Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
Fylgist með fólkinu Chihuahua-hundurinn Casper situr oft við búðargluggann í Spaksmannsspjörum í miðbæ Reykjavíkur og fylgist með gangandi vegfarendum á Laugaveginum.
Eggert
Í upphafi árs 2005
sátu heilbrigð-
isráðherrar 52 Evr-
ópulanda á fundi í
Helsinki og ræddu
breyttar áherslur í
geðheilbrigðismálum
á ráðherrafundi Al-
þjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar
(WHO). Meðal þeirra
var heilbrigðisráðherra Íslands.
WHO hafði undirbúið fundinn í
nærri eitt ár og mótað stefnu fyrir
Evrópu í málaflokknum í miklu
samráði við alla hagsmunaaðila.
Stefnan, sem birtist í sameig-
inlegri yfirlýsingu og aðgerðaáætl-
un, endurspeglaði miklar breyt-
ingar sem höfðu átt sér stað og
voru að eiga sér stað í álfunni og
ýtti enn áfram um nýjar leiðir.
Breytingarnar voru á nokkrum
sviðum og áttu bæði við geðfatlaða
og þá sem glímdu við geðraskanir.
Þær aðgerðir sem mælt var með
voru í stórum dráttum eftirfar-
andi: Almennt að efla geðheil-
brigði, að vinna gegn fordómum og
mismunun, að tryggja góða geð-
heilbrigðisþjónustu hjá almennri
heilsugæslu, bæta geðheilbrigði
jaðarhópa og viðkvæmra lífs-
skeiða, fyrirbyggja sjálfsvíg, að
veita þjónustu á vegum sveitarfé-
laga við fólk með geðraskanir,
meta skilvirkni og koma nýrri
þekkingu á framfæri, sjá til þess
að ekki skorti hæft starfsfólk, að
veita góðar upplýsingar um geð-
heilbrigði, efla samstarf og tryggja
það að lagðar séu fram nægilegar
fjárveitingar.
Skömmu eftir fundinn sam-
þykkti Evrópusambandið sinn
fyrsta geðheilbrigðissáttmála sem
fól í sér svipaðar áherslur og ráð-
herrayfirlýsingin hafði gert nema
hvað það að geðheilsa var orðin
partur af mannréttindum allra
borgara sambandsins. Sáttmálinn
lagði áherslu á fimm megin-
viðfangsefni: að fyrirbyggja þung-
lyndi og sjálfsvíg, að leggja
áherslu á geðrækt ungmenna inn-
an skólakerfisins, geðheilsu á
vinnustöðum, geðheilsu eldri borg-
ara og að vinna gegn fordómum og
mismunun.
Frá ráðherrafundinum í Hels-
inki eru liðin rúmlega sex ár. Ís-
lensk heilbrigðisyfirvöld þýddu
Helsinki-yfirlýsinguna og aðgerða-
áætlunina fljótlega eftir fundinn
en markviss vinna hefur ekki farið
í að hrinda þeim í framkvæmd. Þó
er ljóst að breytingar hafa orðið í
átt að því sem kveðið er á um í
skjölunum en þær breytingar hafa
að mestu komið að neðan og upp.
Grasrótin og yfirmenn einstakra
stofnana hafa verið duglegir og
opnir fyrir því að prófa nýja hluti.
Innan stjórnarráðsins var unnið
að stefnu í málefnum geðfatlaðra í
gamla félagsmálaráðuneytinu og
var henni að hluta hrint í fram-
kvæmd í gegnum svokallað
Straumhvarfaverkefni á árunum
2006-2010.
