Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 10
Nú styttist í stærstu hjólreiðahátíð
ársins, hina árlegu Bláalónsþraut á
fjallahjóli. Hátíðin fer fram sunnu-
daginn 12. júní og verður það í 16.
skipti sem hún er haldin. Þátttöku-
met var slegið í fyrra en þá tóku 324
keppendur þátt.
Bláalónsþrautin er fyrst og fremst
hjólreiðamót fyrir almenning og til-
valin fyrir fólk sem vill reyna aðeins á
sig og njóta góðrar útiveru og fagurs
landslags á Reykjanesi í leiðinni og
njóta Bláa lónsins að keppni lokinni.
Hjólaðar verða tvær vegalengdir, 60
km og 40 km, og lagt af stað frá Ás-
vallalaug í Hafnarfirði. Verðlaunaaf-
hending verður kl. 15 við markið á
bílastæði Bláa lónsins.
Keppnin verður með svipuðu sniði
og fyrri ár með nokkrum mikilvægum
breytingum en um þær má lesa á vef-
síðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur
www.hfr.is. Allar gerðir hjóla eru
leyfðar í Bláalónsþrautinni en liggi-
stýri (letingjar) eru bönnuð. Net-
skráningu lýkur 3. júní næstkomandi.
Endilega …
… búið ykkur undir hjólreiðamót
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjólreiðar Bláalónsþrautin fer fram 12. júní næstkomandi.
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011
Gönguferðin þín er á utivist.is
Skoðaðu ferðir
á utivist.is
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
5rytma dansinn var þróaður afbandarískri konu sem heitirGabrielle Roth. Hún hafði ver-ið að dansa ballett og annað
slíkt og meiddist á hné og gat ekki ver-
ið í því. En hún hafði svona ofboðslega
þörf fyrir að dansa og fór að dansa
sinn eigin dans og að miðla honum til
fólks,“ segir Sigurborg Kr. Hannes-
dóttir 5 rytma danskennari. „Roth
virðist hafa ratað á þennan dans sem
býr í okkur öllum og er þessi náttúru-
lega leið til að dansa sig inn í trans.
Eins og forfeður okkar gerðu og ýmsir
þjóðflokkar gera enn í dag. Þegar
dansinn verður leið til að tengjast lík-
ama og sál og bara guðsneistanum í
okkur.“
Roth skapaði dansinn fyrir um
fjörutíu árum og er hann frekar nýr af
nálinni hér á landi. Sigurborg er fyrsti
Íslendingurinn sem fékk kennara-
þjálfun í 5 rytma dansi.
„Ég kynnist 5 rytmunum fyrir um
fimmtán árum. Þá fór ég á námskeið
hjá manni frá Kanada og hann var með
eigin útgáfu af 5 rytma dansinum. Ég
var þá að byrja nýjan kafla í mínu lífi
og ég fór bara að dansa og það hjálpaði
mér einhvernveginn í gegnum þetta
umbreytingartímabil. Þá var ég búin
að ganga með það í svolítinn tíma að
fara í óvissuferð í lífinu og ég gerði það
þarna. Það fáa sem ég hafði með mér í
veganesti var listi yfir fimmrytma-
danskennara út um allan heim. Ég
endaði á að dvelja í Bretlandi í hálft ár
og dansaði þar með ýmsum kennurum.
Þegar ég kom heim fór ég að skipu-
leggja námskeið með breskum kenn-
ara sem er enn að koma hingað, hann
heitir Alain Allard. Ég kláraði svo
Þorsti sálarinnar
leiðir fólk á dansgólfið
„Fyrir mig hefur þetta verið leið til að þora að lifa lífinu lifandi,“ segir Sigurborg
Kr. Hannesdóttir, fyrsti 5 rytma danskennari á Íslandi. Rytmadans byggist á fimm
rytmum sem skapa öldu sem flæðir í gegnum líkamann og leysir orku og kjark úr
læðingi, losar um hindranir og heilar gömul sár.
Flæði Dansinn er stiginn í öldukenndum takti.
Innlifun Sigurborg stígur dans fyrir líkama og sál.
