Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sala á tóbaki verði takmörkuð við
apótek. Aldur til að kaupa tóbak fylgi
áfengiskaupaaldri. Reykingar verði
óheimilar á lóðum opinberra bygginga,
á gangstéttum, í almenningsgörðum
og á baðströndum. Reykingar verði
óheimilar á svölum fjölbýlishúsa og op-
inberra bygginga. Þessar tillögur eru
meðal fjölmargra aðgerða sem lagt er
til að gripið verði til á næstu árum til
að draga úr reykingum og takmarka
alla tóbaksnotkun í þingsályktunartil-
lögu, sem níu þingmenn úr öllum
flokkum hafa lagt fram á Alþingi.
Í tillögunni er lagt til að Alþingi
álykti að fela velferðarráðherra að
vinna tíu ára aðgerðaáætlun um tób-
aksvarnir. Við vinnslu tillögunnar var
leitað ráða hjá tóbaksvarnahópi
Læknafélags Íslands.
Fram kemur að þeir sem reykja og
geta ekki, eða vilja ekki, hætta fái að-
gengi að tóbaki háð ákveðnum skilyrð-
um eftir að tóbak hefur verið tekið úr
almennri sölu. Aðgengi að tóbaki yrði
takmarkað í áföngum á tímabilinu.
Sölu yrði hætt í þrepum, svo sem í ná-
lægð skóla, í matvöruverslunum, sölu-
turnum, á bensínstöðvum o.s.frv.
Þannig yrði tóbak einungis selt í apó-
tekum í lok tímabilsins.
Meðal tillagna um hvernig tak-
marka megi notkun tóbaks er að
óheimilt verði að reykja undir stýri bif-
reiða, líkt og farsímanotkun, og reyk-
ingar verði óheimilar í bílum þar sem
eru börn undir 18 ára aldri.
„Reykingar verði óheimilar í nær-
veru þungaðra kvenna og barna vegna
eituráhrifa óbeinna reykinga,“ segir
þar einnig.
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heil-
brigðisráðherra, er fyrsti flutnings-
maður tillögunnar. Aðrir flutnigns-
menn eru: Þuríður Backman, Ásta R.
Jóhannesdóttir, Árni Johnsen, Mar-
grét Tryggvadóttir, Álfheiður Inga-
dóttir, Þór Saari, Ólína Þorvarðardótt-
ir og Eygló Harðardóttir.
Tóbakssala verði bönnuð utan apóteka
Herða reglur Í tillögunni um aðgerðaáætlunina segir að stefna þurfi að því
að afnema reykingar á almannafæri.
Þingmenn úr öllum flokkum standa að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir
Óheimilt verði að reykja á gangstéttum, í almenningsgörðum, undir stýri og á svölum fjölbýlishúsa
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsókn-
arflokks, fékk vægast sagt óblíðar móttökur
þegar hann kvaddi sér hljóðs undir liðnum fund-
arstjórn forseta. Þingmaðurinn hóf mál sitt á því
að gagnrýna rýr svör iðnaðarráðherra um at-
vinnuuppbyggingu á Bakka, en komst ekki langt
því Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Al-
þingis, hóf þegar að slá í bjöllu sína. „Ekki efnis-
lega umræðu undir fundarstjórn forseta.“
Höskuldur lét sér ekki segjast, sagðist vera að
ræða um fundarstjórn forseta en var á ný stöðv-
aður. „Forseti biður háttvirtan þingmann að
víkja úr ræðustól.“ Þegar hann hélt áfram frest-
aði forseti fundinum í fimm mínútur og boðaði
þingflokksformenn á sinn fund.
„Forseti biður hv. þingmann að víkja úr ræðustól“
Morgunblaðið/Eggert
Samtök ferðaþjónustunnar gagn-
rýna stjórmálaflokka fyrir að sækja
í skólahúsnæði með þing sín og
komast þannig hjá því að greiða
25,5% virðisaukaskatt.
Í tilkynningu samtakanna kemur
fram að VG hafi haldið tvo fundi í
Hagaskóla á liðnu ári og flokksþing
Samfylkingarinnar hafi farið fram í
Fjölbrautaskóla Garðabæjar um
helgina. „Það er ömurleg staða að
stjórnmálaflokkarnir skuli vera
búnir að skattleggja fyrirtækin svo
harkalega að þeir verði sjálfir að
forðast þjónustu þeirra,“ segir m.a.
í tilkynningunni.
Talsmenn flokkanna segja að
fundarstaður fari eftir eðli fund-
anna og umfangi og þeir reyni ekki
að koma sér undan því að borga
virðisaukaskatt. Sigrún Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Samfylkingar-
innar, segir að Samfylkingin hafi
haldið fundi á hótelum og víðar.
