Morgunblaðið - 22.06.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.06.2011, Qupperneq 6
FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Álftanes, Reykjanesbær og fleiri sveitarfélög með eignaleigusamn- inga við Eignarhaldsfélagið Fast- eign, munu að öllum líkindum taka aftur yfir að öllu leyti rekstur og við- hald viðkomandi fasteigna, á borð við sundlaugar og íþróttamannvirki. Líklega gerist þetta með haustinu. Aðeins einn starfsmaður er nú hjá Fasteign, fjármálastjórinn, en þar að auki hefur þjónusta verið keypt af fasteignafélaginu Klasa, svo starfs- maður þess mun sjá um fram- kvæmdastjórn. Aðrir starfsmenn eignarhaldsfélagsins hafa hætt störfum. Kynningarfundur í gær Í gær hélt stjórn Fasteignar kynningarfund fyrir eigendur fyr- irtækisins, sem jafnframt eru leigj- endur viðkomandi eigna, á hugs- anlegri lausn á málefnum félagsins. Það hefur verið í verulegum krögg- um frá hruni, líkt og sumir leigj- endurnir, ekki síst sveitarfé- lagið Álftanes og Háskólinn í Reykjavík, sem leigir hús sitt við Nauthólsvík af fyrirtækinu en hef- ur ekki getað staðið við sínar greiðslur. Aðrir eigendur eru til dæmis Grímsnes- og Grafn- ingshreppur, Sandgerði, Vestmann- eyjabær, Vogar, Norðurþing, Fjarðabyggð og Ölfus. Að sögn Árna Sigfússonar, bæj- arstjóra í Reykjanesbæ og stjórn- arformanns Fasteignar, gengur meginhugmyndin, sem kynnt var á fundinum, út á að félagið haldi utan um greiðslur til lánardrottna, til bankanna, en sveitarfélögin taki al- farið yfir viðhald og rekstur fast- eignanna. Hingað til hefur það að stórum hluta til hvílt á Fasteign. Þannig er verið að létta á ýmsum erfiðum þáttum í rekstri félagsins, en vitanlega skiptir miklu máli í þessu samhengi að lánardrottnarnir, ekki síst Íslandsbanki, munu þurfa að afskrifa talsvert af skuldum í þessu ferli. Árni segir að meiri kynningar sé þörf á þessari leið hjá sveitarfélög- unum sem hlut eiga að máli, en að reiknað sé með að niðurstaða um þetta muni liggja fyrir nú á haust- mánuðum. Taka aftur yfir við- hald og rekstur eigna  Einn starfsmaður eftir hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég fer í skaðabótamál,“ sagði Anna Kristín Ólafsdóttir stjórn- sýslufræðingur. Ríkislögmaður hefur hafnað kröfu hennar um skaðabætur. Kærunefnd jafnrétt- ismála úrskurðaði að ráða hefði átt Önnu Kristínu í starf skrif- stofustjóra í forsætisráðuneytinu en karlkyns umsækjandi var ráð- inn. Anna Kristín sagði að sér hefðu verið boðnar miskabætur, sem að hámarki gætu orðið 500.000 krón- ur, en engar skaðabætur. „Það kom ekki til greina að sættast á það. Jafnréttislögin gera beinlínis ráð fyrir skaðabótum ef þau eru brotin,“ sagði Anna. Fór fram á 5 milljónir króna Hún kvaðst hafa lagt fram sáttatilboð upp á fimm milljóna króna greiðslu fyrir skaða- og miskabætur. Hún vísaði í dóm í máli svipaðs eðlis sem féll á Ak- ureyri fyrir nokkrum árum og framreiknaði upphæðina. „Ef for- sætisráðherra landsins hafnar nið- urstöðu nefndar sem er skipuð af Hæstarétti – og niðurstöður henn- ar eru bindandi samkvæmt lög- um – þá á að leggja þessa nefnd [kæru- nefnd jafnréttis- mála] niður. Þá hefur hún ekkert hlutverk og ekk- ert gildi.“ Sett í 5. sæti Fram hefur komið að Anna Kristín hafi verið í fimmta sæti umsækjenda þeirra fimm sem kallaðir voru í síðara viðtal vegna starfsins. Einungis var þó haft samband við meðmælendur Önnu Kristínar, þó ekki alla sem hún benti á, og meðmælendur þess sem var ráð- inn. Meðmælandi hans var einnig beðinn að gefa álit sitt á Önnu Kristínu! Kærunefndin taldi því að mjög hefði hallað á Önnu Kristínu í samanburðinum. Anna Kristín telur þetta stað- festa að valið hafi alltaf staðið á milli hennar og þess sem var ráð- inn. „Það er því óskiljanlegt hvers vegna því er alltaf haldið fram að ég hafi verið fimmti besti kost- urinn,“ sagði Anna Kristín. Hyggst höfða skaðabótamál á hendur ríkinu  Sættist ekki á hálfa milljón króna í miskabætur sem boðnar voru í