Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Börðu stúlku þar til hún missti …
2. Skar undan nauðgara
3. Glæsibifreið í björtu báli
4. Í g-streng í vegarkanti
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Arabíski hesturinn, nýjasta hljóð-
versplata teknósveitarinnar GusGus,
fær fimm stjörnur í dómi Arnars Egg-
erts Thoroddsen um gripinn. Hann
lofar þessa „einstöku sveit“ og má
vart mæla af hrifningu. »33
Ný plata GusGus
fær fullt hús hjá rýni
Íslenska tattú-
festivalið eða The
Icelandic Tattoo
Convention verð-
ur haldið hátíð-
legt næstu helgi.
Þetta er í sjötta
sinn sem festi-
valið fer fram hér
á landi. Svakaleg-
ir listamenn koma til landsins til að
flúra landann og hægt er að panta
tíma á Sódómu Reykjavík. Meira um
þetta á facebook-síðu Reykjavik Ink.
Það fá sér allir
húðflúr um helgina
Hljómsveitin Thin Jim and the
Castaways fer í fyrstu heimsókn sína
í Salthúsið í Grindavík en þar mun
sveitin troða upp. Hljómsveitin er í
úrslitum Bob Dylan-tökulagakeppn-
innar á Rás 2 með lagið Just like a
woman og er við það
að leggja lokahönd
á fyrstu plötu sína.
Tónleikarnir
verða
haldnir
1. júní kl.
21:00.
Spila í Salthúsinu
í allra fyrsta sinn
Á miðvikudag Austan og norðaustan 8-13 m/s og víða rigning.
Hægari síðdegis og úrkomulítið sunnantil. Hiti 5 til 12 stig.
Á fimmtudag (uppstigningardagur) Breytileg átt og úrkomulít-
ið, en suðlæg átt og vætusamt seinni partinn, einkum sunnantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 5-13, hvassast og rign-
ing sunnanlands en annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark í
innsveitum norðanlands í nótt en annars 2 til 12 stig.
VEÐUR
FH-ingar nálgast efstu liðin
í Pepsi-deild karla eftir
sigur á Stjörnunni, 3:0,
í Kaplakrika í gærkvöld,
þar sem ýmislegt gekk á.
Ingimundur Níels Óskars-
son lyfti Fylki upp í fjórða
sætið þegar hann skoraði
sigurmarkið gegn Keflavík,
2:1, rétt fyrir leikslok.
Grindvíkingar fundu skot-
skóna, skutu Þórsara í kaf í
fyrri hálfleik og sigruðu 4:1.
»2-4
FH nálgast efstu
liðin í deildinni
Sænska knattspyrnufélagið IFK
Gautaborg seldi í gær landsliðs-
manninn Ragnar Sigurðsson til
dönsku meistaranna FC Köbenhavn
fyrir 130 millj-
ónir króna.
„Þetta er klár-
lega skref fram
á við hjá
mér,“ sagði
Ragnar
Sigurðsson
við Morg-
unblaðið en
litlu munaði
að hann færi
til Club
Brugge í Belg-
íu. »1
Seldur til FC Köbenhavn
fyrir 130 milljónir
Leikmenn og þjálfarar íslenska lands-
liðsins í handknattleik kvenna voru
vonsviknir eftir eins marks tap fyrir
silfurliði síðasta Evrópumeistara-
móts, Svíum, í síðari vináttulandsleik
þjóðanna í gærkvöldi. Ágúst Jó-
hannsson landsliðsþjálfari segist
vera ánægður með margt í leik ís-
lenska liðsins þegar skammt er þar
til það leikur í undankeppni HM. »2
Eins marks tap fyrir
silfurliði Evrópumótsins
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Nýjasta íslenska varan í versl-
unum Whole Foods Market í
Bandaríkjunum er þurrkaður þari
og söl frá fyrirtækinu Hafnotum í
Grindavík, sem framleiðir vörur
sínar undir vöruheitinu Seaweed
Iceland. Fyrsta sending fer að öll-
um líkindum utan í dag og til sölu
í öllum verslunum keðjunnar í
Bandaríkjunum, en Whole Foods
Market selur eingöngu sjálfbært
framleidda matvöru. Það var fyrir
milligöngu Baldvins Jónssonar í
Washington sem keðjan tók ís-
lenska þarann til sín en fyrir er
hún með í sölu ýmsa íslenska mat-
vöru eins og skyr, osta, kjöt, fisk,
vatn og súkkulaði.
