Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ernir Danskennarinn Sigurborg Kr. Hannesdóttir segir 5 rytma dansinn hafa breytt lífi sínu til hins betra. kennaraþjálfun haustið 2008 og hef verið að kenna síðan. Það eru gríðarlega miklar forkröfur áður en maður kemst inn í kennara- þjálfun og hún tekur níu mánuði. Nú erum við orðnar tvær sem kennum þetta, hin heitir Annska Ólafsdóttir.“ Losar um hindranir 5 rytma dansinn er ekki byggður upp af danssporum. „Við notum ákveðin munstur til að opna fyrir hvern og einn rytma. Þeir eru fimm og heita; flæði, stakkató, kaos, lýrík og kyrrð. Þegar þeir eru dansaðir í þessari röð verður til alda sem flæðir í gegnum líkamann og leysir orku og kjark úr læðingi, losar um hindranir og heilar gömul sár,“ segir Sigurborg. Spurð hverju fólk sé að leita eftir þegar það kemur að dansa 5 rytmana segir Sigurborg það vera misjafnt. „Suma langar í smá útrás og fá hana á dansgólfinu. Annars kemur hver og einn á sínum for- sendum en ég sé oft að fólk þyrst- ir í eitthvað sem er dýpra en það sem hin venjubundna tilvera okk- ar býður upp á. Við erum ekki gerð til að eingöngu gera heldur líka til þess að vera. Ég held að það sé oft þorsti sálarinnar sem leiðir fólk á dansgólfið. Um leið og við förum að dansa losnar um höft í líkam- anum og við breytumst sjálf. Inni í þessu dansformi er mikið frelsi fyrir eigin tjáningu. Það er í rauninni ekki hægt að gera þetta vitlaust sem er svo ljómandi gott. Ég væri miklu meira til baka ef ég dansaði ekki reglulega. Fyrir mig hefur þetta verið leið til að þora að lifa lífinu lifandi.“ Sigurborg býr í Grundarfirði og hefur verið að kenna þar auk þess sem hún kemur til Reykja- víkur reglulega og hefur meðal annars verið með tíma í Kram- húsinu. „Það er fullt af fólki sem er búið að vera að dansa þetta hérna. Fólk á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum af því að hver og einn kemur á sínum forsendum. Ef eitthvað kemur mér úr jafnvægi dansa ég til að stilla mig af og komast í samband aftur við sjálfa mig og lífið.“ www.dansfyrirlifid.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 Við fögnum 10 ára afmæli Bjóðum upp á kaffi og ilmandi bakkelsi í tilefni dagsins miðvikudaginn 1. júní. Komdu við og kíktu á nýjustu tæknina í heyrnartækjum og fáðu að prófa einstakan tæknibúnað fyrir heyrnarskerta. Öll sala á rafhlöðum 1. júní rennur óskipt til KRAFTS, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Jafnframt mun ákveðin upphæð af hverju seldu heyrnartæki í sumar renna sem styrkur til KRAFTS. Helgina 3. til 5. júní verða 5 rytma dans- búðir í félagsheimilinu Breiðabliki á Snæfellsnesi. Kennarar eru þrír. Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Annska Ólafsdóttir kenna 5 rytma dans og Ásta Arnardóttir kennir jóga. Dagskráin hefst kl. 19 á föstudegi (skráning byrjar kl. 16) og lýkur kl. 16 á sunnudeginum. Boðið er upp á gistingu á tjaldsvæði og í svefn- pokaplássi og fólk kemur með eigin mat. „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með svona dansbúðir en við stefnum að því að það verði árvisst. Dansinn er þungamiðjan í því sem við erum að gera en við byrjum morgnana á jóga. Síðan eigum við sögustundir á kvöldin og ger- um ritúal. Við hugsum þetta ekki sem strangt námskeið heldur helgi til að næra sjálfan sig á líkama og sál. Fólk er undir rosalega miklu álagi og þarf að hugsa um sjálft sig á þessum álags- tímum sem við lifum,“ segir Sigurborg. Dansbúðir á Snæfellsnesi 5 RYTMA DANS Átakinu Hjólað í vinnuna er nú lokið en það stóð frá 