Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.06.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2011 Fjöldinn allur af nýjum pödduteg- undum hefur numið hér land á síðustu árum. Þetta eru nokkrar þeirra: Eitruð asparglytta Asparglyttan, sem leggst á aspir og víðitegundir, er algeng á meginlandi Evrópu en fannst hér fyrst árið 2005. Hún er vel þekkt meðal garðeigenda í Mosfellsbæ og Grafarvogi en á eftir að blómstra enn frekar. Hún er mjög iðin og getur flogið milli garða. Á sér fáa náttúrulega óvini erlendis og enga hérlendis sem kunnugt er um. Asparglyttan vinnur efni úr asparblöðunum, salicylalde- hyð, sem er skylt aspiríni og er eitrað, og ver sig með því. Spánarsnigli skal tortímt Erling segir að spánarsnigill sé líklega einn mesti skaðvaldur sem Íslendingar hafa nokkru sinni flutt til landins. Hans varð fyrst vart í Reykjavík og Kópavogi árið 2003 en hefur síðan fundist víðar um land. Erling segir mikinn vanda í uppsiglingu og nefnir sem dæmi að í Færeyjum hafi þeir sem rækta kartöflur í görð- um sínum átt í erfiðri baráttu gegn sniglinum. Margir hafi gefist upp. Stórkartöflubændur, fjarri þéttbýli, þurfi þó væntanlega ekki að hafa áhyggjur af því að spán- arsnigill verði stórtækur á víð- áttumiklum ökrunum með jafn einhæfri ræktun. Í viðtalinu við Erling ræddi hann um tilverurétt smádýra. Það á þó ekki við um spánarsnigilinn. Á Pödduvef Náttúrufræðistofn- unar Íslands er skorað á fólk að láta vita ef það verður vart við snigilinn. Hún endar með þessum orðum: „Mikilvægt er að sporna gegn landnámi spánarsnigils eins og frekast er unnt og skal því tortíma þeim sniglum sem ekki gefst kostur á að skila til Nátt- úrufræðistofnunar.“ Móhumlu rutt úr vegi Erfitt er að fullyrða um áhrif á innlendar pöddur enda sjást smá- dýrin illa (enda eru þau smádýr). Þó er til dæmi um að innflutt tegund hafi haft neikvæð áhrif á gamalgróna innlenda tegund. Þau kunna að vera fleiri. Húshumlan nýja hefur nefnilega þrengt að móhumlunni gömlu, sem er mun smávaxnari tegund hunangsflugu eða randaflugu, eins og sumir nefna þær þessar. Húshumlunnar, varð fyrst var hér árið 1979 og hefur síðan breiðst út víða um land. Erling segir að móhumlan sjáist nú varla nema fjarri þétt- býli. „Þannig að gamli Íslending- urinn er á undanhaldi.“ Hann hef- ur séð þegar móhumla sest á blóm sem húshumlan er á fyrir og húshumlan hafi þá einfaldlega rutt móhumlunni úr vegi. Björt framtíð gulrar flugu Blaðflugan fannst fyrst hér á landi árið 2001, í nágrenni Foss- vogskirkjugarðs. Henni hefur fjölgað hratt síðan og nú er hana að finna hvarvetna á Suðurlands- undirlendi, allt austur undir Eyja- fjöll. Hún fannst fyrst í Borg- arfirði í fyrra. Kjörlendi hennar er skuggsælt gróðurþykkni, s.s. í trjárækt með ríkulegum und- irgróðri og í lúpínubreiðum. Mein- laus landnemi með bjarta framtíð hérlendis, að sögn Erlings. Sýgur blóð og getur smitað Fyrsti skógarmítillinn fannst á þúfutittlingi sem var skotinn í Surtsey 1967. Hann er að öllum líkindum landlægur hér en út- breiðsla hans er að færast norðar með hlýnandi loftslagi. Hann get- ur sýkt menn af heilabólgu og Lyme-sjúkdómi. Margt ætt fyrir teppagæru Teppagæra er enn fágæt hér á landi en þegar hún kemur út get- ur hún birst í umtalsverðum fjölda. Hún er fleyg og sækir gjarnan út í glugga. Hún er mikill skaðvaldur í söfnum á meginlandi Evrópu. Hún étur t.d. fiður, hár, ull,leður, gærur, korn, bómull, lín og óhrein gerviefni. Eitur Asparglyttur eru flestar í júní og éta laufið um leið og brum opnast. Átvagl Spánarsniglar verða allt að 15 sentimetra langir. Of langir. Gul Blaðflugur nærast á sveppþráðum á laufblöðum en leita aldrei í blóm Stór Húshumlan er meinlaus og sting- ur ógjarnan, nema henni sé ögrað. Ljósmyndir/Erling Ólafsson Þyrstur Skógarmítill er blóðsuga sem leggst m.a. á spendýr. Varasamur. Teppi Teppagæran er án efa landlæg og mun verða meira vart í framtíðinni. Eitraðar