Morgunblaðið - 21.03.2011, Page 11

Morgunblaðið - 21.03.2011, Page 11
leit að samstarfsaðilum erlendis. Í svoleiðis samstarf stoðar íslensk við- skipaáætlun lítið. Upplýsingar og kynning verða í máli og myndum á veftímariti sem Brandit gefur út, fagtímariti um viðskiptahugmyndir sem dreift er víða um lönd. Keilir er því í útrás,“ sagði Hulda. Hulda hefur verið í samstarfi við ýmsa aðila varðandi þróunina og markaðssetninguna á Keili, m.a. Heilsuhótel Íslands, Svefn og heilsu, saumastofuna H-nál og Raven De- sign, sem er handverksfyrirtæki hennar og eiginmannsins, Hrafns Jónssonar. Svefn og heilsa selur heilsukoddann Keili í sínum versl- unum en það var í gegnum framleið- anda fyrirtækisins sem fyrstu 500 koddarnir voru framleiddir. Raven Design fjármagnar verkefnið, saumastofan H-nál í Reykjanesbæ ætlar að sauma sérhannað koddaver utan um koddann og selja sæng- urver í stíl. „Ég hef svo verið að kynna Keili fyrir gestum Heilsuhót- elsins og bið þá um að taka þátt í könnun sem varðar notkun og reynslu þeirra á koddanum. Það er mjög mikilvægt að hlusta eftir við- brögðum viðskiptavina á þennan hátt, því það gefur mér möguleika á að bæta hönnun Keilis enn frekar,“ sagði Hulda að lokum. EUWIIN stendur fyrir Euro- pean Women Inventors and Inn- ovators Network og er með aðsetur í London. Bola Olabisi sem stofnaði Alþjóðasamtök kvenna í nýsköpun, GWIIN, 1998, sá að það þurfti að þjappa konum í nýsköpun í Evrópu betur saman og stofnaði EUWIIN 2007. Alls hafa 13 íslenskar konur fengið viðurkenningu frá GWIIN/ EUWIIN, þar af hefur ein fengið gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Þetta er í þriðja sinn sem EUWIIN-hátíðin er haldin. Hún verður fyrsta alþjóðlega ráðstefnan í Hörpunni 25.-26. maí næstkomandi, þar verður einnig sýning á verk- efnum og vörum þeirra sem eru til- nefndar. Viðurkenningarathöfn og hátíðarkvöldverður verður í Bláa lóninu að kvöldi 26. maí. Nánari upp- lýsingar og skráning er á www.kvenn.net Óskað er eftir tilnefningum fyr- ir 25. mars, um konur í nýsköpun og getur Hulda veitt nánari upplýs- ingar um það. Morgunblaðið/Ellert Grétarsson Keilir og Keilir Nafn koddans er sótt í fjallið fagra á Suðurnesjum enda minnir lögun hliðarpúða vissulega á það. Prófað og styrkt » Keilir hefur verið prófaður af fjölmörgum aðilum og við rannsókn á koddanum naut Hulda aðstoðar Nönnu Guð- nýjar Sigurðardóttur löggilts sjúkraþjálfara. » Hulda hefur fengið styrki frá Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands í tengslum við verkefnið, m.a. „Átak til nýsköpunar“ og frá Vinnumálastofnun innan verkefnisins „Atvinnumál kvenna“. » Hulda er félagi í KVENN, sem er félag kvenna í nýsköp- un innan EUWIIN Evrópusam- takanna. Hulda er einnig með- limur í FKA sem er félag kvenna í atvinnurekstri. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2011 Löngum hafa pönnukökur verið bak- aðar hér á landi. Bæði hversdags og þegar gesti ber að garði. Eitt það besta við pönnukökur er að upp- skriftin er einföld og tiltölulega auð- velt er að baka þær. Ja, í það minnsta þegar búið er að æfa sig svolítið. Valhnetur eða banani Hráefnið er yfirleitt til í ísskápn- um, mjólk og egg og þurrefnin líka uppi í skáp. Það vill líka svo vel til að pönnukökur þurfa alls ekki að vera fitandi fyrir þá sem eru að passa lín- urnar. Þú getur vel notað minna feita mjólk og ekki svo mikinn sykur eða önnur sætuefni að vild. Um að gera að prófa sig bara áfram. Pönnukök- urnar sjálfar eru alls ekkert slæmar en auðvitað er mjög misjafnt hvað við setjum ofan á þær. Það er raunveru- lega það sem mestu skiptir fyrir holl- ustuna. Öðru hverju er ósköp gott að fá sér banana og súkkulaðismjör en svo getur verið gott að sleppa stund- um súkkulaðinu og bæta frekar nokkrum ósöltuðum hnetum við. T.d. pekan- eða valhnetum og hella smá agavesírópi yfir ef þér