Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  127. tölublað  99. árgangur  EDDA FAGNAR ÞRJÁTÍU ÁRA TÓNLISTARAFMÆLI SKÁKIN ER VINSÆL MEÐAL KRAKKA MIKIÐ VATN, DJAMM OG DAÐUR Í DANSSTUTTMYND SUMARNÁMSKEIÐ 10 SÝND Í AUSTRI Í KVÖLD 32Í ANDA VÍNARSKÓLANNA 29 Húsleit var gerð í höfuðstöðvum Vátrygg- ingafélags Íslands í gær vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á lánveitingum félags- ins. Þá var hópur manna, innan við tugur, yf- irheyrður, ýmist sem vitni eða grunaðir í málinu. Stóðu yfirheyrslur fram á kvöld. Sérstakur saksóknari rannsakar meðal annars fjölda lánveitinga VÍS til ýmissa félaga og aðila á ár- unum 2007 til 2009. Fjármála- eftirlitið kærði málið til sak- sóknara að lok- inni eigin athug- un. Fram hefur komið að lánveit- ingarnar voru meðal annars til eigenda og starfsmanna VÍS. Guðmundur Örn Gunnarsson, sem var forstjóri VÍS frá 2008, lét af störfum í síðustu viku í kjölfar úttektar Fjármálaeft- irlitsins. Grunur er um brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga við ráðstöfun á fjármunum tryggingafélagsins og brot á lögum um vá- tryggingastarfsemi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að um verulega fjárhagslega hagsmuni sé að tefla, þeir hlaupi á milljörðum, og fjölda tilvika. Húsleitir voru gerðar í höfuðstöðvum VÍS og á öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu. Með- al þeirra sem voru handteknir og yfirheyrðir í gær eru, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður og einn af aðaleigendum Exista, móðurfélags VÍS, Erlendur Hjalta- son, fyrrverandi forstjóri Exista, sem einnig sat í stjórn VÍS, og Guðmundur Örn Gunn- arsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins. Ólafur Þór Hauksson sagði að áfram yrði unnið að rannsókninni í dag. Leitað á skrif- stofu VÍS  Sérstakur saksóknari rannsakar lánveitingar Rannsókn » Aðgerðir sérstaks saksóknara hjá VÍS eru opnun á rann- sókn sem hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma. » Um 30 starfs- menn saksóknara og lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni.  Samkvæmt tillögum Lækna- félagsins verða skilyrði þess að fá að kaupa tóbak að viðkomandi hafi sannanlega farið tvisvar í meðferð við tóbaksfíkn og hann vilji hætta en geti það ekki. Þegar svo er komið getur viðkomandi fengið uppá- skrifaða ávísun til kaupa á tóbaki sem einungis yrði selt í apótekum. Tóbaksfíklar verði að leita til lækna, eða annarra heilbrigðis- starfsmanna, sem hlotið hafi sérmenntun í meðhöndlun fíkla. Þeir einir verða til þess bærir að geta ávísað á tóbak, samkvæmt til- lögum Læknafélagsins. „Tóbak er ávanabindandi fíkni- efni og krabbameinsvaldandi og hvers vegna á að vera að dreifa slíkum efnum um allar grundir í óvörðu um- hverfi? Reynum að halda þessum efnum frá sam- félaginu,“ segir Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Ís- lands. Hún er bjartsýn á nýtt frumvarp um tób- aksvarnir. »6 Einungis sérmenntaðir heilbrigðisstarfs- menn skrifi upp á tóbak fyrir tóbaksfíkla  Stór hluti tekna viðskiptabank- anna í fyrra er tilkominn vegna uppfærslu á virði útlána og á sama tíma hefur endurskipulagning út- lána gengið hægt, m.a. vegna óvissu um aðgerðir yfirvalda. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann. Í skýrslunni kemur fram að sam- anlagðar tekjur viðskiptabankanna af virðishækkun lánasafna sinna í fyrra námu 78 milljörðum. Einnig segir að þar sem útlán voru færð til þeirra frá gömlu bönkunum með ríflegum afslætti þá hafi þeir enn töluvert svigrúm til endur- skipulagningar útlána. »16 Bankarnir hafa enn töluvert svigrúm Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra telur ekki ástæðu til að hverfa frá áformum um algjört bann við áfengisauglýsingum þótt Svíar séu á undanhaldi með sína stefnu í þeim málum. „Þótt við viljum lifa í góðri sátt við alla sem eiga hlut að máli er þetta spurning um val. Ætlarðu að hlusta á foreldrasamtökin, sem fagna þessu frumvarpi, og á þá sem halda fram lýðheilsusjónarmiðum, eða ætlarðu að hlusta á framleiðendur?“ spyr Ög- mundur. „Þú verður að velja aðra hvora stefnuna.“ Í Morgunblaðinu í gær var rætt við sænskan áfengiseftirlitsmann sem segir þarlenda málamiðlun virka og auka samstarfsvilja áfengisframleið- enda og innflytjenda. „Svíar eru þarna að reyna að finna hinn gullna meðalveg. Í mínum huga liggur sá vegur á milli þess, annars vegar, að banna áróðursauglýsingar fyrir áfengi og, hins vegar, að heimila eðlilega umræðu í fjölmiðlum, sem er til upplýsingar og snertir allar hliðar áfengisneyslu,“ segir hann. »8 Heldur sínu striki gegn áfengisauglýsingum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Enginn samhugur er í ríkisstjórn um hvort Ísland eigi að styðja áframhaldandi aðgerðir Atlants- hafsbandalagsins í Líbíu. Þetta seg- ir Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra. Eru ráðherrar og þingmenn VG þeim mótfallnir en Össur Skarphéðinsson og fulltrúar Samfylkingar í utanríkismálanefnd fylgjandi. Formaður Sjálfstæðis- flokksins líkir VG við gólfmottu Samfylkingarinnar. Fastaráð Nató fundar í dag og verður þar tekin ákvörðun um hvort hernaðarbandalagið eigi að halda áfram að fara með yfirstjórn hernaðaraðgerða í Líbíu. Kynnti ut- anríkisráðherra málið í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd í gær en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er afstaða hans sú að hann vilji ekki að Ísland standi í vegi fyrir frekari aðgerðum. Segist Ögmundur hafa þurft að fara af ríkisstjórnarfundi í gær- morgun en hann hafi náð að hlýða á skýrslu utanríkisráðherra. „Ég lýsti andstöðu minni við þessi áform og ég hygg að samsvarandi afstaða hafi komið fram hjá öðrum ráðherr- um VG á fundinum,“ segir hann. Þá létu fulltrúar flokksins í utan- ríkismálanefnd bóka á fundi í gær- kvöldi andstöðu sína við að Ísland styddi áframhaldandi hernaðarað- gerðir Nató og ætti þess í stað að knýja á um vopnahlé og pólitíska lausn á ástandinu þar. „Stjórnlaust land“ „Það getur enginn tekið mark á Vinstri-grænum sem þykjast hafa hina og þessa stefnu í ýmsum mál- um en gera ekkert af þeim að úr- slitaatriði í ríkisstjórnarsamstarfi. Þeir eru eins og gólfmottur sem Samfylkingin gengur yfir og þurrk- ar sér á þegar henni sýnist. Þetta er prinsipplaus flokkur,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og fulltrúi í utanríkis- málanefnd, um afstöðu Vinstri- grænna. Svo virðist sem í landinu sé rík- isstjórn sem geti ekki komið sér saman um nein alvörumál, að sögn Bjarna. Þetta sé einn eitt dæmið um að hún leiki tveimur skjöldum í hverju málinu á fætur öðru. „Hún getur ekki látið sem hún hafi tvær stefnur í þessu máli. Það er orðið tímabært að flokkarnir samræmi stefnu sína í þessu og öðrum mál- um. Þetta er stjórnlaust land,“ seg- ir Bjarni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Að fundi loknum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra bregður á leik með nefndarmönnum í utanríkismálanefnd eftir fundinn um Líbíu. „VG eins og gólfmotta“  Óeining innan ríkisstjórnarinnar um stuðning við aðgerðir Nató í Líbíu  Ákvörðun tekin í fastaráði Nató í dag um áframhaldandi aðgerðir í landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.