Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,12 prósent í gær og endaði í 205,87 stigum. Verðtryggði hluti vísi- tölunnar hækkaði um 0,18 prósent á meðan sá óverðtryggði lækkaði um 0,02 prósent. Velta á skuldabréfamark- aði í gær nam 8,4 milljörðum króna og var umtalsvert meiri velta með óverð- tryggð bréf en verðtryggð. Frá áramótum hefur GAMMA- vísitalan hækkað um 2,24 prósent. Verðtryggði hluti hennar hefur hækkað um 5,23 prósent á meðan sá óverð- tryggði hefur lækkað um 4,83 prósent. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,25 prósent í gær og end- aði í 994,35 stigum. Hefur hún hækkað um 6,49 prósent frá áramótum. Gengi bréfa Marels hækkaði um 2,79 prósent, bréf BankNordik lækkuðu um 1,61 prósent og Össurar um 1,02 pró- sent. bjarni@mbl.is Skuldabréf hækkuðu Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Þrátt fyrir að íslenskt eldfjall hafi nú gosið annað árið í röð með mjög truflandi afleiðingum fyrir flugsam- göngur er ekki útlit fyrir að gosið í Grímsvötnum í ár hafi teljandi nei- kvæð áhrif á það hve margir erlend- ir ferðamenn koma hingað til lands- ins í sumar, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, fjölmiðlafulltrúa Icelandair. „Hugsanlega mun gosið þvert á móti hafa jákvæð áhrif þegar kynn- ing á landinu er tekin með í reikn- inginn. Eins og staðan horfir við okkur nú er allt útlit fyrir að erlend- ir ferðamenn verði hér í sumar um 570.000 til 600.000 talsins, sem er aukning upp á 15-20 prósent frá síð- asta ári,“ segir Guðjón. Ekki slæm áhrif á ímyndina Fjallað var um áhrif Grímsvatna- gossins á íslenskan ferðamannaiðn- að í breska tímaritinu Economist um helgina og er þar vakin athygli á fréttatilkynningu, sem Icelandair sendi erlendum fréttamiðlum fyrir helgi. Þar eru Grímsvötn, sem og Eyjafjallajökull, sögð áhugaverðir áfangastaðir, þótt tekið sé fram að enn sé ekki hægt að komast alla leið að Grímsvötnum. Þá eru ferðamenn hvattir til að flýta sér til landsins áð- ur en öll aska verður hreinsuð upp. Economist segir að gosið nú hafi vakið mikla athygli og komið Íslandi á kortið svo um muni. Sú athygli hafi alls ekki öll verið af hinu slæma. Vissulega hafi einhverjir farþegar misst af flugferðum sínum, en engin slys hafi orðið og kastljós fjölmiðla hafi frekar verið á gosinu sjálfu en afleiðingum þess á flugsamgöngur. Fjölmiðlar hafi þess í stað sýnt myndir sem ýti undir þá ímynd fólks að eldfjöll séu „svöl“ og því sé full ástæða til að ætla að margir muni vilja sjá eldfjöllin með eigin augum. Hvað varði ímynd Íslands þá sé mun betra að vera þekkt fyrir fal- lega og svolítið hættulega náttúru en fyrir að vera hrunið fjármála- veldi túndrunnar. Morgunblaðið/Rax Eldgos Icelandair býst ekki við því að gosið í Grímsvötnum hafi teljandi nei- kvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands í sumar. Grímsvötn laða að ferðamenn  Útlendingar ku telja eldgos svöl ára. Ef AGS neitar hinsvegar að greiða út næsta hluta neyðarlánsins sem á að koma til greiðslu þann 29. júní næstkomandi þá er ríkiskassinn í Grikklandi svo gott sem orðinn tóm- ur og greiðslufall blasir við. Sam- kvæmt Reuters-fréttastofunni fóru neyðarfundir fram með fulltrúum ESB og grískra stjórnvalda um helgina um það til hvaða úrræða væri hægt að grípa til þess að afstýra greiðslufalli. „Fordæmalaus inngrip“ Samkvæmt frétt The Financial Times er rætt um aðgerðir sem fælu í sér „fordæmalaus inngrip“ annarra ríkja í grísk efnahagsmál. Inngripin myndu felast í aðkomu alþjóðastofn- anna að skattheimtu Grikklands auk þess sem stjórnvöld þurfa að skuld- binda sig til frekari aðhaldsaðgerða auk einkavæðingar og á ríkiseignum. Frétt Financial Times segir að í sam- komulagsdrögunum sé einnig að finna hvata fyrir eigendur grískra ríkisskuldabréfa til að lengja í bréf- unum og dreifa þar með skuldabyrð- inni. Með þessu er vonast til þess að stjórnvöld geti safnað helmingi þeirrar upphæðar sem þarf til þess að stoppa