Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 11
*Bremsuklossar að framan í
Volkswagen Fox með vinnu.
Eru bremsurnar í lagi?
25.067*
Laugavegi 170 -174 • 590 5000 • hekla.is • hekla@hekla.is • Þjónustuverkstæði um land alltTímapantanir í síma 590 5000 og á gvf@hekla.is
Das Auto.
Átök Reyni fannst heldur betur gaman að takast á við árnar í Ekvador.
Kólumbíu. „Það er magnað land og
ótrúlega gaman að vera þar. Ég væri
alveg til í að fara þangað aftur. Þetta
er mjög fallegt land og víðfeðmt og
náttúran stórbrotin og fjölbreytt.
Hæstu fjöllin eru um 5.000 metra há
og Amazonskógarnir ævintýri lík-
astir. Fólkið í Kólumbíu er líka ein-
stakt, mér fannst það ólíkt því sem er
í hinum löndunum. Allir eru svo ótrú-
lega vinalegir og nenna að tala við
mann þótt maður sé ferðamaður, en í
hinum löndunum er fólkið kannski
búið að fá leið á ferðamönnum.“
Flúðu upp í frumskóginn
Árnar sem siglt er á eru flokk-
aðar eftir erfiðleikastigum frá einum
upp í sex. „Flestar árnar sem ég fór í
voru í flokki númer fjögur og fimm,
þannig að þær voru þokkalega erf-
iðar. En þetta gekk allt mjög vel. Ég
vann sem leiðsögumaður hjá kajak-
fyrirtæki í tveggja daga ferð þarna
úti og við þurftum að gista í tjöldum
ekki svo langt frá ánni sem við sigld-
um á. Um nóttina rigndi rosalega og
áin reis mjög hratt og flaut yfir
bakka sína. Við vöknuðum upp um
miðja nótt því áin var komin upp að
tjöldunum og þurftum að hlaupa upp
í frumskóginn til að flýja vatnsflaum-
inn. Það er næst því sem ég komst í
einhvern háska,“ segir Reynir og
bætir við að það að róa á kajak í
straumvatni sé mjög ólíkt því að róa
á sjókajak. „Við erum á allt öðruvísi
kajak og með annan búnað. Og það
er oftast meiri hasar, þótt reyndar
geti líka alveg verið hasar á sjókajak
ef hvessir duglega. En þeir sem á
annað borð vilja vera á straumkajak
eru að sækjast eftir fjöri, þeir hafa
lítinn áhuga á lygnum ám. Þegar fólk
er orðið vant þá eru þetta ekkert
endilega meiri átök, heldur lætur
maður ána bera sig. Sjóbátarnir eru
vissulega miklu vinsælli en
straumkajakarnir, kannski af því að
fólk er ekki vant því að þurfa stund-
um að synda í köldum ám ef bátnum
hvolfir. En fólk þarf alls ekki að láta
það fæla sig frá þessu skemmtilega
sporti.“
Vinnur í sumar í flúða-
siglingum í Jökulsá
Reynir byrjaði að róa straum-
kajak þegar hann var aðeins tíu ára.
„Pabbi minn, Þorsteinn Guðmunds-
son, var á kafi í þessu og hann tók
mig alltaf með. Hann er upphafs-
maður kajaksiglinga hér á landi og
hann stofnaði kajakklúbbinn árið
1981. Mín fyrstu tök á straumkajak
voru í Elliðaánum og ég var smeykur
fyrst þegar ég var svona ungur en
svo sjóaðist maður. Þegar ég var 17
ára fór ég að vinna sem leiðsögu-
maður í flúðasiglingum og hef verið á
fullu í þessu síðan. Því miður getur
fólk ekki lengur æft sig á straum-
kajak í Elliðaánum, þar er ekki leng-
ur vaxandi straumur á ákveðnum
tíma dagsins því það er ekki lengur
hleypt vatni úr ákveðinni leiðslu í
virkjuninni. Fyrir vikið verður fólk
að fara í Hvítá eða Tungufljót til að
æfa sig. En það er hellingur hér á
landi af góðum ám sem henta fyrir
þessa íþrótt. Útlendingar eru mjög
hrifnir og þetta er fjörugt á vorin
þegar það eru leysingar og vatna-
vextir,“ segir Reynir sem vinnur í
sumar hjá ArcticRafting við að leið-
segja í flúðasiglingum á gúmmíbát-
um í Jökulsá austari og vestari.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
Spurður hvort þetta séu
þekktar myndir í jaðarsportheim-
inum sem er verið að sýna á há-
tíðinni jánkar Atli því. „Það komu
hingað amerískir skíðamenn um
daginn sem dvöldu fyrir norðan
hjá Jökli Bergmann til að taka
upp. Þeir kallast Teton Gravity
og það eru tvær skíðamyndir frá
þeim sem verða sýndar núna.
Önnur þeirra heitir Light the
Wick og hefur farið sigurför um
skíðaheiminn. Enda rosalega flott
mynd, hröð og mikið að sjá.“
Atli segir þetta vera flottar
myndir sem mikið er lagt í. „Mað-
ur hefur séð í gegnum árin að
BANFF-myndirnar eru að verða
stærri og flottari og meira lagt í
þær. Þetta eru ekki áhuga-
mannamyndir þar sem myndavél-
in hristist allan tíma, þetta eru
faglegar myndir,“ segir Atli sem
er búinn að sjá allar myndirnar
sem boðið er upp á í Bíó Paradís
í kvöld og annað kvöld. Skíða-
myndirnar eru í uppáhaldi hjá
honum. „Mér finnst gaman að
skíða og klifra þannig að skíða-
myndirnar og klifurmyndirnar
eru mitt uppáhald,“ segir Atli
sem er að vonum spenntur fyrir
hátíðinni.
