Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 14 29 UPPGÖTVUN HIV-VEIRUNNAR DÆMI UM HVERNIG GRUNNRANNSÓKNIR ERU HAGNÝTTAR Í BARÁTTU GEGN NÝRRI FARSÓTT The discovery of HIV: An Example of Translational Research in Response to an Emerging Epidemic Dr. Barré-Sinoussi hlaut Nóbelsverðlaun í líf- og læknavísindum 2008 ásamt samlanda sínum dr. Luc Montagnier fyrir uppgötvun HIV-veirunnar. Erindið, sem haldið er í samstarfi við franska sendiráðið á Íslandi, er hluti af málþingi til heiðurs Birni Sigurðssyni, fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Málþingið fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, miðvikudaginn 1. júní kl. 14.00–16.30. Allir velkomnir Dr. Francoise Barré-Sinoussi, Nóbelsverðlaunahafi og öndvegis- fyrirlesari Heilbrigðisvísindasviðs á aldarafmæli Háskóla Íslands, flytur erindið: FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ríkisstjórn Þýskalands samþykkti í gær tillögu um að loka öllum kjarna- kljúfum landsins ekki síðar en árið 2022. Þýskaland varð þar með fyrsta iðnveldið í heiminum til að ákveða að hætta að hagnýta kjarnorkuna eftir kjarnorkuslysið í Japan fyrr á árinu. Angela Merkel kanslari sagði að með ákvörðuninni hæfist róttæk endurskoðun á orkustefnu Þýska- lands, fjórða stærsta hagkerfis heims. Ákvörðunin er að miklu leyti afturhvarf til tímaáætlunar sem stjórn þýskra jafnðarmanna og græningja samþykkti fyrir áratug og fól í sér að síðasta kjarnorku- verinu yrði lokað ekki síðar en árið 2022. Ákvörðunin er álitin vand- ræðaleg kúvending af hálfu stjórnar Merkel því þingið samþykkti í októ- ber sl. tillögu stjórnarinnar um að eldri kjarnorkuver landsins yrðu nýtt átta árum lengur en gert var ráð fyrir og nýrri verin fjórtán árum lengur. Loka átti síðasta kjarna- kljúfnum árið 2036. Kjarnorkuslysið í Fukushima eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna í Jap- an í mars gerði strik í reikninginn og varð til þess að andstaðan við kjarn- orkuna jókst í Þýskalandi. Stjórnin ákvað eftir slysið að loka sjö elstu kjarnakljúfum landsins meðan rann- sókn færi fram á öryggi þeirra. Átt- undi kjarnakljúfurinn hefur verið lokaður í nokkur ár vegna tækni- legra vandamála. Norbert Röttgen, umhverfis- ráðherra Þýskalands, sagði að eng- inn af þessum átta kjarnakljúfum yrði tekinn í notkun aftur. Sex kljúf- um til viðbótar yrði lokað ekki síðar en í lok ársins 2021 og þrír nýjustu kjarnakljúfarnir yrðu í notkun til loka ársins 2022. Kjarnorkuverin hafa séð Þýska- landi fyrir 22% af allri orkunotkun í landinu en Röttgen umhverfisráð- herra sagði að engin hætta væri samt á orkuskorti þegar kjarnakljúf- unum verður lokað. Vind-, sólar- og vatnsorka sér Þýskalandi fyrir um 17% af heildar- orkunotkuninni og þýska stjórnin segir að stefnt verði að því að auka hlutfallið í 50% á næstu áratugum. Kol í stað kjarnorku? Breytingin á orkustefnunni hefur þó mörg torleyst vandamál í för með sér. Þýsk orkufyrirtæki segja að stefnubreytingin geti orðið dýrkeypt fyrir orkufrekan iðnað í landinu og grafið undan öllu atvinnulífinu. Þau hafa varað við því að raforkuverð hækki til muna verði kjarnakljúf- unum lokað. Sérfræðingar í orkumálum telja að lokun kjarnorkuveranna leiði til aukinnar notkunar á kolum til orku- framleiðslu. Claudia Kemfert, orku- hagfræðingur við Hagrannsókna- stofnunina í Berlín, spáir því að kjarnorkuslysið í Japan verði til þess að notkun kola aukist í fleiri löndum. „Ég tel að losun koltvísýr- ings stóraukist á næstu áratugum vegna þess að sífellt fleiri lönd nota kol í auknum mæli eins og Þýska- land. Og það hefur sorgleg áhrif á loftslagsbreytingarnar,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir honum. Líkt