glyttur, réttdræpir sniglar, frek humla ... Skannaðu kóðann til að fara á pödduvef Nátt- úrfræðistofnunar. Patti Húsgögn Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 Basel Aspen Þú velur og drauma sófinn þinn er klár GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Torino Rín Roma Oddfellowreglan á Íslandi veitti fyrir helgi styrki til barna- og unglingastarfs í þremur myndlistarskólum, á Ak- ureyri, í Kópavogi og í Reykjavík, sam- tals að upphæð þrjár milljónir króna. Styrkirnir eru veittir lista- og vís- indasjóði Oddfellowreglunnar, og er styrkveiting til listsköpunar nýbreytni í starfi reglunnar. Framangreindir myndlistarskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir, sem hafa verið starfandi í áratugi og hafa það markmið að veita nemendum þekk- ingu í hvers konar myndlistar- og hönn- unargreinum. Skólarnir byggja tilvist sína og starf á breytilegum styrkjum frá ríki og bæjarfélögum, og á nám- skeiðsgjöldum nemenda, sem reynt er að halda í lágmarki til þess að gera sem flestum kleift að taka þátt í náminu. Við afhendingu styrkjanna, sem fram fór í Oddfellowhúsinu við Von- arstræti í Reykjavík, sagði Stefán B. Veturliðason, stórsír Oddfellowregl- unnar á Íslandi, að með þessari styrk- veitingu væri Oddfellowreglan að feta sig inn á nýjar brautir í starfsemi sinni, sem fram til þessa hefur einkum beinst að mannrækt og líkn- arstarfsemi. Kvaðst hann vona að framhald gæti þar orðið á og að styrk- irnir kæmu skólunum að góðu gagni. Ingvi Þ. Þorsteinsson, formaður lista- og vísindastjórnarnefndar, sagði við sama tækifæri að ekki þyrfti að fjölyrða um uppeldislegt mikilvægi þess náms, sem myndlistarskólarnir byðu upp á, og hversu mikilvægt það væri börnum og unglingum að fá inn- sýn í heim listsköpunar. Því hefði lista- og vísindanefnd reglunnar ákveðið að binda styrkveitinguna við þann aldurs- flokk. Skólastjórar myndlistarskólanna þriggja, Soffía Svavarsdóttir og Helgi Vilberg frá Myndlistarskólanum á Ak- ureyri, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Sigríður Einarsdóttir frá Myndlist- arskóla Kópavogs og Ingibjörg Jó- hannsdóttir frá Myndlistarskólanum í Reykjavík veittu styrkjunum móttöku með þakklæti og voru á einu máli um að þeir kæmu sér afar vel fyrir starf- semi skólanna. Ljósmynd/Gunnar H. Pálsson Styrkir Frá vinstri: Ingvi Þ. Þorsteinsson, Helgi Vilberg, Soffía Svav- arsdóttir, Stefán B. Veturliðason, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Sigríður Ein- arsdóttir og Ingibjörg Jóhannsdóttir. Styrkir myndlistarnám barna og unglinga Getspá/Get- raunir fékk fyrir helgi staðfest- ingu á því að fyr- irtækið hefði uppfyllt ströng- ustu staðla evr- ópskra getrauna- fyrirtækja í sambandi við ábyrga spilun. Stefán Kon- ráðsson, framkvæmdastjóri Get- spár/Getrauna, tók á móti staðfest- ingunni á ársfundi European Lotteries í Helsinki, en Getspá/ Getraunir er fyrst íslenskra happ- drættisfyrirtækja til að uppfylla þennan staðal. Í fyrra fékk fyrir- tækið, einnig fyrst íslenskra happ- drættisfyrirtækja, vottun WLA – World Lotteries Associoation í ör- yggis- og hugbúnaðarmálum. Stefán segir að með þessum tveimur vott- unum sé fyrirtækið komið í fremstu röð happdrættisfyrirtækja í heim- inum hvað varðar tækni, öryggi og ábyrgð. Traust og heiðarleiki Að sögn Stefáns hefur fyrirtækið ávallt lagt mikla áherslu á traust, gegnsæi og heiðarleika í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hafi áherslan aukist á öryggi og sam- félagslega ábyrgð og hafi Getspá/ Getraunir unnið að þeim málum með það að markmiði að vera í fremstu röð. Staðallinn um ábyrga spilun felur m.a. í sér að beina auglýsingum ekki að börnum, upplýsa starfsfólk um 18 ára aldurstakmark að leikjum fyr- irtækjanna og koma upplýsingum um meðferðarúrræði á framfæri. Getspá/Getraunir í fremstu röð get- raunafyrirtækja Stefán Konráðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.