Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir nokkr-um árumvar skatt- byrði ofarlega í huga ýmissa sem tjáðu sig um þjóð- mál, ekki síst sam- fylkingarmanna í Háskólanum, á Alþingi og víð- ar í samfélaginu. Engu breytti hversu mikið skattar voru lækkaðir, alltaf gátu fræði- menn Samfylkingarinnar reiknað sig út í það að skatt- byrði hefði aukist. Nú eru breyttir tímar. Sam- fylkingin er komin í ríkis- stjórn og búin að hækka flesta skatta sem til voru og bæta við nýjum. Almenningur er að sligast undan skattahækkun ofan á aðra kjararýrnun, en þá bregður svo við að fræðimenn Samfylkingarinnar, að ekki sé talað um forsætisráðherra sem áður fjallaði mikið um skattbyrði, sjá ekkert athuga- vert við þróunina. Enginn þessara, sem fyrir nokkrum árum höfðu miklar áhyggjur af kjörum þeirra sem minnst báru úr býtum, sér nokkra ástæðu til að kvarta undan hækkandi skattbyrði. Í nýrri skýrslu OECD segir að skattbyrði hér á landi hafi aukist verulega á milli áranna 2009 og 2010 vegna breytinga á tekju- skattskerfinu. Meira en í nokkru öðru ríki innan OECD. Þeir sem trúa því að hér hafi verið reist skjaldborg eiga ef til vill erfitt með að sætta sig við þetta, en hvað ætli þeir segi þá um þró- unina hjá einstæðum for- eldrum með tvö börn og þriðj- ungi lægri tekjur en meðalmaðurinn? OECD segir að hjá þessum hópi hafi skatt- byrðin aukist mest allra hópa, sem er athyglisverður árangur hjá norrænu velferðar- stjórninni. Enginn vafi er á að erfitt er fyrir þá sem trúðu því að hér yrði reist skjaldborg um heim- ilin, sérstaklega um þau heim- ili sem byggju við þrengstan kost, að horfa upp á störf nú- verandi ríkisstjórnar. Og án efa er þetta ástæða þess að há- skólamenn sem fóru mikinn þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu segja ekkert nú. Þögnin kann líka að opna þeim leið að fleiri kjötkötlum, en hún gerir þá ekki að trú- verðugri fræðimönnum. Skattbyrði ein- stæðra foreldra hef- ur aukist mest hjá norrænu velferð- arstjórninni } Aukin skattbyrði Ég svara ekki„ef“- spurningum segja stjórnmálamenn- irnir gjarnan. Og víst er það skilj- anlegt, því fyrirvararnir og vangavelturnar sem „ef“ er gjarnan táknmyndin fyrir eru óteljandi. Allir muna hinn magnaða hræðsluáróður sem dundi á væntanlegum kjósendum í síðustu þjóðaratkvæða- greiðslu. Það voru ekki að- eins sjálfskipaðir talsmenn sem fóru mikinn. Kjörnir og skipaðir fulltrúar almennings létu ekki sitt eftir liggja. Ice- save var fellt afdráttarlaust, svo ekki þarf lengur að hafa „ef“ sem fyrirvara á um- ræðunni. Ekkert af því sem hótað var gerðist. Þvert á móti. Lánsfjárkostnaður hækkaði ekki eins og hótað var. Hann lækkaði. Moody’s lækkaði ekki mat á lánshæfi Íslands eins og hótað var að gerast mundi. Á Íslandi varð ekki „efnahagslegt öngþveiti“ eins og sjálfur forsætisráð- herra landsins leyfði sér að fullyrða við erlenda fjölmiðla að myndi gerast félli Icesave. Hótanir um að aldrei yrði samið til þriggja ára ynni nei-hliðin voru mjög skýrar og háværar. Ice- save var ekki nefnt þegar samið var til þriggja ára. Og nú síð- ast hefur matsfyrirtækið Fitch breytt horfum fyrir Ís- land úr neikvæðum í stöðugar þvert á það sem spáð var. Hér eru nefndar aðeins nokkrar af háværum hót- unum. Það má segja að þau 60 prósent þjóðarinnar sem létu ekki hóta sér geti yppt öxlum. En hin eiga inni skýringar. Þeir kjósendur sem sögðu já vegna þess að þeir lögðu trúnað á hinar alvarlegu hót- anir hljóta að þykjast illa sviknir. Þeirra vegna er nauðsynlegt að dæmið sé gert upp. Nauðsynlegt er að trú- verðugir aðilar fari yfir hót- anir og heimsendaspár op- inberra aðila, þeirra sem bera eiga ábyrgð gagnvart al- menningi og fái á þeim skýr- ingar. Nú