Allar nánari upplýsingar um við-
burðinn má finna á:
www.isalp.is/banff.
Næsta fimmtudag, 19. maí, fer hið árlega Fjölnishlaup
fram í Grafarvogi. Í ár verður hlaupið haldið í 23. sinn og
hefst kl. 20. Er það haldið í samstarfi við Powerade-
mótaröðina. Bæði hlaupin eru ræst samtímis.
Vegalengdirnar sem eru í boði eru 10 km og 1,8 km
skemmtiskokk, tímataka er í báðum vegalengdum. Að-
eins 10 km hlaup gildir til stiga í Powerade-mótaröðinni.
Hlaupið er ræst frá Fjölnisvellinum og komið í mark þar.
Tekið verður á móti forskráningum á hlaup.com fram að
miðnætti miðvikudaginn 18. maí.
Hlaup
Morgunblaðið/Kristinn
Hlauparar Það geta allir tekið þátt í Fjölnishlaupinu á fimmtudaginn.
Fjölnishlaupið í 23. sinn
Kayakklúbburinn var stofnaður
vorið 1981 og er aðili að Íþrótta-
bandalagi Reykjavíkur. Starfsemi
klúbbsins hefur farið ört vaxandi
undanfarin ár og eru virkir félagar
nú um það bil 400.
Innan kajakíþróttarinnar eru
nokkrar gerðir kajaka, en hér á
landi er aðallega lögð stund á róð-
ur á straumvatns- og sjókajökum.
Æfingar í sundlaugunum byrja í
september og eru einu sinni í viku
fram í maí. Yfir veturinn hittast
menn á Geldinganesinu á laugar-
dagsmorgnum klukkan 09:30 og
róa saman, en á fimmtudags-
kvöldum klukkan 20:00 á sumrin.
Nokkrar kajakferðir eru skipulagð-
ar á hverju sumri, bæði á sjó og í
ánum. (Af kayakklubburinn.is)
Ört vaxandi starfsemi
ÆFINGAR Í SUNDLAUGUM
Það er engin ástæða fyrir foreldra að
láta börnin sitja heima á meðan þeir
njóta útivistar. Fjölskyldan getur gert
ýmislegt saman utandyra og allir
notið hreyfingarinnar og ferska lofts-
ins ef viðeigandi útivist er valin. Fyrir
íbúa höfuðborgarsvæðisins er til
dæmis tilvalið að ganga saman upp á
Úlfarsfell en þangað upp geta börn
niður í fjögurra ára léttilega gengið
ef góða skapið er með í för.
Börnum á öllum aldri finnst mjög
gaman að gera eitthvað úti með for-
eldrum sínum. Með því læra þau að
kanna umhverfið og fá hreyfingu í
leiðinni. Það eru endalausir mögu-
leikar í boði ef hugmyndaflugið er
virkjað. Best er að byrja á því að
safna hópnum saman og koma hon-
um í útigallann. Það þarf ekki endi-
lega að fara í langar fjallgöngur eða
hjólaferðir, það er alveg nóg að skella
sér út á lóð í Dimmalimm eða elting-
arleik og þá er útiveran og hreyfingin
komin auk þess sem gömlu góðu úti-
leikirnir eru mjög skemmtilegir. En
það er margt sem kemur til greina:
– Gönguferð er mjög góð leið til að
vera úti og fá æfingu. Það er hægt að
gera ævintýraferð úr göngunni með
því að taka með nesti eða skipuleggja
fjársjóðsleit. Takið með myndavél og
leyfið börnunum að velja myndefnið.
Fræðið þau um blómin og skordýrin.
– Garðvinna er góð leið fyrir fjöl-
skylduna til að vera saman úti. Allir í
fjölskyldunni geta fengið sitt hlut-
verk í vinnunni; einn vökvað, annar
sett niður o.s.frv. Látið krakkana taka
saman greinarnar sem þið klippið af
trjánum. Þeim finnst líka frábært að
borða uppskeruna að hausti af því
sem þau settu sjálf niður að vori. Árs-
tíðabundin vinna eins og berjatínsla,
kartöfluupptaka og annað er
skemmtileg fyrir börn.
– Stjörnuskoðun. Skoðið stjörn-
urnar úr garðinum, farið út fyrir bæ-
inn eða á skipulagðar stjörnuskoð-
unarsamkomur. Börn hafa svo gaman
að því að fræðast um heima og
geima.
– Takið til. Kennið börnunum góða
umgengni með því að taka til í kring-
um ykkur. Tínið ruslið í kringum hús-
ið, málið grindverkið og kennið börn-
unum að þau geta líka gert eitthvað
jákvætt fyrir umhverfið. Verið góðar
fyrirmyndir.
– Farið með þau á næsta opna
boltavöll í fótbolta, körfubolta, blak
eða sparkið boltanum bara á milli
ykkar. Það þarf ekki að gera keppni
úr leiknum.
– Önnur útivera getur farið eftir
veðri eða árstíð. Það er hægt að fara í
hjólreiðatúra, á skíði eða snjóþotu, í
fuglaskoðun, sund og margt fleira.
Börn og útivist
Njótið útiverunnar saman
Morgunblaðið/Frikki
Brennó Skemmtilegur boltaleikur fyrir alla fjölskylduna.
www.kayakklubburinn.is