Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011 ✝ Sigurður GísliBjarnason gull- smiður fæddist í Reykjavík 2. febr- úar 1930. Hann lést 6. maí sl. Faðir hans var Bjarni Einarsson gullsmiður, f. 9. maí 1892, d. 6. júlí 1943, og móðir hans Ragnhildur Jónsdóttir hús- freyja, f. 12. september 1891, d. 24. ágúst 1972. Sigurður átti sex bræður sem allir eru fallnir frá og var hann yngstur þeirra: Sverrir, f. 2. okt. 1916, d. 11. júlí 1976. Guðbrandur, f. 8. sept. 1917, d. 18. okt. 1969. Haraldur, f. 29. okt. 1918, d. 16. júní 1974. Guðjón Steinar, f. 14. nóv. 1921, d. 29. jan. 2010. Baldur, f. 2. júlí 1923, d. 7. júní 1998. Bjarni Þorgeir, f. 15. nóv. 1924, d. 11. apr. 1995. Sigurður var kvæntur Hjördísi Karlsdóttur ljós- móður, f. 13. júní 1935, d. 10. janúar 2009. Börn Sigurðar og Hjördís- ar eru Sigrún, Steinar og Ragn- hildur. Fyrir átti Hjördís dæt- urnar Guðrúnu Hjálmarsdóttur og Steinunni Þorsteinsdóttur. Sigurður verður jarðsettur í dag, 17. maí 2011, kl. 13 í Bú- staðakirkju. Þær eru margar og góðar minningarnar sem renna gegn- um hugann þegar að kveðju- stundinni kemur. Þær fyrstu þegar við bjuggum í Ásgarð- inum og gengum í góða veðrinu eftir hitaveitustokknum alla leið niður í Nauthólsvík. Þær voru margar daglangar ferð- irnar sem við fórum með nesti og nutum veðursins á sumrin, við fjölskyldan saman. Pabbi var alltaf duglegur að fara með okkur systkinin á skíði á veturna og á meðan við renndum okkur í brekkunum gekk pabbi þolinmóður um svæðið og beið þess að við fengjum nóg þann daginn. Gjafmildi og umhyggja fyrir mönnum, dýrum og náttúru eru kostir sem lýstu honum vel. Ég man að pabbi var mjög duglegur að hrósa mér og treysti mér fyrir ótrúlegustu hlutum sem gerði það að verk- um að ég fékk oft ofurtrú á sjálfri mér og lét ekkert stöðva mig í því sem mig langaði að gera. Hræðslan við að takast á við hluti, hvort sem það var að skipta um dekk á bíl eða beita ánamaðki til veiða, hvarf þegar pabbi fékk mér traustið í hend- ur. Pabbi var mjög barngóður og ljómaði góðum þokka og hafði þægilega nærveru. Í seinni tíð ferðuðumst við fjölskyldan með pabba og mömmu til útlanda. Fórum til Parísar, tvisvar til Kanaríeyja og svo til Mallorka. Pabba fannst þetta yndilegur tími, gott að sleikja sólina, ganga um og skoða og borða góðan mat. Í menningarborginni Par- ís fannst honum gaman að skoða sögufræga staði, líta berum augum allt sem hann hafði svo oft lesið um í bókum sínum. Ég er svo fegin að hann lét verða af því að koma með okkur í þessa ferð sem heppn- aðist svo yndislega vel. Að sjá hann ganga um með greipar spenntar fyrir aftan bak, með mömmu sér við hlið og njóta lífsins, var yndisleg sjón. Pabbi var alltaf heilsu- hraustur í gegnum tíðina og varð varla misdægurt um æv- ina. Það var þó árið 2008 að hann greindist með Alzheim- ers-sjúkdóminn og eftir andlát mömmu í janúar 2009 hrakaði honum hratt. Kannski var það áfallið að missa skyndilega lífs- förunaut sinn til 47 ára sem gerði það að verkum að heils- unni hrakaði svo fljótt sem raun bar vitni. Hann kvartaði aldrei og fór hljóður og fullur æðruleysis gegnum veikindin, alltaf svo þægilegur og góður í umgengni. Nú hafa þau sameinast á ný, pabbi og mamma og ég veit að það hafa verið miklir fagnaðar- fundir. Elsku pabbi minn, þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem lifa með okkur í minning- unni um ókomna tíð. Þakka þér fyrir að vera alltaf góður við afabörnin og gefa þeim tíma þinn og umhyggju. