Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011
Sólskálar
Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær
Sími: 554 4300 | www.solskalar.is
hf
-sælureitur innan seilingar!
Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík
Sími 590 2100 · askja.is
Eigum nokkur eintök af vel með
förnum Sorento, frá kr. 1.850.000
- 3.690.000 - bensín eða dísil.
Verð frá kr. 1.850.000
3.500 kg dráttargeta
Opið virka daga
frá kl. 9-18
Eigum nokkra sérlega sparneytna
Kia cee’d dísilbíla, árg. 2008,
ekna í kringum 50-60.000 km.
Verð: kr. 2.190.000
notaðra bíla
ÚRVAL
Allt að 70%
fjármögnun
Olli Rehn var háttskrifaður hér álandi fyrir nokkrum miss-
erum, ekki síst í Umsóknar og að-
lögunarráðuneytinu við Rauðarár-
stíg.
Enda var Olli„stækkunar-
stjóri“ ESB, en það
er sá maður sem
ráðuneytið og Sam-
fylkingin eiga mest
undir á hverjum
tíma.
Nú hefur Olli gjaldmiðilssam-starfið í ESB á sínum snærum
og þar er enn þá meira fjör en í
stækkunarstjórastarfinu.
Lengi vel neitaði Olli Rehn einsog allir aðrir hjá ESB að nokk-
ur maður hefði orðað það að Grikk-
ir köstuðu evrunni og tækju á ný
upp drökmuna sem var nógu góð
fyrir Alexander mikla og næstu
2500 árin þar á eftir.
En eftir að gríski kommissarinnviðurkenndi að úrsögn úr
evru kæmi vissulega til greina gat
meira að segja fyrrverandi stækk-
unarstjóri ekki lengur neitað stað-
reyndum og er þá langt gengið.
En Olli Rehn hélt sig í vörninni.Hann svaraði Der Spiegel
þannig: „Ég lít ekki á brotthvarf úr
myntsamstarfinu sem alvarlegan
kost. Það mundi skaða grískan
efnahag og verða bakslag fyrir evr-
ópska samrunaþróun. Evran er
meira en mynt; hún er mikilvæg-
asta pólitíska áætlun bandalags
okkar (central political project of
our community). Það er einnig af
þeim ástæðum sem við myndum
ekki samþykkja gríska úrsögn.“
Var einhver að tala um fullveldi?
Olli Rehn
Olli ræður
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 30.5., kl. 18.00
Reykjavík 9 léttskýjað
Bolungarvík 3 alskýjað
Akureyri 4 skýjað
Kirkjubæjarkl. 5 rigning
Vestmannaeyjar 9 léttskýjað
Nuuk 2 léttskýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 15 skýjað
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 15 léttskýjað
Lúxemborg 27 heiðskírt
Brussel 27 heiðskírt
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 13 léttskýjað
London 17 skýjað
París 26 heiðskírt
Amsterdam 27 heiðskírt
Hamborg 27 heiðskírt
Berlín 30 heiðskírt
Vín 25 léttskýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 18 skýjað
Madríd 22 léttskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 23 léttskýjað
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 23 léttskýjað
New York 26 heiðskírt
Chicago 28 heiðskírt
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
31. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:26 23:26
ÍSAFJÖRÐUR 2:46 24:15
SIGLUFJÖRÐUR 2:27 24:00
DJÚPIVOGUR 2:45 23:05
Haldið var upp á 150 ára afmæli
kirkjunnar sem nú stendur í Lög-
mannshlíð á Akureyri í hátíðarmessu
á sunnudaginn. Vígðir þjónar Glerár-
kirkju þjónuðu en Jón A. Baldvins-
son, vígslubiskup á Hólum, predik-
aði. Talið er að frá upphafi byggðar,
jafnvel frá því snemma eftir kristni-
töku, hafi staðið kirkja syðst í Kræk-
lingahlíð þar sem Lögmannshlíðar-
kirkja er nú.
Í pistli á heimasíðu Glerárkirkju
segir Pétur Björgvin Þorsteinsson
djákni að þar hafi aldrei verið prests-
setur heldur hafi jörðin, og þar með
kirkjan, verið eign bænda.
„Það var svo á fyrri hluta 16. aldar
að jörðin ásamt nærliggjandi jörðum
[sem saman voru kallaðar Lög-
mannshlíðartorfan] komst í eigu
Jóns Arasonar biskups. Helga dóttir
hans eignaðist svo jörðina og hélst
Lögmannshlíð í eigu afkomenda
hennar fram á 17. öld. Þegar núver-
andi kirkja var byggð árið 1860 var
jörðin í eigu Þorsteins Daníelssonar
á Skipalóni,“ segir Pétur Björgvin.
Frá árinu 1981 hefur Lögmanns-
hlíðarkirkju verið þjónað af prestum
í Glerárprestakalli. Hún er reyndar
lítið notuð, en þó messað þar ein-
staka sinnum og prestar nota kirkj-
una undir athafnir sé þess óskað.
Haldið upp á að núverandi kirkja í Lögmannshlíð hefur staðið þar í 150 ár
Hátíðar-
stund í
kirkjunni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hátíð Séra Arna Ýrr Sigurðardótti upp við altarið, sitjandi til vinstri Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup á
Hólum og séra Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur og hægra megin Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni.