Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 16. maí 2011, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2011 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 16. maí 2011, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og trygginga- gjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launa- skatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaá- lagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjó- manna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækj- um, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrann- sóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögð- um þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sér- stakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekju- skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldr- aðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, of- greiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eft- irstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuld- arinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjár- nám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk út- lagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af öku- tækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lög- veð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrr- greindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum til- vikum. Reykjavík, 17. maí 2011 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmanna- eyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Skemmtiferðaskipið Aþena lagðist að Miðbakkanum í Reykjavík í gær- morgun og þar með hófst árlegur kafli í komu ferðamanna til landsins. Í sumar eru bókaður 67 komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur með um 70.000 farþega. Stærstu skipin í ár eru Crown Princess og Emerald Princess. Þau eru um 116.000 brt. og taka liðlega 3.000 far- þega hvort. Aþena er liðlega 16.000 brt. og er með tæplega 400 farþega að þessu sinni. Aþena fór frá Reykjavík áleiðis vestur um land í gærkvöldi, verður á Ísafirði í dag og Akureyri á morgun. Annars liggja 18 skemmtiferðaskip með yfir 21.000 farþega við bakka í Reykjavík yfir nótt í sumar, en að öðru leyti koma skipin yfirleitt snemma að morgni og fara að kvöldi sama dags. Farþegar og áhöfn nýta tímann í landi gjarnan vel. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að alltaf séu skipulagðar ferðir af ýmsum toga í boði auk þess sem ferðamennirnir skoði sig um á eigin vegum í nærumhverfinu. Eðlilega skilja farþegarnir eftir meiri pening eftir því sem dvölin er lengri. Samkvæmt könnun meðal farþega skipa sem komu til Reykja- víkur, Akureyrar og Seyðisfjarðar 2009 skiluðu farþegar og áhafnir þessara skipa samtals um 2,5 millj- arða króna tekjum í þjóðarbúið. Á landsvísu færðu skipakomurnar um 3,5 milljarða króna í tekjur. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Aþena Skemmtiferðaskipið Aþena með tæplega 400 farþega lagðist að Miðbakkanum í Reykjavík í gærmorgun. Aþena fyrst til Reykjavíkur í ár  Um 400 ferðamenn með skipinu Guðjón Þorberg Andr- ésson, fyrrverandi for- stöðumaður og öku- kennari, er látinn, 78 ára að aldri. Guðjón lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 13. maí síðastliðins. Guðjón fæddist að Raufarfelli undir Aust- ur-Eyjafjöllum þann 29. mars 1933. Hann var sonur hjónanna Andr- ésar Andréssonar, bónda í Berjanesi, og Mörtu Guðjónsdóttur. Guðjón ólst upp við öll almenn sveitastörf að Berjanesi undir Aust- ur-Eyjafjöllum og var ungur á vertíð- um í Vestmannaeyjum þar sem hann lauk skipstjórnarprófi. Hann flutti til Reykjavíkur rúmlega tvítugur að aldri, starfaði á Keflavíkurflugvelli og ók síðan leigubifreiðum um langt ára- bil, fyrst hjá BSR. og síðar Hreyfli. Þá starfrækti Guðjón verslunina Sportbæ í Bankastræti á fyrri helmingi áttunda ára- tugarins. Guðjón tók ungur próf til ökukennslu og sinnti ökukennslu um langt árabil. Hann var forstöðumaður Bif- reiðaprófa ríkisins um skeið, sat einnig í stjórn Ökukennarafélags Ís- lands og var heið- ursfélagi þess. Hann sat í Um- ferðarráði og hafði um- talsverð áhrif á lög og reglugerðir um ökukennslu og fólksflutninga. Þá var Guðjón einn af stofnendum Borgara- flokksins og sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum flokksins. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir og eru börn þeirra fjögur, Steinar Þór, Hilmar, Marta og Raggý. Andlát Guðjón Þ. Andrésson Hvert skref til nánara samstarfs við Evrópu hefur fært Íslendingum bætt lífskjör og í þeim ríkjum sem nýverið hafa gengið í ESB hafa fjárfestingar nær því tvöfaldast. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu utanríkisráðherra, Öss- urs Skarphéðinssonar, á Alþingi í gær þegar hann lagði fram skýrslu um helstu verkefni utanríkisþjón- ustunnar síðastliðna tólf mánuði. Í máli ráðherra kom einnig fram að það væri mat helstu sérfræðinga að Ísland gæti tekið upp evruna þrem- ur árum eftir að ESB-aðild yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu en stefnt er að því að hefja eig- inlegar aðildarviðræður í lok júní. Bauð Ashtiani hæli á Íslandi Í ræðu sinni fjallaði utanríkisráð- herra einnig um málefni Líbíu og sagði aðgerðir Atlantshafsbanda- lagsins hafa komið í veg fyrir stig- mögnun átakanna og það væri stefna íslenskra stjórnvalda að ályktun 1973 veitti ekki heimild til að ráða einstaklinga af dögum. Því hefði Ísland verið meðflytjandi að tillögu um rannsókn Alþjóðaglæpa- dómstólsins, sem var grundvöllur þeirra kæru sem birt var á hendur Múammar Gad- dafi í gærmorg- un. Þá ítrekaði ráðherra stuðn- ing við ótvíræðan rétt Palestínu- manna til að búa í friði í eigin landi. Hann sagði einnig frá því að hann hefði í við- ræðum við fulltrúa stjórnvalda í Ír- an boðið Ashtiani, konunni sem komst í heimsfréttirnar eftir að hafa verið dæmd til að vera grýtt til dauða fyrir framhjáhald, hæli á Ís- landi. Í skýrslunni sem ráðherra lagði fram er einnig fjallað um framlag Íslands til baráttunnar gegn fátækt og hungri í heiminum en í henni kemur fram að samkvæmt áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Ís- lands árin 2011-2014 er gert ráð fyr- ir að framlög Íslands til þróunar- mála fari stigvaxandi næstu árin og verði orðin 0,7% af vergri þjóðar- framleiðslu árið 2021. holmfridur@mbl.is Evra þremur árum eftir aðild  Eiginlegar viðræður hefjast í lok júní Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.