Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Norðmaðurinn Per Christiansen tók sæti í EFTA-dómstólnum fyrr á þessu ári en hann var áður prófessor í lögum við Háskólann í Tromsø í Noregi. Sem slíkur tjáði hann sig opinberlega um Icesave-málið að minnsta kosti í tveim- ur tilfellum en eins og kunnugt er þá er hugsanlegt að málið eigi eftir að koma til kasta dómstólsins. Fordæmi eru fyrir því að dómarar við EFTA-dómstólinn hafi sagt sig frá málum vegna þess að þeir hafi áður fjallað opinberlega um efni þeim tengt. Þannig sagði núverandi forseti dóms- ins, Carl Baudenbacher, sig frá máli árið 2008 þar eð hann hafði áður en hann varð dómari ritað fræðilegar greinar sem tengdust efni þess. Í blaðagrein í norska dagblaðinu Aftenposten 12. janúar 2010, í að- draganda fyrsta þjóðaratkvæðisins um Icesave-málið, sagði Christiansen meðal annars að það fjárhagslega tap sem orðið hefði vegna Icesave væri fyrst og fremst afleiðing íslenskra ákvarðana, að hluta til af hálfu ís- lenskra stjórnvalda og að hluta til ís- lenskra banka. „Ef menn eru þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi ekki að greiða fyrir tapið verður samhliða því að svara þeirri spurningu hver eigi þá að greiða fyrir það.“ Í samtali við norska vefmiðilinn Abcnyheter.no í desember sl. vildi Christiansen ekki svara því hvort hann væri vanhæfur í ljósi ummæla sinna í blaðagreininni til þess að fjalla um Ice- save-málið kæmi það fyrir EFTA- dómstólinn. Íslendingar eigi að greiða Haft er eftir Christiansen í frétt á ís- lenska vefmiðlinum Pressan.is 13. febrúar 2010 að það eina sem virðist ljóst sé að Íslendingum beri lagaleg skylda til þess að greiða innistæðu- tryggingar vegna Icesave-reikning- anna. Þá spyr hann hver tilgangurinn sé með íslenska innistæðutrygginga- kerfinu ef það eigi ekki að greiða út tryggingar þegar þess þurfi. Þar sem það sé í lögum að slíkar tryggingar skuli greiddar hljóti það að þýða að ríki fari ekki eftir tilskipun Evrópusam- bandsins um innistæðutryggingar sé ekki hægt að greiða þær út. Ennfremur er haft eftir Christian- sen að það hafi verið mismunun á grundvelli þjóðernis að íslenskir inni- stæðueigendur fengu sitt bætt í kjölfar bankahrunsins en ekki Bretar og Hol- lendingar sem áttu innistæður á Ice- save-reikningum. Þá sé erfitt að taka alvarlega það sjónarmið að Evrópu- sambandið beri ábyrgð í málinu vegna gallaðrar tilskipunar. Samkvæmt þeim reglum sem gilda um EFTA-dómstólinn er dómari van- hæfur til þess að fjalla um mál hafi hann á einhvern hátt komið að því. Þess utan getur dómari lýst sig sjálfan vanhæfan telji hann ástæðu til og þá getur forseti dómsins tilkynnt dómara að hann telji að hann ætti ekki að fjalla um ákveðið mál. Mögulegt vanhæfi dómara  Nýr dómari við EFTA-dómstólinn kann að vera vanhæfur til þess að fjalla um Icesave-málið komi það til kasta dómsins vegna ummæla um það í fjölmiðlum Per Christiansen Golfíþróttin verður stöðugt vinsælli og eins gott að læra réttu handtökin strax í upphafi. Vel hef- ur viðrað til golfiðkunar á Suður- og Vesturlandi að undanförnu og ekki væsti um kylfingana ungu á námskeiði hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í gær. Kylfingar framtíðar læra réttu handtökin Morgunblaðið/Árni Sæberg Furðudýr kom nýlega í troll togarans Múlabergs