við hrun múrsins Viðbrögð þýskra dagblaða við stefnubreytingunni voru blendin í gær. Vinstriblaðið Die Tageszeitung sagði í forystugrein að ákvörðunin væri mjög söguleg og líkti henni jafnvel við hrun Berlínarmúrsins. Blaðið telur stefnubreytinguna skref í rétta átt og segir að aðeins hægri- stjórn geti komið slíkri „byltingu“ í framkvæmd vegna þess að and- staðan við lokun kjarnorkuver- anna sé mest meðal stuðnings- manna hægriflokkanna. Hægriblaðið Die Welt er á öndverðum meiði og telur að þýsku kjarnorkuverunum verði lokað á of skömm- um tíma. Blaðið segir að hætta sé á orkuskorti sem geti haft alvar- legar afleiðingar fyrir efnahaginn, stuðlað að auknu atvinnuleysi og fælt fjárfesta frá Þýska- landi. Lýst sem byltingu í orkumálum Reuters Umdeilt Kjarnorkuandstæðingar mótmæla fyrir utan skrifstofu Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Umhverfis- verndarsamtökin Greenpeace kröfðust þess að öllum kjarnorkuverum landsins yrði lokað ekki síðar en árið 2015.  Stjórn Merkel samþykkir áform um að loka öllum kjarnorkuverum Þýskalands í áföngum innan ellefu ára  Sérfræðingar spá því að áformin verði til þess að notkun á kolum til orkuframleiðslu aukist Kjarnakljúfum fjölgar » Fjórtán af 27 ríkjum Evrópu- sambandsins reka kjarnorku- ver. Frakkar eiga 58 kjarna- kljúfa og eru að reisa tvo til viðbótar. » 19 kjarnakljúfar eru í notkun í Bretlandi og þeim á að fjölga um átta. Á meðal annarra ESB- landa sem nota kjarnakljúfa eru Svíþjóð (10), Spánn (8) og Belgía (7). » Alls hyggjast 11 ESB-ríki reisa eitt eða fleiri kjarn- orkuver til viðbótar. » Í Rússlandi eru 32 kjarna- kljúfar og í Úkraínu 15. Hvít- Rússar eru að reisa kjarn- orkuver, Litháum til hrellingar. Losun koltvísýrings vegna orku- framleiðslu jókst í heiminum á liðnu ári og hefur aldrei verið jafn- mikil, að sögn Alþjóðaorkumála- stofnunarinnar, IEA, í gær. Losun koltvísýrings minnkaði árið 2009 vegna fjármálakrepp- unnar í heiminum en jókst síðan í 30,6 gígatonn á síðasta ári. Það er um 5% meiri losun en á fyrra met- ári, árið 2008. Talsmaður orkumálastofnunar- innar sagði þetta minnka líkurnar á því að hægt yrði að ná því mark- miði að takmarka hlýnun jarðar við tvær gráður á Celsíus að meðal- tali. Vísindamenn hafa varað við því að verði hlýnunin meiri geti það haft mjög alvarlegar afleið- ingar, m.a. stuðlað að meiri öfg- um í veðurfari og hærra sjávarborði. Óttast er að losunin auk- ist meira ef kjarnorku- slysið í Japan verður til þess að fleiri ríki ákveða að loka kjarnorkuverum sínum og grípi til þess ráðs að auka notkun kola til orkuframleiðslu. Hefur aldrei verið meiri LOSUN KOLTVÍSÝRINGS VEGNA ORKUFRAMLEIÐSLU JÓKST Angela Merkel Heimildir: Alþjóðakjarnorkuöryggisstofnunin (INSC), Eurostat, Alþjóðlegu kjarnorkusamtökin (WNA), The Geological and Tectonic Framework of Europe HYGGST LOKA ÖLLUM KJARNA- KLJÚFUM ÞÝSKALANDS Kjarnakljúfur tekinn í notkun Fyrirhuguð lokun kjarnakljúfs skv. áætlun jafnaðarmanna og græningja Áætluð lokun skv. orkustefnu stjórnar Merkel á liðnu ári Áætluð lokun skv. stefnubreytingunni sem ríkisstjórnin samþykkti í gær Ekki nýtt núna Í notkun I II Þ Ý S K A L A N D A B I II B C I II Berlín Krümmel Grohnde Isar Brokdorf Unterweser Biblis Grafenrheinfeld Neckarwestheim Philippsburg Brunsbuttel Emsland Gundremmingen 1984 2016 2033 1985 2017 2032 2021 1979 2011 2019 1988 2020 2034 2022 1979 2012 2020 1975 2008 2020 1977 2011 2019 1982 2014 2028 2021 1976 2009 2019 1989 2022 2036 2022 1980 2012 2026 2021 1985 2018 2032 1986 2019 2033 20211977 2009 2020 1988 2021 2034 2022 1984 2016 2029 2021 1985 2016 2030 2021 Jarðskjálftahætta 1Minnst Mest2 3 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.