Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
Dagskrá
1. Flutt skýrsla stjórnar
2. Ger› grein fyrir ársreikningi
3. Tryggingafræ›ileg úttekt
4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt
5. Önnur mál
Ársfundur 2011
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður
haldinn þriðjudaginn 17. maí 2011 kl. 16.00,
að Borgartúni 29, 4. hæð.
Reykjavík 19. 04. 2011
FRÉTTASKÝRING
Önundur Páll Ragnarsson
Kristján Jónsson
Stjórnarþingmenn samþykkja meg-
inatriði frumvarpa ríkisstjórnarinnar
um stjórn fiskveiða, svo sem um þjóð-
areign á fiskstofnum, bann við fram-
sali veiðiheimilda og tímabundnum
nýtingarsamningum. Þingmenn eru
þó ósáttir við mörg efnisatriði frum-
varpanna, ekki síst þingmenn Sam-
fylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks í
sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd
Alþingis óskuðu í gær eftir því að efnt
yrði til opins fundar nefndarinar um
frumvörpin á miðvikudag með ráð-
herrum og hagsmunaðilum.
Frumvörpin, sem Jón Bjarnason
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra mælir væntanlega fyrir í
þinginu í þessari viku, voru samþykkt
í þingflokkum beggja flokka eftir há-
degið í gær, á fremur löngum fund-
um. Að sögn Þuríðar Backman, for-
manns þingflokks VG, var nokkuð
mikil samstaða með flokkssystkinum
hennar og enginn þingmaður sér á
parti á fundinum. Þórunn Svein-
bjarnardóttir, kollegi Þuríðar Sam-
fylkingarmegin, orðar það hins vegar
svo að samfylkingarfólk hafi sett
„fjölmarga fyrirvara“ við frumvörp-
in, þótt þau hafi verið afgreidd.
Verðið myndist á markaði
Björgvin G. Sigurðsson, þingmað-
ur Suðurkjördæmis, segir í samtali
við Morgunblaðið að hann samþykki
meginatriði frumvarpanna og styðji
að þau séu lögð fram. „Ég styð þessar
grundvallarbreytingar, að verið sé að
innkalla veiðiheimildir í einu lagi og
úthluta þeim til ákveðins tíma. Þann-
ig er það gert með skynsamlegri
hætti en árlegri fyrningu. Í öðru lagi
er þarna raunverulegt veiðigjald sem
rennur til byggða og almennings í
landinu,“ segir Björgvin.
Hann segir gott að verðmyndun á
þeim heimildum sem fyrnist yfir í
leigupottana verði á markaðslegum
forsendum. „En fyrirvarar mínir eru
varðandi úthlutanir ráðherra og
sveitarfélaga úr öðrum pottum. Ég
tel að öll verðmyndun úr pottum eigi
að verða á markaði.“
Björgvin segir hættu á því að póli-
tísk afskipti verði mikil af úthlutun-
um frá ári til árs. „Það verður að telj-
ast afar óheppilegt að láta stjórn-
málamenn úthluta veiðiheimildum,“
bætir hann við.
Björgvin segir að frumvörpin ættu
að styrkja stöðu landsbyggðarinnar
heilt á litið. Þar sem nú þegar sé út-
gerð búi útgerðir áfram að sínum
heimildum til að minnsta kosti fimm-
tán ára, eins og reglan er útfærð í
frumvarpinu. Þeir landshlutar sem
tapað hafi sínum heimildum frá sér
fái um leið möguleika á að komast aft-
ur inn í greinina. „Heilt yfir tel ég að
þetta styrki byggðirnar umtalsvert.“
Nýtingarsamningar og skýr þjóð-
areign séu veigamikill árangur, þótt
sú niðurstaða sé málamiðlun. Með
þessu sé þess freistað að setja niður
deilurnar um fiskveiðistjórnunina og
raska jafnvægi greinarinnar sem
minnst.
