Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011
Audi Q7 4.2 FSI S-Line
Sérlega vel útbúinn bíll. Árgerð: 28.3.2008
Eldsneyti: Bensín. Ekinn: 46.000 km
Ásett verð: 9.250.000,-
Tilboðsverð: 7.990.000,-
HEKLA
NOTAÐIR
BÍLAR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Með stystu Grímsvatnagosum
Grímsvatnagosið stóð yfir í sex og hálfan sólarhring Lauk á laugardag
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Grímsvatnagosið er með stystu gosum í eldstöð-
inni. Það stóð yfir í sex og hálfan sólarhring. Eld-
gosin í Grímsvötnum 2004 og 1983 stóðu þó enn
skemur, eða 4 til 5 daga.
Gosið í Grímsvötnum hófst að kvöldi laugar-
dagsins 21. maí og var öflugt í fyrstu, eins og van-
inn er í þessari eldstöð, og fjaraði fljótt út. Gosórói
var slitróttur frá því á fimmtudag. Að morgni síð-
astliðins laugardags, 28. maí, dró verulega úr óróa
á mælum á Grímsfjalli og var hann alveg horfinn
klukkan sjö.
Leiðangursmenn í vikulangri vorferð Jökla-
rannsóknafélags Íslands gátu séð það með eigin
augum í gær að gosi væri lokið. Vísindamenn settu
því goslok klukkan sjö að morgni laugardags.
Gjálpargosið stóð í þrettán daga
Skipulegu hreinsunarstarfi er lokið í Skaftár-
hreppi og landið hefur tekið ótrúlega við sér eftir
öskufallið. Enn eiga íbúarnir þó eftir að glíma við
ýmsar afleiðingar eldgossins, svo sem ösku á af-
rétti og ræktuðu landi.
Jarðeldur hefur verið uppi í Grímsvatnaeldstöð-
inni níu til tíu sinnum frá því í upphafi tuttugustu
aldarinnar, eins og lesa má um í bók Ara Trausta
Guðmundssonar, Íslenskar eldstöðvar. Gosin hafa
vanalega staðið í eina til þrjár vikur. Þannig tók
Gjálpargosið þrettán daga og gosið tveimur árum
seinna tíu daga. Dæmi eru um styttri gos. Þannig
gaus í fimm daga 1983 og fjóra daga 2004.
Eldgosin tvö í Eyjafjallaeldstöðinni á síðasta ári
stóðu lengur. Það gaus á Fimmvörðuhálsi í þrjár
vikur og tvo mánuði í Eyjafjallajökli.
Gos í Heklu standa oftast yfir mánuðum saman.
Þó eru dæmi annars, t.d. gaus aðeins í þrjá daga
1980 og 11 daga árið 2000. Vestmannaeyjagosið
1973 stóð yfir frá janúar til júní en Surtseyjargos-
ið í fjögur ár. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga.
Vísindamenn
settu goslok
klukkan
sjö að morgni
laugardags.
Flugvirkjar hafa boðað til vinnustöðvana 8., 9. og 10. júní
frá klukkan sex að morgni til klukkan tíu. Skili þær ekki
árangri er gert ráð fyrir tveggja daga verkfalli sem hefst
á miðnætti 20. júní. Flugvirkjar hafa verið án samninga
síðan 31. janúar síðastliðinn og er deilan hjá sáttasemjara
þar sem viðræður halda áfram.
„Menn hafa bara ekki náð saman ennþá og þetta er
neyðarúrræði sem við fórum út í,“ segir Óskar Einarsson,
formaður Félags flugvirkja. Aðgerðirnar séu líklegar til
þess að valda einhverjum töfum á flugi til Evrópu. „Við
skulum vona að það komi ekki til þess. Það er enn vika í
þetta og það getur margt gerst á viku. Menn eru að ræða
saman og þetta hleypir vonandi einhverjum glæðum í við-
ræðurnar.“
Félag grunnskólakennara samþykkti í gær kjarasamn-
ing, sem gerður var við Samband íslenskra sveitarfélaga
hinn 14. maí, með rúmlega 86% atkvæða. kjartan@mbl.is
Flugvirkjar samþykkja
vinnustöðvanir og verkfall
Grunnskólakennarar sam-
þykktu nýjan kjarasamning
„Það á ekki að
setja fjármagnið
á jaðarsvæði
landsins. Það er
hin dapurlega
staðreynd. Þetta
er svo arðbært
og gott verkefni
að það væri
löngu gengið í
gegn ef það
hefði átt að setja
upp annars staðar,“ segir Ólafur
Hr. Sigurðsson, fráfarandi bæj-
arstjóri á Seyðisfirði, um þá
ákvörðun Framtakssjóðs Íslands
að leggja ekki hlutafé í fyrirtæki
sem hugðist reisa álkaplaverk-
smiðju í bænum.
Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður
Framtakssjóðs Íslands, segir að
fjárfesting verksmiðjunni, eins og
verkefnið var lagt upp, samræmd-
ist ekki markmiðum Framtaks-
sjóðsins um arðsemi og áhættu.
Það hafi fengið mjög vandlega
greiningu hjá sjóðnum.
Ólafur sagði í pistli á vef bæjar-
ins að peningaöfl landsins stýrðu
því algerlega hvert fjármagnið
færi og einu virtist gilda þótt fjár-
málaráðherra landsins „legðist á
árar með okkur og reyndi að koma
vitinu fyrir menn“. Hann segir að
verkefnið hafi víða notið velvilja,
meðal annars hjá fjármálaráð-
herra. „Hann hefur verið að
þrýsta á Framtakssjóðinn að koma
inn í þetta. Það hefur ekki dugað
til. Ég hefði haldið að það munaði
um að hafa fjármálaráðherra með
sér í liði.“
Setja ekki
peninga á
jaðarsvæði
Ólafur Hr.
Sigurðsson
Ráðherra þrýsti á
Allt tiltækt slökkvilið Borgar-
byggðar var kallað út á níunda
tímanum í gærkvöldi vegna elds
sem kviknaði í hlöðu við bæinn
Laxholt í Mýrarsýslu. Eldurinn
breiddist síðar út í fjárhús og
brunnu inni fáeinar sauðkindur.
Sauðfjárbú er í Laxholti, en flest-
ar ær voru þó úti.
Á þriðja tug slökkviliðsmanna
tók þátt í slökkvistarfinu sem
gekk vel þrátt fyrir talsverðan
vind. Útihúsin eru þó talin ónýt en
þau féllu að hluta..
Óvíst er með upptök eldsins en
málið er í rannsókn.
Sauðkindur
drápust í bruna
Áhangendur knattspyrnuliðs Keflavíkur fóru sárir á brott frá Árbæ í
Reykjavík í gærkvöldi en þar áttust við Fylkir og Keflavík. Leiknum lauk
með sigri heimamanna, 2:1, en það voru ekki aðeins stigin sem töpuðust
sem fengu á menn að leik loknum. Lögregla hafði nefnilega sektað alla þá
sem lögðu bílum sínum ólöglega, og voru þeir ófáir. Þó svo eflaust megi
halda því fram að einhverjir þeirra bíla sem merktir voru sektarmiða hafi
verið í eigu Árbæinga gátu þeir þó alla vega huggað sig við sigurmarkið
sem skorað var undir lok leiksins, með fyrsta skoti á mark eftir leikhlé.
Engin stig og sekt eftir heimsókn í Árbæinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yfir þrjátíu fundir fóru fram hjá Rík-
issáttasemjara í gær og var vonast
til þess að hægt væri að ljúka við
einhverja samninga í gærkvöldi og í
nótt.
Á meðal þeirra félaga sem enn
eiga eftir að semja er Bandalag há-
skólamanna, sem á í viðræðum við
Samband íslenskra sveitarfélaga,
ríkið og Reykjavíkurborg.
Þá eiga fagfélög innan BSRB, lögreglumenn og
slökkviliðsmenn, starfsmannafélög sveitarfélaga og
aðrir ríkisstarfsmenn sem ekki eru innan vébanda
SFR eftir að semja.
Fundað inn í nóttina
MIKIÐ AF VIÐRÆÐUM ENN Í GANGI
Flugvirkjar boða
vinnustöðvun.