Morgunblaðið - 21.03.2011, Síða 7

Morgunblaðið - 21.03.2011, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 F A B R IK A N OSTAVEISLA FRÁ MS Gullostur Hvítmygluostur.Hvítmyglanereinnig inni í ostinum. Áhugaverður ostur með mildu bragði sem gott er að njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi ostur er einn af flaggskipunum í ostafjölskylduni frá MS. Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir. Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn fram með grilluðu hvítlauksbrauði. Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar ostasamlokur eða ostasnittur. Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is Ostabakki - antipasti Grillaðar paprikur, sól- eða ofn- þurrkaðir tómatar, grillað eggaldin, hráskinka og þurrkaðar pylsur. Gullostur, gráðaostur með ferskri peru, blár Kastali. Steyptur villisveppaostur skorinn út í litla hringi. Maribóostur með kúmeni. Kryddað apríkósumauk. Baguette-brauð. Uppskriftina að kryddaða apríkósu- maukinu má finna á vefnum www.ostur.is Stór stund var í lífi um 40 ungmenna og aðstandenda þeirra við tvær fermingar í Grafarvogskirkju í gær. Prestar safnaðarins, Vigfús Þór Árnason, Lena Rós Matthíasdóttir og Guðrún Karlsdóttir önnuðust at- höfnina. Fermingar hafa oft verið tengdar páskum, en í ár eru þeir ekki fyrr en síðari hluta aprílmán- aðar. Stór stund við fermingu í Grafarvogi Morgunblaðið/hag Líðan manns, sem fluttur var með sjúkrabíl til Reykjavíkur í gær eftir alvar- legt bílslys nærri Hvolsvelli, var þokkaleg í gær- kvöldi. Ekki höfðu fundist lífshættulegir áverkar og bjóst læknir við því að jafnvel yrði hægt að útskrifa manninn í dag. Slysið bar til með þeim hætti að einn bíll ók í hliðina á öðrum. Öku- maður annars bílsins var einn í hon- um og var fluttur til Reykjavíkur, en tveir voru í hinum bílnum og virðast hafa sloppið ómeiddir. Býst við útskrift hins slasaða í dag Grásleppuveiðar fara mun hægar af stað en í fyrra. Þegar staðan var tekin sl. föstudag var veiðin innan við fimmtungur þess sem komið var á land á sama tíma á síðasta ári, sagði Örn Pálsson framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. Örn sagði að minna virtist vera af grásleppu nú en í fyrra og væri það í samræmi við það sem búast hefði mátt við því nánast ekkert hefði orðið vart við hana í þorska- net áður en vertíðin hófst. Hins vegar teldu grásleppukarlar meira vera af þorski nú og drægi það úr því að grásleppan kæmi í netin. Margir grásleppukarlar hefðu ákveðið að bíða með að hefja veið- ar þar sem þeir teldu að það verð sem boðið væri fyrir hrognin ætti eftir að hækka. Það ætti við um þá sem ekki hefðu tök á að salta og bíða með tunnurnar þar til verð yrði ásættan- legt að þeirra mati. „Það er þó ekkert uppgjaf- arhljóð í mönnum, grásleppukarl- ar með áratuga reynslu af veið- unum benda á að sú gráa sé óútreiknanleg og því engin ástæða til að gefa það út að vertíðin í ár verði léleg,“ sagði Örn Pálsson. Mikil fjölgun grásleppuleyfa Grásleppuveiðileyfum fjölgaði stórlega á síðasta ári, þriðja árið í röð, og er það talið helgast af góð- um markaðsaðstæðum síðustu ár. Á fimm árum hefur fjöldi slíkra leyfa meira en tvöfaldast. Vorið 2006 voru þau 163, fækkaði síðan í 139 árið á eftir. Leyfin voru 222 vorið 2008, en aftur fjölgaði þeim mjög árið 2009 er þau voru orðin 279 og síðan 350 á síðasta vori. aij@mbl.is Róleg byrj- un á grá- sleppunni  Telja að hrogna- verð muni hækka Maður var fluttur á gjörgæslu í gærmorgun með mikla reykeitrun eftir að eldur kom upp á bifreiða- verkstæði við Smiðjuveg í Kópa- vogi. Var allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kallað út en mikinn reyk lagði frá húsnæðinu. Eldur logaði í bíl þar inni og bár- ust logarnir upp í þakklæðningu, svo tjón varð töluvert. Voru reyk- kafarar fljótir að finna manninn og var hann fluttur á Landspítala þar sem hann fékk meðhöndlun á gjör- gæsludeild vegna reykeitrunar- innar. Er gert ráð fyrir að þaðan verði hann útskrifaður í dag. Fluttur á gjörgæslu vegna reykeitrunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.