Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
VIÐTAL
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Cristiano Ronaldo hefur gert 38
mörk fyrir Real Madrid í spænsku
deildinni á tímabilinu og fótbolta-
heimurinn stendur á öndinni. Sig-
urður Hallvarðsson gerði hins veg-
ar 33 mörk fyrir Hugin á
Seyðisfirði í 4. deild 1992 og telur
að það met verði seint slegið. Vegna
lömunar í kjölfar krabbameins á
hann í erfiðleikum með að sparka
bolta en er farinn að reyna fyrir sér
á hlaupabrautinni og langtímamark-
miðið er að keppa í 100 metra
hlaupi á Ólympíuleikum fatlaðra.
Fótboltinn hefur alla tíð spilað
stórt hlutverk hjá Sigurði eða Sigga
eins og hann er kallaður. Hann var
iðinn við að skora mörk á löngum
ferli, var til dæmis markakóngur í
öllum deildum 1992, hefur miðlað af
reynslu sinni til sona sinna og í erf-
iðum veikindum hefur hann nýtt sér
það sem hann lærði í fótboltanum
til að byggja sig upp á nýjan leik,
ekki síst aga, vilja og eljusemi.
Æðisleg tilfinning
Mikil breyting varð á lífi Sigga
2006. „Konan fór inn í rúm að svæfa
strákinn og ég sofnaði fyrir framan
sjónvarpið,“ rifjar hann upp. „Ég
vaknaði skömmu síðar og þegar ég
stóð upp voru kálfarnir eins og
steypuklumpar. Grjótharðir. Ég fór
inn á bað og þegar ég leit í speg-
ilinn sá ég blóð í munnvikunum. Ég
opnaði munninn og mér brá þegar
ég sá djúp tannaför allan hringinn.
Ég hafði greinilega fengið krampa
eða flog og bitið í tunguna á mér.
Ég vildi ekki vekja Ingu, lagðist
bara við hliðina á henni og sofnaði,
en þegar ég sýndi henni þetta um
morguninn dreif hún mig strax á
Landspítalann, þar sem ég fór í
myndatöku. Þá kom fram kalk-
blettur við heila. Eftir aðra mynda-
töku sást æxli. Ég fór í aðgerð og í
ljós kom að þetta var illkynja æxli.
Ég fór í geislameðferð og um einu
og hálfu ári seinna sýndi mynda-
taka að æxlið hafði stækkað. Því fór
ég í aðra aðgerð og lyfjameðferð í
kjölfarið. Haustið 2009 hringdi Ar-
on Björnsson, yfirlæknir heila- og
taugaskurðlækninga á Landspít-
alnum, í mig eftir að ég hafði farið í
myndatöku og boðaði okkur á fund.
Hann sagði að æxlið hefði færst en
uppskurði gæti fylgt tímabundin
lömun. Við hjónin vorum búin að
ákveða að við vildum æxlið í burtu,
en eftir uppskurðinn upplifði ég
lömun vinstra megin í líkamanum í
fyrsta sinn. Ég gat ekki hreyft
vinstri helminginn. Ég vorkenndi
mér, fór að gráta, jafnaði mig og fór
aftur að gráta. Svo hló ég með sjálf-
um mér, setti hægri höndina á
móts við æxlisstaðinn og sagði:
Þú ert farið, helvítið þitt. Það
var æðisleg tilfinning.“
Skömmu eftir þriðju aðgerð-
ina hóf Siggi endurhæfingu á
Grensásdeild Landspít-
alans. „Ég var bara drif-
inn í æfingar,“ segir
hann og bætir við að síð-
an hafi hann ekki slegið
slöku við. Fjölskyldan
er stór og þar á meðal
er dóttir á þrítugsaldri
sem er bundin við raf-
magnshjólastól vegna heilahimnu-
bólgu í æsku. Siggi segir að þegar
hann hafi fyrst sest í hjólastól á
Grensásdeildinni hafi hann klappað
honum og sagt: Þú ferð aldrei með
mér heim. „Eitt sinn sem oftar
hringdi Inga og sagðist vera á leið-
inni. Hringdu þegar þú kemur að
húsinu. Hún gerði það, ég gekk á
móti henni þegar hún kom út úr
lyftunni. Ég var kominn í það góða
þjálfun að ég gat gengið á miðjum
ganginum án stuðnings. Við mætt-
umst, féllumst í faðma og tárin
láku. Það var yndisleg stund. Ég
fór í aðgerðina í október 2009 og
ákvað strax að ég ætlaði ekki heim
um jólin í hjólastólnum. Það gekk
eftir.“
Bíður eftir treyjunni
Ronaldo er ofarlega í huga Sigga.
Skömmu eftir þriðju aðgerðina var
haldinn ágóðaleikur fyrir hann og
fjölskylduna. Ronaldo var þá andlit
orkudrykkjarins Soccerade og Ívar
Jósafatsson, framkvæmdastjóri
Soccerade International, færði
Sigga Manchester United-peysu
sem Ronaldo hafði áritað. Siggi var
á hækjum og gat ekki haldið á pok-
anum en einhver tók hann. „Ég hef
ekki séð hann síðan og er mjög sár
því ég er mikill stuðningsmaður
United og Ronaldo er í miklu uppá-
haldi hjá mér. Meðan ég var heill
heilsu reyndi ég alltaf að sjá einn
leik með United á hverju tímabili
en ég hef ekki treyst mér út síðan
2007. En ég vona að ég fái treyjuna
því hún er mér kær.“
Tekur eitt lítið skref í einu
Miklar framfarir eftir krabbameinsaðgerð Hefur bætt sig um rúmlega 20 sekúndur í 100 metra
hlaupi á hálfu ári Langtímamarkmiðið er að keppa í 100 m hlaupi á Ólympíuleikum fatlaðra
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Kæling Góður hópur Þróttara borðar hádegismat í félagsheimili Þróttar í Laugardalnum. Þá er sprellað og í sólinni
sl. föstudag ákváðu félagarnir að kæla Sigga. Mohammad R. Jaber eða Mummi lét sitt ekki eftir liggja.
Markakóngur
» Sigurður Hallvarðsson
fæddist á Siglufirði 1963 en
þegar hann var fjögurra ára
flutti hann með fjölskyldunni
til Reykjavíkur. Kona hans er
Inga María Friðriksdóttir kenn-
ari.
» Siggi lék lengst af með
Þrótti og var meðal annars
markakóngur í 2. deild 1989 og
1990, gerði 16 mörk fyrra
tímabilið og 23 það seinna.
Willum Þór Þórsson gekk til liðs
við Þrótt í Reykjavík 1995 og síðan
hafa hann og Sigurður Hallvarðs-
son verið miklir mátar. Siggi er til
dæmis með óskilgreint hlutverk í
þjálfarateymi Keflavíkur og mætir
á leiki þegar hann getur, þó ekki sé
nema til þess að klappa á bakið
á þjálfaranum og gefa honum
beiskan brjóstsykur.
Þegar Siggi var á Grens-
ásdeildinni kom Willum
reglulega í heimsókn og
þeir tóku skák eða tvær.
Þeir hafa haldið
uppteknum
hætti og staðan í
nýjasta einvíg-
inu er 20-18.
„Hann er yfir og ég
verð að æfa mig
meira,“ segir Willum. Siggi gerir
lítið úr þessu. Segir að þeir séu
nokkuð jafnir en minnið sé betra
hjá Willum. Hann hlær hins vegar
þegar hjátrú ber á góma. „Ég fór
með Willum til Hauka og einu sinni
sem oftar var ég á bekknum. Mér
var kalt og því náði ég í kuldagalla
sem ég var með í bílnum. Willum
skipti mér inná og ég skoraði. Eftir
þetta varð ég alltaf að sitja í
kuldagallanum á bekknum. Það
var sérstaklega erfitt þegar við
vorum á Seyðisfirði í miklum hita.
Ég varð að sitja í gallanum og að
því kom að Willum sagði mér að
hita upp. Ég sagðist ekki þurfa
þess, væri eins og í gufubaði, fór
inná og skoraði. Eftir þetta fékk
gallinn sér sæti á bekknum þegar
ég var í byrjunarliðinu.“
Hjátrú í boltanum skák og mát
SAMVINNA SIGGA OG WILLUMS ÞÓRS ÞÓRSSONAR
Willum Þór Þórsson
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Íslensk tunga hefur breyst svo lít-
ið gegnum aldirnar að almenn-
ingur getur lesið fornbókmennt-
irnar án mikilla vandkvæða.
