Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 4

Morgunblaðið - 21.03.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Frá kr. 119.900 með „öllu inniföldu“ Verð kr. 119.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 9 nætur með öllu inniföldu á Hotel Griego Mar ***. Costa del Sol 6. maí í 9 nætur Heimsferðir bjóða frábæra 9 nátta ferð til Costa del Sol í vor. Í boði er frábært sértilboð, með “öllu inniföl- du” á Griego Mar hótelinu sem var mjög vinsælt meðal farþega Heimsferða í fyrra. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikil þátttaka er í undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur að falla frá sameiningar- og breytingaráformum í leik- og grunnskólum sem og frístundaheim- ilum borgarinnar. Hreyfing foreldra- og hverfafélaga og annarra stendur að söfnun undirskriftanna, sem stendur til næstkomandi fimmtudags, 24. mars, þegar þær verða afhentar forystumönnum borgarinnar í Ráð- húsinu við Tjörnina. Vefur þar sem undirskriftum er safnað var opnaður formlega á blaða- mannafundi í gær á þaki fjölbýlis- hússins í Æsufelli 4, á sama stað og Besti flokkurinn og Samfylking kynntu meirihlutasamstarf sitt í borgarstjórn sl. vor. Jarðvegurinn er frjór „Við höfum svo sem ekki sett okkur markmið um hvað við viljum ná mörg- um undirskriftum. Sé hins vegar tek- ið mið af viðbrögðum væntum við þess að borgarbúar taki fljótt við sér og skrái sig á listann. Jarðvegurinn er frjór og andstaðan gegn áformum um sameiningu skólanna í borginni er mjög almenn. Við höfum hvergi fund- ið pólitískar línur í þessu máli – aðeins að fólk vill börnunum sínum allt það besta,“ segir Ásbjörn Kristinsson, einn þeirra sem standa að undir- skriftasöfnuninni. Að mati þeirra sem undirskriftun- um safna er ávinningur af sameiningu skólastofnana sýnd veiði en ekki gef- in. Agnar Már Jónsson, einn þeirra sem að verkefninu koma, segir að þegar búið er að vinda ofan af sparn- aðaráætluninni sem telur rúmlega 3,1 milljarð kr. á fjórum árum þá standi aðeins um 150 millj. kr. eftir á ári sem væntur rekstrarsparnaður af samein- ingarverkefni sem snertir yfir 8.000 aðila. Sá sparnaður sé aðeins 0,3% af samanlögðum rekstrarkostnaði borg- arinnar á ári – sú upphæð sé langt frá því að vera ásættanleg til þess að farið sé af stað með jafnviðamikið verkefni. „Ætlum við að reyna að spara 150 milljónir á ári og eiga það á hættu að heilu árgangarnir fái óviðunandi kennslu vegna gæluverkefnis núver- andi meirihluta? Ætlum við að fara í stærsta sameiningarverkefni Íslands- sögunnar og leggja skólastarfið und- ir?“ spurði Agnar, sem lagði áherslu á að fólk hefði skilning á stöðu borg- arinnar. Samstarf frekar en sundrungu En rétt eins og íbúarnir skilja stöð- una er, segir Agnar Már, mikilvægt að meirihlutinn í borgarstjórn komi til móts við foreldra og óskir þeirra um samráð í sameiningarmálum skóla. „Foreldrar og kennarar sætta sig ekki á neinn hátt við það að illa ígrunduðu sameiningarferli sem eng- um ávinningi mun skila sé nánast troðið ofan í kokið á þeim. Nú er bolt- inn hjá borgarfulltrúum meirihlutans og ef menn á þeim bæ stíga það skref og efna til samstarfs frekar en sundr- ungar verði það metið sem styrkur,“ sagði Agnar Már. Morgunblaðið/hag Upphaf Söfnun undirskrifta þar sem niðurskurði í skólamálum er mótmælt hófst á blaðamannafundi í Æsufelli í gær. Þær verða afhentar í Ráðhúsinu nk. fimmtudag. Við tölvuna standa, frá vinstri talið, Guðrún Valdimarsdóttir, formaður Samfoks, Tómas Hafliðason og Sveinn G. Gunnarsson. Hvergi pólitískar línur  Foreldra- og íbúafélög í Reykjavík mótmæla niðurskurði í skólamálum og safna undirskriftum  Óljós ávinningur og ekkert samráð haft við foreldrana Fundur foreldra grunnskólabarna í Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla á laugardag, skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að falla frá fyrirhuguðum sameiningar- og breytingaráformum er varða fram- angreinda skóla. Fundurinn telur að hugmyndirnar séu byggðar á hæpnum, illa ígrunduðum og illa rökstuddum forsendum. „Foreldrar setja sig ekki upp á móti hagræðingaráformum sem unnin eru á faglegum forsendum í nánu samstarfi við foreldra, starfs- fólk og stjórnendur viðkomandi skóla og sýnt er fram á að breyt- ingar hafi í för með sér vel rök- studdan sparnað og þess gætt