finnst blandan vera of þurr. Ósaltaðar hnetur eru gott snarl og líka rúsínur svo það er um að gera að prófa sig áfram með að fylla pönnukökuna af hollustu. Sumir hafa vanist því að kreista sí- trónu yfir pönnukökur og það getur farið vel saman með berjablöndu. Blandaðu saman bláberjum, banana og hindberjum og kreistu sítrónu yfir. Settu síðan blönduna inn í pönnukök- una en smyrðu hana fyrst með grískri jógúrt. Svo er bara að setja smá síróp yfir ef þetta þykir of súrt. Svona má búa sér til hollustubombu úr pönnu- köku og daginn eftir má fylla þær með grænmetisfyllingu og dálitlum osti, í anda franskrar matargerðar. Hollustubomba Girnilegt Pönnukökur má í raun fylla með hverju því sem fólki dettur í hug. Fylltu pönnu- kökurnar með ávöxtum á sérstöku eyðublaði sem heit- ir Umsókn um lífeyri frá öðru EES-ríki. Starfsfólk Tryggingastofnunar sendir því næst umsókn- ina til viðkomandi EES- ríkis og gildir hún jafnt sem umsókn um greiðslu lífeyris almannatrygginga og um greiðslur úr lífeyris- sjóðum. Hvað ef viðkomandi býr ekki á Ís- landi? Einstaklingur sem er búsettur er- lendis og sækir um ellilífeyri hér á landi á að snúa sér til trygginga- stofnunar í búsetulandi sínu. Við- komandi stofnun sér síðan um að senda umsóknina til Trygginga- stofnunar á Íslandi. Hvað fleira er gott að hafa í huga? Greiðslur úr erlendum lífeyrissjóðum hafa áhrif til lækkunar á lífeyris- greiðslum frá Trygginga- stofnun, á sama hátt og greiðslur úr íslenskum líf- eyrissjóðum. Ennfremur þarf að hafa í huga að lífeyrisaldur er mismunandi eftir löndum. Á vef Tryggingastofnunar www.tr.is er hægt að finna ítarleg- ar upplýsingar um hvaðeina er snertir almannatryggingar. Enn- fremur veitir starfsfólk þjónustu- miðstöðvar Tryggingastofnunar og umboða um land allt fúslega upplýsingar og ráðgjöf. Dagskrá 9:30-12:00 FUNDIR FAGHÓPA • Afþreyingarfyrirtæki Áætlun ferðamennsku á hálendi Íslands • Bílaleigur Hættulegustu staðir vegakerfisins utan höfuðborgarsvæðisins – hvað er til ráða? • Ferðaskrifstofur Markaðsáætlun ársins og framtíðarsýn Íslandsstofu • Flugfélög Málefni Akureyrarflugvallar • Gististaðir Ert þú að missa af mikilvægum markhópi? Starfsleyfi veitinga- og gististaða og eftirlit með þeim • Hópbifreiðafyrirtæki Þróun íslenskrar repjuolíu. Hvernig og hvenær getur hún nýst hópbifreiðafyrirtækjumu? • Veitingastaðir Tækifærin á Norðurlandi í hótel- og veitingarekstri – vetrarferðamennska kl. 12:00 Hádegishlé13:00-15:15 kl. 13:00 Aðalfundur settur: Árni Gunnarsson, formaður SAF kl. 13:15 Ávarp: Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála kl. 13:30 Vetrarferðaþjónusta Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF Verkefnisstjórar: Hermann Ottósson Íslandsstofu og Karl Friðriksson NMÍ Helgi Már Björgvinsson, framkv.stjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair Ásbjörn Björgvinsson, framkv.stjóri Markaðsstofu Norðurlands Kl. 14:10 Gæða- og umhverfiskerfið VAKINN Elías Gíslason, Ferðamálastofu Kl. 14:25 Áherslur SAF til framtíðar – raddir félagsmanna Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel Ísafirði Guðmundur K. Tryggvason, veitingamaður Bautanum Arngrímur Viðar Ásgeirsson, Ferðaskrifstofa Austurlands Bjarnheiður Hallsdóttir, Katla Travel Umræður Afhending verðlauna SAF og RMF til lokaverkefna háskólanema kl. 15:15 Kaffi kl. 15:45 ALMENN AÐALFUNDARSTÖRF kl. 19:30 Kvöldverðarhóf á Hótel Kea Munið að skrá þátttöku www.saf.is Samtök ferðaþjónustunnar Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35 Sími 511 8000 AÐALFUNDUR SAMTAKA FERÐAÞJÓNUSTUNNAR 24. mars 2011 - Akureyri Samtök ferðaþjónustunnar SAF eru málsvari og sameiginlegur vettvangur íslenskra fyrirtækja sem stunda rekstur á sviði ferðaþjónustu. Aðild að SAF er heimil öllum sem telja sig til ferðaþjónustufyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.