Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 30

Morgunblaðið - 11.03.2011, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2011 ✝ Robert GeigerCook fæddist í Betlehem í Penn- sylvaníuríki í Bandaríkjunum 25. nóvember 1932. Hann lést í Kópa- vogi 4. mars 2011. Faðir Roberts var Robert Geiger Cook III, f. 5.12. 1895 í Emmitsburg í Maryland, d. 22.9. 1957, verkfræðingur að mennt og framkvæmdastjóri í stálverk- smiðju í Betlehem. Móðir Ro- berts var Mae Eliza Miller, f. 11.5. 1903 í Topton í Pennsylv- aníu, íþróttakennari, d. 31.12. 1992. Systkini Roberts: 1) John Miller Cook, f. 9.5. 1927, d. 20.4. 1998, kvæntur Ellé LeSeuer og áttu þau fjögur börn; 2) Jean Charlotte Cook Jacobs, f. 31.7. 1929, d. 18.12. 1998, gift John Ja- cobs og áttu þau fjögur börn; 3) Charles Trexler Cook, f. 22.2. 1934, d. 28.1. 1998, ljósmyndari í Baltimore; 4) Katharine Ann Co- ok, f. 11.7. 1935, fiðluleikari í Þýskalandi. Robert kvæntist 4.7. 1979 Gerda Bodegom, f. 4.3. 1948 í Hendrik Ido Ambacht í Hollandi, kennara og listmálara. Sonur þeirra er Edward Jacob Cook, f. 11.1. 1981, kvikmyndagerð- lands og kenndi þar fram til des- embermánaðar 2002, en hætti þá störfum vegna aldurs. Frá 1968- 69 starfaði Robert sem sendi- kennari Fulbright-stofnunar- innar við HÍ; á vormisseri 1972 sem aðstoðarmaður í ensku við Kaupmannahafnarháskóla; og á vormisseri 1988 sem gistiprófess- or við Berkeley-háskóla í Kali- forníu. Eftir Robert liggja fræði- rit um enskar, amerískar, franskar og íslenskar bók- menntir, þar á meðal útgáfa hinna forn-norsku Strengleika, í samstarfi við Mattias Tveitane og gefin út í Osló 1979. Eftir að hann settist að á Íslandi skrifaði hann aðallega um forníslenskar bókmenntir og samdi greinar og fyrirlestra um Grettlu, Laxdælu, og sérstaklega Njálu, svo dæmi séu tekin. Hann þýddi Njálssögu á ensku árið 1997 fyrir bókaút- gáfuna Leif Eiríksson en endur- skoðaði síðar þýðinguna og bætti við inngangi og athugasemdum fyrir Penguin Classics-útgáfuna, London 2001. Minningarathöfn um dr. Ro- bert Cook verður haldin í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 11. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Að lokinni bálför verður jarð- neskum leifum hans síðar komið fyrir í kirkjugarðinum í Topton í Pennsylvaníu. armaður í Hollandi. Dóttir Roberts af fyrra hjónabandi er Kristin Anna, f. 4.4. 1963, lektor í frönsku við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore. Hún á þrjú börn: Leslie, f. 10.7. 1992, Matthew, f. 13.6. 1994, og Anna, f. 27.9. 1996. Árið 1954 útskrif- aðist Robert frá Princeton- háskóla með BA-próf í ensku. Næstu tvö árin gegndi hann her- skyldu í Bandaríkjunum og Frakklandi sem óbreyttur her- maður. Frá 1956-57 var Robert í námi við Zürich-háskóla í Sviss. Frá 1958-62 var hann við fram- haldsnám í ensku við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore, þar sem hann kynntist Stefáni Ein- arssyni heitnum prófessor og fékk áhuga á Íslandi. Hann heim- sótti Ísland í fyrsta sinn í ágúst- desember 1961 og starfaði um tíma hjá Páli Björgvinssyni, bónda á Efra-Hvoli í Hvolhreppi. Í júní 1962 hlaut hann dokt- orsgráðu í ensku frá Johns Hopk- ins-háskóla. Hann var prófessor við enskudeild Tulane-háskólans í New Orleans frá 1962 til 1989. Árið 1989 hlaut hann prófess- orsstöðu í ensku við Háskóla Ís- Síðastliðin tvö ár hef ég marg- oft kvatt föður minn eftir margar heimsóknir til Íslands. Oft óttað- ist ég að það væri hinsta kveðjan. En hann virtist ófeigur og alltaf náði hann að sigrast á þeim veik- indum sem að lokum hlutu þó að hafa