Morgunblaðið - 31.05.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Gaman Antonía Hevesi og Jóhann Friðgeir Valdimarsson búa sig undir tón-
leika í Hafnarborg þar sem fluttar verða íslenskar söngperlur.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Á morgun verða haldnir í Hafnar-
borg í Hafnarfirði síðustu hádegis-
tónleikarnir að sinni, en þá syngur
Jóhann Friðgeir Valdimarsson ís-
lenskar söngperlur við undirleik
Antoníu Hevesi undir yfirskriftinni
Síðasta lag fyrir fréttir. Tónleikarn-
ir, sem eru ókeypis að vanda, eru öll-
um opnir og hefjast kl. 12:00.
Antonía Hevesi segir að á dagskrá
tónleikanna séu uppáhaldslög Jó-
hanns og hennar, „eintóm íslensk
sönglög og perlur sem flestir kann-
ast við, lög sem hæfa röddinni hans
Jóa, hans stóru og hljómfögru rödd“.
Antonía er ungversk, útskrifuð úr
F. Liszt-tónlistarakademíunni í
Búdapest með mastersgráðu í kór-
stjórn og sem framhaldsskólakenn-
ari í söng- og hljómfræði. Hún
stundaði síðan orgelnám í Austurríki
við Tónlistarháskólann í Graz, en
hefur búið hér á landi undanfarin ár
og starfar sem orgel- og píanó-
meðleikari og æfingarpíanisti við Ís-
lensku óperuna.
Frábær vettvangur
Antonía hefur haldið hádegistón-
leika í Hafnarborg í níu ár og þá allt-
af með einsöngvurum sem sungið
hafa helst óperu- og óperettutónlist,
en líka stöku sinnum íslenska ljóða-
tónlist. Tónleikarnir, sem haldnir
eru einu sinni í mánuði yfir veturinn,
eru alltaf í boði Hafnarborgar og
Hafnarfjarðarbæjar og ókeypis inn.
„Þetta verða síðustu tónleikarnir í
vor, en við byrjum svo aftur í sept-
ember. Þetta er frábær vettvangur
fyrir fólk sem vill hlusta á stórsöngv-
ara landsins, hvort sem þeir búa hér
eða í útlöndum. Ég fylgist vel með
þeim sem starfa í útlöndum og gríp
þá þegar þeir koma í heimsókn. Ég
er í raun með miklu fleiri kandídata í
huga en komast fyrir, enda er rosa-
lega mikið úrval, Íslendingar eiga
svo mikið af frábærum söngvurum.“
Það er í nógu að snúast fyrir Ant-
oníu, enda leikur hún á fimm tón-
leikum í vikunni, lék undir á kórtón-
leikum í Dómkirkjunni í gærkvöldi,
leikur á tónleikunum með ÓP-
hópnum í Salnum í kvöld og annað
kvöld í Keflavík, í Hafnarborg í há-
deginu á morgun og svo á tónleikum
með Tenórunum 3 og einum í útrás í
Hörpu á föstudagskvöld. „Það er því
nóg að gera og mjög gaman,“ segir
hún og hlær.
Síðasta lag
fyrir fréttir
Síðustu hádegistónleikar vorsins í
Hafnarborg Jóhann Friðgeir syngur
íslenskar einsöngsperlur
Vortónleikar Tónlistarfélags
Borgarfjarðar verða haldnir í
Borgarneskirkju á fimmtudag,
uppstigningardag, og hefjast
klukkan 16:00.
Á tónleikunum flytja Selma
Guðmundsdóttir píanóleikari
og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu-
leikari verk eftir Kreisler,
Paganini, Schubert, Brahms,
Webern, Sarasate og Atla
Heimi Sveinsson.
Selma og Sigrún hafa leikið reglulega saman
frá árinu 1986 og gefið út tvær geislaplötur,
Cantabile (1991) og Ljúflingslög (1992). Í sumar
halda þær í tónleikaferð til Kína.
Tónlist
Vortónleikar Tón-
listarfélagsins
Atli Heimir
Sveinsson
Skáldsaga Óttars M. Norð-
fjörðs, Sólkross, er komin út á
spænsku undir heitinu La cruz
solar. Óttar M. Norðfjörð fór
utan til að kynna bókina á
bókakaupstefnunni Fería del
Libro í Madríd um síðustu
helgi, en hátíðin er stærsta
bókahátíð sinnar tegundar á
Spáni. Óttar var í viðtölum hjá
mörgum helstu fréttaveitum
landsins um helgina, þar á meðal El Mundo, næst-
stærsta dagblaði landsins, og Radio Nacional,
stærstu útvarpsstöð landsins. Röð myndaðist
jafnframt við bás hans á hátíðinni þar sem hann
áritaði bókina.
Bækur
Sólkross gefinn út á
spænsku
Kápa La cruz solar.
Óp-hópurinn heldur tónleika í
Salnum í dag kl. 18:00. Á efnis-
skránni eru atriði úr Sour Ange-
lica eftir Puccini, Carmen eftir Bi-
zet, Aida eftir Verdi,
Spaðadrottningunni eftir Tsjæ-
kovskíj og atriði úr íslenskum
verkum eftir meðal annars Þór-
unni Guðmundsdóttur og Jón Ás-
geirsson. Tónlistin er flutt með
léttum sviðsetningum og sam-
söngsleik.
Óp-hópinn skipa þau Bragi
Jónsson bassi, Bylgja Dís Gunnars-
dóttir sópran, Erla Björg Kára-
dóttir sópran, Hörn Hrafnsdóttir
messósópran, Jóhanna Héðins-
dóttir messósópran, Magnús Guð-
mundsson barítón og Rósalind
Gísladóttir messósópran. Antonía
Hevesí leikur á píanó og Gunnar
Kristmannsson leikur á klarínett í
einu íslensku verkanna. Leikstjóri
er Jóhann Smári Sævarsson.
