Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 „Áhrif frumvarpsins á fjárhag ein- stakra útgerða fer mjög eftir skulda- stöðu þeirra,“ skrifar Þórólfur Matt- híasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í umsögn um stóra kvótafrumvarpið, sem dregið var til baka. „Mjög skuld- settar útgerðir munu finna til þess að fjármála- fyrirtæki munu meta veðstöðu þeirra miklu lak- ari eftir samþykkt frumvarpsins en fyrir, m.a. vegna takmarkana á líftíma nýtingarheim- ildanna og vegna ákvæða um að skil- yrði fyrir úthlutun nýtingarheimilda sé góð fjárhagsleg staða viðkomandi útgerðar,“ skrifar Þórólfur og full- yrðir að þessar útgerðir muni „þurfa á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda“. Snertir föllnu bankana Þórólfur telur að slík endurskipu- lagning kalli á afskriftir. „Það má því segja að veiðigjaldið verði til þess að auðlindarentan renni í auknum mæli til almennings á Íslandi, hvort held- ur er í gegnum ríkissjóð eða sveit- arsjóði, en í minna mæli til kröfuhafa hinna föllnu fjármálastofnana,“ skrifar Þórólfur og greinir skulda- stöðuna því svo að hún tengist öðrum þræði hinum föllnu bönkum. Neikvæð áhrif kjarasamninga Þórólfur víkur undir lok umsagnar sinnar að „yfirburðastöðu“ hefð- bundinna útflutningsgreina „á borð við fiskvinnslu gagnvart öðrum at- vinnugreinum þegar kemur að rekstrarskilyrðum“. „Ljóst er að aðrar atvinnugreinar munu ekki geta jafnað launakjör gagnvart veið- um og vinnslu nema með því að hækka tekjur. Það er því raunveru- leg hætta á að það ójafnvægi sem er í rekstrarskilyrðum atvinnugreina muni, þegar fram í sækir, verða til þess að launaliður kjarasamninga verði innistæðulítill og að fyrirtækin neyðist til verðhækkana,“ skrifar Þórólfur og varar við auknum vald- heimildum til handa sjávarútvegs- ráðherra: „Þá vekur athygli að mjög víða eru ráðherra veittar víðtækar heimildir. Það eykur hættu á að þröng sjónarmið ráði fremur en breið atvinnu- og rekstrarsjónarmið þegar heimildum er úthlutað,“ skrif- ar Þórólfur sem telur erfitt „að segja hvernig breytingar á framsalinu muni hafa áhrif á leiguverð á kvóta“. „Hins vegar munu takmarkanir á framsali og stjórnvaldsstýrð til- færsla milli útgerðarflokka draga úr hagnaði og afrakstri.“ Staða sumra útgerða yrði „miklu lakari“  Hagfræðiprófessor greinir áhrif stóra kvótafrumvarpsins Morgunblaðið/Þorkell Ísaður fiskur Þórólfur telur fyrirséð að afskrifa þurfi skuldir sumra útgerða. Þórólfur Matthíasson Níu þingmenn eiga sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Fimm eru stjórnarþingmenn og greiddu þeir allir atkvæði með litla kvótafrumvarp- inu svokallaða sl. laugardag. Þeir eru Björn V. Gíslason, Helgi Hjörvar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Róbert Marshall. Atli Gíslason var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna en hann sagði skilið við þingflokk VG í vor. Þrír stjórnarandstöðuþingmenn, Einar K. Guðfinnsson, Jón Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson,kusu gegn frumvarpinu. Áður en frumvarpið var samþykkt lögðu stjórnarþingmennirnir fimm fram lokabreytingatillögu sem var samþykkt. Hafði nefndin þá þegar af- greitt nokkrar breytingatillögur og var Lilja Rafney eini stjórnarliðinn sem setti enga fyrirvara. Fól lokabreytingatillagan meðal annars í sér að útgerðir aðrar en bolfiskútgerðir greiða sem svarar fjórðungi af því sem aðrir greiða í sameiginlega potta. Stendur svo til að endurskoða þetta eftir ár í samhengi við stóra kvótafrumvarpið svokallaða. baldura@mbl.is Tilraun með potta til eins árs samkvæmt ákveðinni reiknireglu. Niðurstaða þingsins var 15% og verður úthlutunin á forræði Alþing- is. Hörð gagnrýni hafði komið fram á ákvæði frumvarpsins um ráðstöf- un tekna af veiðigjaldi. Gagnrýnin beindist m.a. að þeim hluta tekn- anna sem átti að renna til lands- hluta og taldi fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins að ákvæðið kynni að fela í sér mismunun við út- hlutun fjárframlaga til einstakra hluta landsins. Taldi skrifstofan slíkt fyrirkomulag geta falið í sér hættu á að brotið yrði gegn stjórn- arskrá þar sem íbúar einstakra landshluta kynnu að verða öðruvísi settir en aðrir þegar kæmi að út- hlutun fjármuna. Nýta heimildir í öðrum kerfum Aukið verður við strandveiðar þegar á þessu ári, en þingið sam- þykkti að bæta við 1900 tonnum af þorski og 600 tonnum af ufsa í strandveiðarnar í ár. Ólíklegt er að þessum heimildum verði úthlutað fyrr en frá og með júlímánuði, en strandveiðitímanum er skipt upp í fjóra mánuði og kæmi aukningin því á