Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011 VW Touareg R5 Árgerð 2005, ekinn 100.000 km sjálfskiptur, dísel, ásett verð 4.390.00,- Tilboð 3.990.000,- HEKLA NOTAÐIR BÍLAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hátt í tvö þúsund umsóknir eru óaf- greiddar hjá umboðsmanni skuldara. Fleiri umsóknir hafa borist en hægt hefur verið að afgreiða fram undir þetta en samkvæmt upplýsingum embættisins hefur nokkurt jafnvægi verið á umsóknum og afgreiðslum síðustu vikur. Frá því að nýjar reglur um heimild til greiðsluaðlögunar tóku gildi 1. ágúst á síðasta ári hefur embætti umboðsmanns skuldara afgreitt um 700 umsóknir. Þar af voru samtals á annað hundrað afturkallaðar eða synjað. Enn fleiri umsóknir eru óaf- greiddar, því hinn 1. maí biðu 1963 umsóknir afgreiðslu, samkvæmt upplýsingum Svanborgar Sigmars- dóttur, sviðsstjóra kynningarsviðs. Fyrstu þrjá mánuði ársins bárust tæplega 300 umsóknir á mánuði en færri í apríl, eða rúmlega 200, og gætu frídagar um páskana skýrt það að hluta. Á annað hundrað umsóknir hafa hlotið afgreiðslu á mánuði á þessu ári nema hvað betur gekk í mars þegar 227 umsækjendur fengu heimild eða synjun til að leita samninga um greiðsluaðlögun. Afgreiðslum fækk- aði aftur í apríl og segir Svanborg að þá hafi hægt á vegna þess að starfs- fólkið hafi þá verið að athuga hvort umsóknir hentuðu frekar í úrræði fjármálastofnana um niðurfærslu veðskulda í 110% af verðmæti eignar. Staðan er núna sú að verið er að vinna úr umsóknum sem bárust emb- ættinu í nóvember. Þá sóttu 372 ein- staklingar um greiðsluaðlögun, fleiri en aðra mánuði. Sjá heildarmyndina Markmið með greiðsluaðlögun er að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endur- skipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð. Eftir að sótt er um til umboðs- manns skuldara er kallað eftir upp- lýsingum um skuldastöðu viðkom- andi hjá fjármálastofnunum og hann beðinn um að gera grein fyrir henni. Tilgangurinn er að átta sig á heild- armyndinni. Allt tekur þetta tíma og stundum skila upplýsingarnar sér seint. Ef umsækjandi er talinn fullnægja skilyrðum um að fá heimild til að leita greiðsluaðlögunar fer mál hans til lögmanns sem hefur umsjón með samningunum. Hann reynir að ná samkomulagi við kröfuhafa um greiðslu skulda á einu til þremur ár- um. Hingað til hafa aðeins liðlega tutt- ugu slíkir samningar náðst. Í þremur tilvikum þar sem samningar hafa ekki náðst hefur verið óskað eftir nauðasamningum um greiðsluaðlög- un. Þær óskir fara fyrir dómstóla. Nærri tvö þúsund mál bíða  Jafnvægi virðist vera að nást milli umsókna um greiðsluaðlögun og afgreiðslu hjá umboðsmanni skuldara  Um 700 umsóknir hafa verið afgreiddar frá embættinu Tuttugu skuldsett- ir einstaklingar hafa náð samn- ingum. Svanborg Sigmarsdóttir Það var kalsalegt á bryggjunni í Hafnarfirði þegar karlarnir voru að landa úr Díu HF 14 eftir hádegi í gær. Fram kemur á vef Fiskistofu að líklega verður dagurinn í dag síðasti dagur strandveiða á suðursvæðinu í maí, þ.e. frá Hornafirði í Borgarbyggð. Veiðar á svæðinu frá Arnarstapa í Súðavík voru stöðvaðar í síðustu viku. Alls hafa 414 bátar hafið strandveiðar á landinu, en veiðarnar standa fram í ágúst. Kalsalegt hjá trillukörlum Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Jóhann Björnsson Kristján Jónsson Samninganefnd Félags íslenskra flugumferðarstjóra hitti viðsemjendur sína á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en lítill árangur varð af fundinum, að sögn Ottós Ei- ríkssonar, formanns félagsins. Annar fundur var þó boð- aður í dag. Í gærdag voru undirritaðir samningar sem Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja gerðu við Samtök at- vinnulífsins. Nefndir BHM hittu viðsemjendur Í stórum dráttum er verið að semja við félög opinberra starfsmanna um sambærileg kjör og samið var um 5. maí sl. á almennum vinnumarkaði. Aðildarfélög BHM, 25 að tölu, eru í samfloti í við- ræðum við ríkið um sameiginleg mál en síðar verða tekin fyrir ýmis sérmál. Samninganefndir BHM áttu fundi með viðsemjendum sínum í gær. „Okkur fannst þetta lítið mjakast en við gerum ráð fyrir að hittast aftur á föstu- dag,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Lítill árangur á fundi um deilu flugumferðarstjóra Morgunblaðið/Eggert Stundarhlé Nokkrir flugumferðarstjórar í húsakynn- um ríkissáttasemjara í Reykjavík í gær.  Aðilar munu hittast aftur í dag hjá ríkissáttasemjara Lækkun íslensku krónunnar gagn- vart bandaríkjadal er ástæða þess að útsöluverð á bensíni hefur ekki lækkað hér, þrátt fyrir lækkun heimsmarkaðsverðs. Bensínlítrinn væri nokkrum krónum lægri ef gengi krónunnar hefði haldist. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 100 dollara á stuttum tíma eða um 8,5%. Á sama tíma hef- ur útsöluverð á bensíni lækkað hlut- fallslega mun minna, eða um 1,70 kr. lítrinn. Magnús Ásgeirsson, inn- kaupastjóri hjá N1, segir að gengi krónunnar hafi veikst gagnvart doll- ara um fimm krónur í mánuðinum. Það sé skýringin á því að útsöluverð hafi ekki lækkað meira. „Þetta er þekkt stærð á alþjóðamörkuðum. Þegar verð á olíu lækkar styrkist dollarinn gjarnan.“ Óróleiki í Líbíu hefur áhrif Hann er ekki bjartsýnn á að ís- lenskir neytendur muni njóta um- talsverðrar verðlækkunar á bensíni á árinu. Bendir á að ekki sé séð fyrir endann á þeim óróleika sem upp- reisnir og styrjaldir í löndum við Miðjarðarhaf hafi valdið. Óróleikinn í Líbíu hafi þar mest áhrif. helgi@mbl.is Gengið viðheldur olíuverði  Ekki útlit fyrir að bensínverð lækki Kona á fimmtugsaldri liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala eftir að sambýlis- maður hennar réðst á hana að- faranótt sunnudags. Maðurinn hringdi sjálfur eftir aðstoð lög- reglu eftir árásina. Hann verður í gæsluvarðhaldi til 30. maí nk. Rannsókn málsins er á frum- stigi en að sögn lögreglunnar virð- ast atvik hafa verið með þeim hætti að fólkinu sinnaðist með þeim afleiðingum að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, réðst á kon- una. Þrengdi hann að hálsi hennar þar til hún missti meðvitund. Kon- an var ekki með lífsmarki þegar lögregla og sjúkraliðar komu á vettvang. Hún var endurlífguð á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi. Konan enn þungt haldin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.