Morgunblaðið - 22.06.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.06.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði stóðu í gær fyr- ir dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Spenningur var í krökkunum og veiðarfærin ýmiss konar sem og aflinn sem var fjöl- breyttur. Keppnin var opin börnum á aldrinum sex til tólf ára, en hefð er fyrir því að Hafn- arfjarðarbær haldi slíka keppni. Þátttakendur voru hátt í 400 og þyngsti fiskurinn reyndist vera um hálft kíló. Árleg dorgveiðikeppni krakkanna á leikjanámskeiðum í Hafnarfirði Morgunblaðið/Árni Sæberg Rennt fyrir fisk af Flensborgarbryggju Hjörtur J. Guðmundsson Ómar Friðriksson „Við erum náttúrlega bara að tryggja hag alls atvinnulífsins. Þann- ig að við teljum að ef við hefðum farið að fella samninginn þá hefði það sett allt upp í loft og það er kannski það síðasta sem við þurfum í dag,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), en samtökin ákváðu í gær að staðfesta kjarasamningana sem undirritaðir voru 5. maí síðastliðinn. Frestur til þess að staðfesta samn- ingana rann út í gær en staðfesting þeirra þýðir að þeir gilda í þrjú ár eða til 31. janúar 2014 eins og til stóð en hefðu annars aðeins gilt út þetta ár. Fram kom hjá fulltrúum Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ) að sam- bandið myndi ekki standa í vegi fyrir því að samningarnir giltu til þriggja ára. Einn ráðherra í vegi Vilmundur segir SA eftir sem áður mjög ósátt við framgöngu stjórn- valda í tengslum við kjarasamn- ingana og einkum vanefndir á loforð- um um að farið yrði í auknar framkvæmdir. „Við erum náttúrlega hundóá- nægð með það hvernig þessi ríkis- stjórn vinnur, til að mynda í sam- göngumálunum. Það bara lýsir fullkomnu forystu- og getuleysi þessarar ríkisstjórnar að einn ráð- herra, [Ögmundur Jónasson] innan- ríkisráðherra, skuli geta lagt stein í götu framkvæmda upp á tugi millj- arða í einkaframkvæmd og komið þannig í veg fyrir að tugir og hundr- uð manna fái vinnu. Fyrir utan þá innspýtingu sem kæmi inn í efna- hagslífið,“ segir Vilmundur. Hann segir að stjórnvöld hafi í sumum málum gert það sem talað hafi verið um í tengslum við kjara- samningana eins og að koma laga- breytingum í gegnum þingið sem hafi þó ekki að öllu leyti verið í sam- ræmi við það sem lofað hafi verið. „Það ber að þakka fyrir það sem þó er gert en það vantar mikið upp á. Við erum ennþá með 13-14 þúsund manns atvinnulausa og hagvöxtur- inn kannski 0-2% á þessu ári og það er ekki beint til þess að lyfta okkur hratt upp úr þessari kreppu,“ segir Vilmundur. Þá hjálpi ekki fram- ganga stjórnvalda gagnvart sjávar- útveginum í landinu. Tækifæri til fjárfestinga „Okkar samninganefnd taldi ekki forsendur fyrir öðru en að samning- arnir tækju gildi,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. Hann bendir hins vegar á að hagvaxtar- og fjár- festingaráætlun stjórnvalda hafi átt að vera grundvöllur að uppbyggingu og endurreisn þar sem farið yrði skipulega yfir möguleika í þeim efn- um og ennfremur hvað stjórnvöld gætu gert til að stuðla að og hvetja til þess að hlutirnir færu í gang. Þessi áætlun hafi hins vegar ekki lit- ið dagsins ljós. Gylfi segir ennfremur að gildis- taka kjarasamninganna feli í sér tækifæri fyrir atvinnulífið til þess að fara í gang með fjárfestingar. „Við teljum mjög skrítið að bankakerfið veiti ekki meira fjármagn í fjárfest- ingar heldur geymi peningana í Seðlabankanum. Ekki er hann að lána þetta út. Einhvern veginn er allt þetta fjármagn í einhverri kyrrstöðu