í gatið. Að þessu gefnu myndi svo ESB ásamt AGS leggja til hinn helminginn af því sem upp á vantar ofan á önnur lán sem hafa ver- ið veitt. Naumur tími til að afstýra greiðslufalli Grikklands  Samkomulag þarf að nást fyrir júnílok til að afstýra yfirvofandi greiðslufalli Niðurskurði mótmælt Mótmæli gegn niðurskurði grískra stjórnvalda vegna skuldakreppunnar hafa farið vaxandi á undanförnu. Reuters Eignir Ísafjarð- arbæjar jukust um rúmar 700 milljónir króna á síðasta ári, að stærstum hluta til vegna eign- færslu á lóðum og lendum upp á 789 milljónir króna. Ef ekki hefði komið til þessarar eignfærslu hefði eigið fé bæjarins verið neikvætt í lok ársins, því það er í reikningum bæjarins alls 754 milljónir króna. Ísafjarðarbær var rekinn með ríflega 150 milljóna króna halla í fyrra, að því er kemur fram í árs- reikningi bæjarins, samanborið við 403 milljóna króna halla árið 2009. Lendur eignfærðar Ísafjörður rekinn með 150 milljóna króna halla í fyrra Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýska- landi og Japan hefur fallið umtals- vert síðustu vikur og er það til marks um vaxandi áhyggjur fjárfesta af þróun efnahagsmála í heiminum. Í frétt Financial Times segir að ávöxtunarkrafa á tíu ára ríkis- skuldabréf þessara fjögurra ríkja hafi fallið um 14-15 prósent á síðustu sjö vikum og að verðbólguvæntingar hafi minnkað sömuleiðis. Því lægri sem ávöxtunarkrafa á bréfunum er því hærra er verð þeirra. Fjárfestar eru því að sækja í ríkisskuldabréf í stað annarra fjár- festinga. Velja ríkis- skuldabréf                                        !"# $% " &'( )* '$* ++,-+. +/0-,0 ++1-01 22-340 2+-231 +/-4/. +.,-45 +-42., +/.-1. +54-42 ++,-4 +03-3, ++/-.2 22-++4 2+-250 +/-,.1 +.,-/4 +-4211 +/4-2/ +54-// 223-0/4 ++,-51 +03-,+ ++/-51 22-+10 2+-..+ +/-,0+ +.5-22 +-4.+0 +/4-/. +5,-.4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Lífeyrissjóðurinn Gildi og Lífeyrissjóður verzlunarmanna voru meðal þeirra lífeyrissjóða sem juku hlut sinn í Össuri fyrir helgi, þegar Eyrir Invest seldi ríf- lega 10 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Söluverðið var um níu milljarðar króna og samhliða sölunni jók Eyrir hlut sinn í Marel um tæpt eitt prósent. Gildi og LV eiga nú hvor um sig 5-6 prósent í Össuri eftir viðskiptin. Lífeyrissjóðir kaupa í Össuri Þó svo að drög að aðgerða- áætlun sé í burðarliðnum virðist lítil samstaða um hana. Gríska stjórnarandstaðan hefur lagst gegn frekari niðurskurði nema skattar verði lækkaðir. Rökin eru einfaldega þau að gríska ríkið þarf fyrst og fremst hag- vöxt til að vinna á vandanum. Ekki verður heldur hægt að um- breyta ríkisskuldum eins og tal- að er um nema með stuðningi Evrópska seðlabankans. Erfitt úr- lausnarefni ENGIN SAMSTAÐAFRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Þáttaskil í grísku skuldakreppunni eru í sjónmáli. Ef aðildarríkjum Evrópusambandsins tekst ekki fyrir júnílok að koma sér saman um frek- ari lánveitingar til grískra stjórn- valda, svo þau geti fjármagnað skuldbindingar sínar á næsta ári, blasir greiðslufall við. Í síðustu viku lýsti Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn því yfir að hann myndi ekki greiða út sinn hlut í næstu útgreiðslu neyðarlánsins sem hann, ásamt Evrópusambandinu, veitti grískum stjórnvöldum í fyrra, nema að sambandið tryggði fjár- mögnun á þeim gjalddögum sem falla á gríska ríkið á næsta ári. Sam- kvæmt efnahagsáætluninni sem var samþykkt í tengslum við 110 millj- arða evra neyðarlán ESB og AGS til gríska ríkisins í fyrra áttu stjórnvöld í Aþenu að endurfjármagna gjald- daga næsta árs með skuldabréfaút- gáfu. Nú er komið á daginn að gríska ríkið getur ekki fjármagnað sig með þeim hætti en því hefur jafnframt ekki tekist að ná helstu markmiðum efnahagsáætlunarinnar. Talið er að grísk stjórnvöld þurfi á bilinu 60-70 milljarða evra til þess að standi undir greiðslubyrði næstu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.