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl í friði. Þín Ragnhildur, Smári, Sigurður Sveinn, Lilja Dís og Brynja Lind. Elsku pabbi minn, nú loksins ertu kominn til mömmu sem þú saknaðir svo sárt. Maður sá það þegar mamma dó, þá varðst þú svo miklu veikari og þér hrakaði mjög fljótt. Við sem eftir sitjum yljum okkur við góðar og fallegar minning- ar um ykkur mömmu. Pabbi var mikið snyrtimenni og alltaf flottur í tauinu. Hann var gullsmiður og mikil lista- maður í því fagi, bæði í hönnun og með margar flottar hug- myndir. Það var alltaf gaman að fara með ykkur mömmu á Kirkju- bæjarklaustur, þú elskaðir þann stað, og mjög gaman að fara með ykkur í ferðalög og njóta samvista í sumarbústöð- um og á hótelum um landið. Þegar ég var ung eignaðist ég Hjördísi Gullu og er ómetanleg hjálpin og hvað þið gerðuð allt fyrir hana sem þið gátuð, ég hefði ekki komist af án ykkar hjálpar. Páll Steinar og Sigrún Ása eiga líka fallegar minn- ingar um ykkur. Í þínum veikindum kvartaðir þú aldrei. Þú máttir það samt alveg en hefur greinilega ákveðið að gera það ekki og ég virði það við þig og tek það til fyrirmyndar. Þú áttir líka gott samband við Ása minn alla tíð. Þú varst einstaklega barn- góður og sóttu börn og dýr til þín þar sem þú varst með hlýja og góða nærveru. Ég kveð þig með miklum söknuði. Þín dóttir, Sigrún. Elsku pabbi minn. Það er skrýtið að sitja hér og skrifa minningargrein um þig þegar svo stutt er síðan mamma fór. Það rifjast upp margar minningar þegar ég sit hér með mynd af ykkur báðum og hugsa til baka. Allar ferð- irnar austur að Klaustri þar sem við gistum í gömu rafstöð- inni og stundum við systkinin hjá henni Gunnu frænku. Svo ekki sé minnst á hann Villa og hans börn sem okkur þótti svo gaman að hitta. Það sem þú hafðir gaman af því að sýna okkur allt sem þú þekktir svo vel, að skreppa upp að Systravatni og renna fyrir fisk. Stundum fórum við í Stjórn, þar varst þú sko í ess- inu þínu eins og fagmaður og komst ávallt með stóra urriða. Ferðamennska var í miklu uppáhaldi hjá þér og kominn spenningur í þig löngu fyrir brottför, búinn að fá þér nýja strigaskó og ljósar buxur, al- veg tilbúinn. Þolinmæði þín var einstök, þegar við systkinin fórum að stunda skíði og þú vildir keyra okkur og ekki nóg með það heldur beiðst þú í bílnum allan daginn á meðan við skíðuðum. Alltaf var gaman að koma á verkstæðið til þín, stöðugur er- ill og þarna söfnuðust saman margir góðir menn. Húmor þinn og ykkar Bjarna bróður þíns var og er ógleymanlegur og þurftu menn oft langan tíma til að átta sig á bröndurunum. Snyrtimennska þín og fag- mennska í starfi var alls staðar rómuð. Það var gaman að hitta ykk- ur mömmu í bænum um helg- ar, alltaf uppábúin og okkur öllum til sóma, kíkja í Kola- portið og á listasýningar og síðan í kaffi hjá ykkur í lok dags. Þetta var toppurinn á til- verunni. Þessi ár síðan mamma fór kom fljótlega í ljós hvað þið voruð samrýnd, það dró veru- lega af þér síðustu misserin og þegar yfir lauk hefur mamma tekið vel á móti þér og verið þakklát fyrir að fá þig aftur til sín. Nú ert þú farinn, pabbi minn, við kveðjum þig með trega. Við ávallt munum minnast þín með gleði ævinlega. Þinn sonur, Steinar. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur, elsku Siggi minn. Þú varst ekki bara tengda- pabbi minn, við vorum vinir. Það er mér svo mikils virði, fyrir það er ég þakklát. Þú varst hlýr og góður mað- ur með góða nærveru, enda löðuðust allir að þér, sama á hvaða aldri þeir voru. Núna sit ég í eldhúsinu mínu með kertaljós og mynd af ykk- ur Hjördísi í einni af utan- landsferðunum ykkar. Dásam- legt að vita af ykkur saman núna og það hjálpar mér mikið að hugsa til þess. Það verður skrýtið að koma suður næst því að það fyrsta sem ég gerði var að koma í heimsókn til þín á Skjól. Það sem við gátum hlegið saman, af því að humor þinn var mikill og var þitt aðalsmerki alla tíð. Manstu þegar við sátum í herberginu þínu og ég var að leita að öðrum inniskónum þín- um. Og þegar ég var búin að leita heillengi og spurði þig hvar hinn skórinn væri eigin- lega, þá leist þú á mig alvar- legur og sagðir: ég seldi hann, síðan grétum við úr hlátri. Allir bíltúrarnir okkar um Vesturbæinn og út á Gróttu. Kíktum í Kringluna og Europr- is að skoða allt sem þar var til og kaffi í Hrísateig á eftir. 80 ára afmælið þitt með vin- um þínum. Allt eru þetta ynd- islegar minningar, þú þeirra þó allra best. Þú okkur gafst svo ótal margt sem ekki fæst með orðum sagt en býr í okkar hjarta. Við kveðjum núna kæran vin sem kunni að gleðja okkur hin og kom með brosið bjarta. (P.Ótt.) Þín tengdadóttir, Ragnhildur. Það er alveg furðulegt hvað lífið gefur og tekur, en engu að síður tekur það ekki frá manni minningarnar. Nú þegar þú ert farinn fara margar hugsanir af stað og fer að rifjast upp fyrir manni hversu yndisleg manneskja þú varst, alltaf svo ótrúlega hress. Þú bjargaðir deginum fyrir mann í hvert skipti sem maður hitti þig. Alltaf var það jafn gott að koma til ykkar ömmu og gista þegar ég var lítill. Vakna við þvílíkar kræsingar á morgun- verðarborðinu. En það er eitt sem ég mun aldrei gleyma, þegar við horfðum á sjónvarpið saman, lastu alltaf fyrir mig textann, hvort sem það var Morgunblaðið eða einhver þáttur í sjónvarpinu. Ég mun alltaf elska þig. Þitt barnabarn. Bless, Siggi. Sverrir Fossberg Steinarsson. Mjök erumk tregt tungu at hræra. Þessi voru upphafsorð Egils Skallagrímssonar í Sonartor- reki er hann kvaddi Böðvar son sinn forðum. Mér er líkt farið og honum nú þegar horft er á eftir einum af síðustu tengilið- um okkar við kynslóðina sem gekk á undan okkur, sem nú teljumst vera á miðjum aldri. Sigurður Gísli Bjarnason gull- smiður, sem andaðist föstudag- inn 6. maí sl., var föðurbróðir minn, sá yngsti af sjö sonum sæmdarhjónanna Ragnhildar Jónsdóttur og Bjarna Einars- sonar. Siggi frændi eins og hann var alltaf kallaður var heima- gangur og aufúsugestur á heimili okkar í gamla daga, fyrst á Bergstaðastræti, seinna í Auðbrekkunni og síðast í Vallhólma. Tengsl hans og föð- ur míns heitins Bjarna Þor- geirs Bjarnasonar hefðu ekki geta verið sterkari og nánari þótt þeir hefðu verið eineggja síamstvíburar slíkt var bræðraþelið. Þeir létu sér það ekki nægja að vera samvistum við vinnu alla daga, heldur slógu þeir á léttari strengi saman um helgar. Mér eru minnisstæðir veiðitúrar með pabba og Sigga frænda sem farnir voru austur á Kirkju- bæjarklaustur, á Snæfellsnesið og víðar. Skipti þá veiðin ekki alltaf höfuðmáli og í einum slíkum túr minnir mig að við höfum ekki einu sinni fundið vatnið sem átti að veiða í en það skipti minnstu máli. Alltaf var kátínan og lífsgleðin í fyrsta sæti. Það var líka alltaf skemmtilegt að heimsækja þá karlana á gullsmíðaverkstæðið hérna í þá gömlu góðu daga og margt brölluðu þeir saman pabbi, Siggi frændi, Tóti, Nonni bróðir og Grímur Sveins, að ógleymdum Gísla Lofts. Síðustu æviárin voru Sigga frænda erfið vegna mikilla veikinda sem hrjáðu hann. Hann átti eftir sem áður góða og skemmtilega ævi sem marg- ur maðurinn gæti öfundað hann af. Siggi átti yndislega fjölskyldu. Stoð hans og stytta, eiginkona hans Hjördís Karls- dóttir, sem andaðist 10. janúar 2009, bíður hans eflaust við Gullna hliðið og tekur á móti honum. Börnunum, mökum þeirra, og barnabörnum vott- um við hjónin samúð okkar. Vertu sæll, Siggi frændi. Megir þú finna fegurð lífsins og materialið hinum megin. Þinn frændi, Lárus Bjarnason. Sigurður kom til föður míns Jóns Dalmannssonar 1947 til að gerast lærlingur í gullsmíði. Þá var verkstæðið í kjallara í bráðabirgðahúsnæði á Grettis- götu 2. Nokkru seinna flutti það í nýtt húsnæði á Grett- isgötu 6. 