og auðvitað verður atvinnulífið sjálft að taka boltann. Það er ekki ein- göngu ríkisstjórnarinnar að fjár- festa,“ segir Gylfi. Fullkomið „forystu- og getuleysi“  Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að staðfesta kjarasamningana frá í maí en eru eftir sem áður „hundóánægð“ með framgöngu stjórnvalda  Forseti ASÍ kallar eftir fjárfestingum atvinnulífsins Vilmundur Jósefsson Gylfi Arnbjörnsson Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við fórum bara yfir þessa skýrslu með hagfræðingunum og þeir voru spurðir spjörunum úr eins og sagt er,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar Al- þingis og þingmaður vinstri grænna. Nefndin fundaði í gær að ósk fulltrúa sjálfstæðismanna og framsóknar- manna um greinargerð sérfræðinga- hóps sjávarútvegsráðuneytisins sem birt var á dögunum um hagræn áhrif frumvarps til nýrra laga um stjórn fiskveiða, en í henni kemur fram hörð gagnrýni á frumvarpið. Á fundi nefndarinnar var sam- þykkt samhljóða tillaga Lilju og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns nefndarinnar, um að óskað yrði eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að gerð yrði úttekt á samfélagslegum og hagrænum áhrifum núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfis á íbúa og byggðaþróun á Íslandi auk annarra samfélagslegra þátta eins og atvinnu- öryggis, jafnræðis- og mannréttinda- sjónarmiða. Aðspurð segir Lilja að tillagan sé ekki hugsuð til höfuðs greinargerð sérfræðingahópsins heldur sé um að ræða þætti sem æskilegt sé að teknir verði saman í tengslum við um- ræðuna um breytt fiskveiðistjórnun- arkerfi. „Að mínu mati var þessi tillaga borin upp í ljósi þess að örvænting hefur gripið um sig í röðum stjórn- arliða. Þetta er örvæntingarfullt út- spil af þeirra hálfu til þess að ræsa út allar björgunarsveitir til þess að finna einhvern sem treystir sér til þess að segja eitthvað jákvætt um fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkis- stjórnarinnar. Hingað til hefur sú leit engan árangur borið eins og allir vita,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sérkennileg vinnubrögð Hann segir að fulltrúar sjálfstæð- ismanna í sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd hafi ákveðið að leggjast ekki gegn tillögunni en benti jafn- framt á að mjög sérkennilegt væri að fara að huga fyrst að þessu nú mán- uðum eftir að frumvarpið var lagt fram og ennfremur að flestar þær upplýsingar sem afla ætti lægju þeg- ar að miklu leyti fyrir. Samþykkt að gera úttekt á áhrifum kvótakerfisins Lilja Rafney Magnúsdóttir Einar K. Guðfinnsson Gylfi Magnússon, fyrrverandi við- skiptaráðherra, var á fundi borg- arstjórnar í gær kosinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og tekur sæti Aðalsteins Leifssonar, sem hverfur úr stjórninni. Haraldur Flosi Tryggvason var endurkjörinn formaður stjórn- arinnar, en auk þeirra tveggja kaus borgarstjórn þau Brynhildi Davíðs- dóttur, Kjartan Magnússon og Sól- eyju Tómasdóttur. Ný stjórn tekur til starfa á aðalfundi OR sem verð- ur haldinn á morgun. Varamenn í nýrri stjórn Orkuveitunnar eru Ingrid Kuhlman, Elín Blöndal, Reg- inn Mogensen, Júlíus Vífill Ingvars- son og Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir. Akraneskaupstaður og Borg- arbyggð eiga eftir að kjósa fulltrúa sína í stjórnina, skv. upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra. Fyrrum ráð- herra kosinn í stjórn OR Morgunblaðið/ÞÖK fyrst og fremst ódýr GAMANAÐ SPARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.