Auður Lilja Erlingsdóttir, fram-
kvæmdastýra VG, tekur í sama
streng. Hún segist skilja umræðuna
en bendir á að flokksráðsfundur
VG hafi verið haldinn í Hagaskóla í
fyrra vegna þess að hótelsalir hafi
verið bókaðir.
Segjast ekki
forðast virð-
isaukaskatt
Gagnrýna staði
stjórnmálaflokka
Í greinargerð tillögunnar segir
„er óæskilegt að leikarar reyki í
íslenskum bíómyndum og á
leiksviðum og ætti að setja til-
mæli um að draga úr því í lögum
eða reglugerð. Leikrit og kvik-
myndir sem reykt er í ættu ekki
að fá opinbera styrki eða annan
stuðning af skattfé. Þetta er
ekki gert til að hindra listrænt
frelsi eða tjáningu heldur til að
sporna við þekktum aðferðum
tóbaksframleiðenda við
óbeinar auglýsingar á tóbaki.“
Fái ekki styrk
REYKLAUS LEIKSVIÐ OG BÍÓ
Ómar Friðriksson
Helgi Bjarnason
Miklar og heitar umræður urðu um
sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnar-
innar á Alþingi í gær. Umræðurnar
stóðu fram eftir kvöldi. Stjórnarliðar
tóku lítinn þátt í umræðunum og voru
fáliðaðir í þingsal en stjórnarand-
stæðingar nýttu tíma sinn til fulls.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, sakaði stjórnarandstöð-
una um málþóf.
Samþykkt var afbrigði frá þing-
skaparlögum svo taka mætti kvóta-
lögin á dagskrá og síðan var sam-
þykkt naumlega að tillögu
þingforseta að heimilt væri að um-
ræður stæðu fram á kvöld. Jón
Bjarnason sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, mælti þvínæst
fyrir minna sjávarútvegsfrumvarp-
inu, sem kveður m.a. á um aflamark
strandveiða og hækkun veiðigjalds
og var það eitt rætt fram á kvöld.
Pólitísk stefnubreyting
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
gagnrýndu harðlega framlagningu
frumvarpsins og vísuðu til umsagn-
ar fjárlagaskrifstofu sem segir að
fyrirkomulagið um skiptingu auð-
lindarentunnar kunni að brjóta í
bága við jafnræðisreglu stjórnar-
skrárinnar.
„Getur það verið að ráðherranum
sé alvara með að leggja fram frum-
varp sem svo berlega gengur gegn
stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?“
spurði Ólöf Nordal, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra sagðist alls ekki vera sammála
því að þetta frumvarp gengi berlega
gegn stjórnarskrá. „Hins vegar er
þarna pólitísk stefnubreyting hvað
þetta varðar. Menn geta velt fyrir sér
jafnræðismálum á ýmsan hátt. Menn
geta t.d. velt því fyrir sér, er eitthvað
jafnræði í því að íbúar í ákveðnum
landshlutum þurfa að borga miklu
hærra raforkuverð heldur en íbúar í
öðrum landshlutum,“ sagði hann.
„Ég hygg að þetta sé einsdæmi.
Mér er ekki kunnugt um að nokkurn
tíma áður hafi komið hér inn í þingið
frumvarp frá ríkisstjórn þar sem einn
armur framkvæmdavaldsins, skrif-
stofa á vegum hæstvirts fjármálaráð-
herra, hefur uppi alvarlegar efa-
semdir um að frumvarpið sem um
er að ræða og er borið fram af hæst-
virtri ríkisstjórn, standist stjórnar-
skrána,“ sagði Birgir Ármannsson
Sjálfstæðisflokki.
Björgvin G. Sigurðsson, Sam-
fylkingu, sagði að skoða ætti í þing-
nefnd hvort útdeiling auðlinda-
gjaldsins eins og hún er lögð til í
frumvarpinu bryti í bága við stjórn-
arskrá og gæti þingið þá breytt því.
Það voru ekki eingöngu stjórnar-
andstæðingar sem gagnrýndu frum-
varpið. Helgi Hjörvar Samfylking-
unni var ekki sáttur við ákvæði þess
um að hluti tekna af hækkun veiði-
gjalds rynni til ákveðinna byggðar-
laga þar sem sneitt væri hjá höfuð-
borgarsvæðinu. Þetta þyrfti að skoða
sérstaklega í sjávarútvegs- og land-
búnaðarnefnd.
Gagnrýna framlagn-
ingu frumvarpsins
Harðar umræður um sjávarútvegsmál fram eftir kvöldi
Morgunblaðið/Eggert
Sessunautar Sigmundur Ernir Rúnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson,
sem báðir eru úr Norðausturkjördæmi, báru saman bækur sínar.