Morgunblaðið - 01.06.2011, Side 36

Morgunblaðið - 01.06.2011, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 152. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Svona fór Katrín að því að ... 2. Lýst eftir 15 ára stúlku 3. Risi í Reykjavík 4. Milljónatjón á 30 sekúndum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Weird Girls-verkefni Kitty von Sometime heldur áfram. Nú hafa stúlkurnar gert myndband við lagið Love the Earth með hljómsveitinni Imogen Heap en það er tekið upp í Þórsmörk. Hljómsveitin lét Kitty hafa tvö lög svo að myndbandið er í tveim- ur pörtum og verður birt í júní. Uppstrílaðar stúlkur í Þórsmörkinni  Systurnar knáu í Pascal Pinon og framsækna rokk- hljómsveitin Eld- berg, sem kemur nú sterk til baka eftir breytta mannaskipan, spila á fjórðu „rafmagnslausu“ tónleikum Norðurpólsins. Tónleikarn- ir eru haldnir annað kvöld, 2. júní, klukkan 20:30 og kostar 1.500 krón- ur við hurð. Rafmagnslaust á Norðurpólnum  Skjaldborg, hátíð íslenskra heim- ildarmynda, verður haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina, 10.- 12. júní. Þá verða yfir tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir frumsýndar á hátíð- inni og verður heið- ursgestur í ár hinn eini sanni Ómar Ragnarsson. Nán- ari upplýsingar á skaldborg.com. Skjaldborg í fimmta sinn á Patreksfirði Á fimmtudag (uppstigningardagur) Suðvestlæg átt, 3-10 m/s. Skúrir V-lands og með norðurströndinni. Hiti 5 til 12 stig. Á föstudag Vestan 5-13, hvassast norðvestantil. Skúrir vestantil SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13, hvassast á annesjum norðanlands og rigning, en lægir og styttir upp sunnan- og vest- anlands. Hiti 5 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum. VEÐUR „Þetta var mjög erfitt val og meira að segja vaknaði ég síðastliðna nótt og hugsaði hvort við værum með alla þá sem ættu að vera í hópn- um. Það er leiðinlegt að þurfa að skilja góða leik- menn eftir heima en við því er ekkert að gera,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, að- stoðarþjálfari U21 árs landsliðsins þegar keppnis- liðið fyrir EM í Danmörku var kynnt í gær. »3 Vaknaði og hugs- aði um valið Íslandsmeistarar Vals tylltu sér á topp Pepsi-deildar kvenna í knatt- spyrnu í gærkvöld með því að leggja Stjörnuna að velli, 2:1, í toppslag deildarinnar á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Valur hefur eins stigs forskot á Stjörnuna og ÍBV, sem á leik til góða. Afturelding vann öruggan sigur á Grindavík, 3:0, og Þróttur og KR skildu jöfn, 1:1. »2 Íslandsmeistarar Vals tylltu sér í toppsætið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Elsti barnaskóli landsins, Barnaskól- inn á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem stofnaður var árið 1852 er um þessar mundir að ljúka sínum starfs- vetri með stofnun fríríkis sem ákveð- ið hefur verið að nefna Barnabæ. Verkefnið stendur yfir í þrjá daga og lýkur í dag með mikilli hátíð. Þá verður foreldrum og Sunnlendingum öllum boðið að kaupa Besóa, gjald- miðil Barnabæjar, fyrir íslenskar krónur. Þá verður gestum og gang- andi gert kleift að kaupa vörur og þjónustu sem fyrirtæki nemendanna hafa framleitt. „Tilgangur verkefnisins er að kenna nemendum á samfélagið, auk þess að veita þeim yfirgripsmikla þekkingu á lífinu sjálfu. Það sem gerir þessa hugmynd óvenjulega í skólastarfi er tvímælalaust þetta tækifæri sem nemendur fá, að kynn- ast þversniði þjóðfélagsins. Þeir kynnast ferli verslunar allt frá hug- mynd út í hönnun, framleiðslu, markaðssetningu og yfir í sölu. Á sama tíma fá þeir að kynnast neyslu- þjóðfélaginu af eigin raun. Með því að gefa krökkunum tækifæri til að byggja upp hagkerfi frá grunni erum við um leið að dýpka skilning nem- enda frá 1.-10. bekkjar á þjóðfélag- inu svo um munar,“ segir Ragnar Gestsson, kennari og verkefnastjóri fríríkisins Barnabæjar. Ragnar segir hugmyndina að danskri fyrirmynd. Eitt foreldrið, Málfríður Garð- arsdóttir, kom auga á verkefnið þeg- ar hún var búsett í Danmörku. „Framkvæmd verkefnisins er á þá leið að nemendur hjálpa til við mótun og stofnun fyrirtækjanna, því næst er gefið út fréttabréf þar sem birtar eru atvinnuauglýsingar og sækja nemendur svo sjálfir um þau störf sem í boði eru. Störfin eru mjög fjöl- breytt og geta nemendur sótt um í blaðamennska, bankageiranum, snyrtibransanum, viðgerðabrans- anum og fleira,“ segir Ragnar og bætir við að markmiðið sé að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikill áhugi nemenda á verkefninu Ekki skortir áhugann hjá nem- endum skólans. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert og hefur kennt mér ótrúlega mikið í föndri,“ segir yngsti viðmælandi blaðamanns, Erika Ósk Júlíusdóttir. Vilhelm Freyr Steindórsson, nem- andi í 3. bekk skólans, segist staðráð- inn í að verða bóndi og blaðamaður, en hann fékk starf á fjölmiðlinum sem starfræktur er af nemendum skólans. „Nemendur sleppa pásum og vilja lengja viðverutíma sinn í skólanum. Það að fá tækifæri til að sýna krökk- unum hvernig skattar, hagkerfi, pen- ingar, vinna og hið daglega amstur virkar í raunveruleikanum er frá- bært. Grunnskóli er undirbúnings- stofnun fyrir lífið og ætlunin með verkefninu er að gera þau hæfari til að skilja og vera virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Ragnar og vill um leið hvetja aðra grunnskóla til að takast á við verk- efni sem þessi. Nýtt fríríki rís á Suðurlandi  Veitir nemend- um yfirgripsmikla þekkingu á lífinu Morgunblaðið/Ernir BES Leikarar Hér má sjá leiklistarhópinn æfa sig fyrir stóra daginn, þegar foreldrum og Sunnlendingum er boðið. Blaðamenn Vilhelm Freyr Steindórsson og Valdimar Sveinsson að störfum. Dirk Nowitzki og samherjar hans í Dallas eru taldir eiga á brattann að sækja í úrslitaeinvíginu við Miami Heat um NBA-titilinn í körfuknattleik karla. Þó ekki væri nema fyrir það að leik- menn Miami eiga heima- leikjaréttinn í rimmunni. Gunn- ar Valgeirsson fer yfir stöðu mála nú þegar keppnin er að hefjast á milli þessara liða. »4 Heimaleikjarétturinn skiptir miklu máli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.