Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/ÞÖK Útivist Það er gott að ganga. Gönguverkefnið Af stað á Reykjanesið stendur nú yfir. Um er að ræða menningar- og sögutengdar gönguferðir með leiðsögn um hluta af gömlum þjóðleiðunum á Reykjanesskaga. Næsta ferð verður sunnu- daginn 22. maí og hefst kl. 13. Þá verður Skipsstígur genginn. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Bláa lónið og gengið um Sjónarhól og Rauðmela. Leiðin er 12 km löng. Síðasta gönguferðin í maí verður hinn 29 en þá verður Almenningsvegur genginn, mæting er við Kálfatjarnarkirkju kl. 13. Ferðirnar taka yfirleitt um 3-4 tíma með fræðslustoppum. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Þáttökugjald í ferð er 1.000 kr. og frítt fyrir börn. Nánari upplýs- ingar um ferðirnar má finna á www.sjfmenningarmidlun.is. Endilega … … gangið um Reykjanesið 10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fyrir mér eru ferðalögin ognáttúruupplifunin ekkisíður það sem heillar ensjálf siglingin á straum- kajak. Það sem er gott við þessa íþrótt er að maður þarf að ferðast til að stunda hana og ég er alltaf að upplifa nýja staði, bæði hér heima og erlendis, uppi í fjöllum, inni í dölum og giljum,“ segir Reynir Þorsteins- son verkfræðingur sem er nýkominn heim eftir fimm mánaða flakk og kajaksiglingar í Suður-Ameríku. „Ég fór til Kostaríka í nóvember og vann þar sem flúðasiglingaleið- sögumaður í einn mánuð en eftir það fór ég til Panama og þaðan til Kól- umbíu og var þá að sigla á kajak öðru hvoru. Ég hafði uppi á „rafting“-- fyrirtækjum og fékk lánaða kajaka en þegar ég kom svo til Ekvador keypti ég kajak af Ameríkana sem ég hitti og fór að róa þar.“ Slóst í för með öðrum Reynir vinnur sem flúðasigl- ingaleiðsögumaður á Íslandi á sumr- in en hefur einnig unnið sem slíkur víða um heim og hafði áður unnið í Suður-Ameríku. „Það er mjög mikið af góðum ám í Kólumbíu og Ekvador sem henta vel til að sigla á straum- kajak. Í Ekvador er lítið kajak- samfélag og þangað koma Amerík- anar mikið til að róa. Ég hitti nokkra slíka og slóst í för með þeim, því það er ekki æskilegt að róa einn. Ég reri í tvo mánuði í Ekvador með fólki sem var frá suðurríkjunum og frá Kan- ada. Ég fékk öðru hvoru smáverk- efni til að vinna en var samt mest- allan tímann í fríi en það er mjög ódýrt að halda sér uppi í Suður- Ameríku. Þegar ég fór heim seldi ég bátinn á svipuðu verði og ég hafði keypt hann á.“ Reynir segir alla staðina sem hann kom á og sigldi um í Suður- Ameríku hafa verið frábæra en eftir- minnilegast fannst honum að vera í Á straumkajak í Suður-Ameríku Hann hefur velst á kajak í straumhörðum ám alveg frá því hann var tíu ára strákur. Í haust skellti hann sér í ævintýraferð þar sem hann flakkaði um á kajak í Kostaríka, Panama, Ekvador og Kólumbíu og upplifði margt nýtt. Klárir í slaginn Reynir með félaga sínum í Argentínu í fyrravetur. Fjör Reynir með vinum sínum á gúmbát í Ekvador fyrir skemmstu. Nú er golfvertíðin að byrja á fullu og fyrir þá sem langar að gera golf að sínu áhugamáli eða að rifja upp gamla takta er tilvalið að fara inn á vefsíðuna Golfkennsla.is. Meginmarkmið vefsins er að skapa íslenskum kylfingum auðvelt aðgengi að fræðsluefni sem mun hjálpa þeim að ná betri tökum á golfinu. Á síðunni er að finna margvíslegan fróðleik varðandi golfið en eigendur og hug- myndasmiðir vefsins eru Kristinn G. Bjarnason og Úlfar Jónsson. Þarna er hægt að lesa hvað er pútt og vipp og hvernig á að æfa sveifl- una. Það er einnig mikið efni um hug- arþjálfun en mikilvægi jákvæðs hug- arfars, sjálfstrausts og góðrar einbeitingar verður aldrei ofmetið í golfíþróttinni. Þá er fróðleikur um kylfur, en þær eru margar og mis- munandi, um þjálfun og mataræði og margt fleira sem tengist golfi. Vefsíðan www.golfkennsla.is Morgunblaðið/Ómar Golf Það er margt sem þarf að hafa í huga í golfi. Fyrir áhugafólk um golf Ingveldur Geirsdótttir ingveldur@mbl.is Í kvöld hefst alþjóðlegafjalla- og útivistarkvikmyn-dahátíðin BANFF Mountain Film Festival í Bíó Paradís. Það er Íslenski alpaklúbburinn í sam- starfi við 66°Norður og Íslenska fjallaleiðsögumenn sem stendur fyrir hátíðinni sem er árlegur viðburður og nær nú yfir tvö kvöld. „Þessi hátíð hefur verið hald- in með hléum í gegnum árin. Undanfarin tvö ár hefur hún ver- ið hálfgerð kúbbahátíð í einkasal. En nú erum við komin með BANFF aftur í bíó, stærri en hún hefur verið og opna fyrir allan almenning,“ segir Atli Pálsson formaður Íslenska alpakúbbsins. Hann segir að myndirnar á hátíðinni ættu að höfða til margra. „Það er rosalegt sjón- arspil að horfa á þessar myndir og eru þær frábær skemmtun fyrir alla sem unna útivist en ekki síður fyrir þá sem vilja fylgjast með úr fjarska og kjósa örugg og þægileg sæti,“ segir Atli og hlær. BANFF er alþjóðleg kvik- myndahátíð sem er haldin í Kan- ada ár hvert. Þar eru verðlauna- myndirnar valdar og þær eru svo sýndar úti um allan heim. Það sem verður sýnt á hátíðinni hér heima er úrval af bestu mynd- unum af stóru hátíðinni að sögn Atla, en fimmtán myndir verða sýndar á þessum tveimur kvöld- um. „Alpaklúbburinn er félag áhugamanna um fjallamennsku og jaðaríþróttir sem tengjast fjallamennsku og það er nákvæm- lega það sem myndirnar fjalla um. Það eru skíða- og snjó- brettamyndir, myndir sem fjalla um fjallahjól, klifur, kajak, base jump og fleira. Það eru líka yf- irleitt ein til tvær grínmyndir þar sem er verið að gera grín að sportinu og svo eru líka djúp- stæðar, listrænar myndir þar sem er verið að pæla í tilgangi lífsins og öðru léttmeti,“ segir Atli. Engar íslenskar myndir eru sýnd- ar í ár. „Við stefnum frekar að því að hafa íslenska fjallamyn- dahátíð í framtíðinni en það er aðeins verið að gera svona mynd- ir hér heima.“ Fjalla- og útivistarmyndir Rosalegt sjónarspil Hraði Teton Gravity við tökur á Light the Wick.Úti Atli Pálsson, formaður Íslenska alpaklúbbsins. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.