Gagnrýnisraddir eru farnar að
heyrast um frumvörpin og sagði
Arthur Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda, í Morg-
unblaðinu í gær að smábátaútgerð
myndi ekki eflast við þessar breyt-
ingar. Þá gagnrýndu hagfræðingarn-
ir Þórólfur Matthíasson og Birgir
Þór Runólfsson þær í Fréttablaðinu í
gær og sagði Birgir m.a. að verið
væri að hverfa frá markaðs-
skipulagi í sjávarútvegi. Ný-
liðun yrði erfiðari við fram-
salsbann, hagkvæmni
minni og gengi krónu jafn-
vel lægra.
Þuríður Back-
man segir mestu
skipta að girt
verði fyrir
meint eignar-
réttindi yfir
aflaheimild-
um. Hins vegar séu svo miklar kerf-
isbreytingar í stóra frumvarpinu að
það þurfi mikla yfirferð óháð því
hvort mikið ósætti sé um það. Hún
vill ekki tjá sig um meinta óhag-
kvæmni breytinganna fyrr en úttekt
liggur fyrir á því, en hún hafnar því
að verið sé að kippa fótunum undan
rekstri útgerðarfyrirtækja.
Fá sömu tonnin áfram
„Menn tjá sig eins og verið sé að
taka af þeim kvótaeign þeirra, sem
fari þó bara eitthvað annað. En þeir
sem eru handhafar kvóta í dag, nýja
kerfið byggist auðvitað á því að þeir
fái sömu tonnin áfram til leigu í fimm-
tán ár og átta árum betur ef þeir hafa
staðið við sínar skuldbindingar sam-
kvæmt leigusamningum. Þannig að
þetta eru nú 23 ár sem menn halda
sínum veiðiheimildum. Það er því
ekki verið að kippa fótunum undan
neinum,“ segir Þuríður. Hún bætir
því við að það sé líka dýrt fyrir lítið
land að byggð leggist af í heilum
landshlutum með núverandi kerfi.
Samfylkingarmaðurinn Sigmund-
ur Ernir Rúnarsson segist ekki munu
samþykkja hugmyndirnar eins og
þær séu núna. En hann sé ánægður
með að ákveðið grundvallaratriði sé
neglt niður, þ.e. þjóðareign á auðlind-
inni og hindrað að menn sem ekkert
veiði geti verið að leigja frá sér kvóta.
En hann sé ósammála því að ráð-
herrar og embættismenn í ráðuneyt-
unum fái vald til að úthluta kvóta í
svonefnda potta, þar þurfi að láta
markaðssjónarmið ráða.
„Ég vil að úthlutað sé á markaðs-
forsendum, ekki pólitískum,“ segir
Sigmundur. „Ég er einnig á því að
leyfa þurfi í einhverjum mæli fram-
sal kvóta, með takmörkunum þó.
Tryggja þarf hagkvæmni og öflug
fyrirtæki þurfa að vera til.
Best væri að það væri met-
ið af sérfræðinganefnd
hvaða fyrirtæki séu svo
vel rekin að þau verði
að fá að vera áfram
til.“
Óttast pólitíska úthlutun og
vilja markaðsvænt skipulag
Þingmenn Samfylkingarinnar settu fjölmarga fyrirvara við fiskveiðifrumvörpin á þingflokksfundi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vilhelm Segja má að fyrirtæki í sjávarútvegi sigli í þoku þar til Alþingi hef-
ur samþykkt eða fellt kvótafrumvörpin. Skyggni lítið og niðurstaðan óviss.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir að hann hafi búist við að
frumvörpin myndu tryggja fyr-
irsjáanleika og varanleika í sjáv-
arútvegi, um leið og þjóðinni
væri tryggt forræði á auðlind-
inni. „En það er spurning hvort
þetta veldur meira rótleysi í
greininni og það sé meira verið
að horfa til tímabundinna
starfa. Jafnvel verið að fórna
langtímastörfum fyrir skamm-
tímastörf. Það þarf að horfa til
þeirra sem byggja lífsafkomu
sína á sjávarútvegi.“ Sumt í
frumvörpunum skilji hann
heldur ekki. ASÍ hafi ekki
tekið afstöðu, en komi að
samráðinu um þessi
mál, þegar áhrifin hafi
verið metin.
