Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Körfubolti Veðurblíðan í Reykjavík um helgina var kærkomin enda héldu margir sig utandyra. Þessir krakkar létu sitt ekki eftir liggja og léku körfubolta af miklum ákafa á Klambratúni. Ernir Argentína var á fyrstu árum tuttugustu aldar eitt auðugasta ríki heims. Síðan tók landið upp vinstri- stefnu og þá snar- breyttust aðstæður á verri veg, þannig að hið auðuga ríki bættist í hóp fátækustu ríkja heims. Það var vegna þess m.a. að takmarkalaus fjáraustur í of- þanið velferðarkerfi, ásamt minnkandi áherslu á tekjuöflun, leiddi til þess að svo fór sem fór. Þeir sem kynnt hafa sér vinstri- stefnuna eru ekki hissa á því, að Spánn, Grikkland og Portúgal hafi stjórnast af vinstristefnu, en fram- angreind ríki eru í gjörgæslu AGS og ESB eins og allir vita. Hæstvirtur fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, leitast við að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að hann hafi tekið við afskaplega slæmu búi og kennir þá gjarna hinni meintu „nýfrjálshyggju“ um, sem er þó óskil- greint fyrirbæri í stjórnmálafræðum. Ef ríkisfjármálin eru tekin fyrir ein og sér, þá tók núverandi ríkisstjórn við afskaplega góðu búi og það hefur gert það að verkum, að staða þjóðarbúsins er eins góð og raun ber vitni. Nú kunna margir að staldra við og spyrja, hvort greinarhöfundur hafi endanlega tapað glórunni, en leitast skal við að rökstyðja ofangreinda ful- yrðingu aðeins betur. Fyrri ríkisstjórn greiddi niður er- lendar skuldir, ásamt því að stemma stigu við takmarkalausri eyðslugleði stjórnarandstöðunnar. Ef hugmyndir vinstriflokkanna hefðu náð fram að ganga, þá er hætt við að þjóðin væri í mjög erfiðri stöðu. Þá hefði hæstvirtur fjármálaráðherra ekki getað glaðst yf- ir aukinni kortanotkun, hækkun á íbúðarverði o.s.frv., eins og hann gerði í eldhúsdagsumræðunum. Minna má á, að í ræðu á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar - græns fram- boðs árið 2007, vildi hæstvirtur fjár- málaráðherra hafa gjaldfrjálst skóla- kerfi upp allan stigann, fríar tannlækningar o.s.frv., hans tillögur gengu út á tugi, jafnvel hundruð millj- arða í útgjöld. Sem betur fór, þá var hann í stjórnarandstöðu á þessum árum. Til þess að efnahags- stjórn ríkisins skili við- unandi árangri, þá þarf að gæta aðhalds í öllum út- gjöldum. Þess vegna er skynsamlegt að láta þá einstaklinga fá bætur sem á þurfa að halda, en hinir sem geta séð fyrir sér sjálfir eiga að sjálfsögðu engar bætur að fá. Barna- bætur og fleiri greiðslur frá hinu opinbera til sjálfbjarga ein- staklinga eru vitanlega út í hött. Velferðarkerfið á eingöngu að vera handa þeim sem á þurfa að halda, ann- ars verður minna til skiptanna fyrir þá sem á þurfa að halda. Þessar staðreyndir hafa vinstri- menn aldrei skilið. Vinstristefnan gengur út á andstöðu við fjármálaöflin, þess vegna er erfitt að stunda atvinnu- rekstur þegar vinstristefnan er við völd. Vinstrimenn vilja eingöngu at- vinnuvegi sem þeim eru að skapi, en slík afstaða heftir vitanlega athafna- frelsi fólks. Saga síðustu tveggja ára sýnir með óyggjandi hætti að