„Þetta er að sjálfsögðu gleðiefni
fyrir mann og ákveðin meðmæli
með vörunni,“ segir Grettir
Hreinsson, stofnandi og eigandi
Hafnota, en Whole Foods fékk
fyrstu prufu af þaranum frá Ís-
landi fyrir um ári. Stóðst varan all-
ar gæðaprófanir verslunarinnar en
um er að ræða hráefni í hvers
kyns matargerð, t.d. gott út í súp-
ur og salöt, einnig kjöt- og fisk-
rétti og í bakstur.
„Þetta skerpir bragðið af matn-
um og er meinholl náttúruafurð,“
segir Grettir, sem stofnaði fyrir-
tækið fyrir fjórum árum. Áður
hafði hann lengi vel gengið með þá
hugmynd í maganum að þurrka
þara til manneldis. Kom hann sér
upp viðeigandi búnaði en þarinn er
þurrkaður í sérhönnuðum þurrk-
klefa. Grettir hefur að mestu staðið
einn í þessu og unnið vöruna allt
frá söfnun á þara í fjöruborðinu til
vinnslu, pakkningar og sölu. Vegna
samningsins við Whole Foods þarf
hann að bæta við fólki í sumar.
„Neytendur hafa ekki þekkt þessa
vöru mjög vel en það breytist hægt
og bítandi,“ segir Grettir en hann
hefur verið að selja þurrkaðan
þara og söl hér á landi í rúmt ár og
gefist ágætlega. Hafa sölin selst
best.
Ef vel gengur í verslunum
Whole Foods vonast Grettir til að
auðveldara verði að markaðssetja
vöruna á öðrum mörkuðum. Hann
ætlar sér þó að flýta sér hægt,
ekki síst þegar um viðkvæma nátt-
úruvöru er að ræða sem getur tek-
ið breytingum eftir tímabilum. „Ég
er ekkert að leita að fjárfestum
með óraunhæfar arðsemiskröfur,“
segir Grettir og brosir.
MAukinn áhugi á íslenskum … » 14
Íslenskur þari í Whole Foods
Fyrsta sending frá Gretti í Hafnotum
utan í dag í 320 verslanir Whole Foods
Ljósmynd/Kristinn Benediktsson
Sprotafyrirtæki Grettir Hreinsson, eigandi Hafnota í Grindavík, með af-
urðirnar í neytendapakkningum, á leiðinni vestur um haf til Whole Foods.
Baldvin Jónsson hefur undanfarin
ár unnið við það í Washington og
víðar að markaðssetja íslenskar
matvörur í Bandaríkjunum. Hann
segir áhuga á þessum vörum sí-
fellt aukast. Í heild geti kynning-
arverkefnið Sjálfbært Ísland hafa
skilað um sjö milljónum dollara í
sölu á síðasta ári, eða rúmum 800
milljónum króna á núverandi
gengi. Stefnt er að sölu á þessu ári
upp á átta til níu milljónir dollara,
eða fyrir um einn milljarð króna.
Íslenska skyrið hefur slegið í
gegn í verslunum Whole Foods og
þar seljast nú um tuttugu þúsund
dósir á viku. Ostar eru einnig til
sölu, kjöt- og fiskafurðir frá Ís-
landi, vatn frá Icelandic Glacial og
súkkulaði frá Nóa-Síríus.
Stefnt að sölu fyrir milljarð
ÍSLENSKAR VÖRUR Í VERSLUNUM WHOLE FOODS