Svo segir að minnsta kosti
þjóðtrúin, en deildar meiningar
eru um sannleiksgildi þessa og
hvort of mikið sé gert úr auðveldu
aðgengi fornritanna. Rannsóknir
sem gerðar hafa verið með mál-
fræðigreiningarforrit innan veggja
Árnastofnunar benda hins vegar
til þess að ýmislegt sé til í þessu
meinta þjóðernisgrobbi.
Sigrún Helgadóttir, verkefnis-
stjóri hjá Árnastofnun, segir að
stofnunin hafi í samvinnu við Há-
skóla Íslands og Háskólann í
Reykjavík unnið að þróun forrit-
anna, sk. málfræðilegra markara,
um nokkurra ára skeið að erlendri
fyrirmynd. Forritið sem um ræðir
var látið „læra af“ nútímatextum,
sem fengnir voru úr Íslenskri orð-
tíðnibók frá árinu 1991.
Forritinu var síðan beitt á ann-
að efni til að kanna hvort það gæti
greint textann í orðflokka, kyn,
fall, tölu, hátt og tíð o.s.frv., og
reyndist forritið greina nútíma-
textann rétt í yfir 90% tilfella.
Fátítt að þetta sé hægt
„Svo datt okkur í hug að prófa
að keyra þetta á fornsögurnar og
þá kom í ljós að það virkaði nokk-
uð vel og í raun ekkert síður en á
nútímamálið,“ segir Eiríkur Rögn-
valdsson, prófessor í íslenskri mál-
fræði við Háskóla Íslands.
Notaðir voru textar Íslend-
ingasagna, Landnámu og Sturl-
ungu, með nútímastafsetningu í
útgáfu Svarts á hvítu og Máls og
menningar, og reyndist greiningin
yfir 90% rétt eftir nokkrar atrenn-
ur. „Ég hugsa að það séu ekki
mörg tungumál sem væri hægt að
fara svona með, að nota forrit sem
er lagað að einu málstigi og beita
því svona auðveldlega á 700 til 800
árum eldri texta,“ segir Eiríkur.
Ýmislegt kemur til að hans sögn
og er það m.a. grundvallaratriði að
forritið lesi hinn forna texta með
nútímastafsetningu. „En greining-
aratriðin eru í sjálfu sér öll þau
sömu, af því að beygingarkerfið
hefur ekki breyst. Ef við ætluðum
hins vegar að gera þetta með
ensku og keyra forrit sem væri
þróað fyrir nútímaensku á Bjólfs-
kviðu, sem dæmi, þá stæðum við
frammi fyrir því að þar eru ýmis
beygingarleg atriði sem eru ekki
til í nútímaensku.“
Því væri mun meiri vinna að
gera slíkt forrit læst á fornsögur
enskrar tungu vegna þess að mál-
stig nútímaensku og fornensku eru
of aðskilin til þess að forritinu
nægi að læra annað þeirra til að
geta greint bæði. Eiríkur bendir
einnig á að orðaforði íslensku forn-
sagnanna sé að verulegu leyti
sameiginlegur nútímamáli og jafn-
framt fremur takmarkaður, þar
sem sögusviðið er þröngt og lýsir
hliðstæðum atburðum, s.s. bardög-
um og mannvígum.
Niðurstöðurnar gefnar út
„Svo eru setningar yfirleitt ekk-
ert óskaplega langar í forntext-
unum, en það er oft erfitt fyrir
svona forrit að fást við langar
setningar. Þannig að það eru ýms-
ir hlutir sem gera það að verkum
að þetta er auðveldara en við gerð-
um ráð fyrir.“ Rannsóknin á mál-
fræðigreiningu íslensks nútíma-
máls og fornmáls var kynnt á
alþjóðlegri ráðstefnu um mál-
tæknifræði í Marokkó fyrir tveim-
ur árum og vakti þar athygli.
Í kjölfarið fengu þau Sigrún og
Eiríkur beiðni um að skrifa grein
um rannsóknina og mun hún birt-
ast í safnriti sem Springer-forlagið
í Berlín gefur út síðar í maí.
Tæknin staðfestir að
fornritin eru læsileg
Morgunblaðið/Ómar
Handritin Hinn forni menningararfur er ennþá fremur aðgengilegur.
Málfræðiforrit jafnvígt á bæði forníslensku og nútímamál