vinstristefnan virk- ar alls ekki til þess að stjórna efna- hagsmálum þjóðarinnar. Ekki þarf að efast um það, að Geir H. Haarde var bænheyrður, þess vegna hefur vinstristjórninni ekki tek- ist að eyðileggja efnahag þjóðarinnar. Það er sama hvert litið er, hvergi hefur vinstristefnan náð að byggja upp þjóðfélög, en henni hefur ágætlega tekist að eyða þeim peningum sem afl- að hefur verið, það getur þó varla talist merkilegt afrek. Gömlu sannindin um að það sé erf- iðara að afla fjárins en eyða því eru ávallt í fullu gildi. Eftir Jón Ríkarðsson » Velferðarkerfið á ein- göngu að vera handa þeim sem á þurfa að halda, annars verður minna til skiptanna fyrir þá sem á þurfa að halda. Jón Ríkarðsson Höfundur er sjómaður. Vinstristefnan virkar ekki Í eina tíð var miðbær Reykjavíkur miðstöð mannlífs og viðskipta en nú er hann lítið ann- að en minjagripa- sjoppa sem selur frost- bitnum túristum lopapeysur á upp- sprengdu verði. Sól- skinsparadísin, Reykjavík sem borg- arstjórn samþykkti fyrir stuttu, lætur bíða eftir sér, enda án samráðs við veðurguðina. Homo islandicus sem eitt sinn rak erindi sín í miðbænum sinnir þeim nú í Kringlunni eða Kópavogi. Góðviðrisákvörðun Besta flokks- ins er ein af mörgum ákvörðunum sem nú fylla athyglisverða afreka- skrá. Ef litið er snöggt yfir listann stöðvast augað fyrst við vinavæð- ingu Orkuveitunnar. Henni fylgdi ný gjaldskrá í anda vinstri- velferðar, þ.e. 28,5% tafarlaus hækkun á orkureikningum borg- arbúa og þegar himnarnir hrundu ekki með það sama bættu þeir 8% við. Þegjandi borgum við trakter- inguna. Gamla holræsagjald R- listans var svo endurreist undir nýju nafni. Það heitir nú frá- rennslisgjald og hækkaði um 45% þótt engar séu frárennslis- framkvæmdirnar. R-listadreifin sendi svo Bjarni Ben aftur á háa- loftið. Borgarstjórinn skarar framúr á tveimur sviðum. Hann stendur undir loforðum um að svíkja allt sem svíkja má en mest gleðjast aðdáendur þegar hann sprangar um í kjól með blóm í hári. Þykir það bæði djarft og fyndið. Djarft? Nei, varla. Engin áhætta er tekin því listirnar leikur hann vel innan ramma pólitískrar rétthugsunar. Samkynhneigð og sýniþörf eru „in“ og virka vel enda streyma nú um göturnar útburðir og druslur. Brandarinn er hins vegar orðinn pínlega þreyttur, því mæti Gnarr í hefðbundnum karl- mannsklæðum halda börnin að hann sé klæðskiptingur með borgarstjóragrímu. Litlu greyin gera ekki greinarmun á sýnd og reynd og fatta því ekki að strák- urinn með lokkaflóðið og loðmull- una er hinn raunverulegi borg- arstjóri. berinn. Og þykir það vel við hæfi. Hækkun almenningsbekkja um 5 sentímetra hefur einnig verið sett í forgang enda velmegunarvöxtur hlaupinn í landsmenn vegna góð- æris „norrænu velferðarstjórn- arinnar“. Fegrunarnefnd borg- arinnar hefur hins vegar verið svæfð og niðurníðsla og sóðaskap- ur í miðbænum verið sett á stall. Hönnunarslysið við sunnanvert Lækjartorg, þar sem hvert stíl- formið treðst um annað, fram- kallar ómæld gleðióp borgarfull- trúa. Hvað þessi hörmung hefur kostað er ekki gefið upp og því síð- ur rekstrarkostnaðurinn sem einnig mun að mestu leggjast