betur. En það var sama hversu veikur hann var, alltaf bar hann sömu umhyggju fyrir öðrum og aldrei lá hann á liði sínu. Mér er minnis- stætt að ætíð þegar ég kom mátti hann til með að hringja í vakning- arþjónustu og panta símtal klukk- an 05:00 svo að ég næði örugglega fluginu heim. Þá fór hann sjálfur á fætur, kreisti fyrir mig appelsínu- safa og kvaddi mig síðan við úti- dyrnar. Í einni af síðustu heim- sóknum mínum hingað var hann á sjúkrahúsi, þungt haldinn og vart mælandi, en engu að síður var ekki við annað komandi en að hringja í vakningarþjónustuna. Og aldrei missti ég af flugi. Faðir minn var alltaf tiltækur, hvar sem ég var. Hann verður alltaf með mér, hvar sem hann er. Edward Cook. Robert Cook flutti til Íslands þegar hann fékk prófessorsstöðu í enskum bókmenntum við Há- skóla Íslands. Þeirri stöðu gegndi hann frá 1990 til 2002, er hann fór á eftirlaun, en hann hafði þó áfram starfsaðstöðu við Háskól- ann, allt til æviloka. Bob er í hópi þeirra erlendu fræðimanna sem tekið hafa ástfóstri við Ísland og auðgað menningu þess með nær- veru sinni og starfi og jafnframt unnið að því að byggja brýr milli Íslands og annarra menningar- heima. Hann var rólyndismaður í viðkynningu en í samræðum kom fljótt í ljós leiftrandi áhugi hans á ýmsum vettvangi fræðanna, þótt mest beindist hugur hans að ís- lenskum miðaldabókmenntum. Bob sinnti kennslu- og stjórnun- arstörfum sínum í ensku með miklum sóma, en rannsóknir hans, eftir að hann fluttist til Ís- lands, lutu flestar að íslenskum bókmenntum fyrri alda og hann hafði starfsaðstöðu í hópi ís- lensku- og miðaldafræðinga í Árnagarði. Meðal þeirra verka sem munu halda nafni hans á lofti er ensk þýðing hans á Njálssögu, þýðing sem nú er lesin um veröld víða. Ég vil persónulega þakka fyrir góðar samverustundir sem ég átti með Bob og Gerdu konu hans, og fyrir hönd Hugvísinda- sviðs Háskóla Íslands þakka ég dýrmætt framlag Roberts Cooks til enskra jafnt sem íslenskra fræða við skólann. Ástvinum hans votta ég einlæga samúð á sorg- arstund. Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Robert Cook var einn af þess- um vinum sem Ísland eignast vegna ástar þeirra á bókmenntum þeim sem hér voru ritaðar á mið- öldum. Hjá honum var vináttan heitari og einlægari en mörgum öðrum. Hann fór úr góðu og vel launuðu starfi við Tulane Uni- versity í New Orleans í Banda- ríkjunum til að taka við stöðu pró- fessors í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands, þótt Ísland væri þá, eins og nú, láglaunasvæði fyr- ir háskólakennara. Hér vildi hann búa og starfa, í landinu sem hafði alið fornsögurnar af sér, og á meðal þeirra sem strituðu í jurta- garði þeirra með rannsóknum sínum. Ég kynntist Bob, eins og hann var jafnan kallaður, þegar við fengum skrifstofur hlið við hlið í nýbyggðri austurálmu Odda í Há- skóla Íslands. Ég var tiltölulega nýbyrjaður að kenna, var að klára að skrifa doktorsritgerð mína, og tel mig hafa verið ákaflega lán- saman að fá þennan góða granna. Bob var opinn fyrir nýjum hug- myndum, þótti gaman að ræða þær og sýndi ungum kollega margvíslegt örlæti. Hann átti frá- bært rannsóknarbókasafn sem ég fékk að nota að vild og spannaði ekki bara íslenskar miðaldabók- menntir og sögu, heldur líka enskar og franskar. Hann gaf mér ráð, las yfir og, síðast en ekki síst, var óspar á hvatningarorðin. Einnig var hann góð fyrirmynd. Til dæmis fylgdist ég með því þegar hann var að vinna að róm- aðri Njáluþýðingu sinni sem er sú sem flestir enskir lesendur nota, því hún var gefin út hjá Penguin. Hann velti hverju orði fyrir sér af einstakri