Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Efnt var til vorhátíðar á skólalóð Fellaskóla í gærdag en um var að ræða síðasta skóladag. Eft- ir hefðbundið skólahald frá 8.20-9.40 hófust leik- irnir. Meðal annars sýndu nemendur leikþátt í útileikhúsinu á skólalóðinni byggðan á ævintýr- inu um Nýju fötin keisarans. Guðni Franzson sá um tónlistarflutning og Sigríður Björk Baldurs- dóttir leikstýrði. Að leikritinu loknu tóku viðstaddir lagið, síðan var farið í leiki og að endingu lauk vorhátíðinni á því að allir fengu grillaðar pylsur eins og þeir gátu í sig látið. Efnt til vorhátíðar á skólalóð Fellaskóla Morgunblaðið/Sigurgeir S. Leikþáttur byggður á Nýju fötum keisarans Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Tóbaksneytendur þurfa að ávísa lyf- seðli til að kaupa tóbak ef þings- ályktunartillaga níu þingmanna úr öllum flokkum nær fram að ganga. Tillagan er byggð á vinnu Lækna- félags Íslands og miðar aðallega að því að koma í veg fyrir að börn byrji að reykja. Þannig megi komast hjá ótímabærum dauðsföllum vegna tób- aksnotkunar í framtíðinni. „Tóbak er ávanabindandi fíkniefni og krabbameinsvaldandi og hvers vegna á að vera að dreifa slíkum efn- um um allar grundir í óvörðu um- hverfi? Reynum að halda þessum efnum frá samfélaginu,“ segir Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands. Hún er bjartsýn á að þings- ályktunartillagan nái fram að ganga. Samkvæmt tillögum Læknafélags- ins verða skilyrði þess að fá að kaupa tóbak að viðkomandi hafi sannanlega farið tvisvar í meðferð við tóbaksfíkn og hann vilji hætta en geti það ekki. Tóbaksfíklar leiti til lækna Þegar svo er komið getur viðkom- andi fengið uppáskrifaða ávísun til kaupa á tóbaki sem einungis yrði selt í apótekum. Tóbaksfíklar verði að leita til lækna, eða annarra heil- brigðisstarfsmanna, sem hlotið hafi sérmenntun í meðhöndlun fíkla. Þeir einir verða þess bærir að geta ávísað á tóbak samkvæmt tillögum Læknafélagsins. Álögur á tóbak myndu þó snar- minnka því tóbaksfíklarnir fengju efnin á kostnaðarverði í apótekunum sem verða jafnframt einu sölustað- irnir. Gert er ráð fyrir algjöru banni við tóbakssölu annars staðar. Þar með talið í fríhöfninni og í flugvélum. Þegar mest lét á 20. öld reyktu um 40 prósent landsmanna. Nú eru reykingamenn innan við 20 prósent. Sala á neftóbaki hefur þó stóraukist síðustu ár og er þingsályktunartil- lögunni og tillögum Læknafélagsins ekki síður beint gegn þeirri tegund tóbaks. Fíklum ekki vísað á glæpamenn Birna segir að ströng tóbakslög- gjöf hafi skilað góðum árangri víða um heim. Hún nefnir Kaliforníuríki í Bandaríkjunum sem dæmi þar sem reykingar hafi snarminnkað í kjölfar hertra reglna. Hún segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að sala á tób- aki færist yfir á svarta markaðinn því með fyrrgreindum tillögum myndi samfélagið sjá fíklum fyrir tóbakinu með löglegum leiðum svo þeim yrði ekki vísað á glæpamenn. Takmarkað aðgengi að tóbaki myndi þá smám saman minnka sýnileika og koma í veg fyrir nýliðun meðal tób- aksfíkla. Vilji til að hætta er það sem þarf  Læknafélagið vill að tóbak verði gert lyfseðilsskylt og aðeins ávísað á fíkla sem sannanlega hafi reynt að hætta og farið í meðferð  Aðeins sérmenntaðir læknar í meðhöndlun fíkla geti ávísað á tóbak Reykingar Takmarka á aðgengi að sígarettum og vindlum. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Við höfum fulla trú á að það náist saman í þessum viðræðum og ekki komi til truflana á flugi, enda hafa flugvirkjum verið boðnir samningar á svipuðum nótum og samið hefur verið um á almennum markaði,“ seg- ir Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair. Sem kunnugt er hafa flugvirkjar hjá félaginu boðað fjögurra klukku- stunda vinnustöðvanir á morgnana 8.-10. júní næstkomandi og tveggja daga verkfall ef það dugir ekki til. Verkfallið myndi þá hefjast á mið- nætti 20. júní. Nú er ferðamannatím- inn að hefjast fyrir alvöru og verk- fallsvopnið því beittast um þessar mundir. Hafa flugvirkjar sagst von- ast til að þetta glæði viðræðurnar lífi. Vinnustöðvun frá klukkan sex til tíu á morgnana kemur til með að seinka Evrópuflugi félagsins umtals- vert, ef af verður. Samkvæmt heim- ildum ber enn nokkuð mikið á milli, en á undanförnum árum hafa vinnu- deilur í flugrekstri þó sjaldnast leitt til raskana á flugi. Fimm ára kjarasamningur Flugumferðarstjórar undirrituðu kjarasamning sinn við Isavia á sjötta tímanum í gærmorgun. Að sögn Ott- ós G. Eiríkssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra, er samningur- inn til fimm ára. Hann verður kynnt- ur félagsmönnum í þessari viku og borinn undir atkvæði þeirra eftir helgina. Hafa fulla trú á að samn- ingar náist við flugvirkja  Samið við flug- umferðarstjóra Morgunblaðið/Þorkell Eins og smurt Mikilvægt er að flug- virkjar sinni skoðunum eftir flug. Fjórir karlmenn voru í gær úr- skurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. júní að kröfu lögregl- unnar á höfuð- borgarsvæðinu en þeir eru grun- aðir um aðild að innflutningi á tæplega 60 kg af fíkniefninu khat. Mennirnir, sem voru handteknir á gistiheimili í Reykjavík um miðj- an mánuðinn, eru allir erlendir rík- isborgarar. Tveir þeirra eru um fertugt, einn um fimmtugt og sá fjórði er hálfsextugur. Rannsókn málsins hefur gengið vel og ekki er talið útilokað að dóm- ur falli í málinu áður en fram- lengdur gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út. Áfram í haldi vegna innflutnings á khat Fíkniefnið khat. Karlmaður í mikilli fíkniefnaneyslu og án atvinnu hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 22. júní nk. Hann á að baki samfelldan brotaferil, að- allega þjófnaði og húsbrot, sem færst hafa í vöxt á síðustu dögum. Maðurinn á að baki sakarferil sem nær aftur til ársins 1990. Á þeim tíma hefur hann hlotið 31 refsidóm sem tengist fíkniefnaneyslu hans. Síðast hlaut hann 12 mánaða fang- elsisdóm í desember 2008 vegna til- raunar til ráns og árásar á opinber- an starfsmann. Síbrotamaður í gæsluvarðhald „Ef Alþingi felur apótekum að selja tóbak þá að sjálfsögðu gerum við það,“ segir Sigur- björn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju. Tóbak hef- ur ekki verið til sölu í apótekum hingað til en ýmiss konar nikó- tínlyf hafa fengist þar lengi. Sigurbjörn segir söluna á nikó- tínvörum töluverða og að marg- ir nýti sér slíkt til að hætta. Tóbakið í apótekin SELJA MIKIÐ NIKÓTÍN IRVING ...svo allt gangi smurt Verslun Tunguhálsi 10 Mán-fim. 8:00 - 17:30 Föstud. 8:00 - 17:00 www.kemi.is Opið: SMUROLÍUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.