Utivist.is er heimasíða ferðafélagsins
Útivistar. Félagið var stofnað árið
1975 og hefur síðan þá boðið upp á
fjölbreytta og skemmtilega dagskrá
tengda útivist. Dagskrá Útivistar má
sjá á heimasíðunni, en þar ættu allir
að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Útivist býður upp á göngur víðsvegar
um landið; allt frá léttum gönguferð-
um upp í erfiðar fjallgöngur fyrir vel
þjálfaða göngugarpa. Útivist býður
einnig upp á svokallaða útivistar-
rækt, sem fer fram tvisvar til þrisvar í
viku, þátttakendum að kostnaðar-
lausu. Næsta útivistarrækt fer fram í
kvöld klukkan 18:30, en nánari upp-
lýsingar er að finna á síðunni uti-
vist.is. Þá er þar einnig að finna upp-
lýsingar um gistiskála, staðsetningu
og stærð þeirra, sem og skemmti-
legar gönguleiðir og kennileiti í
grennd við skálana. Ef þú hefur
áhuga á að komast í skemmtilegar
gönguferðir þá er fyrsta skrefið tekið
á utivist.is.
Vefsíðan www.utivist.is
Morgunblaðið/Heiddi
Fjallganga Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hjá utivist.is
Útivist fyrir alla
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Amerískir vísindamenn telja sig hafa
fundið nýjan sökudólg offitufaraldurs-
ins þar í landi, nefnilega ameríska
vinnustaði. Miklar breytingar hafa
orðið á vinnuafli síðan 1960 og bendir
ýmislegt til þess að töluverðan hluta
af innlendri þyngdaraukningu megi
rekja til minnkandi hreyfingar á vinnu-
degi.
Störf sem krefjast nokkurrar hreyf-
ingar voru um 50 prósent af vinnu-
markaðinum árið 1960 en þeim hefur
fækkað verulega, eða niður í aðeins
20 prósent nú. 80 prósent af störfum
eru kyrrsetustörf eða krefjast ein-
ungis smávægilegrar hreyfingar. Þess-
ar breytingar þýða að brennslan hefur
dregist saman um 120-140 hitaein-
ingar á dag, sem passar við stöðuga
þyngdaraukningu þjóðarinnar síðustu
fimm áratugi, samkvæmt skýrslu sem
birt var nýlega í tímaritinu PLoS One.
Í dag er talið að einn af hverjum
þremur Ameríkönum sé of feitur. Vís-
indamennirnir leggja þó áherslu á að
lítil hreyfing á vinnustað sé aðeins
brot af þessu, mataræði, lífsstíll og
erfðafræði leika einnig mikilvægt hlut-
verk.
En nýjar áherslur á minnkandi
hreyfingu á vinnustöðum fela í sér
miklar breytingar á hugsun og sýna að
heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur barist
í fremstu víglínu gegn offitu og ein-
beitt sér fyrst og fremst að matar-
venjum og hreyfingu heima fyrir, hefur
látið eitt helsta framlag til þyngdar-
aukningar Ameríkana framhjá sér
fara. Niðurstöðurnar setja einnig
þrýsting á atvinnurekendur að stuðla
að meiri og bættari hreyfingu á vinnu-
stað.
„Ef við ætlum að reyna að komast
að kjarna offituvandans þarf að ræða
hreyfingu á vinnustað,“ segir dr. Tim-
othy S. Church sem leiddi rannsókn-
ina. „Það er fullt af fólki sem segir að
þetta snúist bara um mat. En vinnu-
umhverfið hefur breyst svo mikið að
við þurfum að endurhugsa hvernig við
ætlum að gera atlögu að vanda-
málinu.“
Í skýrslunni kemur fram að um
1960 var einn af hverjum tveimur Am-
eríkönum í vinnu sem krafðist hreyf-
ingar, núna er talið að þeir séu aðeins
einn af hverjum fimm sem fái nokkuð
mikla hreyfingu í vinnunni.
Dr. Church sagði að ljóst væri að
störf sem krefðust hreyfingar væru
hverfandi.
Heilsa
Associated Press
Offituvandamál Gott er að reyna að hreyfa sig í vinnunni.
Vinnan veldur offitu