alúð, en líka byggingu setninganna og flæði textans. Robert bar með sér andblæ þess besta sem bandarísk há- skólamenning hefur alið af sér. Hann var sannur húmanisti, gerði kröfur um góð vinnubrögð, skýra hugsun en líka heiðarleika í orði og æði. Hann var kurteis og hlýr í viðmóti og var tryggur vinum sín- um. Við áttum góðar samræður seint á síðasta ári þar sem löng veikindi hans bar á góma. Hann bar sig vel og var fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá að lifa enn ein jól og fyrir þá góðu umönnun sem hann hafði hlotið hér. Það er bjart yfir minningunni um Bob. Torfi H. Tulinius. Robert Cook var mikill fræði- maður, góður samstarfsmaður og vinur vina sinna. Hann aðstoðaði unga fræðimenn með glöðu geði og var ósínkur á tíma sinn við það. Hann var ætíð léttur í lund og það birti á kaffistofu Árnastofnunar þegar hann leit þar inn. Hans verður sárt saknað af öllum sem þekktu hann. Margaret Cormack, Karen Bek-Pedersen, Patricia Pi- res Boulhosa, Michael and Daphne Fell, Alison Finlay, Kári Gíslason, Carolyne Larrington, Cynthia Lo- wenthal, John Lindow, Teo- doro Manrique, Astrid E.J. Ogilvie, Marteinn H. Sig- urðsson, Timothy Tang- herlini, Kendra Willson. Ég hitti Robert fyrst viku eftir að ég kom til Íslands fyrir rúm- lega þrettán árum. Ég var á leið- inni í íslenskunám í háskólanum, tvítug, í fyrsta skipti á eigin veg- um í útlöndum, og þekkti engan á gjörvöllu landinu. Robert gekk mér í föðurstað og þreyttist aldrei á að hjálpa mér í gegnum lífið með ráðum og dáðum. Ég minnist þess alltaf að hann keyrði mig alla leið á Keflavíkur- flugvöll eldsnemma morguninn sem ég fór til útlanda í erfiða skurðaðgerð fyrir mörgum árum. Hann gerði það ekki af því að það væri engin flugrúta, heldur af því að honum þótti það betra. Einföld lausn, en hún ein nægði til þess að ég yrði honum þakklát það sem eftir er ævinnar. En Robert breytti svo miklu fleiri erfiðum dögum í góða, og svo mörgum góðum í enn betri, að því er virtist áreynslulaust, og með glöðu geði. Robert kenndi mér ótal margt í kennslustofunni og með því að benda á réttar bækur, en þó enn fleira með því að vera eins sann- gjarn, heiðarlegur og hjartagóður og hann var. Honum mátti treysta fyrir hvers kyns vandamálum, og alltaf nennti hann að hlusta, og kom ávallt með ráð sem mátti fylgja með bestu samvisku. Það kom mér reyndar í opna skjöldu á sínum tíma að hinn vitri og virti fræðimaður Robert Cook reyndist vera mikill prakkari. Hann stendur mér ljóslifandi fyr- ir sjónum á Reykjavíkurflugvelli, þar sem hann tók á móti mér og tilvonandi eiginmanni mínum sem þá var búinn að heyra mikið um Robert en hafði aldrei hitt hann í eigin persónu. Robert er í miðjum salnum… í laxableikum Prince- ton-háskólajakka sem hann hafði skömmu áður eignast á endur- fundum útskriftarárgangs síns í Bandaríkjunum, og brosir breitt að því hvað ég varð rasandi for- viða, og svo innileg lífsgleði skín úr augum hans. Daginn sem ég sagði Robert að við maðurinn minn ættum von á barni hafði hann fengið miklu verri fréttir; að hann átti við veik- indi að stríða. Hann er guðfaðir dóttur minnar, og við vorum djúpt snortin þegar hann kom í þriggja ára afmæli hennar tæpum mánuði fyrir andlátið, þrátt fyrir að vera nær þrotinn að kröftum, og gladd- ist með okkur. Þegar ég kveð Robert geri ég það líka í nafni allrar fjölskyldu minnar og foreldra minna, sem þykir óendanlega vænt um hann, og þeirra ófáu fræðimanna frá Rússlandi sem þekktu ástúð hans og manngæsku af eigin raun. Ro- berts er sárt saknað. Yelena Sesselja Helgadóttir (Yershova). Við