á borgarbúa. Enn er verið að hanna þarna og breyta og allt mun það lenda á herðum skattgreiðenda. Upplýst hefur verið að tjörusk- úrinn og ristabrauðssneiðin að Laugavegi 4 og 6 hafi kostað einn milljarð. Þessi milljarður er í boði stærðfræðisnillingsins Dags B sem vegna kjarkleysis flutti hann á herðar borgarbúa. Rök hans fól- ust í að kostnaður við ákvörðunina hefði enginn orðið ef ríkið hefði tekið hann á sig. Þessa snilld í hugarreikningi opinberaði hann aftur á dögunum þegar hann hélt því fram að hagræðing í rekstri í tíð Sjálfstæðiflokksins, sem skilaði 1,5 milljarði króna, væri bara vaxtamunur. Jón Gnarr hefði ekki getað toppað þetta; slík er for- áttuheimskan sem tröllríður gáfu- mannasamfélaginu. Fyrir nokkrum árum ætlaði hér allt um koll að keyra vegna kostn- aðar við virkjun á Austurlandi sem þó er greiddur af orkukaup- endum. Harpan, sem við eigum að borga, slagar í 40% þeirrar upp- hæðar en nú segir enginn múkk. Er allt í lagi með þetta fólk? Hugmyndauðgi spútnikanna í Besta flokknum er viðbrugðið. Fimm- tán metra boð- hlaup sorphreins- isveitanna hefur verið ræst og verð- ur hlaupið til enda þótt ávinningurinn verði enginn. Má búast við að 1½ milljarðurinn sem fannst undir regn- boganum verði að hluta nýttur til að greiða niður ruslið. Þessar eitt þúsund og fimm hundruð milljónir komu til vegna hagræðingar í rekstri, en meiri- hlutinn lítur á þær sem vasapen- ing sem „gera má eitthvað skemmtilegt við“. Besti ætlar ekki að láta heimtufreka útsvarsgreið- endur varpa skugga á „sköp- unargleði“ sína. Og það er svo óendanlega margt skemmtilegt í farvatninu og gnægð bráðnauðsynlegra verk- efna úr að velja. Umferðargötum má alltaf breyta í hjólastíga og ef enginn vill hjóla á þeim er til- raunin endurtekin annars staðar. Í fyrra var það Hverfisgatan. Þar mun einn maður hafa sést hjóla og kom það umferðardeild borg- arinnar á óvart að hann valdi að hjóla sólarmegin á götunni í stað áhættulauss unaðar í forsælu hinnar sérhönnuðu akreinar. Í ár fá hjólreiðamenn að endurtaka áhugaleysi sitt í Suðurgötunni og njóta til þess fulltingis lög- reglusveita sem sekta bílaumferð á hjólhestalausri akreininni. Hann var sko ekkert að grínast formað- ur skipulagsráðs þegar hann hót- aði að gera bíleigendum í borginni erfitt fyrir. Götum er lokað og bílastæðasjóður fitnar. Bílaeig- endur í miðbænum þurfa að greiða gjald fyrir bílastæði við hús sín. Til að hámarka óþægindi þeirra var afgreiðsla íbúakorta færð úr Borgartúni í Vonarstræti þar sem stöðumælar fylgja hæstu gjaldskrá. Starfsfólkið nýtur hins vegar nálægðar gleðigjafanna í ráðhúsinu enda þjónustan við kúnnann aukaatriði. Önnur brýn verkefni dúkka svo reglulega upp hjá skipulags- gúrúum borgarinnar. Banka- stræti 0 hefur nú fengið nýtt nafn og mun í framtíðinni heita Vatns- Eftir Ragnhildi Kolka » „Við viljum eitt- hvað annað,“ sögðu kjósendur í Reykjavík fyrir ári, kusu Besta flokkinn og fengu skattahækk- anir og tittlingaskít. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræð- ingur. Húsgögnin færð til í stofunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.