er ekkert „ef“. Nú er vitað að farið var með bá- biljur. Voru hin kjörnu og skipuðu yfirvöld svo illa vaxin til sinna verka eða á fram- gangan aðra og daprari skýr- ingu? Gera þarf upp ónýta hræðsluáróðurinn vegna Icesave} Nei reyndist jákvætt A ðaláhugamál stjórnmálamannsins er að eyða annarra manna fé. Hann er góði maðurinn, sem veit- ir peninga okkar í flesta þá starf- semi sem okkur þykir mikilvæg- ust: Skóla, spítala og menningarmál. Fyrir þetta erum við endalaust þakklát. Þessi riddari góðmennskunnar er misjafn- lega skyni skroppinn, þótt hann hafi alltaf þetta sama áhugamál. Stundum áttar hann sig á því að ansi erfitt er að mjólka vannærðar eða dauðar kýr. Stundum er það honum óskilj- anlegt að kýrin skuli ekki mjólka vel, þegar búið er að grilla á henni lærið og þjóhnappana. Það er ofvaxið skilningi þess stjórnmála- manns að skattahækkanir skuli ekki skila sér að fullu í ríkiskassann. Hann lítur á kýrnar í þessu landi sem skattstofn, ekki lifandi verur. Hann reiknar sig upp í stórauknar tekjur miðað við hinar og þessar skattprósentur. Honum dettur ekki í hug að fólkið í landinu framleiði minna þegar það nýtur minni ávinnings af framleiðslunni. Þessi stjórnmálamaður horfir á hagkerfið eins og kvik- mynd sem búið er að setja á pásu. Hann heldur að hægt sé að gera verðmæti stundarinnar upptæk, án þess að það hafi áhrif á verðmæti framtíðarinnar. Stjórnmálamaðurinn fær krónumerki í augun þegar hann horfir á ágóðann, sem útgerðarmenn njóta af starf- semi sinni. „Ég vil taka þennan pening og úthluta honum aftur, á réttlátan hátt.“ Honum er fyrirmunað að skilja að um leið og hann gerir það minnkar arð- urinn til muna. Arðurinn jókst mjög með hinu kapítalíska kerfi, þegar kvóta var breytt í eign, sem mátti framselja. Þannig virkar markaðurinn. Eignir komast í hendur þeirra sem eru bestir í að nýta þær, því þeir geta boðið hæsta verðið fyrir þær. Ef framsal kvóta verður takmarkað stuðlar það að óhag- kvæmni í greininni, þannig að arðurinn, sem Stjórnmálamaðurinn sá í hillingum, verður að öllum líkindum minni en ella. Þannig er eins gott fyrir bændur þessa lands að hagnaður aukist ekki verulega í landbúnaði. Það væri ávísun á eignaupptöku innan tíðar. Stjórnmálamaðurinn hefur líka mikinn áhuga á lántökum. Hann fordæmir bankana, sem skuldsettu sig upp úr öllu valdi fyrir hrun, en á sama tíma þagði hann þegar matsfyrirtæki sögðu að ríkið bæri ábyrgð á öllum þessum skuldbind- ingum. Þannig streymdi erlenda féð áfram til landsins, gjaldmiðillinn styrktist, eignaverð hækkaði, velta jókst og ríkið fékk sitt skattfé. Allir voru ánægðir. Svo, eftir hrun, tekur stjórnmálamaðurinn upp þráð- inn þar sem gömlu bankarnir skildu við, með því að taka yfir erlendar skuldir, taka lán fyrir hallarekstri og halda áfram ýmsum ríkisframkvæmdum (af góðmennsku og góðu hjartalagi). Allt á kostnað annarra og út á krít. Fyrir það erum við eilíflega þakklát. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Kýrnar og kjöthnífurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is E igandi eða umráðamað- ur ökutækis hefur einn mánuð til að greiða ið- gjald vátrygginga í vanskilum eftir kyrr- setningu þess eða flutning. Sé ekki greitt er heimilt að krefjast nauðung- arsölu ökutækisins eða það selt til niðurrifs ef ætla má að hærra verð fá- ist þannig. Þannig verður það alla vega ef frumvarp efnahags- og við- skiptaráðherra um ökutækjatrygg- ingar verður að lögum. Um er að ræða frumvarp að fyrstu heildarlögum um ökutækja- tryggingar en annars var um þær fjallað í umferðarlögum og reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar. Árni Páll Árnason efnahags- og við- skiptaráðherra mælti fyrir frumvarp- inu fyrr í mánuðinum og er það til meðferðar hjá viðskiptanefnd Alþing- is. Frestur til skila inn umsögnum er til 31. maí nk., en samkvæmt starfs- áætlun þingsins lýkur nefnd- arfundum 26. maí nk. