Morgunblaðið - 14.03.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.03.2011, Qupperneq 2
Gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laug- ardal, jafnt ungum sem öldnum, gafst í gær tæki- færi til að fylgjast með þegar Guðmundur Hall- grímsson rúði sauðfé garðsins. Útskýrði hann fyrir gestum það sem fyrir augu bar. Þegar rúið er á þessum tíma árs er snoðið tekið en það er reyfið kallað þegar það er ekki orðið fullvaxið. Einnig voru síðustu forvöð í gær að sjá framandi skriðdýr og froskdýr í garðinum. Ungir og aldnir fjölmenntu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Rífandi stemning yfir rúningi BAKSVIÐ Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Fyrrverandi framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnar- nesbæjar krefst þess að bæjarstjórn víki Ásgerði Halldórsdóttur, bæjar- stjóra bæjarins, úr starfi vegna ólög- mætrar háttsemi í hans garð. Fram- kvæmdastjórinn fyrrverandi hefur sakað bæjarstjórann um að hafa lagt sig í einelti en hann hefur verið frá störfum samkvæmt læknisráði vegna eineltisins síðan í janúar 2010. Nið- urstaða dómkvaddra matsmanna staðfestir að um einelti hafi verið að ræða. Lögmaður brotaþola hefur veitt bæjaryfirvöldum 20 daga frest til að taka afgerandi afstöðu til máls- ins og bæta brotaþola það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Að öðrum kosti verði leitað til dómstóla. Munu bregðast við kröfunum „Þetta er alvarlegt og erfitt mál sem við erum að fara yfir og skoða og við munum bregðast við þessu á ein- hvern hátt,“ segir Guðmundur Magn- ússon, forseti bæjarstjórnar Sel- tjarnarness. Bæjarstjórn hafi þó enn ekki fundað sérstaklega um málið. „Ég harma mjög það sem brotaþoli hefur þurft að ganga í gegnum. Það er ljóst að það þarf að taka á þessu máli og tryggja að svona lagað gerist ekki aftur,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinn- ar í bæjarstjórn. Framkvæmdastjór- inn fyrrverandi hefur sjálfur þurft að standa í því að sanna eineltisásakan- irnar þrátt fyrir að reglur bæjarins geri ráð fyrir að slík rannsókn skuli hvíla á herðum atvinnurekanda. Hleypur á milljónum Jóhann H. Hafstein, lögmaður brotaþola, segir að sig gruni að bæj- arstjórinn hafi vísvitandi reynt að koma í veg fyrir að málið yrði rann- sakað með eðlilegum hætti. „Sam- kvæmt reglunum ber atvinnurek- anda að rannsaka ásakanir um einelti á vinnustað, í þessu til- viki bæjarstjórn, það hefur verið hundsað algjörlega frá upphafi,“ segir Jóhann. Hann segir kostnað við rannsókn málsins hlaupa á milljónum sem brotaþoli hafi hingað til þurft að standa undir. Hundsaði eineltisásakanir  Kröfur uppi um að bæjarstjórn Seltjarnarness víki bæjarstjóranum úr starfi  Fórnarlamb eineltis þurfti sjálft að standa undir kostnaði við rannsókn á málinu Grótta Bæjarstjórn skoðar einelti. Morgunblaðið/ÞÖK 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það að flytja sorpgerði er ekki eitt- hvað sem gerist bara si-svona. Það þarf víða nýjar teikningar sem fag- fólk þarf að fara yfir og annað slíkt. Þannig að þetta er einfaldlega meira mál en látið er að liggja,“ segir Júl- íus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Frá og með 1. apríl nk. verða sorptunnur í Reykjavík aðeins sótt- ar 15 metra frá sorphirðubíl. Þar sem fjarlægðin er meiri er íbúum gefinn kostur á að flytja tunnurnar nær sorphirðubílum þegar