Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
Greiðum atkvæði um kjarasamningana
ábyrga afstöðuSýnum
FLÓABANDALAGIÐ
ATH! Atkvæði í póst skilist í síðasta lagi 20. maí
24.maí er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fallið verður ekki mikið hærra. Fyrir
helgi var Dominique Strauss-Kahn
framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins og því einn af forystumönnum
alþjóðahagkerfisins. Strauss-Kahn var
lofaður fyrir stjórn
sína hjá sjóðnum á
þeim örlagatímum
er útlánabólan
sprakk. Sóst var
eftir kröftum hans
og var fram-
kvæmdastjórinn
talinn líklegt for-
setaefni franska
Sósíalistaflokksins
í forsetakosning-
unum að ári. Ekki nóg með það.
Strauss-Kahn var einnig talinn eiga
góða möguleika á að velta Nicolas Sar-
kozy úr stóli Frakklandsforseta og
verða þar með fyrsti forseti sósíalista
síðan François Mitterrand lét af emb-
ætti um miðjan 10. áratuginn. Hefði
sigur hans í komandi forsetakosning-
um orðið einn sá sætasti hjá vinstri-
mönnum í Evrópu í áraraðir.
Nú er hins vegar næsta víst að
lokakaflinn á löngum ferli Strauss-
Kahn verði á öðrum nótum. Aðfaranótt
sunnudags gisti Strauss-Kahn fanga-
geymslur í Harlem-hverfinu í New
York vegna ákæru um að hafa þvingað
herbergisþernu á lúxushóteli í borg-
inni til kynmaka um helgina.
Í gær hafnaði dómari því svo að
láta Strauss-Khan lausan gegn milljón
bandaríkjadala tryggingu og voru rök-
in meðal annars þau að hætta væri á að
Strauss-Kahn flýði frá Bandaríkjun-
um. Um líkt leyti syrti enn í álinn hjá
„táldragandanum mikla“, eins og hinn
62 ára gamli klækjarefur er nefndur,
þegar Tristane Banon, 31 árs gömul
blaðakona í París og guðdóttir annarr-
ar konu hans, Brigitte Guillemette,
ákvað að greina lögreglu frá meintri
tilraun til nauðgunar í París árið 2002.
Var Banon, sem þá var um tvítugt, ráð-
lagt að kæra atvikið ekki. Þá hafði hún
eigin hag í huga.
Í faðm verjanda Jacksons
Verjandi Strauss-Kahn, Benja-
min Brafman, hefur það meðal annars
á ferilskránni að hafa varið poppgoðið
Michael Jackson vegna ásakana um
kynferðisofbeldi gegn börnum.
Brafman, sem þykir slyngur lög-
maður, lýsir umbjóðendum sínum svo:
„Flestir sem koma til mín eru í mjög,
mjög örvæntingarfullri stöðu,“ sagði
Brafman sem vísaði því á bug að
Strauss-Kahn hefði reynt að yfirgefa
New York í skyndi áður en hann var
handtekinn um borð í farþegaþotu Air
France. „Ég held ég hafi talið fleirum
sem eru í sjálfsvígshugleiðingum hug-
hvarf en nokkur geðlæknir í heimin-
um,“ sagði Brafman eitt sinn.
Fram kemur á fréttavefnum
France24, sem sérhæfir sig í frönskum
málefnum, að Strauss-Kahn hafi verið
þekktasti meðlimur franska Sósíalista-
flokksins utan Frakklands. Nú sé sú
sérstaða farin fyrir lítið og Strauss-
Kahn orðinn dragbítur fyrir sósíalista.
Segir vefurinn að margir velti því nú
fyrir sér hvort möguleikar Strauss-
Kahn á forsetastólnum séu ekki úr
sögunni. Það eru sem fyrr segir mikil
umskipti. Strauss-Kahn hefur haft for-
skot á Sarkozy í könnunum þegar hon-
um er stillt upp sem ímynduðum val-
kosti. Hafði áðurnefndur fréttavefur
einnig eftir heimildarmönnum sínum
að Strauss-Kahn hefði haft í hyggju að
tilkynna starfslok sín hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum að loknum fundi G8-
ríkjanna í frönsku borginni Deauville
26. og 27. maí nk. Í kjölfarið hefði ætl-
un Strauss-Khan verið sú að tilkynna
formlega forsetaframboð sitt.