1949 gerðist ég lær- lingur á verkstæðinu og hófust þá kynni okkar Sigga. Hann var mjög ljúfur og skemmtilegur í umgengni og líkaði öllum vel við hann. Faðir minn var strax mjög ánægður með hann, því hann var fljótur að læra og reyndist bæði velvirkur og vandvirkur. Á verkstæðinu var alltaf opið útvarp, þann tíma, sem eitt- hvað var á að hlusta, þá var ekki útvarpað allan sólarhring- inn. Þetta var það sem í dag er kallað „gamla gufan“ og þar voru sagðar sögur og sungin ættjarðarlög og var alltaf tekið undir og sungið með á verk- stæðinu. Siggi hafði mjög gaman af söng og kunni mikið af lögum. Svo fluttum við á Skóla- vörðustíg 21a í hús Fatabúð- arinnar og þar var Siggi áfram hjá okkur. Seinna kom svo Bjarni bróðir hans, sem líka var gullsmiður. Bjarni fór að námi loknu austur á Höfn í Hornafirði og var þar í nokkur ár. Svo flutti hann með fjöl- skylduna til Reykjavíkur og vann um tíma hjá okkur eða þangað til Þórarinn Gunnars- son gullsmiður kom að máli við hann og vildi fá hann í sam- starf. Svo vildu þeir fá Sigga til sín og eftir það var hann í sam- starfi með þeim og seinna með Nonna frænda eða Jóni Hall- dóri, sem var sonur Bjarna og lærði gullsmíði hjá þeim. Svo kom Siggi aftur á verkstæðið til mín á Frakkastíg 10 og vann hér á meðan heilsan leyfði. Siggi var góður skíðamaður og fór stundum með okkur þegar við fórum á skíðum suð- ur í Fossvog, þar sem fjöl- skyldan átti sumarbústað og þar var ágætt að fara í skíða- göngu, en þar voru nú engar brekkur til að renna sér í. Hann hafði mjög gaman af ferðalögum og fór oft austur að Kirkjubæjarklaustri, þar sem hann hafði verið í sveit. Þar fór hann líka oft í veiði og þótti nú gott að geta rennt fyrir sjóbirt- ing. Þeir bræður voru báðir fé- lagar í Félagi íslenskra gull- smiða og er þeirra nú saknað af félagsmönnum, sem og Þór- arins Gunnarssonar. Við vottum börnum hans og öðrum nákomnum innilega samúð. Góður maður er geng- inn. Dóra Jónsdóttir, gullsmiður. Sigurður Gísli Bjarnason HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, AÐALHEIÐUR JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Gulaþingi 9, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir laugar- daginn 14. maí. Anna Júlíana Sveinsdóttir, Rafn A. Sigurðsson, Einar Sveinsson, Margrét Heinreksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra INGIBJÖRG SIGVALDADÓTTIR frá Svanshól, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hólmavík sunnudaginn 15. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurrós Gunnarsdóttir, Ingimundur Ingimundarson, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Pétur Ingimundarson, Margrét Ingadóttir, Svanur Ingimundarson, Anna Inga Grímsdóttir, Ólafur Ingimundarson, Hallfríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁRMANN ODDSSON frá Flateyri, lést á Dvalarheimili aldraðra í Bolungarvík miðvikudaginn 11. maí. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir, JENS JÓHANNESSON húsasmiður, Löngulínu 7, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt mánudagsins 16. maí. Guðrún María Harðardóttir, Jóhannes, Viktoría og Jenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.