Morgunblaðið - 01.06.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 01.06.2011, Síða 12
Þuríður Backman segir Íslend- inga þurfa að læra af reynslu Finna í umræðu um tilfærslu kostnaðar í tengslum við niður- skurð í þjálfun og virkri endur- hæfingu. „Til að ná sparnaði þarf ekki í öllum tilfellum að skerða þjónustu. Við þurfum að nota tækifærið í kreppunni og hugsa upp á nýtt.“ Þuríður nefndi dæmi um mikilvægi þess að koma á kerfisbreytingum og tók sem dæmi samtengingu á lyfjagagnagrunni. Um langtímastefnu í heil- brigðiskerfinu sagði Guðlaugur Þór að „til þess að allir njóti heilbrigðisþjónustu á heims- mælikvarða þarf að forgangs- hraða og fólk þarf að hafa þrek í það“. Hann telur mjög varhugavert að ákvarða upphæðir til heilbrigðis- mála sem fast hlutfall af vergri landsfram- leiðslu og að flatur niðurskurður sé slæmur kostur. Þrek þarf til að for- gangsraða LANGTÍMASTEFNA Í HEILBRIGÐISMÁLUM í d við Gríptu tækifærið og græjaðu þig upp fyrir bústaðinn. Magnaðir miðvikudagar! 4GB minnislykill fylgir öllum netlyklaáskriftum í dag 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 FRÉTTASKÝRING María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Í minni tíð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði ég nefnd til þess að gera tillögur um réttlátari, einfaldari og gagnsærri þátttöku einstaklinga í kostnaði vegna lyfja og annarrar heilbrigðis- þjónustu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson á þingflokkafundi SÍBS í gær. Fulltrúar allra þingflokka svöruðu spurningum sem fulltrúar SÍBS, Sig- mar B. Haukson frá Astma- og of- næmisfélaginu, Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar, og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, höfðu sent til þing- manna. Ein spurninganna var hvort hagræðing í heilbrigðiskerfinu ætti að koma niður á lífsgæðum sjúklinga og hvort núgildandi reglugerðir um skerðingu og takmarkanir á greiðslu- þátttöku sjúklinga yrðu teknar til endurskoðunar. Þak á hámarksgreiðslur Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði mikilla tíðinda að vænta við endurskoðun á lyfjakostnaði og hugmyndir væru uppi um að allir sjúklingar færu í sama pott. Sérstakt þak yrði sett á há- marksgreiðslur, sem byggðist á réttlætiskerfi að danskri fyrir- mynd. „Framsóknarmenn styðja að farið verði yfir reglur um greiðsluþátttöku á lyfjum með heilsuhagfræðileg rök að leiðar- ljósi.“ Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar, benti á að frumvarp væri nú í nefnd þar sem tekið væri á leiðum til einföld- unar á kerfinu og verið væri að skoða greiðsludreifingu vegna lyfja. Þuríður Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að markmiðið með frumvarpinu væri að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi að danskri fyr- irmynd þar sem greiðsluþátttaka sjúkratrygginga væri óháð sjúk- dómsgreiningu. Reykjalundur á þriðja ári í niðurskurði Forsvarsmenn stjórnarflokkanna voru beðnir að svara til um áform rík- isstjórnarinnar varðandi sparnað í heilbrigðisþjónustu á árunum 2012 og 2013 og þá sérstaklega í því ljósi að Reykjalundur er á þriðja ári í niðurskurði. Búið væri að skera niður um tæplega 300 milljónir og fækka um þrjátíu stöðugildi sem næmi um 16% mannafla. Í upphafi hefði verið boðaður niðurskurður í fjárlögum í fimm ár sem þýddi að enn væru tvö ár eftir. Jónína Rós Guðmundsdóttir við- urkenndi að óviðunandi væri að taka ákvarðanir um fjárlög í desember á ári hverju og að mikill áhugi væri hjá mörgum þingmönnum á að breyta verkferlum í fjárlagagerð. „Það er verið að skoða hvaða áhrif kjara- samningar hafa,“ sagði Jónína. Þuríður Backman tók í sama streng og sagði að unnið væri að breytingum á öllum verkferlum í fjár- lagakerfinu. „Verkferlar um tilfærslu á tímasetningu á framkvæmd fjár- laga eru í vinnslu,“ sagði hún en tók fram að engu væri hægt að lofa í þessum efnum. Þvinga þarf fjárlagavinnuna framar Þingmenn stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðunni. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að vanda fjárlaga- gerð og skilgreina þyrfti fyrst og fremst þá þjónustu sem ætti að veita. Síðan þyrfti að vanda til samninga við stofnanir. Guðlaugur sagði að hlut- verk Sjúkratrygginga Íslands hefði ekki verið eins og lagt hefði verið upp með í upphafi og vísaði í reglugerð um hlutverk Sjúkratrygginga Ís- lands. Siv Friðleifsdóttir sagði að hægt hefði verið að hagræða án skerðingar á þjónustu. „Mjög erfitt er að hagræða þegar fjárlögin koma svona seint fram þar sem 70% af útgjöldum eru laun. Þvinga þarf fjárlaga- vinnuna framar og taka ákvörðun um að sameina stofn- anir,“ sagði Siv. Nýtt kerfi og þak á greiðslur Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fulltrúar Þuríður Backman, Margrét Tryggvadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson svöruðu spurningum á fundinum í gær.  Nefnd með fulltrúum allra flokka var lögð niður í núverandi ríkisstjórn  Taka Norðurlöndin sem fyrirmyndir  Líta þarf til heilsuhagfræðinnar segja þingmenn  Á hagræðing að bitna á lífsgæðum? Kostnaður sjúklinga » Mikilla tíðinda að vænta um endurskoðun á lyfjakostnaði en frumvarp er í nefnd. » Hugmyndir um mögulega greiðsludreifingu á stórum upphæðum vegna lyfja. » Markmiðið er að setja þak á lyfjakostnað landsmanna. » Lyfjapakkningar eru háðar alþjóðlegum stöðlum og erfitt er að breyta þeim í sparnaðar- skyni. » Erfitt er að hagræða þegar fjárlög eru afgreidd svo seint sem raun ber vitni. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Heimild til að fullnusta refsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu verður rýmkuð nái frumvarp innanrík- isráðherra um breytingu á lögum um fullnustu refsinga fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu munu einstaklingar sem hlotið hafa allt að 9 mánaða fangelsisdóm átt möguleika á að fullnusta refsinguna með samfélagsþjónustu. Núgildandi lög miða við allt að 6 mánaða dóm svo samfélagsþjónusta komi til greina. metur hvort einstaklingar fái að af- plána dóm með samfélagsþjónustu. Ströngu einstaklingsbundnu mati er fylgt og því eiga þeir sem eiga að baki brot sem er svívirðilegt að al- menningsáliti ekki kost á samfélags- þjónustu. Undir slík brot flokkast meðal annars kynferðisbrot gegn börnum, gróf ofbeldisbrot og stór- felldur fíkniefnainnflutningur. Sam- norræn rannsókn sem sýnir að end- urkomutíðni þeirra sem hófu afplánun með samfélags- þjónustu hér á landi er 16% en þeirra sem ljúka afplánun fangels- isrefsinga 27%. Allsherjarnefnd afgreiddi frum- varpið síðastliðinn mánudag en upp- haflega var gert ráð fyrir 12 mán- uðum í stað 9. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir fullnustu refsinga með rafrænu eftirliti líkt og Morgunblaðið hefur áður greint frá. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í allsherjarnefnd, segir að nefndarmenn hafi verið nokkuð samstiga í málinu. „Í breytingunum felst útvíkkun á reglum um samfélagsþjónustu. Verði frumvarpið að lögum munu ívið fleiri eiga möguleika á að sækja um samfélagsþjónustu sem er já- kvætt að mínu mati.“ Birgir segir rökin að baki breytingunni annars vegar praktísk því fangelsispláss séu af skornum skammti og hins vegar henti samfélagsþjónusta oft betur en hefðbundin öryggisfangelsi. Með því að nota samfélagsþjónustu og raf- rænt eftirlit í auknum mæli losnar um ákveðinn fjölda fangarýma sem þá er hægt að nota til að stytta þá biðlista sem nú eru fyrir hendi. Birg- ir segir þó afar brýnt að fara í fyrir- hugaðar framkvæmdir á sviði fang- elsismála sem allra fyrst. Breytingarnar nú hjálpi til en leysi ekki vandann. Fangelsismálastofnun Fleiri eigi kost á samfélagsþjónustu  Frumvarp innanríkisráðherra gerir ráð fyrir útvíkkun á reglum um samfélagsþjónustu  Miðað verður við allt að 9 mánaða dóma í stað 6  „Hjálpar til en leysir ekki vandann,“ segir þingmaður Morgunblaðið/Júlíus Fangelsisvist Margir klefar á fang- elsinu á Litla-Hrauni eru tvísetnir. Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.