Síðdegistón-
leikar Óp-
hópsins
Samsöngur ÓP-hópurinn heldur
síðdegistónleika í Salnum.
C-sveit Skólahljómsveitar Austur-
bæjar heldur tónleika í Háteigs-
kirkju í kvöld kl. 20:00.
Á efnisskránni er blanda af ís-
lenskum verkum og popp og rokk-
lögum, s.s. Sprengisandur, íslensk
rímnadanslög, syrpa af lögum
Þursaflokksins, Led Zeppelin, Sir
Duke og Espana Cani. C-sveitin
heldur í tónleikaferð til Frankfurt í
næstu viku og heldur þar fimm tón-
leika.
C-sveit Skólahljómsveitar Aust-
urbæjar vann til verðlauna á Nót-
unni, uppskeruhátíð tónlistarskól-
anna. Stjórnandi sveitarinnar er
Vilborg Jónsdóttir.
Tónleikar C-
sveitarinnar
Út er komin bókin Á af-
skekktum stað sem byggð er á
samtölum Arnþórs Gunnars-
sonar sagnfræðings við sex
Austur-Skaftfellinga. Bókinni
er ætlað að gefa lesendum til-
finningu fyrir sögu og þróun
mannlífs í Austur-Skaftafells-
sýslu frá því á árunum milli
stríða fram til dagsins í dag.
Viðmælendur eru hjónin Álf-
heiður Magnúsdóttir og Gísli
Arason, Ingibjörg Zophoníasdóttir á Hala í
Suðursveit, Þorvaldur Þorgeirsson og feðgarnir
Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á
Hofsnesi í Öræfum. Hólar gefa bókina út.
Bækur
Mannlíf í Austur-
Skaftafellssýslu
Á afskekktum
stað.
Þorsteinn er gefinn fyrir hroll-
vekjur, en hann skrifar þó alls-
kyns sögur og segist reyna við
allt. „Það er ágætis æfing fyrir
alla rithöfunda, hvort sem þeir
eru að taka fyrstu skref eða
lengra komnir, maður lærir ekk-
ert nema maður ögri sér dálítið.“
arnim@mbl.is
Fyrir stuttu kom út hrollvekju-
safnið Myrkfælni, smásagnasafn
með ellefu sögum eftir Þorstein
Mar. Þessari fyrstu bók höfundar,
sem Rúnatýr gefur út, er lýst svo
að í henni rekist lesendur á ýms-
ar furður og fólk, jafnt úr fortíð
sem nútíð. Sumt má útskýra, ann-
að ekki. Draugar og hvers kyns
óvættir birtast mönnum, leiða þá
á villigötur og vekja óhug.“
Þó að þetta sé fyrsta bók Þor-
steins Mars hefur hann fengist
við ritsmíðar alllengi, skrifað
smásögur sem birst hafa í Vik-
unni og Mannlífi og tekið þátt í
smásagnakeppnum eftir því sem
færi hefur gefist og þá með góð-
um árangri. Hann var þannig í
þriðja sæti í hrollvekjusamkeppni
Hins íslenska glæpafélags, öðru
sæti í samkeppni rithrings.is og
sigraði svo í ástarsagnakeppni
Vikunnar síðasta sumar.
Að sýna en ekki segja
Það kemur því ekki á óvart að
Þorsteinn hefur dálæti á smá-
sagnaforminu, en það er þó ekki
það eina sem hann fæst við. „Ég
dúlla mér líka við lengri sögur,
nóvellur og skáldsögur en smá-
sagan hentar mjög vel í hroll-
vekjur og margir forvígismenn
hrollvekjunnar skrifuðu smásög-
ur fyrst og fremst. Það er þessi
leikur með að sýna en ekki segja,
það er ekkert vandamál að skrifa
endalaust um það að fólk fái hroll
og upplifi hitt og þetta en kúnstin
að láta lesandann upplifa það sem
er hryllilegt.
H.P. Lovecraft sagði að óttinn
við hið ókunna væri öflugasti ótt-
inn og ég hef verið að leika mér
með að skoða hið ókunna, það
þegar við vitum ekki hvað er að
gerast, kunnum ekki skil á því og
getum ekki útskýrt það.“
Myrkfælni er ekki bara fyrsta
bók Þorsteins Mars heldur er hún
líka fyrsta bók útgáfunnar, Rúna-
týs, sem Þorsteinn stofnaði ásamt
fjölskyldu sinni, meðal annars til
að gefa þessa bók hans út. „Ég
hef reynt að fá útgáfu hjá öðrum,
en þó ég hafi fengið mjög góð
svör, þá er eins og útgáfurnar
forðist að gefa út bækur sem eru
stimplaðar hrollvekjur. Ég held
þó að hrollvekjan lifi góðu lífi,
fullt af fólki les hrollvekjur og
þannig var metsölubókin hennar
Yrsu hrollvekja þó hún hafi ekki
verið markaðssett sem slík.“
Af ofangreindu má ráða að
Hrollvekjan lifir góðu lífi
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Ótti Rithöfundurinn Þorsteinn Mar, höfundur hrollvekjusafnsins
Myrkfælni: „Maður lærir ekkert nema maður ögri sér dálítið.“
Þorstein Mar sendir frá sér sína fyrstu bók
Smásagnasafn með ellefu hrollvekjum
Djass, sálartónlist,
blús og ljóð eru á
meðal þess sem Scott-Heron
fékkst við 31
»