Umfang málaflokksins hefur
aukist mikið á síðustu árum hér á
landi. Fjöldi einstaklinga sem leita
sér þjónustu fjölgar ár frá ári,
fjármunir sem varið er til þjónust-
unnar hafa aukist, lyfjanotkun
hefur aukist. Í síðustu viku kom
fram að rúmlega 104.000 Íslend-
ingar tækju geðlyf. Það eru allar
líkur á því að við Íslendingar upp-
lifum svipaða þróun og í Finn-
landi, þar sem afleiðingar krepp-
unnar á geðheilbrigði birtust ekki
að fullu fyrr en allnokkrum árum
eftir að henni lauk. Því er rík þörf
á því að utan um þennan víðfeðma
málaflokk sé þétt haldið af þeim
sem móta stefnu og taka ákvarð-
anir um aðgerðir, að færra sé
gert, en það vel gert og fylgt eftir
alla leið. Fyrst og fremst er þó
þörf á samvinnu þeirra sem að
málaflokknum koma og hefur það
verið svo um margra ára skeið.
Þau tvö sem undir þessa grein
skrifa gerðu samvinnutilraun
ásamt 11 öðrum lykilaðilum í
málaflokknum úr öllum áttum til
að vinna að stefnu og aðgerða-
áætlun í geðheilbrigðismálum
snemma ársins 2010. Vinnan fór
fram að frumkvæði sérfræðings í
heilbrigðisráðuneytinu. Afurð
þessarar vinnu, þar sem bæði
Helsinki-skjölin og sáttmáli Evr-
ópusambandsins voru lögð til
grundvallar, var stefnuskjal með
eftirfarandi sjö aðgerðaráherslum:
1.
að efla geðheilbrigðisþjónustu
innan heilsugæslunnar í samvinnu
við aðra þætti velferðarþjónustu,
2. að efla geðrækt og vekja at-
hygli á mikilvægi á góðri geð-
heilsu, 3. að aðlaga sérhæfða geð-
þjónustu innan stofnana að
samfélagsnálgun, 4. að vinna á
fordómum, mismunun og fé-
lagslegri einangrun, 5. bataferli og
valdefling, 6. að bæta geðheil-
brigði jaðarhópa og viðkvæmra
lífsskeiða og 7. að tryggja að fjár-
veitingar séu til staðar á grund-
velli þeirra þarfa sem hafa verið
skilgreindar sem viðmið. Undir
hverri áherslu voru tilteknar hug-
myndir að aðgerðum.
Það hefur lengi verið von okkar
og áeggjan að tilnefndur verði að-
ili innan ráðuneytis velferðar með
ábyrgð á málaflokknum og umboð
til að vinna að geðheilbrigðisstefnu
og aðgerðaáætlun í samvinnu við
alla þá aðila sem að málaflokknum
koma. Slíkur hópur gæti myndað
einskonar geðráð í líkingu þess í
Kanada (http://
www.parl.gc.ca/39/1/parlbus/
commbus/senate/com-e/soci-e/rep-
e/rep02may06-e.htm) eða Nýja
Sjálandi (http://www.mhc.govt.nz/),
sem auk stefnu og áætlunar myndi
skila fáum en framkvæmanlegum
tillögum sem fjármagnaðar yrðu
og framkvæmdar. Þær upplýs-
ingar, hugmyndafræði, tölfræði og
aðferðafræði sem fyrrgreind
stefnudrög byggja á gætu verið
upphafið. Það er okkar skoðun að
málaflokkurinn þurfi núna sem
aldrei fyrr á skýru utanumhaldi,
samvinnu og forystu að halda.
Eftir Héðin
Unnsteinsson
og Jónu Rut
Guðmundsdóttur
» Það er okkar skoðun
að málaflokkurinn
þurfi núna sem aldrei
fyrr á skýru utanum-
haldi, samvinnu og for-
ystu að halda.
Héðinn
Unnsteinsson
Héðinn er stefnumótunarsérfræð-
ingur í forsætisráðuneytinu og ráð-
gjafi í geðheilbrigðismálum. Jóna er
verkefnisstjóri geðheilbrigðismála
hjá Reykjavíkurborg. Skoðanir höf-
unda eru þeirra eigin og endurspegla
ekki stefnu atvinnuveitenda þeirra.
Staða geðheilbrigðismála á Íslandi
Jóna Rut
Guðmundsdóttir