Morgunblaðið - 01.06.2011, Page 28

Morgunblaðið - 01.06.2011, Page 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand Í KVÖLD KYNNUM VIÐ NÝJUNG, HRYLLINGSMYND FYRIR FÓLK MEÐ ÁRÁTTUR OG ÞRÁHYGGJUR OOPS! FYRIRGEFÐU AÐ ÉG MISSTI SERVÍETTU- SAFNIÐ ÞITT EN SÁ HRYLLINGUR ÞJÓFUR! HRÓLFUR? JÁ? EKKI HAFA NEINAR ÁHYGGJUR EDDI MINN ÞAÐ ER ÖRUGGLEGA EINHVER TIL Í AÐ VÖKVA BLÓMIN Á MEÐAN ÞÚ VERÐUR Í BURTU ÉG ER SVO SVANGUR. HVAÐ VAR ÞETTA SEM ÞÚ HENTIR Í RUSLIÐ? VARSTU AÐ HENDA MAT?! MIG LANGAÐI BARA AÐ BRAGÐBÆTA HANA FYRIRGEFÐU HVAÐ ALLT ER Í DRASLI, ÉG ÁTTI BARA EKKI VON Á GESTUM ÉG ER KOMINN MEÐ NIÐURSTÖÐURNAR ÚR SVEFNPRÓFINU ÞAÐ ER EKKERT ALVARLEGT SEM VELDUR HROTUNUM MÍNUM ÞAÐ ERU GÓÐAR FRÉTTIR EN HVAÐ GERUM VIÐ NÚNA? ZZNAV! LÖGREGLAN GETUR EKKI KOMIÐ Í VEG FYRIR AÐ VIÐ KOMUMST Í BÍLINN OKKAR ÉG GET EKKI OPNAÐ, HÚNNINN ER ALLUR KLÍSTRAÐUR?! ÞETTA VAR PYLSA ÞAÐ VAR ÆTLUNIN! Týndir skór Síðastliðinn fimmtu- dag, 26. maí, týndust hvítir Vagabond- spariskór (flatbotna) í strætisvagni númer 3 á leiðinni úr Selja- hverfi í Mjódd eða gætu hafa týnst í Mjóddinni. Finnandi vinsam- lega hafi samband við Álfdísi í síma 567-4991 eða Huldu í síma 847- 2611. Það er hundur í mér - og það ekki að ástæðulausu Oft er það svo að ef maður lætur skoðanir sínar í ljós og kemur við kaunin á fólki er eins og við manninn mælt að maður fær gusurnar yfir sig eins og: „Þú ert svo neikvæður að það er ekki hægt að vera nálægt þér“ eða eitthvað í þessa veruna. Ég bý í Keflavík í rólegu hverfi. Á góðviðrisdögum um helgar sest ég út á pall og læt líða úr mér erfiði vik- unnar um leið og ég sleiki sólina og næ mér í örlitla brúnku. Nær hefði kannski verið að segja: „Ég bjó í ró- legu hverfi“ því nú tröllríður sú tíska hús- um að eiga hund og nú er svo komið að oftar en ekki hrökklast mað- ur inn eftir skamma stund á pallinum. Ekki þarf annað að gerast en að einn þeirra reki upp bofs þá tekur öll hjörðin undir. Það má kannski segja að mað- ur eigi að þakka fyrir að þetta eru meira og minna kjölturakkar eða mjög stórir hundar og virðist sem hvorugt kynið kunni að span- góla – guði sé lof. En svona í alvöru talað þá er þessi hundaeign landsmanna í þéttbýli að verða ein allsherjar plága sem erfitt verður að vinda ofan af. Ég er mikill dýravinur og vildi helst hafa hund og kött og íslenskar hænur í mínum ranni, en ég tel að það sé bara ekki í boði. Kær kveðja, ágætu landsmenn – eða voff voff. Keflvíkingur. Ást er… … fyrsti yndislegi kossinn Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10/ 11.30. Opinn púttvöllur. Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl. 8-16. Eftirlaunadeild símamanna | Sum- arferð eftirlaunadeildarinar verður 13.- 17. ágúst. 1.d. Ekið um Sprengisand til Goðafoss, gist á Stöng í Mývatnssveit. 2.d. Mývatn, Dettifoss, Hljóðaklettar, Ás- byrgi, Húsavík, Akureyri (2 nætur). 3.d. Hringferð um Eyjafjarðarsveit, könn- unarferð um Akureyri. 4.d. Svarf- aðardalur, Dalvík, Ólafsfjörður, Héðins- fjörður, Siglufjörður, Skagafjörður, gist á Bakkaflöt í Tungusveit. 5.d. Ekið til Reykjavíkur. Nánari uppl. gefur Ragn- hildur í síma 551-1137 eða 898-4437. Félag eldri borgara, Reykjavík | Gönguhrólfar ganga frá Reynisvatni kl. 10. Félagsheimilið Boðinn | Skemmtun í Boðanum, Ásta og vinkonur spila á hljóðfæri og stjórna söng. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, botsía kl. 10.30, fé- lagsvist kl. 13 og viðtalstími FEBK milli kl. 15 og 16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Lokað vegna sumarleyfa frá 1. júní, opnað aftur 4. júlí. Félagsmiðstöðin Bólstaðarhlíð | Opin handavinnustofa, leiðbeinandi á staðn- um, brids/vist, hárgreiðsla, fótsnyrting, 18 holu púttvöllur á staðnum. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vinnustofur opnar, brids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Mánudaginn 6. júní verður far- ið um Kjósina með leiðsögn. Lagt verður af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Skráning í síma 586-8014 kl. 13-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16. Vatnsleikfimi í Breiðholts- laug kl. 9.20. Spilasalur opinn frá há- degi. Uppl. á staðnum og í s. 575-7720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Kaffi og rabb kl. 10. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 11. Brids kl. 13, kaffi og samvera. Hraunbær 105 | Opin handavinna kl. 9- 14. Helga fótafræðingur er á staðnum, tímapantanir í síma 698-4938. Hraunsel | Vorsýning á handverki fé- lagsmanna opnuð í dag kl. 13. Lokað á uppstigningardag. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16 virka daga. Hádegisverður kl. 11.30 og miðdagskaffi kl. 14.30. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listsýningin opin alla virka daga kl. 9-16 til og með 3. júní. Uppl. 411- 2790. Norðurbrún 1 | Útskurður, opin vinnu- stofa kl. 9-12. Félagsvist kl. 14-16. Vesturgata 7 | Sund, spænska kl. 10. Myndmennt kl. 13. Verslunarferð í Bónus kl. 12.10. Tréskurður kl. 13. Fréttablaðið sagði frá því ámánudag að vegna eldgossins væru hátt í 20 heimalningar á einum bæ í grennd við Kirkjubæjar- klaustur. Gefa þurfi lömbunum 4-5 sinnum á dag og endar fréttin þann- ig: „Bændur þurfa því að metta sjö- tíu til níutíu munna á dag.“ Davíð Hjálmar Haraldsson velti fyrir sér þessum reikningskúnstum: Öskuhríðin ógurlega dimm ekki dregur hót úr mjólkurþambi; svanga munna fjóra eða fimm Fréttablaðið taldi á hverju lambi. Sigrún Haraldsdóttir vekur máls á því, að það sé óskemmtilegt hjá mörgum á þessu harðindavori: Vont er heimsins þras og þref og þraut er lengi dregst, en verst er þó í veröld ef vorsins yndi bregst. Nú bregður nýrra við. Kerlingin á Skólavörðuholtinu er komin með fésbókarsíðu og segir í færslu 21. maí: „Eins og ævinlega las ég Vísna- hornið í Morgunblaðinu í morgun, sá að karlskepnan af Laugaveginum er enn einu sinni að gefa í skyn að hann hafi verið að hitta mig. Hann er alveg óþolandi: Eitt það veit og sannfærð sver við sálu mína bága, að Laugavegskarlinn leiði er landsins mesta plága.“ Eitthvað er kerlingunni uppsigað við veikara kynið, því hún lætur karl í Skuggahverfi einnig heyra það, sem hún kannast við frá fornu fari: Slompaður og slefandi, slæpingi og þrjótur, mikið ertu mannfjandi merkilega ljótur. Loks skrifar hún: „Mér finnst aumingjalegt að tala um Skóla- vörðuholt, eðlilegra er að kalla þetta Skólavörðufjall, alla vega eins og veðráttan er þar núna. Sem er, by the way, varla boðleg kvenlega búnum konum. Ja, svei. Nepjan ertir náragjá, nuggar varir salli, skelfilega er skítkalt á Skólavörðufjalli.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af munnum og kerlingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.