Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HEYRÐU JÓN AF HVERJU ER GRETTIR AÐ ÞEFA AF HÁRINU Á MÉR? MIG GRUNAR AÐ ÞÚ HAFIR ÞVEGIÐ ÞÉR UM HÁRIÐ Í MORGUN, MEÐ SJAMPÓI MEÐ ÁVAXTALYKT JÁ, APRÍKÓSU- LYKT ÞÚ MÁTT VERA Á UNDAN MÉR NEI, GJÖRÐU SVO VEL, ÞÚ MÁTT VERA Á UNDAN ÞETTA ER EKKI RÉTTI TÍMINN TIL AÐ REYNA AÐ VERA KURTEIS!! ÉG ÆTLA AÐ HÆTTA AÐ NOTA ÞETTA TEPPI ÉG VIL AÐ ÞÚ GEYMIR ÞAÐ OG SAMA HVAÐ ÉG GRÁTBIÐ ÞIG ÞÁ MÁTTU EKKI LÁTA MIG FÁ ÞAÐ AFTUR ÉG SKIPTI UM SKOÐUN, GERÐU ÞAÐ LÁTTU MIG FÁ ÞAÐ AFTUR! HÉRNA ÞÚ ERT MEIRA VEIKGEÐJA EN ÉG!!! ÉG KEYPTI HANDA HENNI FALLEGA BLÓMANÆLU ÉG ÆTLA AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA MEÐ BLÖÐRUHUNDINUM FÍFÍ FÍFÍ VIRÐIST EKKI VERA GEFIN FYRIR BLÓM Á HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GLÁPA!?ÞAÐ HAFA EKKI ALLIR VERIÐ JAFN ÁNÆGÐIR MEÐ ÞENNAN HATT EN ÉG ER ÁNÆGÐUR OG ÞAÐ ER ÞAÐ EINA SEM SKIPTIR MÁLI ÞETTA VAR VÍST TÍMASÓUN ÉG VERÐ AÐ REYNA AÐ VEKJA EKKI MJ SKEMMTIRÐU ÞÉR VEL VIÐ AÐ SVEIFLA ÞÉR UM BORGINA? ÞAÐ ER GREINILEGA EKKI BARA ÉG SEM FINN HLUTI Á MÉR Björgunarsjóður Jóns Sigurðs- sonar Í framhaldi af skrif- um í Velvakanda í gær er frá því að segja að hagnaður nýja Landsbankans hf. árið 2009 var 14,3 milljarðar króna, árið 2010 27,2 milljarðar króna, samtals 41,5 milljarðar króna. Nú er það okkar til- laga héðan að vest- an til ráðamanna, að stofnaður verði Björgunarsjóður Jóns Sigurðs- sonar á þessu afmælisári hans. Stofnfé sjóðsins skal vera fimm milljarðar króna og skal taka þá fjármuni af hagnaði Landsbank- ans. Tilgangur sjóðsins skal vera sá að uppræta hungur á Íslandi og að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og skal það vera höfuðmarkmiðið. Skipa skal vinnuhóp hinna bestu manna sem sjái um þetta verk af hugsjón og í sjálfboðavinnu. Það verklag hefur áður gefist vel í Ís- landssögunni. Opinberir starfs- menn, aðrir en Rík- isendurskoðun, ættu ekki að þurfa að koma við sögu. Hópurinn semur sjálfur vinnu- reglur sínar. Óhjá- kvæmilegan kostnað við þetta björg- unarstarf greiðir sjóð- urinn sjálfur og gerir stjórn hans íslensku þjóðinni grein fyrir störfum sínum með skýrslu til hennar. Svo mörg eru þau orð. Það skemmtilega er að það mun ekki sjá högg á vatni hjá hinum nýja Lands- banka þrátt fyrir slíkar aðgerðir. Þar eru nógir peningar sem eru í eigu íslensku þjóðarinnar. Hugsi nú hver sitt um afmæli Jóns Sig- urðssonar, Þjóðbankann og fátækt á Íslandi. Hallgrímur Sveinsson, Brekku, og Bjarni Georg Ein- arsson, Þingeyri, Dýrafirði. Ást er… … þegar hann heldur hlífiskildi yfir þér. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 10.45, postulín og tölvufærni (leið- beint) kl. 13, leshópur kl. 13.30 og jóga kl. 18. Árskógar 4 | Smíði/útsk. kl. 9, Botsía kl. 9.45, handavinna kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður, út- skurður, línudans kl. 13.30, handavinna. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé- lagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, bingó kl. 13.30, listamaður mánaðarins. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12, veitingar á eftir. Framhaldssaga o.fl. kl. 13. Helgistund í kirkju. Félag eldri borgara, Rvk. | Skák kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Handavinna m/leiðb. kl. 9, ganga kl. 13, kínversk leikfimi kl. 13.30 í sal sjúkraþjálfunar. Félagsheimilið Gjábakki | Fræðslu- fundur Glóðar kl. 20, framsögumaður Valgarður Egilsson læknir og rithöf- undur er framsögumaður. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinna, leikfimi kl. 9.15 og jóga kl. 10.50. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga og myndlist kl. 9.30, canasta kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður og perlusaumur. Stafganga kl. 10.30. Uppl. á staðnum og í síma 575-7720. Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30. Helgist., handav., spil/spjall. Veitingar. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Hraunbær 105 | Handav. kl. 9, leikf. kl. 9.30, Botsía kl. 10.30, Bónus kl. 12.15. Hraunsel | Qi-gong og myndm. kl. 10, leikf. kl. 11.30, brids kl. 12, gler og myndm. kl. 13, opið hús fimmtud. kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Bútasaumur kl. 9. Námskeið í myndlist kl. 13, helgistund kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson. Stólaleikfimi kl. 15. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50, listasm. kl. 9, leikskólinn Jörfi „Hjá Tedda afa“ kl. 10, framhaldss. 10.50, spænska kl. 12, Bónus kl. 12.40, bókabíll 14.15, perlufestin kl. 16. Farið á Hrafnistu Hafnarfirði kl. 13. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópavogsskóla hópur I kl. 14.40, hópur II kl. 16.10, hópur III kl. 17.40. Korpúlfar Grafarvogi | Bingó á Korp- úlfsstöðum á morgun kl. 13.30. Neskirkja | Vorferð í Viðey á morgun, farið frá Neskirkju m/ rútu kl. 15.10. Kaffi í Viðeyjarstofu og helgistund í kirkjunni. Litli kórinn – kór eldri borg- ara syngur. Verð 1.000 kr. Skráning í s. 511-1560. Norðurbrún 1 | Postulínsmálun, mynd- list, vefnaður o.fl. kl. 9, opin smíða- stofa. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garða- bæ | Kyrrðarstund kl. 12.10, veitingar. Opið hús, spil, spjall og prjón kl. 13. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun, hand- av. kl. 9.15, spurt og spjallað, leshópur, spilað kl. 13. Lokað 19. og 20. maí frá kl. 13 v/sameiginlegrar handverkssýn- ingar Vesturgötu 7 og Vitatorgs 19., 20. og 21. maí kl. 13 á Vitatorgi Lind- argötu 57. Vitatorg, félagsmiðstöð | Félagsvist kl. 14. Sameiginleg vorsýning með fé- lagsm. Vesturgötu 7, dagana 19., 20. og 21. maí kl. 13.30-16.30. Sýnt veður handverk sem unnið hefur verið í vetur. Alla dag verður veislukaffi og uppá- komur kl. 15. Kór eldri borgara verður 19. maí, tískusýning 20. maí og harm- ónikkuball m/ Vitatorgsbandinu 21. maí. Félagsstarf fellur niður til mánud. 23. maí. Yfir sæti Davíðs Hjálmars Har-aldssonar við skrifborðið í Ráðhúsinu á Akureyri er tveggja metra langt listaverk Jóhönnu Báru Þórisdóttur. Jóhanna er þekkt fyrir myndir sínar af bak- hluta dýranna í sveitinni og kallar hún myndirnar Rassar í sveit. Dav- íð Hjálmar orti: Daga langa Drottinn sér dróttir heims – og passar, auk þess vaka yfir mér ótal kindarassar. Hallmundur Kristinsson bætti við: Sýnin á búpenings aftari enda aldrei sem myndefni brást. Svo mætti henni á bakhluta benda sem berir í Hörgárdal sjást! Ingólfur Ómar Ármannsson las vísur af eldri mönnum í Vísnahorn- inu í liðinni viku og fannst ástæða til að lyfta ímynd hagyrðinga með sjálfslýsingu: Engar kiprur á mér sjást ei hef sveran maga, konur ennþá að mér dást eins og forðum daga. Myndarlegur, hress og hýr, hugljúfur og glaður, orðhittinn og skrambi skýr skemmtilegur maður. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af fegurð og kindarössum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.