að faglegu starfi sé ekki stefnt í voða. Þessir þættir hafa ekki verið tryggðir í þeim tillögum sem liggja fyrir,“ segir í ályktun fundarins. Illa ígrundað og illa rökstutt „Við höfnum framkomnum tillögum um breytingar á skólastarfi í ljósi þess bráðræðis og fums sem einkennt hefur allan aðdraganda þessa máls,“ segir í ályktun fjölmenns fundar með foreldrum leik- og grunnskólabarna í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi í Réttarholtsskóla á laugardag. Skor- að er á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða fyrirhuguð sameiningar- og breytingaráform. „Að okkar mati er fjárhagslegur ávinningur af breytingunum alltof lít- ill og óljós miðað við þá röskun á skólastarfi sem búast má við í kjölfar- ið. Ekkert samráð né samstarf hefur verið haft við foreldra og foreldra- félög skólanna við gerð þessara til- lagna. Foreldrar vilja heilshugar setj- ast niður með fulltrúum borgarinnar í góðu tómi og komast að sameig- inlegri niðurstöðu sem er góð fyrir fjárhag borgarinnar, nærsamfélög skólanna, faglegt starf þeirra og síð- ast en ekki síst börnin okkar,“ segir í ályktuninni. Einkennist af bráðræði og fumi „Hugsanlega verða einhver atriði tillagna meirihlutans endurskoðuð eftir fundi helgarinnar, en ég get ekkert sagt um það að svo stöddu,“ segir Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi um fundi, sem haldnir voru með for- eldrum í Reykjavík um fyrirhugaðar breytingar í skóla- málum borgarinnar. „Við höfum farið í heilmikla greiningu og vinnu á ástandinu í skólamálum og okkur þykir ennþá réttlátast að sparnaður náist á stjórnendastigi í stað þess að skera niður í þjónustu, en kannski hefur okkur ekki tekist sem skyldi að koma þeim skilaboðum áleiðis til foreldra. Ein- hvern veginn verður að spara þetta fé og margir for- eldrar viðurkenna þá nauðsyn. Hins vegar eru börn og skólamál viðkvæmt efni og ég held að margir óttist breytingar. Gagnrýnin og óánægjan, sem komið hefur fram, er skiljanleg, en við höfum hins vegar ekki heyrt neinar raunhæfar gagntillögur. Einhverjir foreldrar hafa spurt af hverju við hækkum ekki bara gjaldskrár. Það getur verið að einhverjir geti staðið undir slíkum hækk- unum, en það á alls ekki við um alla,“ segir Hjálmar. „Undanfarin ár hefur verið búið hér til flókið og stórt kerfi með stjórnendavæðingu, líklega vegna þess að til að fá sæmileg laun þurfti fólk að komast á stjórnendastig. Slíkt kerfi er mjög auðvelt að búa til, en það er erfiðara að vinda ofan af því.“ bjarni@mbl.is Réttlátast að skera niður á stjórnendastigi  Hugsanlega verða gerðar breytingar á tillögum meirihluta Morgunblaðið/Ómar Borg Dagur B. Eggertsson, Oddný Sturludóttir og Jón Gnarr við kynningu á nýjum borgarmeirihluta. Ekki náðist í neitt þeirra við vinnslu fréttarinnar í gær. Til fundarins í gær boðuðu for- eldrar alla borgarfulltrúa í Reykja- vík, en aðeins þrír fulltrúar minni- hlutans sáu sér fært að mæta. „Tillögur um sameiningu leik- og grunnskóla eru illa ígrundaðar,“ sagði Kjartan Magnússon borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann telur miður að ekki hafi verið haft samráð við foreldra og skólafólk. Meirihlutinn hafi daufheyrst við tillögum sjálfstæðismanna þar um og fyrir vikið séu skólamál í upp- námi. „Séu foreldrar ekki tilbúnir að leggja upp í þá vegferð sem sam- eining skóla er, verður hún ekki farin,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG. Hún segir að í niðurskurði hjá borginni sé eðli- legt að byrja í stjórnkerfinu og hörðu málunum svonefndu en nið- urskurð í skólamálum eigi að forð- ast í lengstu lög. Skólamálin í uppnámi AÐEINS BORGARFULLTRÚAR MINNIHLUTANS MÆTTU Jón Gnarr borgarstjóri fékk ekki vilja sínum framgengt um fund- arstjóra á fundi með foreldrum í Réttarholtsskóla. Ætlun borgar- stjóra var að Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi stýrði fundi en íbúarnir kusu Svala Björgvinsson sem fundarstjóra. Hjálmar fékk að- eins eitt atkvæði, aðeins borgar- stjórinn studdi hann til starfsins. Hjálmar Sveinsson sagði við mbl.is á laugardag að hann hefði ekki tekið þetta nærri sér, ljóst hefði verið að margir þyrftu að fá útrás fyrir reiði. Fékk aðeins atkvæði borgarstjórans Skannaðu kóðann til að lesa nýjustu frétt- irnar um skólamál í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.