Morgunblaðið - 01.06.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 01.06.2011, Síða 11
Morgunblaðið/KristinnGóður hópur Stefán, fyrir miðju, með (f.v) Hrund, Veroniku, Nansy, Guðmundi, Tinnu Sif, Leifi, Vigni Vatnari, Heimi, Birki, Ásdísi, Donicu og Elínu. húsum og það eru hæg heimatökin þar sem Skákakademían er í mið- bænum.“ Stelpurnar sækja í sig veðrið Á námskeiðunum er mikið lagt upp úr taflmennsku og þjálfun og einvalalið er í kennarahópnum. Stef- án er sjálfur meðal kennara en hann hefur verið að kenna hjá Skákaka- demíunni frá stofnun hennar árið 2008. Auk hans eru Hjörvar Steinn Grétarsson landsliðsmaður, Róbert Lagerman, Björn Ívar Karlsson, Bragi Þorfinnsson landsliðsmaður og Guðmundur Kjartansson meðal kennaranna. Stefán tók við sem framkvæmdastjóri Skákakademí- unnar í mars síðastliðnum og hann segir skákina klárlega vera í mikilli sókn. „Hún er orðin vinsæl meðal krakka og það er orðið töff að vera í skák. Skákin hefur eflst bæði með tilkomu Skákakademíunnar og fleiri aðila sem eru að kenna skák. Næsta vetur mun Skákakademían kenna skák í nánast öllum skólum Reykja- víkur. Við höfum verið að kenna í nokkrum skólum hingað til en und- anfarið hef ég verið að funda með skólastjórnendum og það er nánast frágengið að skák verði kennd á stundatöflu í næstum öllum þriðju bekkjum borgarinnar á næsta skóla- ári. Því fyrr því betra er að byrja að kynna og kenna skák. Við höfum líka verið að kenna elsta árgangi í leik- skólum, fimm ára börnum, en þau eru móttækilegust fyrir þessu þegar þau eru 7-8 ára. Strákar eru vissu- lega í meirihluta í skákinni en stelp- urnar eru í mikilli sókn, það var til dæmis heill stelpuhópur í fyrra hjá okkur á sumarnámskeiðinu. Við er- um með úrvalshópa fyrir mjög efni- lega krakka en ég get stoltur sagt frá því að meðal krakkanna hjá okk- ar eru algjörir snillingar.“ Skáklistaverk, blindskák og fleira skemmtilegt Stefán segir starfið í Skákaka- demíunni vera margþætt. Í tengslum við Reykjavík Open- skákmótið sem var í mars í Ráðhúsi Reykjavíkur voru til dæmis ýmsir skáktengdir viðburðir. „Við sýndum þar skáklistaverk sem börnin í leik- skólanum Njálsborg höfðu búið til, en Róbert Lagerman hefur stjórnað því verkefni og þess má geta að Skákakademían og Njálsborg voru tilnefnd til foreldraverðlauna Heim- ilis og skóla fyrir þetta starf. Í tengslum við mótið kom líka úkraínskur stórmeistari og tefldi blindandi við okkar helstu krakka og nokkra þjóðkunna einstaklinga, við höfum verið með skák-pöbbkvis, og um daginn fórum við með skákdeild Fjölnis í skáksumarbúðir í Vatna- skógi. Við erum semsagt bæði með áherslu á kennslu og að halda hefð- bundin skákmót, eins og til dæmis Íslandsmót barnaskólasveita í Vetr- argarðinum í Smáralind í fyrra. Við vekjum líka athygli á skákinni með hliðarviðburðum eins og skák- listasýningunni, blindskákfjöltefli og fleiri skemmtilegum viðburðum. Þetta snýst ekki bara um kennslu, heldur viljum við vekja athygli á skákinni og sýna hvað þetta er lif- andi og skemmtilegt sport.“ Vanda sig Þau Guðmundur Kristinn Lee (lengst t.v), Tinna Sif og Heimir Páll voru djúpt hugsi við taflið. Allir byrja með hreint borð í upphafi hverrar skákar og ráða hvað þeir gera. Krakkarnir læra að taka frum- kvæðið og vera sjálf- stæðir. Námskeiðin hefjast 6. júní og skráning fer fram á www.skak.is. Upplýsingar á www.skakakademia.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 of Health sem segja að þráðlaus bún- aður hafi litla eða enga hættu í för með sér fyrir heilsu almennings. Rannsóknir hafa ekki sýnt aukna tíðni krabbameins frá því farsímar komust í almenna notkun og lítil sönnunargögn um skaðleg áhrif hafa komið fram. Prófessor Paul Elliot, sem stjórnar alþjóðlegri rannsókn á langtíma- áhrifum farsímanotkunar á heilsu fólks, segir að þörf sé á að gera nán- ari rannsóknir á áhrifum þráðlausra tækja á börn. Svo ráðleggingin þang- að til það sé gert sé að forðast of- notkun. Reuters Áhyggjur eru uppi um það að þráðlaus tækni geti haft slæm áhrif á heilsu barna. Við fögnum 10 ára afmæli Bjóðum í dag upp á kaffi og ilmandi bakkelsi í tilefni 10 ára afmælis okkar. Komdu við og kíktu á nýjustu tæknina í heyrnartækjum og fáðu að prófa einstakan tæknibúnað fyrir heyrnarskerta. Öll sala á rafhlöðum í dag rennur óskipt til KRAFTS, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Jafnframt mun ákveðin upphæð af hverju seldu heyrnartæki í sumar renna sem styrkur til KRAFTS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.