sátt Anna Kristín Ólafsdóttir Fundur flugmanna og Icelandair stóð í allan gærdag hjá rík- issáttasemjara. Boðað hefur verið til nýs fundar fyrir hádegi í dag. „Það miðar í rétta átt og menn virð- ast vera með meiri samningsvilja,“ sagði Jón Einarsson, formaður samninganefndar flugmanna. Félag íslenskra atvinnuflug- manna hefur boðað til yfirvinnu- banns á föstudag náist samningar ekki áður. Miðar í rétta átt í viðræðum flug- manna og Icelandair Morgunblaðið/Ernir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það hefur stórdregið úr allri umferð Íslendinga um landið og það mun auð- vitað hafa sín áhrif,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Í kjölfar efnahagskreppunnar hér á landi varð talsverð aukning í ferðalögum Íslend- inga innanlands en með síhækkandi eldsneytisverði er ljóst að slíkum ferðalögum muni fækka með tilheyr- andi áfalli fyrir ferðaþjónustuaðila. „Það er mikill samdráttur í umferð og það má í raun segja að því lengra sem fyrirtæki eru frá helstu markaðs- svæðum, á borð við höfuðborgarsvæð- ið, þeim mun meiri áhyggjur hafa þau af þróun sumarsins,“ segir Erna. Að hennar mati er brýnt að stjórnvöld grípi inn í og lækki álögur á eldsneyti. „Hægt er að gæða ferðaþjónustuna lífi með því að lækka eldsneytisverð og fá fólk til að keyra meira og lengra,“ segir Erna og bendir á að slíkt væri til þess fallið að auka heild- artekjur ríkissjóðs. „Þetta er gömul saga sem margbúið er að sanna en þeir sem halda um taumana í dag virðast ekki trúa þessu.“ Þau fyrirtæki sem einblína á þjón- ustu við Íslendinga víðsvegar um landið eru mörg hver uggandi yfir þeirri slæmu þróun sem virðist eiga sér stað sökum mikillar álagningar á eldsneyti. „Það eru ákveðnar tegund- ir af gististöðum sem Íslendingar sækja og auðvitað hafa þeir aðilar sem reka slíka þjónustu miklar áhyggjur.“ Erna bendir á að útlenskir ferða- menn sem hingað koma eru margir hverjir vanir háu eldsneytisverði og hafa ferðaþjónustuaðilar því ekki miklar áhyggjur af samdrætti í akstri meðal þess hóps. „Það verður þó að hafa það í huga að erlendir ferðamenn sem hingað koma búa við meiri kaup- mátt,“ segir Erna og bætir við að verði ekkert að gert muni það hafa al- varlegar afleiðingar fyrir marga þjón- ustuaðila sem treysta á komu inn- lendra ferðamanna. Ekkert má út af bregða  Samtök ferðaþjónustunnar segja álögur á eldsneyti ótækar fyrir Íslendinga  „Náist ekki að fullnýta háannatíma ferðamanna, lifa menn vart veturinn af“ Mjög erfið staða » Ljóst er að vegið er að ferða- þjónustunni úr ýmsum áttum. Samdráttur er í ferðalögum Ís- lendinga innanlands sem og óvissa sökum yfirvinnubanns flugmanna. » „Erlendar ferðaskrifstofur fylgjast náið með ástandinu hér og ef það stefnir í óefni þá kippa þær að sér höndum og senda hópana einfaldlega ann- að,“ segir Erna. Samkomulag er alveg að nást um lausn á fjárhagsvandræðum Álftaness, að sögn Pálma Þórs Mássonar bæjarstjóra. Hann vill þó ekki tjá sig um hvað væntanlegt samkomulag bæjarins við lánardrottna felur í sér, en lengi hefur verið ljóst að þeir, og þá einna helst Ís- landsbanki, munu þurfa að færa skuldir Álftaness talsvert niður. Það gæti hlaupið á milljörðum króna. Haraldur Líndal Haraldsson, sem situr í fjárhaldsstjórn Álftaness, segir lík- ur á því að starf fjárhaldsstjórnarinnar verði framlengt enn á ný. Skipun nefndarinnar hefur nú þegar verið framlengd í tví- gang og nær til 1. júlí næstkomandi. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vill ekki tjá sig um málefni Álftaness, en segir það stefnu sjóðsins að afskrifa ekki skuldir. Sú stefna sé óbreytt. Fjárhaldsstjórnin starfar áfram STYTTIST Í SAMKOMULAG UM SKULDIR ÁLFTANESS Morgunblaðið/Ómar Rennibraut Lánardrottnar Álftaness þurfa að gefa verulega eftir af skuldum sveitarfélagsins, en laugin fer hvergi. ums.is SÍÐASTI DAGUR FYRIR GREIÐSLUSKJÓL NÝRRA UMSÓKNA UM GREIÐSLUAÐLÖGUN ER 30. JÚNÍ 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.