júlí og ágústmánuð. Rúmlega 500 bátar hafa fengið strandveiðileyfi í ár og miðað við þá tölu koma rúm- lega fjögur þorskígildistonn að með- altali í hlut hvers báts til viðbótar. Verðmæti aukningarinnar gæti ver- ið um 1,4 milljónir fyrir meðalbát í strandveiðinni miðað við 350 krónur fyrir kíló af óslægðum þorski á markaði. Ekki verður settur á lagg- irnar sérstakur flokkur báta undir þremur brúttótonnum innan strandveiðanna. Ráðuneytið telur að þessum auknu heimildum í ár verði hægt að mæta með ónýttum aflaheimildum í öðrum kerfum eins og byggðakvóta og í línuívilnun. Þær raski því ekki nýtingarstefnu eða aflareglu. Á næsta ári hækkar strandveiði- potturinn um tvö þúsund tonn frá því sem áður var. Í byggðakvóta fara 2500 tonn til viðbótar því sem áður var. Í upphaflega frumvarpinu var gert ráð fyrir að sex þúsund tonn af þorski færu í byggðakvóta umfram það sem nú er, en þingið skar þessar heimildir niður. Ákvæði um úthlutun byggðakvóta í gegnum sveitarfélög er ekki að finna í lög- unum og verður úthlutun byggða- kvóta því óbreytt frá því sem verið hefur. Deilt um þátttöku í pottum Á síðustu dögum þingsins var hart tekist á um þátttöku allra greina útgerðar í fyrrnefndum stækkandi pottum, sem einkum byggja á þorskveiði. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að allar greinar legðu jafnt hlutfall í pottana, en nið- urstaðan varð sú að aðrar útgerðir en þær sem eru með aflamark í þorski, ýsu, ufsa og steinbít taka þátt í jöfnuninni að ¼. Milljarður í hærra veiðigjald  Breytingar á fiskveiðistjórnarlögum samþykktar eftir miklar deilur  Ákvæðum um ráðstöfun tekna af veiðigjaldi breytt  Auknar heimildir til strandveiða gætu aukið tekjur meðalbáts um 1,4 milljónir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landað í Þorlákshöfn Breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun voru samþykktar á laugardag eftir talsverð átök á Alþingi. Stóra frumvarpið um heildarendurskoðun á kerfinu bíður hins vegar þingstarfanna í haust. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Miðað við óbreyttar forsendur hækkar veiðigjald útgerðarinnar um einn milljarð á næsta fiskveiði- ári. Alþingi samþykkti á laugar- dagskvöld svonefnt minna frumvarp um fiskveiðistjórnun, sem felur í sér breytingar á eldri lögum um fisk- veiðistjórnun. Áður hafði stóra frumvarpinu um heildarendur- skoðun laganna verið frestað til haustsins. Margvíslegar breytingar voru gerðar á minna frumvarpinu í meðförum þingsins og miklar deilur voru um flest atriði þess. Meðal annars voru heimildir strandveiði- báta auknar og má reikna með að bætt verði í strandveiðipottinn þeg- ar um næstu mánaðamót. Þá er með breytingunum dregið mjög úr möguleikum á tegundatilfærslum. Áætlað hefur verið að á þessu fiskveiðiári greiði útgerðin 2,7-2,9 milljarða í veiðigjald í ríkissjóð, en fskveiðiárið 2009-10 nam gjaldið um 1.400 milljónum króna. Í frumvarpi sjávarútvegsráðherra var miðað við 70% hækkun veiðigjalds á næsta fiskveiðiári, en niðurstaða þingsins varð 40% hækkun og gæti hækk- unin samkvæmt áætlunum numið einum milljarði króna á næsta fisk- veiðiári. Gjaldið er lagt á úthlutaðar afla- heimildir eða landaðan afla ein- stakra tegunda og tekur mið af af- komu greinarinnar hverju sinni. Ráðstöfun til sveitarfélaga ákveðin með fjárlögum Af veiðigjaldi næsta fiskveiðiárs fara 85% í ríkissjóð eins og áður var. Nú verður hins vegar heimilt að taka 15% af veiðigjaldi og ráð- stafa til sveitarfélaga. Það yrði þá gert samkvæmt fjárlögum, en í upp- haflega frumvarpinu var gert ráð fyrir að 20% færu til sjávarbyggða Í lögunum er að finna ákvæði um leigu á tvö þúsund lestum af norsk-íslenskri síld og sama magni af íslenskri sumargotssíld á þessu ári og því næsta. Útgerðir geta þá fengið tilteknu hámarki úthlutað og greitt 13 krónur fyrir kílóið. Skötuselur verður áfram leigður á þennan hátt á næsta ári og getur ráðherra leigt 1200 tonn af skötu- sel fyrir 176 krónur á kílóið. Ákvæði um leigu á löngu og keilu var hins vegar fellt úr frum- varrpinu. Loks má nefna að útgerðir stórra frístundabáta sem hafa ver- ið vaxandi grein í ferðamennsku, t.d. á Vestfjörðum, fá nú auknar heimildir. Í stað 200 tonna fá þessir bátar nú 300 tonn á ári og er ákvæðið ekki lengur til bráða- birgða. Fyrir heimildirnar eru greidd 80% af kvótaverði í staðinn fyrir 100% áður. Leigja síld og skötusel MEIRA TIL FRÍSTUNDABÁTA Í FERÐAMENNSKU Morgunblaðið/Brynjar Gauti Glaðbeittir Erlendir sjóstanga- veiðimenn sem reru frá Suðurreyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.