4. til 25. maí og var haldið í níunda sinn. „Þetta gekk rosalega vel. Þátt- takan jókst um tæplega 20% á milli ára. En það voru 11.271 liðsmenn núna miðað við tæplega 9500 þátt- takendur í fyrra. Það voru fleiri vinnustaðir skráðir og fleiri lið og fólk að leggja gríðarlega mikið á sig,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Að sögn Jónu skráðu 694 vinnu- staðir 1628 lið til leiks með 11.271 liðsmanni. Alls voru hjólaðir 830.485,81 km eða 620,23 hringir í kringum landið. „Ég hugsa að fólk hjóli lengri vegalengdir en var. Það eru líka fleiri að taka þátt á vinnustöðvunum, til dæmis voru nokkrir smærri vinnu- staðir með 100% þátttöku. Það er hægt að ná mest fimmtán dögum og var eitt fyrirtæki sem náði því. Sem þýðir að allir starfsmennirnir hafa alltaf hjólað eða gengið í vinnuna alla dagana. Það er eftirtektarvert því maí var kaldur mánuður auk þess sem það kom eldgos,“ segir Jóna. Miðað við vegalengdina sem var hjóluð spöruðust um 150 tonn af út- blæstri CO2, 15 milljónir króna í bensín og brennt var um 28 millj- ónum kaloría, sé miðað við 80 kílóa mann sem ekur fólksbíl. Ferðamáti var í 73,33% tilfella á hjóli og 24,46% gangandi. „Fólk er orðið meðvitaðra um um- hverfið og sparnaðinn sem af þessu hlýst. Við finnum fyrir viðhorfsbreyt- ingunni og finnum að fólk hjólar meira dags daglega. Fólk gerir líka orðið kröfur um að hjólaumhverfið sé almennilegt, að stígarnir séu sóp- aðir og lætur vita ef það vantar tengingar á milli sveitarfélaga og slíkt. En öll aðstaða hefur batnað gríðarlega mikið á þeim árum sem átakið hefur staðið yfir,“ segir Jóna. Hjólað í vinnuna verður tíu ára á næsta ári og vonast Jóna til að átakið stækki áfram og fleiri vinnu- staðir bætist við. Fyrirtækin skiptust í flokka eftir fjölda starfsmanna og var keppt í sjö stærðarflokkum og tveimur keppnisgreinum. Þeir vinnustaðir sem urðu í fyrsta sæti í sínum flokk- um eru: Íslandsbanki, Skýrr, Rio TintoAlcan, Mannvit, Efla Verk- fræðistofa, Verkfræðistofnun HÍ, Grundaskóli, Sabre, Eirberg, Fjalla- kofinn/Sturta og Roðasalir. ingveldur@mbl.is Hjólað í vinnuna 620,23 hringir hjólaðir í kringum landið Hjólað í vinnuna Allur hópurinn á verðlaunaafhendingunni nýlega. Heilbrigðisstarfsfólk og almenn- ingur þurfa að víkka hina hefðbundnu skilgreiningu á hreyfingu sem eitt- hvað sem á sér bara stað á skipulagð- an hátt, eins og að fara út að hlaupa eða í líkamsrækt. „Við höfum unnið hreyfingu út úr lífi okkar og nú verður að finna leið til að setja hana aftur inn. Eins og að fara í göngutúr í hléum eða fá tækifæri til að virkja okkur í daglegu lífi, ekki bara fara á líkamsræktarstöðvar,“ segir dr. Church. Þeir sem stóðu að rannsókninni segja að það sé ólíklegt að sú hreyf- ing sem hefur tapast geti einhvern tímann verið að fullu bætt á vinnu- stöðum, en atvinnurekendur hafi valdið til að auka hreyfingu starfs- manna sinna með því að bjóða upp á líkamsræktaraðild eða hvetja þá til að nota almenningssamgöngur. Sum fyrirtæki hafa sett upp standandi vinnustöðvar og hægt er að fá hlaupabretti við skrifborðin. Vinnu- veitendur geta einnig endurhannað skrifstofur til að fólk gangi, t.d. með því að setja prentara frá skrifborði og hvetja til samskipta augliti til auglitis fremur en gegnum tölvupósta. „Hreyfingin sem við fáum í vinnunni þarf að vera af ásetningi. Þegar fólk hugsar um offitu hugsar það alltaf um mat fyrst en nú er tími til kominn að líta á þann mikla tíma sem við eyðum óvirk í vinnunni,“ seg- ir dr. Church.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.