Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011 Opið Hús Í dag er opið hús í Menntaskólanum Hraðbraut frá kl. 16.00 - 18.00. Allir eru velkomnir. T V E I M U R Á R U M Á U N D A N Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími: 565-9500 · www.hradbraut.is Óvenjulegt hettumáfshreiður fannst í Siglufirði um helgina. Í því voru nefnilega þrjú örverpi. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að kvenfuglinn er orðinn gamall og slitinn. Örverpi eru þekkt meðal fugla, en afar sjaldgæft að rekast á svo mörg í einu og sama hreiðrinu. Guðrún Kvaran íslenskufræðingur er með eftirfarandi fróðleik á Vísindavefnum: „Upphafleg merking orðsins örverpi er ,lítið egg sem fugl verpir síðast, síðasta egg í hreiðri’. Fleiri orð eru notuð um hið sama, eins og hreiðurböggull og hreiðurbaggi. Örverpi er einnig notað um síðasta barn hjóna og mjög smávaxið afkvæmi. Upp- haflega mun orðið hafa verið leitt af gamalli germanskri sögn *uz- werpan í merkingunni ‚kasta burt’, samanber gotnesku uswairpan og fornháþýsku irwerfan í sömu merkingu.“ Orðin drútur, hreiðurböllur, hreiðurdrátur, hreiðurdrítur, hreið- urdrúður, hreiðurdrútur og hreiðursdrútur lúta að þessu sama. Þrjú örverpi í sama hreiðrinu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Stærðarmunur Efsta eggið er í eðlilegri stærð, fengið að láni hjá nágranna, en hin þrjú eru úr einu og sama hreiðrinu. Nýr viti hefur verið reistur á end- anum á Skarfagarði í Sundahöfn í Reykjavík. Skarfagarður og aðliggj- andi svæði hefur verið að taka breyt- ingum m.a. með opnun á aðgengi að sandströnd við Skarfaklett. Þá verð- ur gönguleið fram á enda Skarfa- garðs malbikuð. Nýi vitinn er smíðaður af járn- smiðum Faxaflóahafna sf. eftir sömu teikningu og innsiglingavitarnir, sem eru í Gömlu höfninni og hafa verið frá opnun þeirrar hafnar. Vit- arnir í Gömlu höfninni voru reyndar endurnýjaðir árið 1993, en þeir voru einnig smíðaðir af járnsmiðum fyr- irtækisins. Eftir er að ganga frá hleðslu í kringum nýja vitann auk annarra umhverfisbóta, en það verður gert á næstu vikum. Nýr viti í Sundahöfn Sumarvertíð Ylstrandarinnar í Nauthólfsvík hófst síðastliðinn laugardag, 14. maí, og verður opið alla daga í sumar milli kl. 10 og 19. Strax fyrstu helgina var aðsóknin ágæt. Í boði er fyrir fólk að nýta sér búningsaðstöðu, heita potta, baða sig í köldum sjó, leika sér á skemmtilegu útivistarsvæði og kaupa sér hressingu í veitingasöl- unni. Um 100 þúsund manns heim- sækja Ylströndina í Nauthólsvík að meðaltali á mánuði hverjum á sumrin. Þar er frjáls leikur í fyr- irrúmi, en sjósund og strandblak njóta mikilla vinsælda auk þess sem gasgrillin eru mikið notuð. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ylströndin komin í sum- arbúning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.