Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
Félagsmiðstöðvarnar á Vest-
urgötu 7 og Vitatorgi halda
sameiginlega fjölbreytta hand-
verkssýningu og skemmtun
dagana 19.-21. maí. Opið verð-
ur frá 13-16:30 alla dagana.
Veislukaffi verður framreitt kl.
14:30-16:30 og sérstakir við-
burðir hefjast kl. 15.
Á fimmtudeginum syngur
kór félagsstarfs aldraðra undir
stjórn Gróu Hreinsdóttur, á
föstudeginum sýnir starfsfólk heildverslunar-
innar Logy dömutísku sumarsins og á laugardeg-
inum leikur Vitatorgsbandið fyrir dansi. Sigurgeir
Björgvinsson verður við flygilinn. Handverksfólk
verður með söluborð.
Handverk
Handverkssýning
á Vitatorgi
Teppi Ýmis verk
verða til sýnis.
Nú stendur í Suðsuðvestur sýn-
ing á teikningum Margrétar H.
Blöndal. Á sýningunni, sem ber
yfirskriftina Slíður (The Heart
is a Lonely Hunter) eru teikn-
ingar frá því í vinnustofudvöl
Margrétar í Laurenz Haus
Stiftung í Basel í Sviss veturinn
2010-2011. Margrét hefur útbú-
ið sérstaka umgjörð um teikn-
ingarnar sem eru allar í sömu
stærð, eins konar hulstur, og er
hverri teikningu rennt inn um rifu á kantinum á
gegnsæjum kassa.
Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22, Keflavík. Opið
er um helgar frá kl. 14 til 17 og eftir samkomulagi í
síma 662 8785. Sýningunni lýkur 5. júní.
Myndlist
Slíður Margrétar
í Suðusuðvestur
Margrét H.
Blöndal
ADHD kemur fram á fjórðu
tónleikum tónleikaraðar Jazz-
klúbbsins Múlans í Norræna
húsinu annað kvöld kl. 21:00.
ADHD skipa þeir Óskar og
Ómar Guðjónssynir, Óskar
leikur á saxófón en Ómar á gít-
ar, Davíð Þór Jónsson píanó-
leikari og Magnús Trygvason
Elíassen trommuleikari.
Hljómsveitin fór í hljóðver í
febrúar sl. og tók upp sína aðra
breiðskífu og hyggst spila efni af væntanlegum
diski í bland við eldra efni.
Múlinn er samstarfsverkefni Félags Íslenskra
Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar í sam-
starfi við Norræna húsið.
Tónlist
ADHD leikur í
tónleikaröð Múlans
Óskar
Guðjónsson
Alþjóðabarnabókaráðið, IBBY,
veitti á sunnudag svonefndar Vor-
vindaviðurkenningar við athöfn
sem haldin var í Gunnarshúsi. Við-
urkenningarnar hlutu Agnieszka
Nowak og Vala Þórsdóttir fyrir
pólsk-íslensku bókina Þankaganga
– Myslobieg sem kom út á síðasta
ári, Margrét Örnólfsdóttir fyrir
margþætt menningarstarf í þágu
barna, sérstaklega skáldsögurnar
tvær um Aþenu sem komu út árin
2009 og 2010, Norræna húsið fyrir
barnadagskrá árið um kring og
hljómsveitin Pollapönk fyrir barna-
tónlist. Vorvindaviðurkenningar
IBBY hafa verið afhentar árlega
frá árinu 1987.
Elías Snær Einarsson og Freydís
Balbina tóku við viðurkenningunni
fyrir hönd Agnieszku Nowak og
Pia Viinikka var fulltrúi Norræna
hússins.
Viðurkenning Margrét Örnólfs-
dóttir, Haraldur F. Gíslason, Heiðar
Örn Kristjánsson, Elías Snær Ein-
arsson, Arnar Þór Gíslason, Freydís
Balbina Aradóttir og Pia Viinikka.
Vorvinda-
viður-
kenningar
Alþjóðabarna-
bókaráðið veitir
viðurkenningar
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Mikil gróska hefur verið í dans-
listum hér á landi undanfarin ár sem
skrifast eflaust að miklu leyti á þá
uppbyggingu sem verið hefur í
Listaháskóla Íslands frá því þar
hófst kennsla í samtímadansi. Nú í
vor útskrifast níu nemendur sem
dansarar af samtímadansbraut
Listaháskólans og sl. föstudag frum-
sýndu þeir tvö ný dansverk sem þeir
unnu í samstarfi við danshöfundana
Tony Vezich og Sveinbjörgu Þór-
hallsdóttur. Verkin eru The Genius
of the Crowd og How did you know
Frankie?
Sýning Vezich, The Genius of the
Crowd, byggist á tækni sem dans-
ararnir stunda öll námsár sín við
skólann og kallast „Release the
Beast“ og þróuð af Vezich. Verk
Sveinbjargar, How did you know
Frankie? er leikhússkotið dansverk
sem er unnið út frá dauðasyndunum
sjö. Dansarar í báðum sýningunum
eru Austeja Vilkaityte, Ásrún Magn-
úsdóttir, Kara Hergils, Marie
Bergby Handeland, María Þórdís
Ólafsdóttir, Lea Vendelbo Petersen,
Lotta Suomi og Þyri Huld Árnadótt-
ir.
Eins og fram kemur voru verkin
frumsýnd sl. föstudag, en tvær sýn-
ingar eru eftir á þeim, á mið-
vikudagskvöld kl. 20.00 og á fimmtu-
dagskvöld á sama tíma. Verkin eru
sýnd í Gaflaraleikhúsinu, Strand-
götu 50, Hafnarfirði.
Ásrún Magnúsdóttir er ein flytj-
enda og hún segir að það sé spenn-
andi að vera komin út í raunveru-
leikann eftir að hafa stundað námið
undanfarin ár. „Þetta hefur gengið
mjög vel hjá okkur og við höfum
fengið góðar undirtektir. Raunveru-
leikinn er spennandi og hann er líka
skemmtilegur og ekkert svo hræði-
legur,“ segir hún og hlær við. „Mað-
ur verður að hafa trú á því sem mað-
ur er að gera og þá fer allt vel.“
Hún segir að verkin tvö séu mjög
ólík og því bæði skemmtileg fyrir
flytjendur og áhorfendur. „Í fyrra
verkinu fáum við að spreyta okkur á
leiktexta, enda er leikriti blandað
saman við dansinn, og það er góð
áskorun þar sem við erum ekki leik-
konur og verðum því að vera vel með
á nótunum. Seinna verkið er svo lík-
amlegt, kraftmikið dansverk, mjög
erfitt og mjög gefandi. Við höfum
verið að vinna í „Release the Beast“
eftir Tony síðastliðin þrjú ár og af-
raksturinn er í fjörutíu mínútna
verki sem er mjög erfitt líkamlega,
maður verður að sleppa sér alger-
lega, en samt vita nákvæmlega hvað
maður er að gera. Eftir á erum við
líka algerlega búnar.“
Ljósmynd/Jón Þorgeir Kristjánsson
Skemmtilegt Frá sýningu útskriftarnemenda af samtímadansbraut
Listaháskóla Íslands í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.
Leikhússkotin
kraftmikil
líkamstjáning
Leikur og dans
» Níu danskonur útskrifuðust
frá samtímadansbraut
Listaháskólans um daginn.
» Auk þeirra koma fjórtán
manns að sýningunni í Hafn-
arfirði.
Útskrift frá samtímadansbraut
Á miðvikudagskvöldið kl. 21 flytur
kórinn ný verk eftir Hörð Bragason
og Sigtrygg Berg Sigmarsson auk
eldri verka eftir Magnús Pálsson í
Nýlistasafninu. Á efnisskránni eru
„Angelmonky“ eftir Hörð Bragason,
„Talningarvél“ eftir Hörð Bragason
og Magnús Pálsson, „Jarðarniður“
eftir Hörð Bragason, „Stjórnand-
inn“ eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson
og „3 þættir úr Freyskötlu“ eftir
Magnús Pálsson.
Nýlókórinn eða Íslenski hljóðljóð-
akórinn (The Icelandic Sound Po-
etry Choir) var stofnaður 2003 og
fæst við flutning hljóðljóða. Kórinn
er ekki raddkór í hefðbundnum
skilningi, en kórfélagar eru að stofni
til starfandi myndlistarmenn, en
einnig hafa lagt honum lið leikarar,
dansarar og fleiri lista- og áhuga-
menn. Stjórnendur kórsins hafa frá
upphafi verið Snorri Sigfús Birg-
isson og Hörður Bragason, en Hörð-
ur er nú aðalstjórnandi kórsins.
Nýlókórinn var stofnaður 16. júní
2003 að undirlagi Magnúsar Páls-
sonar, en hann var með sýningu í
Nýlistasafninu í tengslum við
Listahátíð 2002 og á opnun sýning-
arinnar var flutt fyrsta verkefni
kórsins, gjörningurinn „Bílatal“ eft-
ir Magnús. Í kjölfarið flutti kórinn
verk eftir danska listamanninn Erik
Andersen. Verkið var flutt af Nýló-
kórnum og kór Grafarvogskirkju og
hófst í Nýló, síðan fram haldið í
Hólavallakirkjugarði og lauk í Nes-
kirkju, en áheyrendur voru fluttir á
milli staða í rútu.
Kórinn hefur komið fram á Fjöl-
ljóðahátíðinni í Reykjavík 2006
(PPF Polipoetryfestival), tvisvar á
Listahátíð í Reykjavík og tvisvar á
listahátíðinni Sequences. Hann hef-
ur flutt margvísleg verk eftir inn-
lenda og erlenda höfunda; Magnús
Pálsson, Philip Corner, Eric And-
ersen, Kristin G. Harðarson, Rúrí,
Hörpu Björnsdóttur, Ástu Ólafs-
dóttur, Eiríksínu Ásgrímsdóttur og
Áka Ásgeirsson.
Nýlókórinn í Nýlistasafni
Hljóðljóð Nýlókórinn eða Íslenski hljóðljóðakórinn er ekki raddkór í hefð-
bundnum skilningi. Kórfélagar eru að stofni til starfandi myndlistarmenn.
Kórinn flytur ný verk eftir Hörð Bragason og Sigtrygg
Berg Sigmarsson auk eldri verka eftir Magnús Pálsson
Á morgun halda Baldur J. Bald-
ursson og Kristján Guðjónsson út-
skriftartónleika sína í Sölvhóli, tón-
listarsal Listaháskólans, en þeir
útskrifast með MA-gráðu í tón-
smíðum frá tónlistardeild Listahá-
skólans í vor. Tónleikarnir hefjast
kl. 20.00.
Á tónleiknum verða frumflutt
verkin Four Themes eftir Baldur Jó-
hann og Kvika fyrir hljómsveit eftir
Kristján Guðjónsson. Einnig verður
flutt verk Kristjáns Leysingar fyrir
hörpu og píanó.
Four Themes byggist að stórum
hluta á rannsóknum tengdum loka-
verkefni Baldurs sem fjallar um að
hámarka þá upplifun sem tónlist
getur veitt við spilun fjölspilunar
tölvuleikja. Flutningur er bæði lif-
andi sem og leikin af diski. Forritið
Calmus sér um að semja hluta
verksins eftir fyrirfram gefnum for-
sendum.
Kvika fyrir hljómsveit var samið
haustið 2010. Verkið er einþátt-
ungur sem skiptist í meginatriðum í
tvo efnishluta og Coda þar sem fyrri
hlutinn stendur fyrir náttúruna eða
landið en hinn síðari, þar sem und-
irliggjandi er þjóðlagið Ísland far-
sælda frón, fyrir einstakling og þjóð.
Sölvhóll, tónleikasalur Listahá-
skólans, er á horni Klapparstígs og
Skúlagötu.
Útskriftartón-
leikar í Sölvhóli
Frumflutt verk eftir Baldur J.
Baldursson og Kristján Guðjónsson
Baldur J.
Baldursson
Kristján
Guðjónsson
Þetta er hátíð kvik-
mynda en líka hátíð
mannlegs eðlis 32
»