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, gerir síður ráð fyr- ir að málið verði klárað fyrir sumarfrí þingsins. „Það er þess virði að reyna að klára málið, en ég get ekki lofað því,“ segir hún og býst frekar við því að það verði tekið upp á haustþingi, sem stendur í tvær vikur í september. Umferðarstofa tekur við Ein helsta nýbreytni sem fram kemur í frumvarpinu er að Umferð- arstofu verður gert að kyrrsetja eða fjarlægja ökutæki, þegar vátrygging er fallin úr gildi vegna vanskila, á kostnað og ábyrgð eiganda eða um- ráðamanns þess. Sambærilegt verkefni er nú á hendi lögreglu, þ.e. að fjarlægja skráningarnúmer óvátryggðra öku- tækja. Við stutta umræðu um frum- varpið spurði Gunnar Bragi Sveins- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, Árna Pál út í þessa nýbreytni. Árni Páll svaraði því til að sjálfsagt væri að fara yfir málið í nefndarstarfinu en hins vegar hefði lögregla ekki ráðið við verkefnið, þ.e. ekki getað sinnt því vegna skorts á mannskap. Því lægi beinast við að Umferðarstofa sinnti því, s.s þar sem stofnunin færi með „utanumhaldið“. Dagný Jónsdóttir, forstjóri Um- ferðarstofu, segir stofnunina um þessar mundir vinna að umsögn um frumvarpið. Hún segir verkefnið hljóma stórt og mikið auk þess sem deila megi um hvort það falli vel að starfsemi Umferðarstofu, sem ekki sé löggæsluaðili. Hins vegar liggi ekki skýrt fyrir hvernig fyrirkomu- lagi verður háttað, verði frumvarpið að lögum, og betra að segja minna þar til umsögnin hafi verið send Al- þingi. Lendir á þeim sem greiða Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að í upphafi árs hafi yfir fimm þúsund óvátryggð ökutæki ver- ið í umferð. „Ásamt því að vera óvá- tryggð er stór hluti þessara ökutækja jafnframt óskoðaður, enda gild vá- trygging forsenda skoðunar.“ Að mati Árna Páls er óverjandi að sá meirihluti ökutækjaeigenda sem hafa sín ökutæki vátryggð skuli þurfa að greiða hærri iðgjöld sem leiðir af kostnaði vátryggingafélaga við að standa undir greiðslu bóta til þeirra sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum óvátryggðra ökutækja. Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, er sammála ráðherra. Hann segir frumvarpið mjög jákvætt og til mikilla bóta frá því sem er í dag. Hann bendir á að enn eigi eftir að skerpa á nokkrum skilgreiningum, t.d. svo ljóst sé að rafmagnshjólastóll falli ekki undir vélknúið ökutæki, en vonast til að frumvarpið verði að lög- um sem fyrst. Morgunblaðið/Július Slys Yfir fimm þúsund ökutæki eru óvátryggð í umferð. Verði tjón lendir það á tryggingafélögunum sem aftur leiðir til hærra iðgjalds fyrir alla. Koma á ótryggðum ökutækjum af götunni Ökutækjatryggingar » Fyrstu lagareglur um bæt- ur fyrir tjón af notkun bifreiða voru lög nr. 21/1914, um notk- un bifreiða. » Lögfest var víðtæk bóta- regla, sem tók til tjóns á hags- munum utan bifreiðar og einn- ig tjóns á fólki eða varningi, er bifreið flutti, ef bifreið var til afnota fyrir almenning gegn borgun. » Þrátt fyrir breytingar á bifreiðalögum héldust bóta- reglur laga nr. 21/1914 að stofni til óbreyttar allt til 1958. » Ábyrgðartrygging öku- tækja var fyrst lögleidd árið 1926. » 1. júlí 2008 skipaði við- skiptaráðherra nefnd sem falið var það verkefni að semja frumvarp til laga um ökutækja- tryggingar. » Nefndin lauk störfum og skilaði niðurstöðum sínum til ráðherra í frumvarpsformi 9. júlí 2009. » Nokkrar breytingar hafa veirð gerðar frá drögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.