Tímafrekur málarekstur
Þá hafði sami vefur eftir Christ-
opher Dickey, ritstjóra svæðisskrif-
stofu Newsweek í París, að jafnvel þótt
Strauss-Kahn yrði sýknaður af
ákærum kynni málareksturinn að taka
nokkra mánuði. Á þeim tíma þyrfti
Strauss-Kahn að vera í Bandaríkjun-
um og því væri óhugsandi að hann
gæti beitt sér í forsetaframboði.
Það rennir svo frekari stoðum
undir það að aðstaða Strauss-Kahn
hafi gjörbreyst að Jean-Marc Ayrault,
þingmaður sósíalista, hefur reynt að
skilja framkvæmdastjórann frá
flokknum, með þeim orðum að málið sé
einkamál Strauss-Kahn en ekki mál
flokksins.
Vart þarf að taka fram að staða
Strauss-Kahn innan Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins hefur breyst og gengur
fréttavefur New York Times svo langt
að fullyrða að ferli hans hjá sjóðnum sé
nú líklega lokið, einmitt þegar AGS sé í
miðjum samningaviðræðum við Evr-
ópusambandið vegna neyðarlána til
evruríkja.
Segir blaðið að ákæran í New
York hafi dregið athyglina að því að
fjöldi kvenna, blaðakonur, stúdínur og
samstarfskonur hafi sögur að segja af
kynferðislegri ágengni Strauss-Kahn.
Þá er sú frétt ritsins Le Point rifjuð
upp að hann hafi hótað Sarkozy mál-
sókn augliti til auglits á karlaklósetti ef
aðstoðarmenn forsetans hættu ekki að
dreifa sögusögnum um sig.
„Táldragandinn mikli“ í vanda
Forsetadraumar Dominique Strauss-Kahn taldir úr sögunni Sakaður um aðra kynferðisárás
Strauss-Kahn réð verjanda Michaels Jackson til að verjast ákæru vegna nauðgunartilraunar á hóteli
Reuters
Hjón Strauss-Kahn með þriðju eiginkonu sinni Anne Sinclair í franska þinginu í París í fyrrasumar. Sinclair, sem er
fædd í Bandaríkjunum, er þekkt sjónvarpskona í Frakklandi. Hún styður eiginmann sinn og segir hann saklausan.
Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) *Íslensk heiti eru m.a. fengin af vef Seðlabanka Íslands
ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN (AGS)
Ýmis starfsvið sjóðsins (2.490 starfsmenn)
Sjóðráð*
Miðstöð ákvarðanatöku hjá AGS
Einn fulltrúi frá hverju aðildarríki,
hittist einu sinni á ári
veitir ráðgjöf veitir ráðgjöf
Framkvæmdastjórn
(24 stjórnendur*)
Annast daglega starfsemi
Framkvæmdastjóri
(yfirleitt Evrópumaður)
Aðstoðarframkvæmdastjóri
Ríkin sem hafa mest atkvæðavægi
(fer eftir þjóðarframleiðslu þeirra)
Dominique Strauss-Kahn
framkvæmdastjóri
Ráðgjafaráð þróunarríkja
(24 fulltrúar)
Hefur umsjón með þörfum
fátækari ríkja og er skipað af
AGS og Alþjóðabankanum
185 aðildarríki
gefur fyrirmæli
er fulltrúi fyrir
skipar
kýs
veitir forystu
Svæðisskrifstofur
(Víðsvegar um heim)
Deildir með sérsvið
(Fjármál, tölfræði, lagadeild og fleira)
Upplýsingagjöf
og samskipti
Stjórn
(Skrifstofa, starfsfólk, tæknideild)
Tristane Banon
Forsíðumatur Bandarísku blöðin.
Strauss-Kahn ræðir við Sarkozy.