SI 22 frá Siglufirði, að því er greint var frá á fréttavefnum siglfirding- ur.is. Togarinn var við veiðar á rækjumiðunum á Strandagrunni, norðvestan við Hornbanka, þeg- ar tvö eintök af þessu sérkenni- lega krabbadýri komu í trollið. Eftir skoðun á myndum af dýr- inu segir Karl Gunnarsson, sér- fræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, að krabbadýrið sé af ættbálki jafnfætlu. Dýrið hafi áður komið inn á borð hjá Hafrannsóknastofnun og það komi aðallega úr botnsleðum, rækjutrollum og jafnvel fisk- mögum, til dæmis grálúðu. Þó eru dæmi um að það hafi fundist í maga þorsks sem og fuðryskils en það er fiskur af marhnútaætt. Afkvæmin hanga á fálmurum dýrsins Lítið er vitað um umrætt krabbadýr annað en að það hef- ur hingað til fundist á norð- urhveli jarðar, einkum í köldum sjó á um 900 til 1.146 metra dýpi. Að sögn Karls er hins veg- ar sérstakt og eftirtektarvert við krabbadýrið að þegar afkvæmi þess eru klakin hanga þau á fálmurum dýrsins og þroskast þar. Að því er fram kemur á sigl- firdingur.is ber þetta athyglis- verða furðudýr heitið Arcturus baffini á latínu. Krabbadýrið hef- ur hins vegar ekki enn hlotið ís- lenskt heiti. kristel@mbl.is Furðudýr finnst við veiðar  Krabbadýr í kulda Ljósmynd/Kristján Elís Bjarnason Kristel Finnbogadóttir Halldór Armand Ásgeirsson Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, nýtur langmests trausts borg- arbúa af oddvitum flokkanna í Reykjavík. Þetta er nið- urstaða könnunar sem unnin var af Capacent 26. maí til 21. júní. Í könnuninni var spurt: „Hvaða oddvita í borg- arstjórn treystir þú best?“ og skiptust svörin þannig að 50,5% borgarbúa treysta Hönnu Birnu, oddvita Sjálf- stæðisflokksins, best en það er meira en allir hinir odd- vitarnir til samans. 25,4% sögðust treysta Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar, best en 17% sögðust treysta Jóni Gnarr, oddvita Besta flokksins og borgarstjóra, best. Þá treysti 7,1% svarenda Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, best. Hanna Birna Kristjánsdóttir var ánægð með niður- stöður könnunar Capacent. „Þetta er ánægjuleg stað- festing á að fólk sé sátt við okkar störf. Við höfum lagt mikla áherslu á að vera í uppbyggilegri og málefnalegri stjórnarandstöðu og það er greinilegt að íbúar kunna að meta það,“ sagði Hanna Birna. Jafnframt voru þátttakendur könnunarinnar spurðir um fylgi við flokkana. Spurt var: „Ef kosið yrði til borg- arstjórnar í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/ líklegast kjósa?“ og skiptust svörin á þann hátt að Sjálf- stæðisflokkurinn er með mest fylgi eða 44,5%, Samfylk- ingin fær 21,7% fylgi en Besti Flokkurinn 17,1%. Vinstri grænir fá 8,7%, Framsókn 4,1% en 3,8% svarenda myndu vilja kjósa annan flokk. Samkvæmt upplýsingum frá Capacent voru 1444 í úr- takinu og náðist í 871 þeirra. 75% svarenda tóku afstöðu til spurningar um traust til oddvita og um 68% svarenda tóku afstöðu til spurningar um fylgi flokkanna. Könnunin var gerð fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Yfirburðir Hönnu Birnu  Nýtur langmests trausts oddvita flokkanna í Reykjavík  Vinsældir Jóns Gnarr dvína  Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst Hanna Birna Kristjánsdóttir Jón Gnarr Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.