Meira rótleysi
ASÍ HEFUR EFASEMDIR
Karl E. Pálsson
karlesp@simnet.is
Pétur Pétursson eigandi aflamarksbátsins Bárðar SH 81
er allt annað en sáttur við kvótafrumvörp ríkisstjórn-
arinnar. Bárður SH er 15 metra langur og gerður út frá
Arnarstapa og Ólafsvík. Fiskveiðiheimildir útgerðarinn-
ar eru um 400 þorskígildistonn, uppistaðan er þorskur.
Pétur segir að allar veiðiheimildir hafi verið keyptar á al-
mennum markaði.
„Árið 2007 keyptum við kvóta fyrir um hálfan milljarð
króna og nokkru síðar var hann skorinn niður um þriðj-
ung. Eins og þá tíðkaðist voru lánin í erlendri mynt,
þannig að þau hafa hækkað gríðarlega í íslenskum krón-
um.Við þurftum sem sagt að taka á okkur mikla skerð-
ingu en samkvæmt þessum tillögum ríkisstjórnarinnar
er ekki gert ráð fyrir því að útgerðirnar njóti þess þegar
óhætt verður talið að auka veiðarnar, heldur fari aukn-
ingin í einhverja óskilgreinda potta. Ég hefði haldið að
þetta ætti að virka í báðar áttir, en svo virðist ekki vera.
Auk þess er rætt um nýtingarleyfi til 15 ára og á miðju
tímabili eigi leyfishafar rétt á viðræðum við stjórnvöld.
Þetta er vægast sagt óskýrt og hlýtur að setja allar frek-
ari fjárfestingar í greininni í fullkomið uppnám.“
Pétur segir að þeir sem stunda strandveiðar hafi flest-
ir farið út úr greininni á sínum tíma, selt kvótann en hald-
ið eftir bátunum. Þessa menn ætli ríkisstjórnin nú að
verðlauna sérstaklega, sem þingmenn flokkanna hafi
gagnrýnt svo mjög fyrir að innleysa hagnað vegna kvóta-
viðskipta.
„Þetta er hrein og bein aðför að landsbyggðinni, sér-
staklega Norðvesturkjördæmi, þar sem þorskurinn er
svo stór þáttur í útgerðinni. Hér eru ekki fyrirtæki sem
gera út á uppsjávartegundirnar. Umræðan um greinina
hefur verið mjög ósanngjörn á undanförnum árum, sér-
staklega meðal stjórnmálamanna. Þessu verður að linna,
því sjávarútvegurinn er svo þýðingarmikill fyrir þjóð-
arbúið. Ég óttast að smærri fyrirtækin í greininni lifi
ekki af, verði þessi frumvörp að veruleika.“
Kvótafrumvörpin að-
för að landsbyggðinni
Pétur Pétursson á Bárði
SH hefur keypt allar afla-
heimildir á almennum markaði
Morgunblaðið/Alfons
Skipstjórinn Pétur á Bárði með myndarlegan skötusel.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segist ekki sjá eitt
einasta atriði í tillögunum sem
bæti rekstrarskilyrðin en
margt sem skaði þau. Hann
vilji þó ekki hafa uppi stór orð,
framtíðin muni sýna hvort
nauðsynlegar breytingar verði
gerðar.
„Hvernig halda menn að
ástandið væri ef fram-
salið hefði ekki komið til
á sínum tíma um 1990?
Ég fullyrði að atvinnu-
greinin væri ekki svip-
ur hjá sjón ef svo
væri. Framsalið
er skilyrði fyrir
því að hægt sé
að hagræða.“
Mikið tjón
REKSTRARSKILYRÐIN
Vilhjálmur
Egilsson
Gylfi
Arnbjörnsson