kennarar í ensku við Hug- vísindasvið Háskóla Íslands kveðjum góðan kollega og vin til margra ára. Bob Cook gekk til liðs við okkur árið 1990 eftir far- sælt starf við Tulane-háskóla. Hann tók virkan þátt í uppbygg- ingu og þróun náms í okkar grein – ekki síst á sviði bandarískra bókmennta – þar til hann lét af kennslustörfum árið 2002 þegar hann sneri sér alfarið að sínum helstu hugðarefnum við rann- sóknir á íslenskum fornbók- menntum. Höfuðstöðvar ensku- skorar á þessum árum voru á Aragötu 14. Þetta var góður tími. Við vorum samhentur og athafna- samur starfshópur, og samband kennara og nemenda í húsnæði skorarinnar á Aragötu 14 var hlýtt og innilegt. Það var oft glatt á hjalla í þröngu eldhúsinu í öðr- um enda hússins, þegar kennarar og nemendur deildu út rjúkandi kaffi sín á milli í frímínútum og ræddu lífsins gagn og nauðsynjar – og oft á tíðum einnig námið. Nemendur hafa síðan margir haft orð á því að þessir eldhúsfundir hafi iðulega gefið meira af sér en formlegu fyrirlestrartímarnir þeirra á milli og oft gat Bob haldið nemendum og okkur kennurum föngnum með því að miðla af þekkingu sinni og kafa dýpra í námsefnið en hægt var að gera í fyrirlestrartíma. Í afslappaða andrúmsloftinu í eldhúsinu fræga fundu nemendur oftsinnis sína rödd, og gátu mætt kennurunum sem jafningjar. Þar naut Bob sín manna best, með húmor og innsæi, og það gat teygst úr þess- um dýrmætu fundum langt inn í næsta kennslutíma, slíkur var áhuginn. Við kennarar jafnt sem nem- endur við enskuskor sáum eftir Bob með söknuði þegar hann lét af kennslustörfum. Nú kveðjum við hann aftur, með sorg í hjarta en jafnframt mikilli hlýju og þakklæti fyrir góða samfylgd og samvinnu. Góðir dagar gleymast seint. Gerda, Kristin og Edward, við vottum ykkur okkar dýpstu hlut- tekningu. Samstarfsmenn, Pétur Knútsson, Julian D’Arcy, Martin Regal, Magnús Fjalldal, Matthew Whelpton, Birna Arnbjörns- dóttir, Ingibjörg Ágústs- dóttir og Guðrún Björk Guðsteinsdóttir. Það er bjart yfir minningu Ro- berts Cook enda var hann lífs- glaður maður. Nú þegar komið er að hinum óhjákvæmilegu leiðar- lokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann að vini svo lengi. Við Robert kynntumst haustið 1985 hér í Reykjavík. Ég hafði ásamt fleiri löndum mínum nýlega verið á Alþjóðlegu forn- sagnaþingi í Helsingør og hann var einn þeirra mörgu virðulegu erlendu fræðimanna sem ég leit þar augum í fyrsta sinn. Hann var þá prófessor í enskum bókmennt- um í Louisiana og það kom mér á óvart að hitta hann fyrir utan bókaverslun í Austurstræti en hann sagðist nota hvert tækifæri til að koma til Íslands. Hann var sannur Íslandsvinur og gekk stundum fram af okkur sem hér erum borin og barnfædd í hrifn- ingu sinni á öllu því sem íslenskt er, jafnvel veðrinu. Það tengdi okkur Robert tryggðaböndum þegar við upp- götvuðum að við áttum sama af- mælisdag. Okkur fannst tilvalið að halda upp á það saman og ein- mitt á Árnastofnun þar sem við vorum í fyrstu bæði gestir. Þegar hann fékk stöðu í enskum bók- menntum við Háskóla Íslands ár- ið 1990 held ég að við höfum orðið sammála um að einn helsti kost- urinn við þetta væri að nú gætum við alltaf haldið saman upp á dag- inn. Þeim sið héldum við nokkurn veginn óslitið í meira en 20 ár og það var mér mikið gleðiefni að það tókst líka í nóvember síðastliðn- um þrátt fyrir erfið veikindi hans. Robert var vinur sem alltaf var hægt að leita til og fá aðstoð hjá með yfirlestur og fleira. Við unn- um stundum saman að einstökum verkefnum og þá fann ég glöggt hversu vandvirkur hann var, kröfuharður og gagnrýninn, en