breytingum sem lúta að tak- mörkun á umferð hrossa og vélknú- inna ökutækja um þjóðgarðinn, út- víkkun friðaðra svæða gagnvart veiðum og styttingu veiðitímabils. Það er samdóma álit hagsmuna- aðila að annars vegar hafi rökstuðn- ing við nauðsyn breytinganna ýmist skort algerlega, hann úr lausu lofti gripinn eða byggður á illa ígrund- uðum forsendum. Hins vegar að allt of langt hafi verið gengið í skerðingu á athafnafrelsi þeirra hópa sem tak- markanirnar ná til. Alvarlegasta at- hugasemdin við áætlunargerðina lýtur að því að hvorki hafi verið haft það samráð við þá aðila sem 12. grein laga um VJÞ kveður á um að skuli haft samráð við, né hafi fulltrúum umsagnaraðila og hagsmunahópa verið boðin áheyrn eða bein þátttaka í vinnuhópum um verndaráætlunina. Raunar bar það til fyrir tilviljun og eftir algerlega óop- inberum leiðum að drög að áætluninni bár- ust hagsmunaaðlilum í hendur. Stór hópur úr röðum hagsmunaaðila hefur nú þegar ákveðið, að fengnu lögfræðiáliti, að kæra framkvæmd gerðar vernadaráætl- unarinnar. Umhverfisráðherra sat síðastliðinn föstu- dag fyrir svörum um ákvörðun sína hjá um- hverfisnefnd Alþingis. Þar hélt ráðherrann því fram að eng- ir misbrestir væru í málatilbún- aðnum, að ferlið stæði utan við stjórnsýslulög, og að nokkuð víðtæk sátt ríkti um áætlunina meðal þeira hópa sem málið varðar. Þessu lýgur ráðherrann blákalt, vitandi betur, því í aðdraganda undirritunarinnar barst henni fjöldi mótmæla og at- hugasemda, bæði skriflega og á fundum, auk opinberra áskorana um að samþykkja ekki áætlunina fyrr en samráð hefði verið haft við umsagn- araðila og hagsmunahópa. Ráð- herrann hafði, meðan á ferlinu stóð, beðið fulltrúa hagmunahópanna um vinnufrið og að umræðan yrði ekki persónugerð gegn því að hún skyldi gera sitt ýtrasta til að samþætta sjónarmið hagsmunahópanna og verndunarsinna í vinnu sinni. Það er staðreynd að engar breytingar voru gerðar á þeim atriðum áætlunar- innar sem mótmælin beindust gegn. Fyrir tæpu ári felldi umhverfis- ráðherra úr gildi starfsleyfi Skot- veiðifélags Reykjavíkur og nágrenn- is á grunni þess að Reykjavíkurborg hefði gert mistök við gerð deiliskipu- lags í Álfsnesi. Á fundi undirritaðs með umhverfisráðherra í kjölfar úr- skurðarins sagði ráðherrann stjórn- valdsákvarðanir sínar vera bundnar af stjórnsýslulögum og henni væru ekki aðrir vegir færir en að ógilda starfsleyfið. Fyrir skömmu var þessi sami ráðherra dæmdur í Hæstarétti fyrir að hafa með ákvörðun sinni um að skrifa ekki undir deiliskipulag Flóahrepps brotið stjórnsýslulög. Það er hverjum manni ljóst sem hef- ur lágmarksþekkingu á íslenskri pólitík að ákvörðun ráðherrans í því máli tók ekki mið af lögum um stjórnsýslu heldur af hennar per- sónulegu skoðun. Það er ályktun undirritaðs að umhverfisráðherra raði skoðunum sínum ofar lands- lögum við störf sín. Það er enn- fremur mín ályktun að persónan Svandís Svavarsdóttir hafi ímugust á byssuleikjum, jeppaskaki og hrossabrölti og hafi í þessu máli við- haft valdníðslu, gengið á bak orða sinna og tekið skoðanir sína fram yf- ir lög og reglur. Eftir Friðrik Rúnar Garðarsson »Umhverfisráðherra staðfesti fyrir skömmu, án breytinga, verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð vitandi að lítil samstaða og sátt væri um málið. Friðrik Rúnar Garðarsson Höfundur er læknakandidat og er formaður Skotveiðfélags Reykjavíkur og nágrennis Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn – nei bíðum við – Það er bannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.