sorp er tekið, greiða fyrir viðbótarþjónustu eða færa gerði fyrir sorptunnur sem getur kallað á nýtt byggingarleyfi. Júlíus bendir á að ekki sé nóg með að mikil fyrirhöfn og tilkostnaður geti fylgt því að færa gerði fyrir sorptunnur, ekki síst ef þau eru inn- byggð í hús, heldur geti fólk ekki flutt tunnur sínar nær sorphirðubíl- um ef það er fjarverandi t.d. vegna sumarleyfa. Þá geti tunnur fólks þurft að standa úti við götu á sorp- hirðudögum þar til það komi heim úr vinnu og geti flutt þær til baka. Reynsla erlendis Páll Hjaltason, formaður skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar, bendir á að reynsla sé af þessu erlendis og að þar hafi fólk einfaldlega orðið að finna út úr hlutunum. „Langtímaafleiðingin er sú að smám saman færist sorpið nær göt- unum og heildarhagræðing fæst fyr- ir alla,“ segir Páll. Meira mál en Reykja- víkurborg lætur að liggja  Markmiðið að sorpið færist smám saman nær götunum Ný staðsetning sorpgerða þarfnast leyfis Sorphirða Reykjavíkur hefur gefið upp þrenns konar kosti ef fjarlægðin frá gangstétt að sorptunnu er meira en 15 metrar: Að íbúar flytji tunnurnar nær bílum á sorphirðudögum Að íbúar kaupi viðbótarþjónustu Að íbúar færi sorpgerðin 1 2 3 15 m frá gangstétt G an gs té tt Sorptunna í gerði 18 m frá gangstétt Þrír metrar Ef íbúar þessa húss vilja hvorki flytja tunnuna á sorphirðudögum né kaupa viðbótarþjónustu geta þeir flutt tunnuna og gerðið um þrjá metra. Til þess þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum til byggingafulltrúa. Íbúðarhús Úkraínski stór- meistarinn Yuriy Kuzubov er efst- ur með 5,5 vinn- inga eftir sjöttu umferð MP Reykjavíkur- skákmótsins. Fjórir stórmeist- arar hafa fimm vinninga, þeir Robert Hess, Luke McShane, Simon Williams og Stelios Halkias. Henrik Danielsen er efstur Íslendinga með 4,5 vinn- inga en Hannes Hlífar Stefánsson, Björn Þorfinnsson og Sigurður Daði Sigfússon næstir með fjóra vinninga. Sjöunda umferð skák- mótsins fer fram í dag. Kuzubov efstur eftir sex umferðir Yuriy Kuzubov Ásgerður Halldórsdóttir, bæj- arstjóri Seltjarnarness, neitar ásökunum um að hafa lagt starfsmann í einelti. Hún segist hafa átt gott samstarf við um- ræddan starfsmann og sagðist koma af fjöllum þegar blaðamað- ur spurði út í ásakanir um einelti af hennar hálfu. „Ég hóf störf hjá bænum 1. júlí 2009 á mjög erfiðum um- brotatímum, eins og voru hjá öll- um bæjarfélögum, og taldi mig eiga gott samstarf við hann í þá sex mánuði sem við unn- um saman,“ segir Ásgerður. Hún segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið fyrr en matsgerð hafi borist til hennar frá dómkvöddum matsmönnum. „Áttum gott samstarf“ NEITAR ÁSÖKUNUM Ásgerður Halldórsdóttir Lögreglunni á Hvolsvelli barst ný- verið tilkynning vegna grunsemda um að skotið hefði verið á sumar- bústað í Fljótshlíðinni. Eigandi bú- staðarins tilkynnti um málið og kúlugat eftir skot úr 30 kalibera riffli reyndist vera á bústaðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni bendir ekkert til þess að um hafi verið að ræða tilræði við einhvern í bústaðnum. Talið er sennilegt að um óviljaverk hafi ver- ið að ræða en lögreglan lítur málið engu að síður alvarlegum augum þar sem skot úr rifflum eins og þessum draga mjög langt, jafnvel nokkra kílómetra. Skotið á sumarbú- stað í Fljótshlíðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.