þó ekki á niðurdrepandi hátt, heldur var honum umhugað um að gera eins vel og hægt væri. Þótt Ro- bert Cook hafi aldrei verið starfs- maður Stofnunar Árna Magnús- sonar var hann fastagestur sem tók þátt í öllu sem þar fór fram, jafnt jógaæfingum, fyrirlestrum, kaffiuppáhellingum sem fræði- legri umræðu. Robert Cook hafði marga góða eiginleika. Þeir sem koma fyrst í hugann eru glaðlyndi hans og gott skopskyn. Hann gat líka verið stríðinn, jafnvel meinlegur, eink- um ef honum fannst hann verða var við sjálfumgleði og hroka. En hann var einnig mjög næmur á það sem er fallegt. Þetta kom glöggt fram bæði í leik og starfi. Ævistarf hans var að rannsaka, túlka, kenna og þýða bókmennta- Robert Geiger Cook ✝ Eiríkur Sig-urðsson fædd- ist á Hnausi í Vill- ingaholtshreppi í Árnessýslu 14. ágúst 1924. Hann lést 3. mars 2011. Foreldrar hans voru Vilhelmína Ei- ríksdóttir (1895- 1930) og Sigurður Þorgilsson (1892- 1971). Systkini Ei- ríks voru Bjarni, Þorsteinn Ingi, Þorgils Haukur, Guðlaug Hall- bera, Steingerður og Anna. Hálfbróðir Eiríks er Vilhjálmur Sigurðsson. Eiríkur ólst upp í Straumi við Hafnarfjörð frá sex ára aldri. Hann stundaði nám í Barna- skóla Hafnarfjarðar og síðan í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann stundaði ýmis störf í Hafn- arfirði, meðal annars vörubíla- akstur og verkamannavinnu. Ei- ríkur kvæntist Bjarnþóru Ólafsdóttur 1. ágúst 1957. Hún var fædd 21. maí 1923 í Hafn- arfirði en foreldrar hennar voru Ólafur Bjarnason og Ingi- björg Guðríður Helgadóttir. Þau Bjarnþóra og Eirík- ur eignuðust eina dóttur barna, Vil- helmínu Ingibjörgu sem er fædd 19. nóvember 1954. Dóttir hennar er Eyrún Sigurð- ardóttir, fædd 15. ágúst 1986. Uppeldissynir Eiríks voru Ólaf- ur, Steingrímur og Bergþór. Fjölskyldan bjó fyrst í Hafnarfirði en síðan á Suður- eyri við Súgandafjörð 1962-1993 að undanskildum tveimur árum. Eiríkur stundaði einkum sjó- mennsku og trilluútgerð á Suð- ureyri. Frá 1993 bjuggu Bjarn- þóra og Eiríkur í Hafnarfirði en hún lést 23. desember 2001. Útför Eiríks fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 11. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku stjúpfaðir. Það er sárt að kveðja þig, þótt ekki verði sagt að andlát þitt komi á óvart. Við eig- um óteljandi minningar um þig; margar ógleymanlegar stundir, bæði úr Hafnarfirði og frá Suður- eyri, sem við geymum í minni okk- ar. Eitt sinn bjó fjölskyldan á Vesturbraut 4 í Hafnarfirði og lít- ið atvik þaðan kemur upp í hug- ann. Það var um jólaleytið og okk- ur bræðurna dauðlangaði í bíó. En mamma harðneitaði því, við færum sko ekkert í bíó, sagði hún. Þá fórum við til stjúpa okkar og báðum hann að gefa okkur fyrir miðunum og það gekk allt eftir. Svona geta lítil atvik úr fortíðinni lifað í minningunni. Nú fá móðir okkar og stjúpi að hvíla hlið við hlið í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Það er vel við hæfi, þau voru svo samrýmd í lifanda lífi. Eftir að Eiríkur var kominn á Hrafnistu fórum við systkinin ævinlega í heimsókn til hans á laugardögum. Þá var nú oft glatt á hjalla og boðið upp á kaffi og meðlæti og margt spjallað. Við Eiríkur Sigurðsson ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GUÐMUNDAR INGVA SIGURÐSSONAR hæstaréttarlögmanns. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki deildar 2N hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir einstaka umönnun og þjónustu. Sigurður Guðmundsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Þórður Ingvi Guðmundsson, Guðrún Salome Jónsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.